Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Slæmar fréttir hafa
borist frá Tyrklandi
um alllangt skeið og
hafa áhyggjur um-
heimsins af stöðu
mála í landinu síst
minnkað í kjölfar
valdaránstilraunar
þar í landi fyrir fáein-
um vikum. Stjórn Er-
dogans Tyrklands-
forseta virðist einbeitt
í að nota hana sem
átyllu til að herða tök sín á öllum
sviðum, jafnt til að ganga milli bols
og höfuðs á andstæðingum sínum
og til að sveigja tyrkneska löggjöf
og samfélag í átt sem stjórninni
hugnast betur en lýðræðissinnuðu
fólki lakar.
Rétt er að árétta að hér er ekki
um nýja þróun að ræða. Ár er liðið
frá því að Tyrklandsstjórn rauf ára-
langt en viðkvæmt vopnahlé sitt við
Kúrda með loftárásum. Lýsti
NATO við tilefni þeirri skoðun sinni
að Tyrkir væru í fullum rétti. Fyrir
hálfu ári lék Tyrklandsforseti þann
háskaleik að láta skjóta niður rúss-
neska herþotu og aftur reyndist
hann njóta stuðnings NATO sem
var til í að taka áhættu á þriðju
heimsstyrjöldinni fyrir þennan
dyntótta liðsmann sinn. Nú síðast
hefur komið fram í fréttum að þýsk
stjórnvöld álíti að Tyrkir hafi um
árabil unnið með íslömskum hryðju-
verkasamtökum og stutt þau fjár-
hagslega.
Blikur á lofti
Á undanförnum misserum hafa
tyrknesk stjórnvöld þrengt að lýð-
ræði í landinu m.a. með því að
svipta þingmenn, fyrst og fremst
kúrdíska, á tyrkneska þinginu þing-
helgi og mikill fjöldi blaðamanna
hefur verið hnepptur í fangelsi.
Efasemdir um að lýðræði og frjáls
fjölmiðlun njóti tilhlýðilegrar vernd-
ar eru því óhjákvæmilegar. Ýmis
óheillaskref sem stigin hafa verið í
Tyrklandi að undanförnu vekja eins
upp ugg. Má þar nefna áætlanir um
að taka á ný upp
dauðarefsingu sem og
dómsúrskurð í þá átt
að lækka samræð-
isaldur, sem vakið hef-
ur hörð viðbrögð
mannréttinda- og
kvennasamtaka í land-
inu.
Tyrkland er með-
limur í NATO sem fyrr
segir. Í ljósi þess að
kjarnorkuvopn úr
vopnabúri NATO eru
staðsett í Tyrklandi
hlýtur hið ótrygga ástand þar að
vekja sérstakan ugg. Raunar ættu
atburðir liðinna mánaða að vekja
upp alvarlegar spurningar um
skynsemi þess að vera í hern-
aðarbandalagi með gagnkvæmri
verndarskyldu með Tyrkjum.
Fyllsta ástæða er til að hafa sér-
stakar áhyggjur af hlutskipti tyrk-
neskra Kúrda við ríkjandi aðstæður
og er vert að beina þeirri áskorun
til stjórnvalda í Tyrklandi að virða
mannréttindi og mannhelgi allra
tyrkneskra borgara. Við aðstæður
sem þessar er það skylda annarra
ríkja að láta í sér heyra og það á Ís-
land að gera þó að smátt sé. Yf-
irgangur og ofbeldi mega aldrei líð-
ast.
Vandamálið
Tyrkland
Eftir Steinunni
Þóru Árnadóttur
Steinunn Þóra
Árnadóttir
»Við aðstæður sem
þessar er það skylda
annarra ríkja að láta í
sér heyra og það á Ísland
að gera þó að smátt sé.
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Í grein í Morgun-
blaðinu hinn 19. ágúst
sl. fjallar Björn
Bjarnason um 112.
gr. samningsins um
EES og stöðu Liech-
tenstein skv.
samningnum varðandi
frjálsa för fólks.
