Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 9VIÐTAL „María lenti stundum í því þegar við vorum að byrja í Hafnarstrætinu að karlmenn afþökkuðu pent þegar hún bauð þeim aðstoð og sögðust vera að bíða eftir mér. Það þýddi lítið að hafa konu í afgreiðslunni í veiðivöruverslun á þeim tíma,“ segir Ólafur og bætir við að þegar karl- arnir hafi keypt sér nýjan búnað hafi konan fengið þann gamla. „Eiginmaðurinn fékk sér kannski nýjar vöðl- ur og konan fékk þær gömlu, sem voru jafnvel númer 46 og allt of stórar á hana.“ Þau eru sammála um að breyting hafi orðið á fljótlega upp úr aldamótum og með tilkomu fjöl- mennra veiðiferða í boði banka og stórfyrir- tækja á árunum 2004 til 2007 hafi fjöldi fólks fengið áhuga á veiði. Segir María að í dag sé töluvert um hjónaferðir og líka ferðir þar sem konur fari saman að veiða. „Þetta er ekki lengur þetta vindla- og jeppa- sport sem var bara fyrir karlmanninn, eins og áður. Núna erum við t.d. með mikið úrval af veiðivörum fyrir konur í versluninni. Til að mynda eigum við fimm gerðir af vöðlum í kven- sniði. Þá sjáum við að boðsferðir fyrirtækja eru farnar að tíðkast aftur enda vita þeir sem þekkja að viðskiptasambönd er hægt að treysta á góðum stundum úti í náttúrunni með stöng í hönd. Mörg fyrirtæki leita til okkar með leigu á búnaði fyrir gesti, en við höfum leigt veiðibúnað í 18 ár.“ Ferðamenn versla mikið Fjölgun kvenna í veiði þýðir aukið vöruúrval fyrir bæði karla og konur í Veiðihorninu en hvernig hefur fjölgun ferðamanna til landsins haft áhrif á rekstur verslunarinnar? Njóta verslanir með sérhæfða vöru sömu vinsælda og lundabúðir á Laugarveginum? „Yfir sumarmánuðina er stór hluti viðskipta- vina okkar útlendingar. Þeir koma þá t.d. hing- að til lands í þeim tilgangi að veiða og eru að kaupa sér búnað, jafnvel frá grunni. Síðan eru það hinir sem eru að fara um landið og langar að kaupa sér ódýra stöng og flugur,“ segir María og Ólafur bætir því við að silungsveiði hafi auk- ist mikið meðal ferðamanna og margir komi, kaupi Veiðikortið og fari síðan um landið að veiða. „Í þessu sambandi er gaman að segja frá því að við fengum Njarðarskjöldinn, sem er viður- kenning Reykjavíkurborgar og Samtaka versl- unarinnar sem ferðamannaverslun ársins,“ seg- ir Ólafur. Ofan á allan þann fjölda Íslendinga sem stunda veiðar bætist því fjöldi erlendra ferða- manna sem sérstaklega eru komnir til að veiða eða eru forvitnir um veiðar hér á landi. Það má því ætla að reksturinn gangi vel hjá þeim hjón- um þótt erfitt sé að fá þau til að ræða uppgjör og þróun markaða. Þau eru nefnilega, eins og Ólaf- ur orðar það sjálfur, kaupmenn á horninu, Veiði- horninu, með ástríðu fyrir veiðum. að það sé mjög mikilvægt fyrir verslun eins og þeirra að hafa góða og reynda starfsmenn, sem hafi mikla reynslu af veiði og þekki allan veiði- búnað vel. „Það er ekki hægt að reka fyrirtæki á borð við þetta án góðra starfsmanna. Þetta eru sérhæfð- ar vörur og það verður að hafa fagfólk í af- greiðslunni og þjónustu við viðskiptavininn. Fólk er bæði að leita að góðri vöru en sækir líka til okkar vegna reynslu starfsmanna okkar sem geta ráðlagt og leiðbeint viðskiptavinum um vöruna og veiðina.“ Ólafur tekur undir þessi orð Maríu og bætir því við að auk gæðavöru og reyndra starfs- manna leggi allir sig fram við að veita fyr- irmyndarþjónustu. „Þegar við byrjuðum tókum við strax þá ákvörðun að kaupa eingöngu inn vörur sem við vildum selja og við töldum vera bestu vörurnar. Þessi blanda, þ.e. gott starfsfólk sem hefur verið með okkur í mörg ár, góðar vörur og fyrirmynd- arþjónusta, er lykillinn að góðum rekstri.“ Stór hópur en stutt tímabil Í samanburði við nágrannalönd okkar er fjöldi þeirra sem stunda veiði á Íslandi mjög mikill sem hlutfall af íbúatölu að sögn Ólafs en veiðitímabilið á móti mjög stutt. „Fyrir rúmlega 330 þúsund manna þjóð verð- ur það að teljast ansi gott að ríflega 80 þúsund manns stunda veiðar að einhverju marki. Við búum hins vegar við þann ókost að veiði- tímabilið er mjög stutt hérna,“ segir hann og María bætir við að fyrstu árin hafi þau upplifað góða sölu í júní, júlí og ágúst, þokkalegan sept- embermánuð og góðan desember en lítið aðra mánuði ársins. „Það er rétt hjá Maríu. Við vorum 99 prósent í stangveiðinni fyrstu árin okkar og vorum í basli mánuðina utan veiðitímabilsins, að desem- ber undanskildum. Þess vegna færðum við okk- ur meira út í vörur fyrir skotveiði, enda tekur það tímabil við þegar stangveiðinni sleppir á haustin.