Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 4

Morgunblaðið - 12.07.2016, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Kíktu á heimasíðunawww.saltkaup.is Tunnurnar fást hjá okkur. 60 lítra 220 lítra 120 lítra Blómastampur 30 lítra 116 lítra trétunna Landsvirkjun hefur metið horfur fyrir fyllingu miðlana á hausti kom- anda. Fram kemur í frétt á heimasíðu fyrirtækisins að innrennsli í lón í apríl og framan af maí hafi verið lítið enda kom vorið seint að þessu sinni. Hins vegar hafi tíðarfar í júní ver- ið gott og innrennsli verið umfram meðallag. Vorleysingum sé lokið og tími jökulbráðar að hefjast. Staða miðlunarlóna á Þjórsár- svæði og Blöndu er lakari en á sama tíma í fyrra en mun betri í Hálslóni. Allar líkur eru á að Hálslón fyllist í haust að mati sérfræðinga Lands- virkjunar en minni líkur á að miðl- anir fyllist við Blöndu og á Þjórs- ársvæði. Sjálfvirk vöktun lóna á vef Lands- virkjunar leiðir í ljós á vatnshæð í Hálslóni, sem sér Kárahnjúkavirkj- un (Fljótsdalsstöð) fyrir vatni, er margfalt betri en í fyrra. Í gær var yfirborð lónsins í rúmlega 605 metra hæð yfir sjávarmáli, samanborið við 585 metra í fyrra. Yfirfall er í 625 metrum og ætti að nást síðsumars eða í haust. Þá myndast fossinn Hverfandi þegar jökulvatnið steypist tæpa 100 metra niður í Hafrahvammsgljúfur. Í Þórisvatni, sem sér virkjunum á Þjórsársvæðinu fyrir vatni, var vatnsyfirboðið í gær í 571,5 metrum yfir sjávarmáli, samanborið við 575 metra í fyrra. Yfirfall er í 579 metr- um. Í Blöndulóni, sem sér Blöndu- virkjun fyrir vatni, var vatnshæðin í gær í 474,3 metrum, samanborið við 473,8 metra í fyrra. Þarna verður yf- irfall þegar vatnshæðin hefur náð 478 metrum. sisi@mbl.is Innrennsli í miðlunarlón á hálendinu yfir meðallagi  Líkur á að Hálslón muni fyllast í haust Morgunblaðið/RAX Hálslón Líkur eru á að lónið fari á yfirfall síðsumars eða í haust. væru allt mjög fallegar og góðar leiðir þar sem væri ágætis aðstaða fyrir göngufólk. Laugavegurinn er orðinn mjög þekktur út um heim og eftir því eftirsóttur. National Geog- raphic valdi hann eina bestu göngu- leið í heiminum. Laugavegurinn þykir einstakur fyrir fjölbreytt landslag auk þess sem leiðin er ekki mjög langt frá höfuðborgarsvæðinu. Páll sagði að Laugavegurinn væri að stórum hluta í góðu lagi, enda lægi hann m.a. yfir hraun og sanda. Komnar eru álagsskemmdir á við- kvæmustu köflunum eins og í Gras- haga og niður Jökultungur. Sjálf- boðaliðar á vegum FÍ og Umhverfisstofnunar hafa unnið að lagfæringum á skemmdunum. Páll sagði að komið væri að stórtækari framkvæmdum á þeim svæðum. Hátt í milljarð í uppbyggingu „Ferðafélagið hefur sett hátt í milljarð króna í uppbyggingu, þjón- ustu og rekstur á Laugaveginum á síðustu tíu árum, það eru um 100 milljónir á ári,“ sagði Páll. Reist hafa verið ný salernishús bæði við Álftavatn, í Emstrum og Hrafn- tinnuskeri. Þá hafa verið settar upp sturtur og reynt að stækka tjald- svæðin og byggja við þau þjónustu- hús. Páll sagði að ekki væru áform um að fjölga gistiplássum við Lauga- veginn í bili. Það er liður í því að hafa hemil á umferðinni. Hann