Morgunblaðið - 12.07.2016, Síða 6
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Byggingarkrönum fer ört fjölgandi á
landinu. Er nú svo komið að svipaður
fjöldi krana hefur verið skoðaður á
fyrri helmingi þessa árs og var skoð-
aður á fyrri hluta árs 2007. Fræg
urðu orð hagfræðingsins Roberts Z.
Aliber þegar hann kom hingað til
lands árið 2007 og sagði augljósa of-
þenslu í efnahagslífinu miðað við
þann kranafjölda sem hann sá í
heimsókn sinni um landið. Lagði
hann það til grundvallar um spá sína
um fyrirhugaðan efnahagsvanda í
landinu. Byggingarkranavísitalan er
aðallega til gamans en hagfræðingar
segja að mæla megi þenslu í efna-
hagslífinu eftir fjölda byggingar-
krana í notkun.
Bragi Fannar Sigurðsson heldur
úti vefsvæðinu vísitala.is þar sem
hann birtir tölur um fjölda skoðana á
krönum í hverjum ársfjórðungi frá
árinu 1990. Á fyrstu tveimur fjórð-
ungum þessa árs fengu 157 kranar
skoðun hjá Vinnueftirlitinu en til
samanburðar fengu 165 kranar skoð-
un á fyrstu tveimur ársfjórðungun-
um árið 2007 þegar flestar skoðanir
á byggingarkrönum fóru fram.
Hlutur hins opinbera lítill
Árni Jóhannsson, forstöðumaður
bygginga- og mannvirkjasviðs hjá
Samtökum iðnaðarins, segir aukinn
kranafjölda aðallega drifinn af
einkaframkvæmdum og að hlutur
hins opinbera sé lítill. „Við erum rétt
að fara af stað. Staðsetningin á okk-
ur í kúrfunni er sú að nú eru hlutirnir
að fara að taka við sér,“ segir Árni.
Hann segir eðli þeirra fram-
kvæmda sem eiga sér stað nú ólíkt
því sem var fyrir hrun. „Á árunum
fyrir hrun var svo mikið af bygging-
arkrönum sem stóðu við íbúðarhús-
næði. Sú sprenging hefur ekki átt
sér stað nú,“ segir Árni. Hann segir
að vissulega sé verið að byggja íbúð-
arhúsnæði í einhverjum mæli. Ákall-
ið um „praktískt“ húsnæði sé hins
vegar svo mikið að ekki sé fyrirséð
að hægt verði að vinda ofan af þörf-
inni í bráð.
Hann segir að lítil sem engin fjár-
festing sé í innviðaverkefnum á veg-
um hins opinbera.
„Í þeim geira var allt á fleygiferð
árið 2007 og því má segja að við eig-
um allt slíkt inni. Það mun gerast á
endanum og í hinum fullkomna heimi
ætti hið opinbera að koma inn með
sína innspýtingu þegar um fer hægj-
ast á einkamarkaðnum,“ segir Árni
en bætir því við að fátt gefi það til
kynna að draga muni úr umsvifum á
einkamarkaði á næstunni. „Opinber
umsvif munu því alltaf bætast við
það sem er í gangi í efnahagslífinu
núna,“ segir hann.
Auk þess sem kranar þykja gefa
ákveðna vísbendingu um ástand í
efnahagslífinu, er einnig horft til inn-
flutnings á lyfturum og byggingar-
stáli svo dæmi séu nefnd. „Svona
hlutir eru ekkert minna áreiðanlegir
en flóknar vísitölur,“ segir Árni.
Á vefsíðunni vísitala.is má sjá að
byggingarkranavísitalan hefur
hækkað jafnt og þétt frá árinu 2010
og tók nokkurt stökk 2014 og 2015. Á
síðasta ári fóru 319 skoðanir á bygg-
ingarkrönum fram. Þær voru 268 ár-
ið 2014 og 159 árið 2013. Um er að
ræða ársskoðanir eða skoðanir
vegna nýrra krana. Hjá Vinnueftir-
litinu var bent á að hver krani er
yfirleitt ekki lengur en eitt ár í notk-
un á hverjum stað.
Á vef Braga er áréttað að ekki sé
um endanlegan fjölda virkra krana
að ræða, heldur gefi þetta einhverja
mynd af ástandinu hverju sinni. Að-
eins árið 2007 slær síðasta ár út,
hvað kranaskoðanir varðar, en þá fór
Vinnueftirlitið í 364 skoðanir saman-
borið við 319 í fyrra. 2007 voru 97
kranar skoðaðir á fyrsta ársfjórð-
ungi og 68 á öðrum ársfjórðungi. Til
samanburðar voru 70 kranar skoð-
aðir á fyrsta ársfjórðungi í ár en 87 á
öðrum ársfjórðungi.
Í fyrra voru 224 kranar skráðir á
höfuðborgarsvæðinu, en á Norður-
landi eystra voru þeir 32, 19 á Suður-
landi, 15 á Suðurnesjum en mun
færri í öðrum landshlutum.
