Morgunblaðið - 12.07.2016, Page 23

Morgunblaðið - 12.07.2016, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Hugur okkar er hjá Laugu og strákunum. Andrés, Davíð, Drífa, Guðmundur Páls, Indr- iði, Ída, Kjartan og Kristín, Kristján, Sig- urður Sig., Sigurður Ólafs., Sissa og Jónas, Sísí og Guðjón, Þórunn og Samúel. Fregnin um andlát æskuvinar míns Karls Friðjóns Arnarson- ar, eða Kalla eins og hann var ætíð kallaður, sló mig kaldan, eitthvað óskiljanlegt hafði gerst. Slys gera ekki boð á undan sér og er enginn óhultur gagnvart slíku. Sem iðnaðarmaður stund- aði Kalli sína vinnu af kostgæfni og var mjög umhugað um gæða- og öryggismál, en stundum nægir það ekki til. Við Kalli vorum nánir vinir frá því í barnaskóla og þrátt fyr- ir að hafa farið hvor í sína áttina í námi og starfi, þá héldum við ætíð nánu sambandi sem hélst áfram eftir að við eignuðumst okkar fjölskyldur. Fjölskyldur okkar og fleiri æskuvina hafa haldið miklu og reglulegu sam- bandi í gegnum tíðina og notið þess að umgangast Kalla og hans fjölskyldu. Þegar maður hitti eða talaði við Kalla var glettnin og hressileikinn alltaf til staðar, hann sá ætíð bjartari hliðina á málum og gerði grín, ekki síst að sjálfum sér. Kalli giftist konunni sinni Snjólaugu (Laugu) á síðasta ári eftir að hafa verið í sambúð í um 20 ár en Kalli talaði oft um það hversu heppinn hann hefði verið að kynnast Laugu og eignast með henni synina tvo Örn og Atla. Við fráfall svo náins vinar hellast yfir mann allar minning- arnar; unglingsárin, skemmtan- ir, utanlandsferðir, útilegur, bú- staðarferðir, veiðiferðir og ekki síst öll matarboðin. Kalla verður sárt saknað en minningarnar lifa. Ég og mín fjölskylda vottum fjölskyldu Kalla okkar einlægu samúð í hennar miklu sorg. Ég kveð Kalla, minn æskuvin, með tilvitnun í Hávamál. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kári Arngrímsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessar línur koma mér í hug þegar mér verður hugsað til Kalla vinar míns frá barnæsku og hans ótímabæra fráfalls vegna vinnuslyss. Það hlýtur að hafa komið upp verulegur skort- ur á handlögnum og skemmti- legum mönnum hjá almættinu fyrst hann var kallaður svo snemma burt úr jarðnesku lífi, því þeir eiginleikar prýddu Kalla svo eftir var tekið. Við kynntumst í grunnskóla og erum við fimm félagarnir sem höfum haldið hópinn allar götur síðan. Þessi hópur ásamt mökum og börnum hefur ferðast saman um land allt á sumrin og haldið matarboð reglulega yfir vetrartímann. Eins höfum við oft stundað bakstur fyrir jólin, farið í berjatínsluferðir og gert margt fleira skemmtilegt – að- allega í þeim tilgangi að hittast og njóta félagsskaparins. Kalli var ætíð hrókur alls fagnaðar og átti auðvelt með að ná til fólks. Eins var hann bæði nákvæmur og hreinskilinn og sagði alltaf sinn hug, þó án þess að særa tilfinningar annarra. Þegar hann fór í smíðina og stofnaði fyrirtækið Salla þá komu þessir eiginleikar hans vel í ljós því honum hélst ætíð ein- taklega vel á viðskipavinum. Kalli og Lauga eiginkona hans hafa alltaf staðið þétt sam- an og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast m.a. með uppbygginu þeirra á sælureitnum og sum- arhúsinu í Borgarfirðinum með drengjunum þeirra, þeim Erni og Atla. Vinahópurinn hefur komið reglulega í heimsókn í bú- staðinn til þeirra og fylgst með trjáræktinni og öllu því góða starfi sem þau hafa sinnt þar. Elsku Kalli okkar, það verður margs að sakna en við yljum okkur við minningarnar um leið og við þökkum fyrir samfylgdina sem fékk svo snöggan og svip- legan endi. Við Olla og drengirnir okkar sendum Laugu, Erni og Atla og eins