Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 1 6
Stofnað 1913 203. tölublað 104. árgangur
SJÓMENNSKAN SEGIR PERSÓNU-LEGAR SÖGUR
MEÐ TÓNLISTINNI NÝJASTA TÆKNI, BLÓMSTRANDIMANNLÍF OG ATVINNULÍF Í 56 SÍÐNA
SÉRBLAÐI UM SJÁVARÚTVEGINN HERA HJARTARDÓTTIR 30
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Tillaga að kaupaukakerfi fyrir
starfsmenn Kaupþings var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða á aðalfundi félagsins, sem
haldinn var síðdegis í gær.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var keimlík tillaga sam-
þykkt á fyrsta hluthafafundi Glitnis
þann 16. mars síðastliðinn. Í því til-
viki er um að ræða álíka háar upp-
hæðir og greint hefur verið frá í til-
felli starfsmanna Kaupþings. Þrír
stjórnarmenn Glitnis fá þá hver um
sig 25% heildarupphæðar kaupauk-
anna, en almennir starfsmenn, sem
ekki telja fleiri en tíu, fá samtals 25%
í sinn hlut.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær hefur þegar verið samþykkt
kaupaukaáætlun fyrir stjórn og
lykilstarfsmenn LBI, sem heldur ut-
an um eignir gamla Landsbankans.
Kaupþing er þar af leiðandi eina
eignarhaldsfélag gömlu bankanna
sem ekki hefur komið á sérstakri
kaupaukaáætlun fyrir framkvæmda-
stjóra og stjórn þess. Heimildir
Morgunblaðsins herma að ætlunin
sé þó að tillaga þess efnis verði lögð
fram á næsta eða þarnæsta hluthafa-
fundi. Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum hefur eignasafn
hans greitt atkvæði gegn ofan-
greindum þremur tillögum.
Öll þrjú lofa kaupaukum
Tillaga að kaupaukakerfi samþykkt á aðalfundi Kaupþings Ámóta tillaga
samþykkt á fyrsta fundi Glitnis Frekari kaupaukar í vændum hjá Kaupþingi
MSamþykktu tillöguna ... »4
Í hnotskurn
» Kaupaukaáætlanir hafa ver-
ið samþykktar hjá þremur
eignarhaldsfélögum gömlu
bankanna.
» Félögin heyra ekki undir
lagaákvæði sem takmarka slík-
ar kaupaukagreiðslur.
„Það er mjög mikilvægt að farið
verði að gera kröfu um að þjónusta
við ferðamenn verði einnig aðgengi-
leg fötluðu fólki,“ segir í nýrri
skýrslu Átaks, félags fólks með
þroskahömlun, sem kannaði aðgengi
að nokkrum vinsælum ferðamanna-
stöðum á Íslandi fyrir fatlaða ferða-
menn.
Fenginn var hópur fatlaðs fólks
með ýmiss konar fötlun til að kanna
aðstæður og voru niðurstöður á
þann veg að hvergi væri gert ráð
fyrir fötluðu fólki að fullu við helstu
ferðamannastaði landsins.
Meðal þess sem athugunin leiddi í
ljós var að alls staðar var fólkinu
neitað um táknmálstúlkun, gerðar
voru athugasemdir við lýsingu á
söfnum og aðgengi að ýmsum vin-
sælum stöðum og m.a. var gerð at-
hugasemd við stíg við Gullfoss sem
hjólastólar komast ekki um.
Í skýrslunni segir einnig að þeim
sem noti hjálpartæki til að fara um
sé ókleift að skoða Reynisfjöru, því
að slík tæki sökkvi í sandinn þar. Til
að bæta úr því væri t.d. hægt að
leggja göngustíg úr timbri niður í
fjöruna.
Vill hópurinn meina að binda þurfi
í lög að aðgengi að ferðamannastöð-
um skuli vera veitt öllum hópum
þjóðfélagsins. »18
Aðgengi
ekki gott
Seljalandsfoss Einn af þeim stöð-
um sem hópurinn kannaði.
