Morgunblaðið - 15.08.2016, Page 2

Morgunblaðið - 15.08.2016, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2016 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Í LAUGARDAL Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Valsmenn voru léttir í lundu síð- degis á laugardaginn eftir að karla- lið félagsins í knattspyrnu tryggði sér sinn ellefta bikarmeistaratitil með 2:0 sigri sínum gegn ÍBV. Val- ur varði þar af leiðandi bikarmeistaratitil sinn, en liðið hef- ur nú borið sigur úr býtum í sjö síðustu bikarúrslitaleikjum liðsins. Valur laut síðast í gras í bikar- úrslitum árið 1979 þegar Fram lagði liðið að velli. Valur hóf leikinn af miklum krafti og herbragð Ólafs Jóhannes- sonar og Sigurbjörns Hreiðars- sonar að leyfa ÍBV að hafa boltann í sínum röðum og setja svo pressu á leikmenn ÍBV við ákveðnar kringumstæður gekk fullkomlega upp. Sigurður Egill Lárusson lék á als oddi í upphafi leiksins og kór- ónaði spilamennsku sína með því að skora bæði mörk Vals. Kristinn Ingi Halldórsson nýtti sér það síðan til hins ýtrasta að Eyjamenn þurftu að endur- skipuleggja varnarleik sinn eftir að fyrirliðinn Avni Pepa neyddist til þess að fara af velli vegna meiðsla eftir rúman tíu mínútna leik. Leikmenn Vals virtust reynsl- unni ríkari eftir að hafa tekið þátt í bikarúrslitum í fyrra og þeir höfðu fulla stjórn á leiknum frá upphafi til enda. Eyjamenn virkuðu aftur á móti smeykir í aðgerðum sínum og þeir náðu ekki að höndla spennu- stigið sem fylgir stórum stundum sem þessum. Eftir að Valsmenn komust tveimur mörkum yfir þurftu varnarmenn liðins ekkert að hætta sér úr varnarstöðum sínum frekar en þeim sýndist og leikmenn Vals gáfu fá sem engin færi á sér. Markmiðinu náð hjá Val Hauki Páli Sigurðssyni tókst að koma Pablo Punyed, sem hefur stýrt miðjuspili ÍBV í sumar, út úr leiknum megnið af leiknum og aðr- ir leikmenn ÍBV náðu ekki að taka við keflinu af honum. Valur hefur nú náð yfirlýstu markmiði sínu fyrir sumarið, það er að komast í Evrópukeppni. Sú hætta er ávallt til staðar að lið verði södd í kjölfar sigra í bikarúr- slitaleikjum og það hafi slæm áhrif á stigasöfnun í deildinni í fram- haldinu. Það fjaraði svolítið undan Vals- liðinu eftir að bikarmeistaratitillinn var í höfn í fyrra. Valur lék reynd- ar vel strax í kjölfar bikarsig- ursins, en stigasöfnunin var hins vegar dræm undir lok tímabilsins síðasta haust. Valsliðið bar sigur úr býtum í tveimur leikjum, gerði þrjú jafntefli og tapaði þremur leikjum eftir bikarsigurinn á síð- ustu leiktíð. Nú er spurning hvaða áhrif bikarmeistaratitillinn hefur á Val. Fram undan hjá ÍBV er að tryggja sæti sitt í efstu deild að ári, en liðið hefur sogast í fallbar- áttu eftir að hafa innbyrt einungis fjögur stig í síðustu sjö deildar- leikjum. Morgunblaðið/Þórður Gleði Leikmenn Vals glaðbeittir eftir að þeir tóku við sigurlaununum í Borgunarbikarnum annað árið í röð á laugardaginn eftir sigur á ÍBV. Valur varði titil sinn  Sjö sigrar í röð hjá Val í úrslitum bikarkeppninnar  Tapaði síðast 1979  Sigurður Egill gerði gæfumuninn  Slæm byrjun varð ÍBV að falli  Eyjamenn náðu ekki að framfylgja skipulaginu Laugardalsvöllur, Borgunarbikar karla, úrslitaleikur, laugardaginn 13. ágúst 2016. Skilyrði: