Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 1

Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  161. tölublað  104. árgangur  HJÓLHÝSI SEM HLÆR AÐ ERFIÐ- UM VEGUM OPNA NÝJAN HEIM ARI FREYR Á LEIÐ TIL LOKEREN Í BELGÍU TÓNLEIKAR UNGFÓNÍU Í KVÖLD 30 ÍÞRÓTTIR 1BÍLAR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Byggingarkrönum hefur farið ört fjölgandi undanfarin ár og á fyrri hluta þessa árs hefur Vinnueftirlitið skoðað 157 krana, en þeir voru 165 á fyrri hluta árs árið 2007. Er það aukning frá því sem var fyrri hluta árs í fyrra þegar 137 byggingar- kranar voru skoðaðir af Vinnueft- irlitinu og 319 á árinu í heild. Ein- ungis fóru fleiri kranar í skoðun hjá Vinnueftirlitinu árið 2007 eða 364. Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir að þrátt fyrir fjölgun krana sé upp- bygging í landinu á upphafsstigum. „Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á árunum fyr- ir hrun að uppbygging innviða er ekki hafin af neinu viti. Fyrir utan Þeistareyki og Búrfellsvirkjun er ekkert í gangi hjá hinu opinbera. Allt var á fleygiferð á vegum hins opinbera fyrir hrun. Það er ekki svo núna. Uppbyggingin er studd af einkageiranum,“ segir Árni Jó- hannsson. Bragi Fannar Sigurðsson kerf- isfræðingur heldur úti vefsvæðinu vísitala.is þar sem hann birtir tölur um fjölda skoðana á byggingar- krönum í hverjum ársfjórðungi frá árinu 1990. Fræg urðu orð hagfræðingsins Roberts Z. Alibers þegar hann kom hingað til lands árið 2007 og sagði augljósa ofþenslu í efnahagslífinu miðað við þann kranafjölda sem hann sá í heimsókn sinni um landið. „Þetta er rétt að byrja“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggingar Nokkrir kranar standa uppi við nýbyggingar í Urriðaholti í Garðabæ. Er þetta orðin algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu.  Ekkert lát virðist vera á fjölgun byggingarkrana  Uppbygging innviða á vegum hins opinbera sögð lítil  Litlu fleiri kranar voru skoðaðir árið 2007 MByggingarkrönum fjölgar enn »6 Frá stofnun Samkeppniseftirlitsins, á miðju ári 2005, hefur eftirlitið sekt- að rúmlega 60 fyrirtæki um rúmlega 8 milljarða króna. Tæplega helming- ur þeirrar fjárhæðar hefur verið ákvarðaður í sátt við viðkomandi fyr- irtæki en tæplega 4,2 milljarðar króna verið bornar undir áfrýjunar- nefnd. Í meðförum hennar hefur sú fjár- hæð lækkað í tæplega 2,6 milljarða króna. Sektir hafa einnig lækkað nokkuð í meðförum héraðsdóms, eða úr tæplega 1,5 milljörðum í rúmlega 1 milljarð króna. Á hinn bóginn hafa sektir hækkað í meðförum Hæsta- réttar, eða úr 1 milljarði í tæplega 1,3 milljarða króna. Af framangreindum 8 milljörðum króna nema heildarsektir í sam- keppnismálum frá árinu 2005 eftir endurskoðun áfrýjunarnefndar og dómstóla tæplega 6,3 milljörðum króna. Hlutfall sekta í ríkissjóð af upphaflegri ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins er því tæplega 80%. Þetta kemur fram í svari Sam- keppniseftirlitsins við fyrirspurn Morgunblaðsins en eftirlitið sektaði nýlega MS um 480 milljónir kr. »16 Hafa innheimt 6,3 milljarða  8 milljarða heildarsektir frá 2005 Veðurstofa Íslands hefur á undan- förnum árum gert verulegar um- bætu á kerfum sem vakta Heklu. Vonir standa til að þessi mælikerfi muni gera það mögulegt að senda gosviðvörun út tímanlega svo hægt verði að bregðast við til þess að draga úr áhrifum gossins á fólk og innviði. Veðurstofan segir að jafn- vel þótt öll eftirlitskerfi virki eins og skyldi sé mögulegt að næsta eld- gos í Heklu verði með litlum eða engum aðdraganda. Hekla gaus síð- ast árið 2000 og er nú talin vera „komin á tíma“. „Alla daga kemur hingað fólk sem spyr til vegar og er á leið upp á Heklu. Fólk lætur sig engu varða þótt því sé sagt að fjallið geti gosið hvenær sem er,“ segir Anders Han- sen, hótelhaldari á Hótel Leiru- bakka, sem er í nágrenni fjallsins fræga. »10 Hekla Getur gosið fyrirvaralítið. Vöktun Heklu hefur verið stórbætt  Mikill vöxtur er í innflutningi ökutækja til landsins á fyrri hluta ársins, í samanburði við sama tíma í fyrra. Alls voru flutt inn um 16.000 ökutæki fyrstu sex mán- uðina en þau voru 11.000 á sama tíma fyrra. Þetta er aukning á milli ára um 43 prósent. »14 Ökutækjainnflutn- ingur eykst um 43% Ökutæki Bílar bíða nýrra eigenda. „Ferðafélagið hefur sett hátt í millj- arð króna í uppbyggingu, þjónustu og rekstur á Laugaveginum á síð- ustu tíu árum, það eru um 100 millj- ónir á ári,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Ís- lands (FÍ). „Það má alveg segja að Laugavegurinn sé sprunginn á há- annatímanum út frá gistiaðstöðu og eins umgengni við náttúruna.“ Göngufólkið á Laugaveginum, milli Landmannalauga og Þórs- merkur, er líklega um 70% erlendir ferðamenn. Þeir koma ýmist á eigin vegum eða í skipulögðum ferðum á vegum íslenskra og erlendra ferða- skrifstofa. Gistirými á vinsælustu hálendis- stöðum er víða uppbókað. Aukning ferðamannastraumsins birtist í því að æ fleiri ferðamenn gista í tjöldum á hálendinu. Met var slegið við Álfta- vatn í síðustu viku þegar þar var tjaldað 140 tjöldum eina nóttina. „Það er töluvert þétt bókað víðast hvar,“ sagði Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, um gistipláss í skálum félagsins. Hann sagði að erlendir ferðamenn bókuðu mikið gistingu í skálanum á Fimm- vörðuhálsi, þar sem væri pláss fyrir 20 manns. Einnig bóki erlendir ferðamenn talsvert mikið gistingu í Básum á Goðalandi í Þórsmörk þar sem 80 manns geti gist. Oft bókar sama fólkið gistingu í báðum þessum skálum. gudni@mbl.is »4 Laugavegur sprunginn  Þröng á þingi sums staðar á hálendinu  Milljarður í uppbyggingu, þjónustu og rekstur á Laugavegi á 10 árum Ljósmynd/Björk Guðbrandsdóttir Laugavegurinn Vinsælasta göngu- leið landsins er orðin mjög fjölfarin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.