Morgunblaðið - 15.08.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 15.08.2016, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2016 Borgunarbikarinn Úrslitaleikur karla: Valur – ÍBV ...............................................2:0 Sigurður Egill Lárusson 8., 21. 2. deild karla Höttur – KV.............................................. 3:2 Högni Helgason 28., Brynjar Árnason 61., Alexander Már Þorláksson 73. – Einar Bjarni Ómarsson 34., Einar Már Þórisson 83. Afturelding – Sindri................................ 2:0 Fernando Castellanos 17., Arnór Breki Ás- þórsson 63. Vestri – Ægir ........................................... 2:0 Matthew Nigro 15., Viktor Júlíusson 71. Grótta – Magni......................................... 3:0 Bessi Jóhannsson 12., Agnar Guðjónsson 24., 45. KF – ÍR...................................................... 2:3 Isaac Rodriguez 28., Hákon Leó Hilmars- son 68. – Björn Anton Guðmundsson 7., sjálfsmark 90., Jón Gísli Ström 90. Njarðvík – Völsungur ............................. 2:2 Theodór Guðni Halldórsson 63., 77. – Arn- þór Hermannsson 19., Jóhann Þórhallsson 37. Staðan: ÍR 16 13 1 2 32:9 40 Grótta 16 9 5 2 22:9 32 Afturelding 16 10 2 4 28:16 32 Magni 16 7 5 4 27:20 26 Vestri 16 7 3 6 29:23 24 Sindri 16 5 5 6 29:21 20 Njarðvík 16 5 5 6 23:23 20 Höttur 16 5 5 6 22:25 20 Völsungur 16 3 8 5 19:27 17 KV 16 5 2 9 24:33 17 Ægir 16 3 2 11 16:35 11 KF 16 1 3 12 9:39 6 Markahæstir: Jón Gísli Ström, ÍR ....................................14 Viktor Smári Segatta, Gróttu .....................9 Nik Chamberlain, Aftureldingu .................8 Viktor Örn Guðmundsson, KV....................8 Jóhann Þórhallsson, Völsungi.....................8 Sergine Modou Fall, ÍR...............................7 Wentzel Steinarr R Kamban, Afture. ........7 Theodór Guðni Halldórsson, Njarðvík.......6 Kristinn Þór Rósbergsson, Magna.............6 Lars Óli Jessen, Magna ...............................6 Mirza Hasecic, Sindra..................................6 Kristinn Justiniano Snjólfsson, Sindra ......6 3. deild karla Einherji – Víðir......................................... 1:1 Þróttur V. – KFS...................................... 1:0 KFR – Tindastóll...................................... 0:1 Dalvík/Reynir – Kári................................ 2:3 Staðan: Tindastóll 13 12 0 1 31:8 36 Víðir 13 10 1 2 30:16 31 Kári 13 7 1 5 28:22 22 Einherji 12 7 1 4 26:20 22 Reynir S. 13 6 1 6 21:22 19 Þróttur V. 12 5 2 5 21:17 17 Vængir Júpít. 13 5 2 6 20:28 17 Dalvík/Reynir 13 2 3 8 14:24 9 KFR 13 2 2 9 17:30 8 KFS 13 1 1 11 15:36 4 Markahæstir: Todor Hristov, Einherja............................11 Kenneth Hogg, Tindastóli .........................11 Helgi Þór Jónsson, Víði .............................10 Sigurður D. Sigurðsson, Einherja..............8 Ragnar Þór Gunnarsson, Tindastóli ..........7 4. deild karla A Stokkseyri – Hörður Í.............................. 1:2 Árborg – Hörður Í.................................... 5:2 Staðan: Árborg 28, Berserkir 23, Ýmir 18, Stokks- eyri 12, Hörður Í. 12, Mídas 8, Afríka 4. 4. deild karla C Hvíti riddarinnar – Geisli A................... 12:1 Stál-úlfur – Geisli A.................................. 4:0 Staðan: Hvíti riddarinn 28, Léttir 22, Stál-úlfur 18, Kormákur/Hvöt 14, Augnablik 11, Ísbjörn- inn 7, Geisli A. 0. 