Vinsælustu stað-
irnir ekki fyrir alla
Hún var ákveðin í fasi, unga konan sem gekk vasklega um miðborgina, en
hún átti í fullu fangi með að halda á kjólnum. Hún bar það með sér að vita
hvert hún stefndi. Hvort áfangastaðurinn hafi verið eigin brúðkaupsveisla
skal ósagt látið, þrátt fyrir að víður og drifhvítur kjóll minni óneitanlega á
slíka athöfn. Flatbotna strigaskór auðvelduðu henni gönguna enda engir
háir hælar að tefja hana á þessari leið sinni á björtum síðsumarsdegi.
Með fangið fullt af hvítum kjól
Morgunblaðið/Golli
Til stendur að gera við og endur-
reisa á annan tug bygginga frá tím-
um búnaðarskólans í Ólafsdal í Döl-
um. Frá því að Minjavernd
eignaðist mannvirkin í Ólafsdal og
hluta jarðarinnar með þeim skil-
yrðum að viðhalda skyldi húsunum
og byggja upp hefur verið unnið að
deiliskipulagi fyrir svæðið.
Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal
merkustu sögu-, menningar og
minjastaða á Vesturlandi og við
Breiðafjörð. Þar var rekinn fyrsti
bændaskóli landsins, stofnaður árið
1880, og risu margar byggingar
þar á næstu árum og áratugum.
Mest þeirra var skóla- og íbúðarhús
sem byggt var árið 1896. »14
Endurreisa byggð
við búnaðarskólann
Dómarafélag Íslands hefur sent
bréf til Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar forsætisráðherra, Ólafar
Nordal innanríkisráðherra og Lilju
Alfreðsdóttur utanríkisráðherra
þar sem ráðherrarnir eru hvattir til
þess að beita sér gegn „hreins-
unum“ dómara í tyrknesku dóms-
kerfi. Þar hefur m.a. 3.500 dóm-
urum verið vikið úr starfi og um
helmingi þeirra varpað í fangelsi.
Þrýstingur á stjórnvöld
Skúli Magnússon, formaður
Dómarafélags Íslands, hefur óskað
eftir fundi með stjórnvöldum vegna
ástandsins. „Það má segja að öll
evrópsk dómarafélög hafi sett fram
þrýsting á stjórnvöld og alþjóða-
samtök dómara hafa beint þeim til-
mælum til sinna aðildarfélaga að
láta sína rödd heyrast,“ segir hann.
»10
Dómarafélagið óskar eftir fundi með ráða-
mönnum vegna ástandsins í Tyrklandi
AFP
Tyrkland Ólga ríkir í Tyrklandi í kjölfar til-
raunar til valdaráns í síðasta mánuði.
52 af 64 leikskólum borgarinnar
tóku með sér halla frá fyrra ári yfir
á þetta rekstrarár. Ólafur Brynjar
Bjarkason, leikskólastjóri á Haga-
borg, segir að töluvert margir leik-
skólar séu þegar komnir í mínus á
þessu ári og þurfi því að vinna upp
slæma rekstrarstöðu tveggja ára.
Stjórnendur leikskóla skoruðu á
borgarstjóra í gær að endurskoða
fjárveitingar til leikskóla og benda á
hvar leikskólar mættu skera niður
því að þeir sæju ekki að hægt væri
að skera meira niður.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir að báðum skólastigum sé hlíft í
þeim hagræðingaraðgerðum sem
eigi sér stað í borginni núna. Skóla-
málin séu hins vegar það stór þáttur
af heildarútgjöldunum að ekki sé al-
veg hægt að skilja þau eftir. „Það er
mikilvægt að þau markmið náist
eins og á öðrum sviðum,“ segir
Dagur. »6
Leikskólastjórnendur sjá ekki að hægt
sé að skera meira niður í skólastarfinu
Morgunblaðið/Golli
Mótmæli Leikskólakennarar í Reykjavík
ræddu við Dag B. Eggertsson borgarstjóra.