“ Hóparnir skarast lítið að sögn þeirra hjóna þótt auðvitað séu til veiðimenn sem stunda bæði skotveiði og stangveiði. Þessar tvær greinar segja þau að styðji hvora aðra í versluninni. „Núna eigum við fleiri góða mánuði og getum boðið betri þjónustu og mikið úrval af veiðibún- aði fyrir alla veiðimenn allt árið um kring,“ segir Ólafur. Jafnrétti í veiðinni Þó ítrekað sé minnst á að viðtalið sé fyrir Við- skiptaMoggann reynist erfitt að fá hjónin til að ræða um reksturinn í tölum. Þau líta á sig sem kaupmenn með ástríðu fyrir veiði. Þegar spurt er um breytingar á markaðnum frá því þau hófu rekstur líta þau hvort á annað og eru sammála um að fjölgun kvenna í veiði sé jákvæðasta og besta breytingin. hafi í þeirri viðleitni nýlega dustað rykið af nafn- inu Veiðimaðurinn. „Það er rétt,“ grípur Ólafur inn í og segir nafn og merki Veiðimannsins hafa legið í dvala hjá þeim í nokkur ár. „Fyrstu árin okkar í rekstri leigðum við nafn Veiðimannsins en keyptum það síðar til notk- unar á réttum tímapunkti. Núna höfum við dust- að af því rykið og enduropnað verslun okkar á Krókhálsi undir því nafni. Það er glæsileg veiði- búð með sambærilegum vörum og hér í Síðu- múla að mörgu leyti en öðrum áherslum. Auk stóru merkjanna okkar í fluguveiði leggjum við einnig mikla áherslu á ódýrari veiðibúnað fyrir alla fjölskylduna og seljum beitu í veiðiferðina. Veiðimaðurinn er vel staðsettur, á Krókháls- inum eða í leiðinni úr bænum eins og við segjum gjarnan.“ Vandaðar vörur og góð þjónusta Meðan á viðtalinu stendur má sjá starfsmenn verslunarinnar stjana í kringum viðskiptavini sem stinga inn höfði og trufla einstaka sinnum viðtalið til að leita ráða þeirra hjóna. María segir lítið frá til þess að sinna áhugamálinu, veiðinni, á sumrin. Við höfum veitt lax og silung á Íslandi í 35 ár en síðustu árin höfum við varið meiri tíma með flugustöng í hlýjum sjónum á fjarlægum slóðum við miðbaug yfir vetrartímann.“ Uppgangur í verslun á ný Áherslur breyttust fljótlega eftir hrun og eins og góðir veiðimenn þurftu Ólafur og María að laga sig að nýjum aðstæðum. „Við fundum strax að veiðimenn voru að leita eftir ódýrari vöru og að nýta hana betur. Þetta var ný áskorun fyrir okkur og við einsettum okkur að mæta þörf viðskiptavina okkar og bjóða bæði góðar og vandaðar vörur en á sama tíma ódýrar,“ segir Ólafur, en María segir ástandið hafa batnað hratt á undanförnum ár- um. „Síðustu ár höfum við fundið fyrir auknum kaupmætti og fjölgun ferðamanna. Við erum að ná aftur því sem kalla mætti eðlilegt ástand og höfum lagt meiri áherslu á vandaðri vörur,“ seg- ir hún en bendir svo á að þau bjóði við- skiptavinum sínum enn upp á ódýrar vörur og Morgunblaðið/Ófeigur á horninu Í versluninni Veiðihorninu í Síðumúla má sjá eig- endur fyrirtækisins, Ólaf og Maríu, sinna við- skiptavinum sínum. Þau telja árangur velgengni sinnar leynast í góðri þjónustu sinni og áhuga sín- um á veiðum, en þau hjón eru miklir veiðimenn . María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon keyptu elstu sportveiðiverslun landsins, Veiði- manninn í gamla miðbæ Reykjavíkur, árið 1998, en sögu Veiðimannsins má rekja til árs- ins 1938 þegar starfsemin hófst undir nafninu Veiðiflugugerð Íslands. Síðar breytti frum- kvöðullinn Albert Erlingsson nafninu og opn- aði Veiðimanninn í Hafnarstræti árið 1940. Veiðihornið á því 78 ára gamla og glæsta sögu. Í þau 18 ár sem María og Ólafur hafa rekið verslunina hefur reksturinn tekið nokkrum breytinum. Í upphafi einbeittu þau sér að mestu að stangveiði en þjóna núna, auk stangveiðinnar, öllum þörfum skotveiði- manna. Þá hefur konum fjölgað gífurlega í veiðinni og ferðamenn eru stækkandi hópur viðskiptavina.Allt þetta og skynsamar ákvarðanir eigendanna hefur skilað þeim hagnaði öll árin sem þau hafa rekið versl- unina. Konurnar eru mættar í veiðina með miklum krafti Morgunblaðið/Ófeigur Veiðihornið rekur sögu sína til ársins 1938 en verslun með veiðivörur hefur tekið miklum breytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.