Telur hann að
„undanþága“ Liech-
tenstein geti átt við
varðandi Stóra-Bretland. Af þessu
tilefni er ekki úr vegi að rifja upp
hvernig aðdragandi var og hvernig
kaupin gerðust á eyrinni að því er
Ísland varðar, sem beitti sér mjög
í samningum um 112. greinina.
Fulltrúa í samningunum er þetta
hugstætt.
Íslensk stjórnvöld töldu póli-
tískt nauðsynlegt og af ýmsum
ástæðum rétt að sækjast eftir ör-
yggisventli að því er varðaði
frjálsa för fólks, þannig að Ísland
ætti rétt til að grípa í taumana ef
allt færi úr böndunum. Til þessa
lágu jafnframt þau rök, að fyrir
hendi væru ákvæði í þessa átt í
samningi frá 1954 um hinn nor-
ræna vinnumarkað. Þannig höfðu
Íslendingar vanist því að eiga slíkt
undanþáguákvæði, og til þess var
unnt að vitna. Nýtt væri því að
vera án slíks, en að hinu leytinu
mátti benda öðrum samningsað-
ilum á að ákvæðinu hefði aldrei
verið beitt og því um algert ör-
yggis- og neyðaratriði að ræða.
Þannig var málið kynnt samnings-
aðilum, réttilega. Undirtektir voru
löngum ekki uppörvandi.
Í samningaviðræðunum komu
vitaskuld fram ýmis atriði sem
EFTA-löndin höfðu beyg af, eða
töldu sig þurfa að fá undanþágu
fyrir. Ísland var því ekki eitt á
báti að þessu leytinu. Sum að-
ilarlanda EFTA töldu
sig hafa strangari
kröfur í umhverf-
ismálum en giltu inn-
an Evrópusambands-
ins og vildu
undanþágur frá
reglum ESB af þeim
sökum. Önnur vildu
undanþágu að því er
varðaði fasteigna-
kaup, einkum frí-
stundahúsakaup, og
vitnuðu til
undanþáguákvæða
sem Danmörk hefði um slíka hluti.
EFTA-löndin öll stóðu saman að
því í samningaviðræðunum að
halda öllum þessum sjónarmiðum
til haga, enda talaði EFTA einni
röddu, allir fyrir einn og einn fyrir
alla, sem reyndar var mikill feng-
ur fyrir Ísland. En þá er líka rétt
að minna á að í hverju máli þurfti
fyrst að vinna stuðning innan
EFTA og síðan hjá ESB. Kröf-
urnar um undanþágur fengu ekki
samþykki hjá ESB, en aðlögunar-
aðferðir og tíma til aðlögunar
mátti semja um. Lendingin í þess-
um erfiðu málum fólst hins vegar í
því að leita út fyrir réttarkerfi
ESB og nýta aðferð sem fyrir-
fannst í fríverslunarsamningum.
Þetta voru neyðarúrræði, eða svo-
nefnd öryggisákvæði. Í því fólst
réttur til að grípa til aðgerða í
óbærilegu ástandi, með ströngum
ákvæðum um sönnun ástands og
rétti gagnaðila til mótatgerða. Í
stað undanþága, sem ekki fengust,
komu öryggisákvæði.
Í þessu sambandi tefldi Ísland
fram kröfu sinni um sams konar
öryggisákvæði og Ísland hafði í
samningnum um norrænan vinnu-
markað. Þegar ljóst var að slíkt
almennt sérákvæði fengist ekki,
snerist málið um orðalag hins al-
menna öryggisákvæðis. Ísland
lagði til að í ákvæðinu (112. grein)
væri tilvísun í félagsleg (social)
vandamál. Það fékkst ekki sam-
þykkt. Gagntillagan var „þjóð-
félagsleg“ (societal) vandamál.
Þessi niðurstaða nægði Íslandi, til
þess að geta notað ákvæðið til
þess að gera bókun við samning-
inn með sinni túlkun á því hvernig
það sneri að Íslandi í vinnumark-
aðsmálum og þá með svipuðu sniði
og varðandi hinn norræna vinnu-
markað.
Öryggisákvæðið, eins og um það
var endanlega samið og eins og
það birtist í 112. grein EES-
samningsins, tekur auk tilvísunar-
innar í þjóðfélagsleg (societal)
vandkvæði til vandamála á sviði
efnahagsmála og umhverfismála.