Úlfari bróður Kalla, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sævar, Ólöf og synir. Kalli er farinn, hann lést í vinnuslysi. Það var erfitt að sætta sig við þessi tíðindi. Þessi æskuvinur frá barnaskóla var mér sem bróðir. Við höfðum skemmt okkur saman frá því í grunnskóla, bruggað bjór í Sig- túni, farið saman til Kanarí, veitt og spilað saman badmin- ton. Síðar þegar við vorum komnir með fjölskyldu styrktust böndin enn frekar með tilkomu matarklúbba, ferðalaga og berjaferða. Svona átti þetta allt- af að vera með honum Kalla. Maður tekur svona sem sjálf- sögðum hlut. Það var ein mesta gæfa Kalla að kynnast Laugu og eiga með henni tvo frábæra syni. Allar verslunarmannhelgar héldu Kalli og Lauga veislu í sumarbústað sínum, þar sem vinahópurinn mætti, ásamt börnum. Þar tjölduðum við og nutum þess að grilla saman, fara í pottinn og veiða. Móttökurnar hjá Kalla og Laugu voru höfð- inglegar eins og alltaf og ekkert til sparað til að búa vinum sínum þá bestu aðstöðu sem hægt væri að fá. Kalli var ætíð trúr sínum vin- um og lagði mikla áherslu á að vanrækja ekki vini sína. Hann lét sig aldrei vanta í hópinn þó að mikið væri að gera. Alltaf var hann Kalli kátur, traustur og einstaklega barngóður. Það er alveg ljóst að börnin okkar munu sakna káta og skemmti- lega Kalla. Tveimur dögum fyrir slysið heyrðum við í Kalla þar sem hann spaugaði og hlakkaði til að kíkja í útilegu með vina- hópnum næstu helgi. En allt í einu er allt búið. Í fyrstu var maður honum reiður að yfirgefa fjölskyldu og vini, en síðan breyttist reiðin í þakklæti fyrir þau ár sem hann hefur gefið okkur. Kalli mun alltaf hafa stað í hjarta okkar og hans verður sárt saknað. Góður vinur er nú farinn og stórt skarð höggvið í líf okkar sem erfitt verður að fylla. Kalli á yndislega konu og börn og er hugur okkar með þeim á þessum erfiðu tímum. Kalli vinur, takk fyrir allt. Helgi og Fríða. ✝ ÞorgeirSveinsson fæddist 7. sept- ember árið 1917 að Kelduvík á Skaga norður. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 29. júní 2016. Foreldrar hans voru Sveinn Mika- el Sveinsson, fæddur á Hrauni 29. sept- ember 1890, d. 7. apríl 1932, og kona hans Guðbjörg Rann- veig Kristmundsdóttir, fædd í Ketu 2. október 1897, d. 18. júní 1967. Þau bjuggu í Keldu- vík 1915-1923 en fluttu þá að Tjörn á Skaga og bjuggu þar til æviloka. Systkini Þorgeirs eru: María, f. 1916, d. 2011, Guð- björg, f. 1919, d 2013, Sigrún Ingibjörg, f. 1920, d. 1976, Guðrún, f. 1923, d. 2015, Sigurlaug Ásgerður, f. 1924, Pétur Mikael, f. 1927, d. 2012, óskírður, f. 1929, dáinn sama ár, Steinn Mikael, f. 1930, Sveinn Guðbergur, f. 1932. Þorgeir ólst upp hjá foreldrum sín- um í Kelduvík og síðar á Tjörn og var þar heimilis- fastur til ársins 1950. Hann flutti til Reykjavíkur haustið 1960 og bjó á Grandavegi 4 og síðar Meistaravöllum 15, ásamt systkinum sínum Guðbjörgu og Steini og bróðursyni, Herði. Síðustu árin dvaldi Þor- geir á Hrafnistu í Reykjavík. Þorgeir stóð fyrir búi með móður sinni meðan hann dvaldi enn á Tjörn. Eftir það stundaði hann sjómennsku allt þar til hann hóf störf hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi árið 1962. Síðustu starfs- ár sín vann hann hjá Slátur- félagi Suðurlands. Þorgeir var ókvæntur og barnlaus. Útför Þorgeirs fer fram frá Áskirkju í dag, 12. júlí 2016, klukkan 13. Heiðarleiki, trúfesti, húmor, glaðlyndi, ábyrgð og vinátta – þetta eru stór orð en ekki of stór fyrir Dodda frænda. Doddi var hundrað prósent maður, það ættu allir sem þekktu hann að geta sammælst um. Og nú er hann fallinn frá, 98 ára að aldri. Hann var hress fram í andlátið, gaf sig ekki fyrr