Byggingarkrönum fjölgar enn
Umsvif á byggingarmarkaði eru rétt að byrja að mati forstöðumanns bygginga- og mannvirkjasviðs
hjá SI Skoðanir á byggingarkrönum það sem af er ári litlu færri en árið 2007 Einkageirinn stór
Byggingarkranavísitalan
Þróun á fjölda skoðaðra byggingarkrana í landinu frá árinu 1990
Fj
öl
di
sk
oð
að
ra
kr
an
a
400
300
4.ársfjórðungur 3.ársfjórðungur 2.ársfjórðungur 1.ársfjórðungur
200
19
90
19
91
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
11
20
10
20
12
20
13
20
14
20
15
20
16
100
0
Heimild: www.visitala.is
157
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Byggingarkranar Mikil uppbygging á sér stað við Urriðaholt í Garðabæ.
Byggingarkrönum hefur farið ört fjölgandi á Íslandi undanfarin ár.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016
Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600
Hollensk
rafmagnshjól
vönduð og margverðlaunuð
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Borið hefur á því að bílstjórar sem
starfa í ferðaþjónustu hafi ekki leyfi
til að keyra með farþega í atvinnu-
skyni. Lögreglan
á Suðurlandi upp-
lýsti í gær að hún
hefði handtekið
bílstjóra sem var
á ferð með hóp á
vegum rúss-
neskrar ferða-
skrifstofu. Ekk-
ert rekstrarleyfi
var til staðar og
var bílstjórinn
ekki með réttindi
til aksturs í atvinnuskyni hér á landi.
Þá var annar ökumaður staðinn að
því sl. sunnudag að keyra með er-
lenda ferðamenn í leigubíl án rétt-
inda til aksturs bílsins.
Eftirlitsaðilar fylgist vel með
Óskar Stefánsson, formaður Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis, segir í
samtali við Morgunblaðið að ábyrgð-
in liggi að vissu leyti hjá fyrirtækj-
unum, sem kanna eigi réttindi þeirra
ökumanna sem þau ráða til starfa.
„Þau eiga náttúrlega að sjá til
þess að menn séu með tilskilin rétt-
indi,“ segir Óskar og bætir við að
ökumönnunum beri að framvísa
skírteini til staðfestingar á því að
þeir hafi meirapróf við ráðningu.
Þá segist hann telja ólíklegt að
slíkir vinnuhættir tíðkist hjá stærri
fyrirtækjum í ferðaþjónustunni.
„Ég gæti trúað því að það væru
frekar minni aðilarnir sem hefðu
ekki jafn strangt eftirlit með þessu.“
Hann segir að eftirlitsaðilar þurfi
því að fylgjast vel með því að farið sé
að lögum hvað þetta varðar.
„Maður er að heyra þetta, að
menn séu að taka einhverja sénsa í
skutli og skreppi í ferðir með ein-
hverja hópa. En það er erfitt að ná í
skottið á þessum aðilum því félags-
menn okkar vita ekkert endilega
hver er með réttindi og hver ekki, og
geta því ekki bent á þá bílstjóra sem
gerast brotlegir við lögin.“
Launakjörin hafa á sama tíma
dregist verulega aftur úr að sögn
Óskars.
„Það er orðið erfitt að manna
þetta enda er eftirspurnin sívaxandi.
Einhvern veginn hafa þessi launa-
kjör setið eftir og þau eru alls ekki
til að hrópa húrra fyrir, eins og stað-
an er í dag. Þá eru menn hvattir til
að fara ekki í frí, svo mikið er álagið í
geiranum.“
Réttindalausir bílstjórar
keyra ferðamenn um landið
Morgunblaðið/Eggert
Umferð Óskar segir ábyrgðina að vissu leyti liggja hjá fyrirtækjum sem ráða
bílstjóra til starfa, þau eigi að sjá til þess að þeir séu með tilskilin réttindi.
Óskar
Stefánsson
Mikið álag á atvinnubílstjórum, segir formaður Sleipnis
Krækiberin eru farin að gera vart
við sig víða um land en þessi fund-
ust í A-Skaftafellssýslu, neðan við
Hoffellsjökul. Þá mátti ná góðum
fjölda berja við Kvíárjökul. „Þau
voru nú ekki bragðmikil eða safa-
mikil berin,“ segir Hörður Jónas-
son, sem var með hóp Þjóðverja á
svæðinu og tíndi handa þeim ber til
að smakka.
„Þeim fannst þetta mjög gaman
og sérstakt að bragða á íslenskum
berjum,“ segir hann en krækiberin
eru ekki jafn aðgengileg á þeirra
heimaslóðum í Þýskalandi.
Krækiberin vekja lukku hjá ferðamönnum
Gómsætt Ferðamenn á ferð við Hoffells-
jökul gæddu sér á íslenskum krækiberjum.
Ljósmynd/Hörður Jónasson