Morgunblaðið - 15.08.2016, Side 1
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2016
ÍÞRÓTTIR
Ólympíuleikar Jacky Pellerin landsliðsþjálfari í sundi segir að Eygló Ósk Gústafsdóttir sé að réttri leið við að
ná takmarki sínu, verðlaunum á ÓL í framtíðinni. Hana vantar meira úthald og líkamlegan styrk 8
Íþróttir
mbl.is
Íslenski lands-
liðsmaðurinn í
handknattleik,
Alexander Pet-
ersson, kinn-
beinsbrotnaði í
æfingaleik með
þýska meist-
araliðinu, Rhein-
Neckar Löwen,
gegn svissneska
liðinu St Gallen á
laugardaginn. Búist er við því að
hann verði frá keppni í nokkrar
vikur.
Leikurinn var liður í æfingamóti
sem liðin tóku þátt í til undirbún-
ings fyrir komandi keppnistímabil.
Alexander fékk þungt högg á
andlitið og fljótlega varð ljóst að
kinnbeinið hafði brotnað. Hann fer
í aðgerð í dag. iben@mbl.is
Alexander úr
leik um skeið
Alexander
Peterssonfyrir Breta þrátt fyrir að detta í hlaupinu, Thiam
Nafissatou frá Belgíu vann dramatískan sigur í
sjöþraut kvenna, gegn fráfarandi meistaranum
Jessicu Ennis-Hill, og Jeff Henderson vann enn
dramatískari sigur í langstökki karla með 8,38
metra stökki, sentimetra lengra en næsti maður.
Það er einmitt á frjálsíþróttavellinum sem ís-
lenska íþróttafólkið á leikunum í Ríó lýkur keppni.
Sex af átta íþróttamönnum íslenska hópsins hafa
lokið keppni, en Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hin-
riksdóttir bíða þess að stíga á svið. Ásdís keppir í
forkeppni spjótkasts seint annað kvöld (A-riðill
byrjar 23.35 og B-riðill 00.50). Kasta þarf 63 metra
til að komast í úrslit sem fram fara á fimmtudags-
kvöld, eða vera í hópi 12 efstu keppenda. Ásdís
varð í 8. sæti í undankeppninni á ÓL í London þar
sem hún setti Íslandsmet sitt; 62,77 metra.
Aníta hleypur í undanriðli í 800 metra hlaupi kl.
13.55 á miðvikudag. Hlaupið er í sex riðlum og
komast þrjár fyrstu í hverjum riðli áfram, auk sex
fljótustu keppenda þar á eftir. Því eru 24 kepp-
endur í undanúrslitunum sem hlaupa í þremur
riðlum rétt eftir miðnætti á fimmtudagskvöld. Úr-
slitin eru svo á laugardagskvöld.
Aníta og Ásdís eru tvær eftir
Undankeppni spjótkastsins seint annað kvöld 800 m hlaupið á miðvikudag
Í RÍÓ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Frjálsíþróttakeppnin er af mörgum talin hápunkt-
ur hverra Ólympíuleika og hún hófst með látum í
Ríó um helgina. Á laugardagskvöld tók Elaine
Thompson við krúnunni af löndu sinni frá Ja-
maíku, Shelly-Ann Fraser-Pryce, sem fljótasta
kona heims en Thompson vann 100 metra hlaupið
á 10,71 sekúndum. Mo Farah vann 10 km hlaup
KÖRFUBOLTI
Benedikt Grétarsson
bgretarsson@mbl.is
Stórmerkum árangri var náð í íslenskri körfu-
boltasögu í fyrra þegar karlalandsliðið tryggði
sér þátttökurétt á Evrópumótinu. Landsliðið
undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni
Evrópukeppninnar 2017 og var liður í þessum
undirbúningi þátttaka liðsins í sterku æfingamóti
sem haldið var í Austurríki. Ísland tapaði fyir
Póllandi og Austurríki í hörkuleikjum en lenti svo
á vegg í gær, þegar okkar menn steinlágu fyrir
Slóveníu 98:68.
Veikleikarnir skoðaðir í kjölinn
Liðin sem Ísland mætti eru komin mun lengra í
undirbúningi fyrir EM og þrátt fyrir þrjú töp lít-
ur landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen björtum
augum á framhaldið.
„Sannarlega getum við tekið jákvæða hluti með
okkur héðan. Þessi lið eru mjög sterkir andstæð-
ingar. Slóvenar eru frábær körfuboltaþjóð, Pól-
land komst í 16 liða úrslit Evrópumótsins og
Austurríkismenn tefla fram stóru og sterku liði.