1.deild kvenna A Staðan: ÍR 12 9 3 0 29:2 30 HK/Víkingur 12 9 1 2 34:8 28 Víkingur Ó. 12 7 2 3 18:10 23 Þróttur R. 12 5 5 2 18:6 20 Fram 12 4 1 7 15:20 13 KH 12 3 2 7 17:19 11 Skínandi 12 2 1 9 7:26 7 Hvíti riddarinn 12 1 1 10 7:54 4 1. deild kvenna B Fjölnir – Keflavík ..................................... 1:0 Staðan: Grindavík 12 10 1 1 39:3 31 Haukar 12 8 1 3 31:11 25 Fjölnir 12 7 0 5 31:17 21 Augnablik 12 6 3 3 28:15 21 Keflavík 12 6 1 5 33:12 19 Afturelding 12 5 0 7 29:18 15 Álftanes 12 2 2 8 17:26 8 Grótta 12 0 0 12 5:111 0 1. deild kvenna C Tindastóll – Völsungur............................. 6:0 Sindri – Einhverji..................................... 3:1 Staðan: Tindastóll 6 5 0 1 26:9 15 Sindri 8 5 0 3 15:8 15 Einherji 8 4 1 3 13:17 13 Hamrarnir 8 4 0 4 9:8 12 FHL 8 3 1 4 10:13 10 Völsungur 8 1 0 7 7:25 3 KNATTSPYRNA um, og möguleika á að auka þann mun, en það gekk ekki. Það er dýrt að misnota dauðafæri trekk í trekk í svona leik, með mjög skrýtinni dóm- gæslu eins og hún er reyndar búin að vera á þessu móti. Þetta er óskiljan- legur handbolti á köflum og mjög erfitt við að eiga. Þess vegna er bara stórkostlegt að hafa náð að vinna hérna,“ sagði Guðmundur brosmild- ur, og mátti vera það því Danir léku vel í leiknum en áttu í erfiðleikum með markverði Katar. „Viltu kók eða pepsí?“ Guðmundur segir erfitt að meta stöðuna sem uppi er í riðlunum tveimur, en Danir geta lent í 1., 2. eða 3. sæti, eftir því hvernig leikur þeirra við Frakka í dag fer. Tapi þeir leiknum enda þeir í 3. sæti, en það er heldur ekki hægt að segja til um hver mótherjinn yrði þá. „Hvort viltu kók eða pepsí?“ spurði Guðmundur til að útskýra stöðuna, greinilega lítt meðvitaður um þá staðreynd að umtalsverður gæðamunur er á þessum tveimur drykkjum. „Það er erfitt að segja hvað er best, og bara rosalega gott að vera búinn að tryggja sig áfram í 8-liða úrslitin. Við spiluðum rosalega vel hérna gegn Katar, eftir erfiðan leik gegn Króötum, og nú er bara að halda þessu áfram,“ sagði Guð- mundur. Er þá ekki rétt að nýta leik- inn gegn Frökkum til að hvíla lyk- ilmenn? Þekki vel að leikurinn í 8-liða úrslitum er lykilleikurinn „Það er mjög góð spurning. Ég fer í alla leiki til að vinna en að sjálf- sögðu þarf maður að skoða ástandið á leikmönnum. Þetta er svolítið sér- stakt mót að því leyti að það er leik- urinn í 8-liða úrslitum sem er algjör lykilleikur, hvernig sem gengur í riðlinum, eins og við þekkjum frá 2012,“ og minntist þannig á leikinn sem margir vilja gleyma, þegar Ís- land féll úr leik á ÓL í London með tapi gegn Ungverjum. Guðmundur á hins vegar mjög kærar minningar frá Ólympíu- leikum, en hann er á sínum sjöttu leikum. Hæst ber auðvitað silfrið sem Ísland vann undir hans stjórn í Peking 2008. Danir hafa aldrei unnið til verðlauna í handbolta karla á Ól- ympíuleikum og vonast til að Guð- mundur og hans menn breyti því, helst með gulli: Jafnstórkostlegt með Dönum og Íslendingum „Ég vil bara hugsa um næsta leik. Það er alltaf verið að tala um medalí- ur og við erum með gott lið svo allt getur gerst. Við erum sjálfir með há- leit markmið. Ég á stórkostlegar minningar frá Ólympíuleikum og auðvitað er það eitthvað sem maður vill upplifa aftur. Það yrði alveg eins stórkostlegt að fá að upplifa það með Dönum. Ólympíuleikarnir eru mjög sérstakir, sem stærsti íþrótta- viðburður heimsins, og það eru for- réttindi að fá að taka þátt í þeim,“ sagði Guðmundur, og ítrekaði að- spurður að það yrði ekki síður sætt fyrir sig að vinna verðlaun sem þjálf- ari danska liðsins og þess íslenska: „Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi. Það voru forréttindi að fá að vinna með stórkostlegum leikmönnum Ís- lands og frábærum hópi fólks, en ég er líka í þannig umhverfi núna, með frábæra leikmenn og mjög gott að- stoðarfólk. Það var stórkostlegt að vinna verðlaun með Íslandi en ég verð ekkert minna glaður yfir sigr- um hérna.