en í fulla hnef- ana, eins og hans var von og vísa en þurfti þó eins og við öll að gefast upp á endanum fyrir manninum með ljáinn. Eftir langa ævi og mikla vinnu á hann svo sannarlega skilið að hvíla sig. Fimmtán ára að aldri missti Doddi föður sinn. Guðbjörg móðir hans hélt áfram búskap og kom upp barnahópnum. Doddi axlaði ábyrgðina á bú- skapnum með móður sinni þótt ungur væri og fór ekki að heiman fyrr en systkini hans voru komin upp og aðrir gátu tekið við keflinu. Ekki hlaupa frá skyldum þínum er það veganesti sem Doddi hefur gef- ið okkur og öðru samferðafólki sínu. Doddi hélt lengi heimili með systur sinni, Bubbu, og þangað var gott að koma. Þar var alltaf tekið á móti manni með sæta- brauði, súkkulaði, gosdrykkjum og öllu því sem barnshugurinn girntist. Og svo var spurt frétta og tíðindi sögð. Doddi vissi allt- af allt um það sem var að ger- ast hjá stórfjölskyldunni og fylgdist ótrúlega vel með. Eftir því sem árunum fjölgaði var það eitt sem ekki breyttist. Doddi hafði alveg ótrúlegt minni og gat sagt manni allt það nýjasta um ættingjana, hvar þeir væru staddir, hver ynni hvar, hver ætti von á barni, hver væri að skilja og svo framvegis. Og alltaf var stutt í húmorinn og glaðlyndið og sjaldnast voru neinir dómar felldir. Doddi skildi alltaf að fólk er misjafnt eins og það er margt og var yfirleitt ekki að gera sér rellu út af smámunum. Doddi gekk mikið hin síðari ár. Hann gekk lengi og hann gekk langt. Það var eitt af því sem kalla má persónueinkenni hans. Hann fór í göngutúra á meðan hann hafði nokkurt þrek til og það þrek var ótrúlegt. Það er ekki víst að margir myndu slá honum við ef tekin væru saman öll þau skref sem hann tók á lífsleiðinni. Við bræður eigum í öllu falli nokk- uð langt í land í þeim efnum. Nú gengur Doddi hins vegar á öðrum slóðum á meðan við bræður sitjum eftir með þakk- læti í hjarta, þakklæti yfir því að hafa fengið að þekkja þenn- an öðling sem Doddi var og fá að kalla hann frænda okkar. Teitur og Þorgeir Sveinssynir. Frændi minn og vinur, Þor- geir Sveinsson, er fallinn frá eftir hartnær 99 ára ævi. Þor- geir var úr stórum systkinahópi en móðir mín er eitt þeirra. Þessi systkinahópur lifði þá tíð þegar ungt fólk sem alið var upp í sveitum landsins fór að flytjast í þéttbýli við sjávarsíð- una. Doddi, eins og hann var jafnan kallaður, var engin und- antekning þar frá. Eftir að fað- ir hans lést ungur starfaði Doddi við bú móður sinnar en fór síðar til ýmissa starfa til sjós og lands þegar yngri bræður hans tóku við jörðinni, Tjörn á Skaga. Hann gerði sér heimili í Reykjavík ásamt tveimur systkina sinna og syni annars þeirra. Það er þá sem ég fer að kynnast þessum móð- urbróður mínum að einhverju marki. Þegar næsta kynslóð, systk- inabörn Dodda, fara að koma til Reykjavíkur til skólagöngu, lágu allar leiðir á Meistaravell- ina þar sem þau Doddi áttu lengst af heima. Þetta unga fólk var nokkra stund að átta sig á borgarlífinu og því var gott að eiga samastað þar sem meiri ró og festa var yfir lífinu. Ég naut þess sem fleiri. Alltaf stóðu þessar dyr opnar og eng- inn fékk að yfirgefa það hús án þess að hafa notið veitinga eða gestrisni af einhverju tagi. Ég minnist stunda þegar tal- að var um dægurmál, stjórn- mál, bókmenntir, einstaka fólk úr bæjarlífinu o.s.frv. en þá varð oft hiti í umræðunni því sitt sýndist hverjum og þau systkinin voru ekki á því að láta af sinni skoðun þegar svo bar undir. Þetta fylgdi Dodda og Bubbu systur hans til hinstu stundar, þótt líkaminn væri far- inn að kvarta hér og þar var hugurinn alltaf sá sami. Mál- efni voru tekin fyrir, þau krufin og maður yfirheyrður um eigin