Við áttum mjög góða kafla í vörninni á mótinu og
náðum að skapa okkur góð skot með ágætum
sóknarleik. Það sem er ekki síður mikilvægt er að
við komum auga á veikleika okkar og nú vitum
við betur hvernig á að laga þá,“ sagði Pedersen í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Úrslitin voru aldrei aðalatriðið
Jón Arnór Stefánsson hefur verið í sérflokki
íslenskra körfuboltamanna um árabil og hann
lék aðeins fyrri hálfleikinn gegn Slóveníu. Jón
Arnór og fyrirliðinn Hlynur Bæringsson voru
báðir hvíldir í leiknum gegn Austurríki og mun-
ar um minna. Pedersen segir ástæðuna ein-
falda.
„Markmiðið var fyrst og fremst að gefa öllum
tíma á vellinum og það tókst. Við vorum ekki
endilega að eltast við úrslitin sem slík, heldur
miklu frekar að læra af þessum leikjum og taka
með okkur þegar alvaran hefst. Jón Arnór og
Hlynur voru hvíldir í öðrum leiknum gegn Aust-
urríki, bæði til að gefa öðrum tækifæri og til að
fá þá örlítið ferskari gegn Slóvenum. Jón Arnór
lék mjög vel í fyrri hálfleik gegn Slóveníu en við
hvíldum hann allan seinni hálfleikinn.“
Bjart fram undan hjá Tryggva og liðinu
Hæðarskortur hefur verið stærsta vandamál ís-
lenska landsliðsins alla tíð. Allir vita að Íslend-
ingar berjast af krafti en í körfubolta er erfitt að
glíma við leikmenn sem hafa yfirburði í hæð og
þyngd. Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Þórs
Akureyri, er 216 cm hár og lék sína fyrstu lands-
leiki um helgina. Tilkoma hans gæti hjálpað liðinu
á komandi árum. „Miðað við að þetta voru hans
fyrstu a-landsleikir stóð hann sig vel. Hann er að
blandast vel inn í hópinn og hefur tekið fram-
förum. Hann á þó töluvert langt í land og hann
veit það manna best.“
Þrátt fyrir töpin segir landsliðsþjálfarinn enga
ástæðu til að fyllast svartsýni. „Það hefði verið
mjög furðulegt ef við hefðum komið á þetta mót
og allt hefði verið fullkomið. Við verðum klárir
þegar alvaran hefst,“ sagði Pedersen að lokum.
Fyrsti leikur landsliðins í undankeppni
Evrópumótsins 2017 verður gegn Sviss í Laug-
ardalshöll 31. ágúst.
Óþarfi að örvænta strax
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði öllum leikjum sínum á æf-
ingamóti í Austurríki Lykilmenn hvíldir Tryggvi lék sinn fyrsta landsleik
Kristinn
Lykilmaður Jón Arnór Stefánsson var hvíldur mikið í leikjum Íslands á æfingamótinu í Austurríki.
Lára Hrund Bjargardóttir keppti í
sundi á Ólympíuleikunum í Sydney
2000 og aftur fjórum árum síðar í
Aþenu.
Lára Hrund fæddist 1981 og keppti
lengst af fyrir Sundfélagið Ægi. Hún
keppti einkum í skriðsundi og í fjór-
sundi og setti nokkrum sinnum Ís-
landsmet á ferli sínum auk fjölga
aldursflokkameta. Lára Hrund keppti í
100 og 200 m skriðsundi í Sydney og í
200 m fjórsundi í Aþenu en komst
ekki í undanúrslit. Hún lagði stund á
nám í University of California í Irvine
og keppti fyrir sundlið skólans með
góðum árangri.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR
DAGSINS
Þórir Hergeirs-
son og leikmenn
hans í norska
kvennalandslið-
inu í handknatt-
leik mæta Svíum
í átta liða úrslit-
um handknatt-
leikskeppni Ól-
ympíuleikanna.
Þetta varð ljóst
eftir lokaleik
liðsins í gærkvöldi. Norðmenn unnu
Rúmena, 28:27, og höfnuðu þar með
í öðru sæti A-riðils. Lið Brasilíu
varð efst og leikur við hollenska
landsliðið í 8 liða úrslitum, en Hol-
lendingar höfnuðu í fjórða sæti B-
riðils.
Rússar, sem unnu B-riðil með
fullu húsi stiga, leika við Angóla í 8
liða úrslitum og grannþjóðirnar
Frakkar og Spánverjar eigast við í
fjórðu viðureigninni.
Átta liða úrslitin í handbolta
kvenna fara fram á morgun og
undanúrslit taka við á fimmtudag.
Norðmenn
mæta Svíum
Þórir
Hergeirsson