Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016SJÓNARHÓLL Áður en bankar í líkingu við viðskiptabanka nú-tímans litu dagsins ljós á miðöldum höfðumenn þegar prófað flestar tegundir viðskipta sem við þekkjum í dag, allt frá einfaldri lánastarfsemi til afleiðuviðskipta. Ýmsir aðilar komu að þessum við- skiptum, t.d. samtök verslunarmanna, kirkjulegar stofnanir, stjórnvöld og einstaklingar, en ekki bankar í okkar skilningi þess orðs. Allt voru þetta viðskipti sem í dag væru gjarnan kölluð „skuggabanka- starfsemi“. Um og eftir 17. öld urðu hinsvegar miklar breytingar, sérstaklega með tilkomu peningaseðla (skuldaviðurkenninga) útgefnum af bönkum, sem gerðu bönkum kleift að vaxa hratt og smám saman að ná ráðandi stöðu í fjármálageiranum. Það má því segja að bankar hafi sprottið upp úr skuggabanka- starfsemi og síðan vaxið henni yfir höfuð á tiltölulega stuttum tíma. Framan af voru litlar skorður við starfsemi banka, en ýmsar uppákomur urðu þó til þess að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því að óheft bankakerfi getur falið í sér mikla áhættu fyrir borg- arana og ríkið. Til dæmis leiddi mikið áhlaup á banka- kerfið í Bandaríkjunum árið 1907 til þess að Seðlabanki Bandaríkjanna (Federal reserve system) var settur á laggirnar og starfsemi banka settar takmarkanir. Síð- an þá hafa skorður á starfsemi banka almennt farið vaxandi, nú síðast auknar kröfur til fjárhagslegs styrkleika og áhættustýringar í kjölfar atburðanna 2008. Í einfaldaðri mynd má segja að grunnstarfsemi við- skiptabanka sé að taka við innlánum frá almenningi og fyrirtækjum og veita útlán til sömu aðila. Slík starfsemi felur í sér áhættu fyrir venjulegt fólk, fyrirtæki og ríkið sem banki starfar í. Til dæmis get- ur banki farið á hausinn vegna slæmra útlána og þá er hætta á að þeir sem áttu innlán í bankanum tapi sínu auk þess sem fyrirtækin sem viðkomandi banki þjónustaði geta lent í erfiðleikum með slæmum afleið- ingum fyrir efnahagslífið. Þessa áhættu reynir ríkið (og alþjóðastofnanir) að takmarka með vaxandi kröf- um um fjárhagslegan styrk og áhættustýringu, þar sem bankar verða m.a. að leggja til hliðar eigið fé á móti öllum áhættusömum fjárfestingum og útlánum. Reglur um fjárhagslegan styrk og áhættustýringu hafa aukið mjög kostnað í bankakerfinu, sem á end- anum hefur áhrif á verð þjónustu og lánveitinga bankans. Og því meiri áhætta sem fólgin er í þjón- ustu og lánveitingum banka því dýrari er hún. Á sama tíma og þessar breytingar hafa átt sér stað hafa orðið miklar tækniframfarir í öllum kimum sam- félagsins og þ.m.t. í fjármálageiranum. Þessar tækni- framfarir hafa leitt til þess að kostnaður við tæknilausnir, mark- aðssetningu og þjónustu við stóra hópa viðskiptavina hefur farið hratt minnkandi. Áður var það einungis á færi stórra fyrirtækja, þ.m.t. banka, að reka þau kerfi sem nauðsynleg eru til að veita fjármálaþjónustu, en í dag getur nánast hver sem er rekið eða fengið aðgang að slíkum lausnum fyrir lítinn pening. Og ein afleiðingin af þessu er að skuggabankastarfsemi fer hratt vaxandi. Til dæmis beinar lánveit- ingar án milligöngu banka (t.d. líf- eyrissjóða til sjóðsfélaga og fyrirtækja), skammtíma- fjármögnun með sölu krafna til einkarekinna kröfu- kaupafyrirtækja, öflun hluta- og lánsfjár með hópfjármögnun á netinu, rafræn greiðslumiðlun í samstarfi snjallsímafyrirtækja og kortafyrirtækja og svo mætti lengi telja. Skugginn er sem sagt í örum vexti. En bankarnir sitja að sjálfsögðu ekki aðgerðalausir hjá og eru sjálfir einn stærsti aðilinn í skuggabanka- starfseminni í gegnum rekstrarfélögin sín þar sem þeir leiða saman aðila á markaði, til dæmis lánveit- endur og lántakendur, og taka þóknun fyrir án þess að viðskiptin falli undir reglulega starfsemi bankans og þær reglur sem um hana gilda. FJÁRMÁLAMARKAÐIR Hjörtur H. Jónsson, forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá ALM Verðbréfum. Ört vaxandi skuggi ” Bankarnir sitja að sjálf- sögðu ekki aðgerða- lausir hjá og eru sjálfir einn stærsti aðilinn í skuggabankastarfsem- inni í gegnum rekstrar- félögin sín þar sem þeir leiða saman aðila á markaði. ÁRNI SÆBERG FORRITIÐ Þegar blaðamaður rakst á forritið Elsa varð honum strax hugsað til ákveðinna íslenskra stjórnmála- manna sem hafa sýnt það fyrir framan myndavélar og hljóðnema erlendra fjölmiðla að það er eitt að geta tjáð sig á ensku og annað að tala málið rétt og vel. Stundum getur hreinlega verið pínlegt að hlusta á íslenskt fagfólk taka til máls á ensku, því jafnvel þegar orðaforðinn er í lagi er framburðurinn oft stórskrítinn og dreifir athyglinni frá annars áhugaverðum erindum. Elsa er stafrænn framburðar- þjálfari fyrir Apple- og Android- síma. Þetta notendavæna snjall- símaforrit á að hjálpa fólki um all- an heim að slípa framburðinn til, tala ensku skýrt og fallega, af meira sjálfsöryggi og án þess að undarlegur hreimur flækist fyrir. Í forritinu er hægt að gera æf- ingar til að bæta framburðinn smám saman, en Elsa hlustar á notandann og greinir hvar hann gerir villur. Síðan er hægt að skrifa nánast hvaða orð sem er inn í forritið og fá framburðarleiðsögn, sem ætti að koma sér vel þegar undirbúa þarf fyrirlestur, blaða- mannafund eða atvinnuviðtal. ai@mbl.is Kanntu örugglega að tala ensku lýtalaust?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.