sagði að þótt skálinn í Hrafntinnuskeri væri ekki byggður fyrir nema 52 gesti hefðu allt að 150 manns hafst þar við sumar óveðursnætur. FÍ á 15 skála um allt land. Ásókn- in er langmest í skálana við Lauga- veginn og í Friðlandi að Fjallabaki. Skálar á Kjalvegi, Hlöðufelli, Haga- vatni og í Nýjadal eru ekki jafn mik- ið nýttir og skálarnir við Laugaveg- inn. Sumir skálar FÍ eru orðnir vinsælir viðkomustaðir í dags- ferðum þar sem fólk stoppar til að borða nesti en gistir ekki. Umferðin hefur aukist á öllu hálendinu, þótt gistingum hafi fækkað eða þær staðið í stað í sumum skálanna. FÍ býður einnig upp á gistingu í Hornbjargsvita á Hornströndum. Það dró úr ferðum á Hornstrandir fyrir 4-5 árum en umferð þangað er að aukast á ný miðað við síðustu ár. Fimmvörðuháls og Þórsmörk „Það er töluvert þétt bókað víðast hvar,“ sagði Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, um gistipláss í skálum félagsins. Hann sagði að erlendir ferðamenn bókuðu mikið gistingu í skálanum á Fimm- vörðuhálsi, þar sem er pláss fyrir 20 manns. Einnig bóki erlendir ferða- menn talsvert mikið gistingu í Bás- um á Goðalandi í Þórsmörk þar sem 80 manns geta gist. Oft bókar sama fólkið gistingu í báðum þessum skál- um. „Við erum með nokkra skála inni á Fjallabaki sem settir voru upp fyrir ákveðnar gönguleiðir. Það eru Álftavatn, Strútsskáli, Sveinstindur, Skælingar og Dalakofi. Aukningin þar sýnist mér vera í gönguferðum á vegum ferðaskrifstofa, aðallega ís- lenskra. Oftar en ekki eru það er- lendir ferðamenn sem koma með þeim,“ sagði Skúli. Skálar Útivistar að Fjallabaki rúma yfirleitt um 20 gesti hver með góðu móti. Bókanir eru fleiri nú en í fyrra og aukningin mjög greinileg, að sögn Skúla. Hann sagði að færð réði miklu um hvenær umferðin hæfist um svæðin. Fjallabak opnaðist frek- ar seint í sumar og drjúgur snjór á svæðinu. Síðustu leiðir þar opnuðust fyrir síðustu helgi. Fjallabak opn- aðist þó ekki jafn seint nú og í fyrra þegar aðstæður voru mjög sér- stakar enda óvenjukalt vor þá og mikil snjóalög fram eftir sumri. Hóparnir sem fara um að Fjalla- baki eru mjög gjarnan í trúss- ferðum. Skúli sagði að erlenda göngufólkið kæmi talsvert mikið frá Frakklandi en einnig frá Þýskalandi og Stóra-Bretlandi. Laugavegurinn er sprung- inn á háannatímanum  Mikil ásókn er í gistingu í skálunum að Fjallabaki  140 tjöld við Álftavatn Ljósmynd/Björk Guðbrandsdóttir Álftavatn Fjölgun ferðamanna á hálendinu birtist í aukinni tjaldgistingu, enda eru skálarnir gjarnan fullsetnir. Eina nótt í síðustu viku voru 140 tjöld á tjaldstæðinu við Álftavatn og mun það hafa verið nýtt met. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gistirými á vinsælustu hálendis- stöðum er víða uppbókað í sumar. Aukning ferðamannastraumsins birtist í því að æ fleiri ferðamenn gista í tjöldum á hálendinu. „Það er mikill áhugi á hálendis- ferðum og aukning á milli ára,“ sagði Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands (FÍ). Hann sagði að skálagisting á vinsælustu stöðunum hefði verið uppbókuð undanfarin sumur líkt og í sumar. Skálar FÍ rúma gjarnan 60-80 næturgesti hver. Met