Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnendurleik- oggrunnskóla deila hart á yfir- völd í Reykjavík þessa dagana. Stjórnendur grunnskóla sögðu í ályktun að svo væri komið að ekki væri hægt að sinna lög- bundnu skólastarfi vegna lang- varandi niðurskurðar. Í gær afhentu síðan leikskólastjórn- endur Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf þar sem borgin er harðlega gagnrýnd. Helsti útgjaldaliður skól- anna er laun. Erfitt er að breyta þeim lið með góðu móti án þess einfaldlega að draga úr þjónustu. Undanfarin ár hafa skólarnir ekki fengið næga fjárveitingu til rekstr- arins. Halli hefur í raun verið innbyggður í fjárveitinguna. Það er furðulegt að í miðju góðæri skuli borgin halda áfram niðurskurði og er til marks um þann glundroða, sem er í fjármálum borgar- innar. Skólunum er síðan gert að færa hallann milli ára. Þeir fá hins vegar ekki næga peninga til rekstrarins, hvað þá til að greiða upp hallann. Þá er ein- sýnt að hallinn muni enn aukast. Og hvað er þá til bragðs? „Þegar búið er að skera inn að beini er ekkert eftir nema að tálga af því lögboðna hlut- verki sem við eigum að sinna,“ sagði Þorsteinn Sæberg, skólastjóri í Ár- bæjarskóla, í við- tali í Morgunblað- inu í gær. Í Ár- bæjarskóla hefur sérkennsla verið skorin niður. Ef gengið yrði á meirihlutann í borginni myndi hann aldrei gangast við því að tekin hefði verið pólitísk ákvörðun um slíkan niður- skurð. Það er þó niðurstaðan hvort sem meirihlutinn tekur á því pólitíska ábyrgð eða ekki. Í áskoruninni, sem leik- skólastjórarnir afhentu í gær, er niðurskurði í leikskólum Reykjavíkur mótmælt. Þeir segjast engar leiðir sjá til að taka á sig hallann frá síðasta ári. Þeim beri að starfa eftir lögum um leikskóla og aðal- námskrá leikskóla og veita þá þjónustu, sem þar sé kveðið á um. Fjárframlögin séu hins vegar af skornum skammti. „Fyrst borgaryfirvöld krefjast þess að leikskólar séu reknir fyrir sífellt minna fjármagn þá þurfa þau að stíga fram og segja okkur hvaða þjónustu við þurfum að hætta að veita,“ segir í áskoruninni. Eftir fundinn í gær sögðu leikskólastjórarnir að Dagur B. Eggertsson hefði sýnt mik- inn skilning. Það er auðvelt að sýna skilning, sérstaklega þeg- ar um er að ræða vanda, sem blasað hefur við lengi. Skiln- ingur á vandanum breytir hins vegar ekki miklu, ef hann er eftir sem áður óleystur. Niðurskurður borg- arinnar gerir skólum ófært að sinna lög- bundnu hlutverki sínu } Saumað að skólum Alkunna er hvenetumræðan er oft á hæpnum forsendum. Það á við þótt eyðilegg- ingaröfl á borð við net-tröllin leggi sitt ekki til hennar. Órökstuddar fullyrð- ingar eru megininnihald þeirr- ar umræðu. Hún gerir því oft- ast minna en ekkert gagn. En jafnvel þar sem viðmælendur eru sérvaldir er útkoman stundum litlu betri. Umræða um nauðsyn þess að „afnema verðtryggingu“ er eitt dæmið. Lánþega sem á val um lánskosti skiptir engu þótt einn sé honum ekki að skapi. Ætti maður sem étur ekki lifur að hefja herferð eða stofna flokk sjái hann það kjötmeti í einum bakka af 20 í kjötborðinu? (Hann gæti náð mönnum á þing við núverandi aðstæður). Menn sem lofa að „afnema verðtryggð lán“ eru vænt- anlega að horfa til framtíðar. En jafnvel staddir í nútímanum ættu þeir ekki að fá hljóm- grunn fyrir sína meinloku. Þeir, sem „búa við“ verðtryggð lán, fara mun betur út úr því núna en þeir, með óverðtryggðu lánin. Menn með verðtryggð lán eru því í kjörstöðu til að semja við bank- ann sinn um að breyta. Annað ruglið til er þegar menn bera vexti hér við „frá- bæra vexti“ í Evrópu og Bandaríkjunum. Þeir koma ekki til af góðu. Efnahags- staðan þar er þannig að vextir hafa legið nærri núlli um ára- bil. Þannig vill ekki nokkur maður hafa það. En þetta er neyðaraðstaða eftir efnahags- legt skipbrot. Hitt er annað, að stýrivextir Seðlabankans hér hafa verið allt of háir lengi. En það kemur til þar sem menn þar á bæ hafa verið sérlega óhittnir í sínum spám, og trúað á þær í blindni. Það hefur kost- að skulduga óhemju fé. En því réðu fagmannleg mistök en ekki náttúrulögmál. Umræðurugl er óþarfi, en ekki náttúrulögmál.