“ Ánægður með Jónas og Anton Á milli leikja Guðmundar og Dags í handboltahöllinni hér í Ríó dæmdu þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson afar vel í hörkurimmu Frakka og Króata, sem Króatar unnu 29:28. Guðmundur er ánægður með landa sína. „Miðað við það sem ég hef séð til þeirra þá hafa þeir staðið sig mjög vel. Þeir eru mjög yfirvegaðir og það er aldrei nein vitleysa í gangi hjá þeim. Línan sem er búið að setja hérna er hins vegar mjög undarleg. Það er verið að reka menn endalaust út af fyrir litlar sakir,“ sagði Guð- mundur, en skýr dæmi mátti sjá um það í leik Dana við Katar, hjá egypsku dómarapari leiksins. Í leit að fleiri stórkost- legum minningum AFP Hvatning Guðmundur Þórður Guðmundsson hvetur sína menn til dáða í leiknum við Katar. Sigur í leiknum tryggði Dönum sæti í 8-liða úrslitum.  Guðmundi Þórði er hlýtt til stærsta íþróttaviðburðar heims  Vill færa Dön- um langþráð ÓL-verðlaun  Komust í átta liða úrslit eftir ævintýralegan sigur Guðmundur Þórður » Fæddur 1960 og lék með Víkingi, Aftureldingu og Fram auk 230 landsleikja á árunum 1983 til 1990. » Þjálfaði Víkingi, Fram, Aftur- eldingu, Dormagen og GOG og Rhein-Neckar Löwen. » Landsliðsþjálfari Íslands 2001-2004 og 2008-2012. Undir stjórn Guðmundar vann íslenska landsliðið silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010. » Tók við þjálfun danska landsliðsins sumarið 2014. Í RÍÓ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þjálfararnir Guðmundur Guðmunds- son og Dagur Sigurðsson eru báðir þegar öruggir um að fá að stýra lið- um sínum í 8-liða úrslitum handbolta karla á Ólympíuleikunum í Ríó á miðvikudag, þrátt fyrir að loka- umferð riðlakeppninnar fari fram í dag. Dagur og lærisveinar hans í þýska liðinu unnu Slóvena 28:25 á laugardag og eru með 6 stig af 8 mögulegum í B-riðli, rétt eins og Danir undir stjórn Guðmundar sem unnu Katar í ævintýralegum leik í A- riðli, 26:25. Það skýrist í dag hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum, en þar mætast efstu fjögur liðin úr hvorum riðli. Liðið í 1. sæti A-riðils mætir liðinu úr 4. sæti B-riðils, og þannig koll af kolli. Ekki er útilokað að Danir og Þjóðverjar mætist í hinum mik- ilvægu 8-liða úrslitum, sem skera úr um hvaða lið fá að spila til verðlauna. „Þetta var bara eins og einhver spennusaga,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið eftir sigurinn á Katar. Danir höfðu haft frumkvæðið í seinni hálfleik en Katar var 25:24 yfir þegar lokamínútan hófst. Mikkel Hansen skoraði sigurmark Dana úr hraða- upphlaupi um leið og lokaflautið gall: „Við byrjuðum ekki nógu vel, hvorki í vörn né sókn, en svo gerði ég ákveðnar breytingar á liðinu sókn- arlega og þá fannst mér við spila frá- bæran sóknarleik. Það var ekki vandamálið að fá tækifæri, en við nýttum þau ekki öll því miður. Þetta var jafn leikur en við náðum þriggja marka forystu í tvígang seint í leikn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.