Morgunblaðið - 12.07.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 12.07.2016, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 2016 AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson hjaltistef@mbl.is Lokadagur Eistnaflugs var búinn að vera öðrum framar tilhlökk- unarefni í nokkuð langan tíma. Tvær af stærri hljómsveitum þungarokksins voru að fara að spila um kvöldið og það var því af nokk- urri eftirvæntingu sem gengið var af stað út í daginn. Fyrst lá leiðin í Egilsbúð. Þangað fór ég til að sjá Mammút. Það er ansi langt um liðið síðan ég sá þau síðast og þau komu mér á óvart, enn og aftur. Ég komst í draumkennt ástand yfir lögunum og það er ótrúlegt hvað þau hafa þróast frá því sem ég heyrði í gegn- um vegg í æfingarhúsnæði stuttu eftir Músíktilraunir 2004. Mammút er á leið í hljóðver og stefnir á út- gáfu nýrrar plötu á vormánuðum og ég hlakka í það minnsta mikið til að heyra hana. Síðasti liðurinn í færeyska strandhögginu þetta árið var hljómsveitin Reduced to ash, meló- dísk dauðamálmsveit með fram- sæknum blæ, þrælskemmtileg sveit. Eftir hana gekk ég í íþróttahúsið þar sem við tók ný íslensk hljóm- sveit sem var að leika á sínum fyrstu tónleikum. Það er þó ekki svo að þar hafi farið einhverjir au- kvisar, heldur þrælvanir hljóðfæra- leikarar sem hafa verið að vasast í tónlist síðustu áratugi. GlerAkur samanstendur af fjórum gítarleik- urum, barítóngítarleikara, bassa- leikara og tveimur trymblum. Risa- stór veggur af tónlist dundi á áhorfendum sem voru því miður ekki margir. Það er þó bara missir þeirra sem ekki komu og það kæmi mér ekki á óvart ef GlerAkur væri næsta íslenska hljómsveitin til að gera garðinn frægan víða erlendis. Í kjölfarið á GlerAkri spilaði hljómsveitin Stroff sem því miður náði ekki mikið til mín, ekki frekar en Fufanu sem lék þar á eftir. Kannski var það líka óheppilegt að hafa tvær hljómsveitir sem eru jafn langt frá tónlistarstefnu aðalnúm- era hátíðarinnar, en þau komu ein- mitt þarna strax á eftir. Mig grunar í það minnsta að ansi margir hafi tekið sér frí frá tónleikum til að nærast og koma sér í gírinn fyrir stóru kanónurnar. Aðalhljómsveitir kvöldsins Opeth er sænsk hljómsveit sem hefur gert garðinn frægan víða og lengi. Hún var stofnuð árið 1990. Hún hefur gefið út ellefu hljóðvers- plötur og er sú tólfta væntanleg á þessu ári. Hún hefur farið um víðan völl á tónlistarsviðinu. Meginþorri aðdáendahóps þeirra er enn meðal þungarokkara, en mig grunar að Opeth sé sú þungarokkshljómsveit sem hvað flestir ættu að geta hlust- að á og fundið eitthvað við sitt hæfi. Meshuggah er líka sænsk hljómsveit. Hún var stofnuð árið 1987 en er síst jafn aðgengileg og Opeth. Þeir eru flokkaðir sem öfga- málmband (extreme-metal) og það er ekki svo fjarri lagi. Eins og svo margar hljómsveitir keyrðu þeir áfram af mikilli hörku og salurinn var troðfullur af fólki sem skakaði sér, af mismikilli áfergju þó, í takt við tónlistina. Það var reyndar nokkuð erfitt því eitt af einkennis- merkjum Meshuggah er uppbrot á takti. Talningin í lögunum, sem oft- ast er fjögur slög í einum takti, er langt frá því að vera hefðbundin, oft brotin upp og oftar en ekki eru menn að spila í mismunandi takti og talningu. Þetta gengur hins- vegar alveg fullkomlega upp og niðurstöðuna er unun á að hlýða. Ham endaði rokkdagskrá íþrótta- hússins af sinni einskæru snilld við mikinn fögnuð. Það síðasta sem ég hlustaði hinsvegar á áður en dansinn tók við undir stjórn DJ Töfra var Ophidian I, dauðamálmsveit sem hélt satt best að segja áfram brjálseminni sem í gangi hafði verið. Ég hefði hinsvegar verið feginn að sjá þá fyrr því satt best að segja var höf- uðið komið í allsherjar tónlistar- hrærigraut og ég náði ekki að festa mikið af því sem þeir léku í minni. Það gefur mér hinsvegar tilefni til að fara seinna og sjá þá og það mun ég gera því þeir voru góðir. Eistnaflugi er þá lokið og að sögn skipuleggjanda var ekkert sem fór stórvægilega úr skorðum og prýði var að gestum, hljóm- sveitum og starfsfólki. Við erum Eistnaflug! Langur lokadagur Eistnaflugs Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir Nýliðar GlerAkur er ný hljómsveit skipuð sjóuðum reynsluboltum og lék hún í fyrsta sinn opinberlega á Eistnaflugi. Liprir Meshuggah spila grjótharðan málm og rugla all rækilega í hryn- vitund hlustanda. Brjálaðir Ophidian I spila teknískan málm á ógnarhraða. Fjölhæfir Opeth er sú málmsveit sem á hvað víðasta litróf laga og getur hentað hverjum sem er. Lin-Manuel Miranda brá sér í gervi Alexanders Hamilton í seinasta sinn í Richard Rogers-leikhúsinu á Broadway í New York sl. laugar- dag. Hipphopp-söngleikur Miranda um Hamilton, sem var fyrsti fjár- málaráðherra Bandaríkjanna á ár- unum 1789 til 1795 og einn þeirra pólitísku leiðtoga sem skrifuðu undir sjálfstæðisyfirlýsingu Banda- ríkjanna árið 1776, sló óvænt í gegn þegar verkið var frumsýnt snemma árs 2015. Sett var met þegar söngleikurinn Hamilton var tilnefndur til alls 16 Tony-verðlauna í vor og vann að lokum 11 talsins. Áður hafði Mir- anda unnið Pulitzer-verðlaun fyrir leikrit sitt og Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína. Söngleikurinn hefur verið afar vel sóttur síðustu mánuði og skilað um 600.000 Bandaríkjadölum, eða sem svarar tæplega 74 milljónum ísl. kr., í miðasölu í hverri viku frá því hann var frumsýndur. Miranda hyggst nú snúa sér að öðru og birti skömmu eftir lokasýn- inguna mynd á Twitter af tagli sínu sem hafði fengið að fjúka. Söngleik- urinn verður sýndur áfram án skapara síns og samkvæmt frétt BBC er stefnt að því að frumsýna söngleikinn í Victoria Palace- leikhúsinu í London í október 2017. Miranda var ekki einn um að kveðja sýninguna sl. laugardag því Phillipa Soo, sem leikið hefur Elizu, eiginkonu Hamilton, og Leslie Odom Jr. sem fór með hlutverk Aarons Burr hyggjast líka snúa sér að öðru. AFP Lokasýning Lin-Manuel Miranda, fyrir miðri mynd, var djúpt snortinn. Kvaddi Hamilton Frekari upplýsingar á vefverslun okkar www.donna.is Hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Er næsta hjartastuðtæki langt frá þér? Verð frá kr. 199.600 MIKE AND DAVE 5:50, 8, 10:10 INDEPENDENCE DAY 2 5, 8, 10:30 LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 10:30 WARCRAFT 2D 8 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.