við Álftavatn „Fjölgunin er í tjaldgestum. Það eru fleiri á ferðinni en áður, bæði á eigin vegum og með ferðaskrif- stofum, og tjalda þeir á skálasvæð- unum og nýta salerni og aðra að- stöðu við skálana,“ sagði Páll. Met var slegið við Álftavatn í síðustu viku þegar þar var tjaldað 140 tjöld- um eina nóttina. Páll sagði að þau hjá Ferðafélagi Íslands hefðu nokkrar áhyggjur af þróuninni og þá helst af því að að- staðan annaði ekki síauknum fjölda ferðamanna. Hann sagði það vera löngu tímabært að ræða við ferða- þjónustuna og Umhverfisstofnun um hvort ekki þyrfti að stýra fjölda ferðamanna inn á Friðland að Fjallabaki, einkum Laugaveginn. Páll sagði að þorrinn af göngufólk- inu færi Laugaveginn. Margar aðr- ar gönguleiðir eru í boði en ekki nærri eins fjölfarnar. „Það má alveg segja að Lauga- vegurinn sé sprunginn á háannatím- anum út frá gistiaðstöðu og eins umgengni við náttúruna,“ sagði Páll. Göngufólkið á Laugaveginum er að mestu leyti, líklega um 70%, erlendir ferðamenn. Þeir koma ým- ist á eigin vegum eða í skipulögðum ferðum á vegum íslenskra og er- lendra ferðaskrifstofa. Umferð þeirra sem ferðast á eigin vegum hefur aukist. Ferðaskrifstofurnar skipuleggja yfirleitt trússferðir og er farangri og viðlegubúnaði ekið á milli næturstaða. Þeir sem ferðast á eigin vegum bera sjálfir allt sitt haf- urtask. Páll sagði að ótal margar aðrar góðar gönguleiðir en Laugavegur væru í boði, t.d. Kjalvegur og Kerl- ingarfjöll, Strútsstígur, Lónsöræfi, Víknaslóðir og Öskjuvegur. Þetta Samningur sem flugfreyjur hjá Flugfélagi Ís- lands í Félagi ís- lenskra flug- freyja skrifuðu undir við flug- félagið hinn 30. júní síðastliðinn hefur verið felld- ur af félags- mönnum með af- gerandi hætti. Af þeim 42 félagsmönnum sem voru kjörgengir felldi 81% samninginn. Að sögn Sigríðar Ásu Harðar- dóttur, formanns félagsins, verður á næstu dögum kallaður saman félags- fundur og í framhaldinu sest aftur niður við samningaborðið. Samningaviðræður flugfreyja við Flugfélag Íslands gengu brösuglega en upp úr viðræðunum slitnaði í lok júní síðastliðins. Þá kynntu flug- freyjur til leiks tillögu sem sam- þykkt var af samninganefndinni. Samningurinn hlaut hins vegar ekki stuðning félagsmanna. Flugfreyjur fella kjara- samninginn Nei Flugfreyjur hafna samningi.  81% flugfreyja felldi samninginn Starfsmenn Veðurstofu fylgjast náið með þróuninni í Emstrum en sam- kvæmt tilkynningu er líklega lítið hlaup hafið í Fremri-Emstruá. Ekki er talin mikil hætta af hlaupvatninu, heldur af gasmengun við upptök ár- innar og í lægðum í landslaginu um- hverfis ána. Skálavörður í Emstrum og ferða- fólk, sem hefur verið þar síðustu daga, tilkynntu um sterka brenni- steinslykt á svæðinu fyrir skemmstu. Mælar Veðurstofunnar sýna aukningu í rafleiðni og hefur vatnshæð aukist um u.þ.b. 30 cm. Aukin rafleiðni í Markarfljóti er lík- lega vegna jarðhitavatns undan Entujökli, skv. Veðurstofunni. Meiri hætta af gasinu en hlaupinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Emstrur Smáhlaup úr Entujökli með lykt eru þekkt í Emstrum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.