} Fremur kækur en umræða I llu er best aflokið, sagði amma mín við mig þegar hún var að þrýsta á mig um að gera eitthvað sem ég nennti ekki að gera. Frestur er á illu bestur hugsaði ég en þorði ekki að segja það upphátt, en áttaði mig á því löngu síðar að þótt hún hefði haft rétt fyrir sér, eins og jafnan, hefði ég líka rétt fyrir mér – á vissan hátt. Með tímanum átt- aði ég mig nefnilega á því að það eru iðulega venjulegustu hugmyndirnar sem koma undir- eins og maður hefst handa, en oft er gott að fara sér að engu óðslega, heldur gefa huganum tíma til að glíma við verkefnið á meðan maður gerir eitthvað annað og skemmtilegra og þá kemur eitthvað nýstárlegt og frumlegt upp úr kafinu. Ég heyrði viðtal í bandarísku útvarpi um dag- inn þar sem rætt var við mann sem kannað hafði hvaða manngerð væri líklegust til að fá frumleg- ustu og bestu hugmyndirnar innan hvers fyrirtækis. Hann hafði þann háttinn á að fá stjórnendur stórfyr- irtækis til að flokka starfsmenn eftir frumleika í hugsun og lagði síðan próf fyrir allan hópinn til að kanna hversu skipulagðir starfsmennirnir væru og agaðir og líka hversu líklegir þeir væru til að slá verkefnum á frest og dunda sér frekar við allt annað þar til á síðustu stundu. Niðurstaðan var sú að þeir sem skipulagðastir voru sam- kvæmt prófinu og fljótastir að skila af sér verkefnum skoruðu frekar neðarlega í frumleika, en þeir sem duttu í dagdrauma og dund voru að sama skapi þeir sem áttu yfirleitt frumlegustu og snjöllustu hugmyndirnar. Nú þykist ég vita að hlakki í þér ljúfi (lati?) lesandi – vissi ég ekki! hugsar þú. Frestur er á illu bestur! Raunveruleikinn er þó nokkuð annar því þeir sem latastir voru luku aldrei við prófið og eru þar með úr sögunni. Þeir sem áttu bestu hugmyndirnar voru aftur á móti þannig innréttaðir að þeir stóðu skil á verkefnum sínum, oft á síðustu stundu, en skiluðu alltaf. Málið er nefnilega það að þótt viðkomandi virðist ekki vera að vinna að verkum sínum, sé kannski að lesa langa skáldsögu frekar en að skrifa ritgerð um til- urð og tilvist tímans eða sökkva sér ofan í albanska fjallatónlist frekar en að skrifa mið- opnupistil, er verkbeiðnin enn opin í koll- inum á honum, ef svo má segja, og þar er vinna í fullum gangi undir niðri. Á síðustu stundu sest hann svo við og snilldin flæðir fram. Festina lente, flýttu þér hægt, sögðu menn til forna og áttu þá við að það verk sem vel er unnið er unnið nógu fljótt. Allt frá þeim tíma hafa menn kvartað yfir hraðan- um í samfélaginu, hann hefur víst verið of mikill frá því til varð samfélag manna. Skapandi slæpingjar þekkja þessi sannindi, þeir vita að undirmeðvitundin er að strita þótt meðvitundin sé að slóra. (Því er svo við þetta að bæta að þessi pistill er skrifaður á síðustu stundu, eins og gerist reyndar of oft, en hvaða áhrif það hefur á gæði hans er ekki mitt að meta. Þú kannski sendir mér línu.) arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Frestur er á illu bestur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Samkvæmt nýútkominniskýrslu er hvergi gert ráðfyrir fötluðu