skoðanir svo lengi sem þau máttu máli halda. Doddi var einstakur maður. Ekki veit ég til að hann hafi lesið mikið í taóískum fræðum frekar en Björn í Brekkukoti, en hafði það samt í blóðinu. Nokkrum sinnum hittumst við eftir að stórir atburðir höfðu orðið innan ættarinnar. Alltaf kvað við sama jafnlyndistóninn hjá mínum manni: ekkert hefur upp á sig að hrökkva hátt yfir hlutum sem maður getur ekki breytt. Orðnir hlutir eru orðnir. Læra má af þeim en ekki breyta. Það var hans mottó. Eitt sinn bárust eilífðarmálin í tal hjá okkur Dodda. Ég end- aði með því að spyrja hann hvort hann héldi að líf væri eft- ir dauðann. „Það kemur þá bara ef það kemur,“ var svarið. Í þessu felst þessi ró yfir stærstu málum, hann var hvergi smeykur þótt hann þyrfti að halda áfram en var jafnframt sáttur við hinn kost- inn að ekkert væri handan lín- unnar. Hann þurfti ekki að standa neinum reikningsskil á sínum gerðum, sá sem ekki gerir á hlut annarra, hann þarf engu að kvíða. Eins og vitur maður mælti forðum þá er það eina sem við skiljum eftir okk- ur að þessari jarðvist lokinni hvernig við höfum komið fram við aðra. Þar stóð Doddi vel. Ég sendi eftirlifandi systk- inum og Herði innilegar sam- úðarkveðjur. Þórólfur Antonsson. Þorgeir Mikael Sveinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, MAGNÚS SNÆLAND SVEINSSON, áður til heimilis að Fjarðarseli 4, Reykjavík, nú Smyrilshólum 4, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi aðfaranótt 30. júní. Útför Magnúsar verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 14. júlí og hefst athöfnin klukkan 13. . Lilja M. Sigurvinsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Guðmar S. Magnússon, Tómas Gísli og Esmeralda Lísa Sveinbjörnsbörn, systkini og vinir hins látna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL GUÐMUNDSSON rafeindavirkjameistari og framkvæmdastjóri, Vallargerði 2d, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 8. júlí á heimili sínu. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. júlí klukkan 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Heimahlynningu Akureyrar. . Guðbjörg Tómasdóttir, Magnús Axelsson, Stella Kristinsdóttir, Arna Axelsdóttir, Þórður Daníelsson, Guðmundur Tómas Axelsson, Jónína Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minn ástkæri og yndislegi sonur og fóstursonur, dóttursonur, frændi og barnabarnabarn, ARON HLYNUR AÐALHEIÐARSON, Glósölum 7, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 4. júlí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi 14. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð í hans nafni: 0537-14-407916, kt. 261083-3969. Það sem safnast inn á sjóðinn mun fara til styrktar tækja- kaupum fyrir börn með taugasjúkdóma og langveik börn. . Aðalheiður Erla Davíðsd., Fannar Þór Bergsson, Davíð Jón Ingibjartsson, Stella Leifsdóttir, Berglind Rós Davíðsdóttir, Arnar Oddfríðarson, Ingibjartur Bjarni Davíðss., Ólína Jónsdóttir Lyngmo, Hörður Ingi, Þórdís Lilja, Stella Rós, Kristín og Davíð Jón, Dollý Nielsen, Pétur Sveinsson, Aðalheiður Á. Davíðsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA LILJA HALLDÓRSDÓTTIR frá Einarsstöðum í Núpasveit, Lindasíðu 4, Akureyri, lést þriðjudaginn 5. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 12. júlí, klukkan 13.30. . Eyrún Magnúsdóttir, Magnús R. Baldursson, Særún Magnúsdóttir, Oddbjörn Magnússon, Ásdís Ármannsdóttir, Arnrún Magnúsdóttir, Friðrik V., Inga María, Bergdís Ósk, Katla Rún, Magnús Viljar, Haraldur Logi, Karen Ösp, Axel F., Daníel Smári, Álfheiður Agla og Markús Hreinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.