Logn, 11 stiga hiti og úði. Skot: Valur 9 (4) – ÍBV 8 (4). Horn: Valur 3 – ÍBV 1. Valur: (4-3-3) Mark: Anton A. Ein- arsson. Vörn: Andreas Albech (Andri F. Stefánsson 90.), Rasmus Christian- sen, Orri S. Ómarsson, Bjarni Ó. Ei- ríksson. Miðja: Haukur P. Sigurðsson, Kristian Gaarde, Kristinn F. Sigurðs- son (Guðjón P. Lýðsson 83.). Sókn: Andri Adolphsson (Rolf Toft 75. ), Kristinn I. Halldórsson, Sigurður E. Lárusson. ÍBV: (4-3-3) Mark: Derby Carrillo. Vörn: Jonathan P. Barden, Hafsteinn Briem, Avni Pepa (Jón Ingason 11.), Felix Ö. Friðriksson (Elvar I. Vignisson 83.). Miðja: Mees Siers, Pablo Pu- nyed, Mikkel Maigaard. Sókn: Sören Andreasen (Aron Bjarnason 69.), Gunnar H. Þorvaldsson, Simon Smidt. Dómari: Þorvaldur Árnason – 8. Áhorfendur: 3.511. Valur - ÍBV 2:0 Sigurður Egill Lárusson var hetja Vals þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 2:0 sigri gegn ÍBV á laugardaginn. Sigurður Egill skoraði bæði mörk Vals, en hann gerði afar vel í báðum mörkum liðsins. „Það var góð tilfinning að finna að fyrsta snertingin kom mér í gott færi í fyrra markinu. Ég hef lagt áherslu á að bæta fyrstu snertinguna undanfarið og það er ánægjulegt að aukaæfingarnar séu að skila sér,“ sagði Sigurður Egill um fyrra mark sitt í leiknum. „Við komum mjög ákveðnir til leiks og náðum að halda spennustiginu réttu. Það var þægileg tilfinning að komast tveimur mörkum yfir. Við spiluðum vel í þessum leik og áttum sig- urinn skilinn að mínu mati,“ sagði Sigurður Egill um frammistöðu Vals í leiknum. „Það er vissulega mjög jákvætt að vera búnir að tryggja sér Evrópusæti, en við erum ekkert hættir og ætlum okkur að hífa okkur upp töfluna á lokaspretti deildarinnar,“ sagði Sigurður Egill um framhaldið á Hlíð- arenda. Markmið liðsins í höfn Sigurður Egill Lárusson Ólafur Jóhannesson stýrði liði sínu til sigurs í bik- arkeppni karla í þriðja skipti á laugardaginn var. Ólafur hefur gert Val að bikarmeisturum tvívegis á þeim tveimur árum sem hann hefur verið við stjórn- völinn á Hlíðarenda og auk þess varð hann einu sinni bikarmeistari sem þjálfari FH. „Við lékum vel í þessum leik og leikskipulagið gekk fullkomlega upp. Við lögðum mikla vinnu í að undirbúa okkur og sælutilfinningin gerir stres- sköstin í vikunni fyrir stóru stundina þess virði,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið eftir sig- urinn í bikarúrslitaleiknum. „Nú er þetta markmið í höfn, það er að verða bikarmeistari og tryggja okkur þannig sæti í Evrópukeppni. Þá er bara að setja sér ný markmið fyrir lokaprettinn í deildinni. Við erum hvergi nærri hættir að klára deildina almennilega,“ sagði Ólafur um framhaldið hjá Val. Sælan gerir stressið þess virði Ólafur Jóhannesson 1:0 Sigurður Egill Lárusson 8. tók afar vel ámóti boltanum og kom sér í gott færi með móttökunni sem hann kláraði af yfirvegun. 2:0 Sigurður Egill Lárusson 20. skoraði meðföstu og hnitmiðuðu skoti neðst í mark- hornið innan vítateigs eftir sendingu frá Kristni Inga. I Gul spjöld:Felix Örn (ÍBV) 25. (brot), Andri (Valur) 36. (brot), Haukur Páll (Valur) 40. (brot), Smidt (ÍBV) 40. (brot), Sigurður Egill (félag) 51. (brot), Jón (ÍBV) 55. (brot). I Rauð spjöld: Engin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.