fólki að fulluvið helstu ferðamannastaði landsins. Átak, sem er félag fólks með þroskahömlun, fékk styrk frá at- vinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu til þess að kanna aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum á Íslandi. Venný Hönnudóttir skrifaði skýrsluna og fékk hóp fatl- aðs fólks til að rannsaka aðstæður. Í hópnum var fólk með ýmiss kon- ar fötlun. Hugmyndin að verkefninu vakn- aði þegar fatlaður erlendur ferða- maður var vistaður í fangelsi hér á landi árið 2015 án þess að vera upplýstur um réttindi sín. Vinsælustu ferðamanna- staðirnir rannsakaðir Farið var á vinsælustu ferða- mannastaðina eins og Gullna hring- inn, Seljalandsfoss, Reynisfjöru, Árbæjarsafn og Þjóðminjasafnið. Skemmst er frá því að segja að alls staðar var fólkinu neitað um táknmálstúlkun. Þjóðminjasafnið var eini staðurinn þar sem hægt var að panta túlkun, þótt ekki væri boðið upp á hana í skipulagðri dag- skrá. Þjóðminjasafnið fékk samt enga toppeinkunn í þessari skýrslu þrátt fyrir að hafa verið verðlaunað árið 2006 af Sjálfsbjörgu fyrir gott að- gengi fyrir fatlaða. Einn í hópnum er með sjónskerðingu og lýsti gólf- inu þar sem fljótandi gólfi. Einnig var fundið að því að inngangurinn var um glerhurðir sem væru ekki nægilega vel merktar og því hættulegar fólki með sjónskerð- ingu. Auk þess sé lítil lýsing á safninu. Erfitt fyrir fólk í hjólastólum að skoða Árbæjarsafn Samkvæmt skýrslunni er svo lítil lýsing í Árbæjarsafni að í sumum tilvikum sér sjónskert fólk ekki sýningarmuni. Þá er aðgangur fyrir fólk í hjóla- stólum mjög slæmur í safninu og bera forsvarsmenn safnsins því við að húsin séu friðuð. Við Gullfoss var hópurinn ágæt- lega ánægður með stíginn sem lá að Gullfossi. En stígurinn hættir þegar mikill halli tók við og þá tek- ur við moldarstígur sem hjólastólar komast ekki um. Á efra bílaplaninu við Gullfoss voru stæði merkt fötluðu fólki, gott var að komast inn í húsnæði og vel hægt að athafna sig á salernum á staðnum. En á það er bent að erf- itt gæti reynst fyrir einstakling sem notar hjólastól að greiða fyrir mat því afgreiðslukassar í matsöl- unni voru allir í barborðshæð. Erfitt að fara um Reynisfjöru í hjólastól, hann sekkur Hópurinn er ekki að gera kröfu um að náttúran sé fullkomlega að- gengileg, en bendir á að margt sé hægt að bæta. Í skýrslunni segir: „Reynisfjöru er ekki hægt að skoða ef einstaklingur þarf að nota einhvers konar hjálpartæki til að fara um því tækin sökkva bara í sandinn. Aftur á móti væri vel hægt að byggja timburgöngustíg út í fjöruna sjálfa til þess að ein- staklingar sem nýta sér hjálp- artæki geti upplifað fjöruna og einnig virt fyrir sér fallegt stuðla- bergið. Eins væri hægt að setja upp útsýnispall hjá Geysi en eins og aðstaðan er í dag er ekki mögu- legt að fara alveg að hvernum, til dæmis með hjólastól.“ Fatlað fólk kemst ekki að náttúruperlunum Náttúruperlur Reynt var að hafa hópinn sem rannsakaði aðgengi fatlaðra sem fjölbreyttastan, með ýmiss konar fötlun, svo sem sjónskerðingu. Ekkert stæði merkt fötluðu fólki er við Reynisfjöru. Bílaplanið er með grófri möl sem er nokkuð erfið yfirferðar fyrir fólk í hjóla- stól. Hjólastólanotandinn í rann- sóknarhópnum hefði ekki kom- ist í fjöruna nema fyrir tilstilli aðstoðarmanns. Til að komast til baka þurfti tvo aðstoðar- menn til að ýta hjólastólnum. Að sögn skýrsluhöfundar væri hægt að vera með gönguleið úr timbri niður í fjöruna svo að ein- staklingar sem eiga erfitt með gang gætu séð fjöruna. Raunir í Reynisfjöru VANDAMÁLIÐ RANNSAKAÐ Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.