Það var vel af sér vikið af Ís-
lands hálfu að ná þessum árangri,
sem reyndar gildir um margt
fleira í samningnum. Hitt er ljóst
að hér er um að ræða ákvæði sem
einungis er unnt að nýta í neyð,
enda ekkert annað haft í huga né
framtalið við aðra samningsaðila.
Ber þá að líta til þess hve ná-
kvæm og afmörkuð skilgreining
hins óviðunandi ástands er í bókun
Íslands.
Liechtenstein hafði vitaskuld al-
gera sérstöðu í samningunum
vegna smæðar sinnar og staða
þess naut samúðar með tilliti til
þess. Róðurinn af hálfu Íslands
var hins vegar þungur, en að-
alsamningamaður Íslands, Hannes
Hafstein, stóð sig mjög vel í því
verki eins og endranær.
Það má hins vegar mikið hafa
breyst ef ESB telur að staða
Liechtenstein með 25 þúsund íbúa
hafi fordæmisgildi fyrir Stóra-
Bretland sbr. það sem að framan
segir um takmarkanirnar í bók-
unum og reyndar gagnbókunum
við samninginn.
Upprifjun um 112. grein
EES-samningsins
Eftir Kjartan
Jóhannsson » Staða Liechtenstein í
EES-samningnum
hefur ekki fordæmisgildi
fyrir Stóra-Bretland.
Kjartan Jóhannsson
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Rekstrar- og
skattaumhverfi fyr-
irtækja og einstakl-
inga hefur lagast mik-
ið á undanförnum
ríflega þremur árum.
Lækkun skatta, tolla
og afnám vörugjalda
fer loks að skila sér í
lægra vöruverði til ís-
lenskra neytenda en
verður einnig vonandi
til þess að þeir ríflega milljón
ferðamenn sem koma þetta árið
opni pyngjuna oftar.
Þó svo að tryggingagjaldið hafi
aðeins lækkað um 0,5 prósentustig
1. júlí, eða niður í 6,85%, þá get ég
nánast lofað því að hvert einasta
fyrirtæki í landinu fann fyrir þeirri
lækkun. Lækkun sem gefur fyr-
irtækjum svigrúm til þess m.a. að
ráða fleira fólk, hækka launin eða
greiða skuldir. Halda verður áfram
á þessari braut svo að fyrirtæki
haldi áfram vexti og góðri fram-
legð.
Skattaundanskot eru auðvitað
staðreynd hér, sem og annars stað-
ar í heiminum. Það er hins vegar
mín trú að ef skattkerfið er sann-
gjarnt og gagnsætt þá dregur það
úr öllum hvata til þess að skjóta
sér fram hjá því að borga rentuna
og eykur vilja til atvinnuþátttöku.
Þvert á móti verður það eftirsókn-
arvert að skila sínu til samfélagsins
sem veitir á móti til
baka aðstoð og sterk-
ari innviði fyrir þegna
landsins.
Það er rétt að virðis-
aukaskattsprósentan
hér er hærri en víða
annars staðar. Undan
því er kvartað og hef
ég skilning á því og
hana þarf að lækka,
hins vegar er ruglings-
legra að skilja ástæður
undanþága í kerfinu.
Ef kerfið er flatt og
einfalt ætti ekki að vera nein
ástæða til að flækja það með sér-
ákvæðum eða ívilnunum og með því
mætti skapa ríkari sátt heldur en
hefur verið.
Huga verður að samkeppni á fá-
mennum viðskiptamarkaði og er
frjáls samkeppni einn af hornstein-
um stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Aukið frelsi í viðskiptum bætir iðu-
lega hag neytenda og ættu reglur í
virkri samkeppni að gilda um allar
atvinnugreinar.
Betra viðskipta-
og skattaumhverfi
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
» Það er rétt að
virðisaukaskatts-
prósentan hér er hærri
en víða annars staðar.
Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi
og frambjóðandi í Suðvestur-
kjördæmi á lista fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu
fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga
og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Vantar þig aukapening?