Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 England Burnley – Watford................................... 2:0  Jóhann Berg Guðmundsson fór af velli í uppbótartíma í liði Burnley. Staðan: Manch. City 6 6 0 0 18:5 18 Tottenham 6 4 2 0 10:3 14 Arsenal 6 4 1 1 15:7 13 Liverpool 6 4 1 1 16:9 13 Everton 6 4 1 1 10:4 13 Manch. Utd 6 4 0 2 12:7 12 Cr. Palace 6 3 1 2 10:7 10 Chelsea 6 3 1 2 10:9 10 Southampton 6 2 2 2 7:6 8 WBA 6 2 2 2 7:6 8 Watford 6 2 1 3 10:11 7 Leicester 6 2 1 3 8:11 7 Burnley 6 2 1 3 5:8 7 Hull City 6 2 1 3 7:12 7 Bournemouth 6 2 1 3 4:9 7 Middlesbrough 6 1 2 3 6:9 5 Swansea 6 1 1 4 5:10 4 West Ham 6 1 0 5 7:16 3 Stoke 6 0 2 4 4:15 2 Sunderland 6 0 1 5 5:12 1 Svíþjóð IFK Gautaborg – Östersund .................. 2:0  Elías Már Ómarsson lék fyrstu 83 mín- úturnar fyrir Gautaborg og skoraði annað mark liðsins en Hjálmar Jónsson sat á bekknum. Örebro – Gefle ......................................... 2:2  Hjörtur Logi Valgarðsson hjá Örebro er frá keppni vegna meiðsla. Norrköping – Djurgården...................... 1:3  Jón Guðni Fjóluson hjá Norrköping er frá keppni vegna meiðsla. Sundsvall – Häcken ................................. 0:0  Kristinn Steindórsson var ónotaður varamaður hjá Sundsvall. Falkenberg – Hammarby ...................... 0:2  Birkir Már Sævarsson, Arnór Smárason og Ögmundur Kristinsson léku allan tím- ann fyrir Hammarby. Staðan: Malmö 24 17 3 4 48:19 54 Norrköping 24 16 5 3 51:24 53 AIK 24 13 8 3 39:23 47 Gautaborg 24 12 6 6 44:34 42 Häcken 24 10 6 8 45:34 36 Örebro 24 10 6 8 41:39 36 Kalmar 24 9 8 7 34:30 35 Elfsborg 24 9 7 8 45:30 34 Hammarby 24 8 8 8 38:37 32 Östersund 24 9 5 10 28:37 32 Djurgården 24 10 1 13 35:36 31 Jönköping 24 7 7 10 26:34 28 Sundsvall 24 6 7 11 30:41 25 Helsingborg 24 6 4 14 27:47 22 Gefle 24 3 6 15 22:48 15 Falkenberg 24 2 3 19 21:61 9 Bandaríkin Sky Blue – Portland Thorns .................. 1:3  Dagný Brynjarsdóttir kom inn á hjá Portland á 70. mínútu en lið hennar tryggði sér sigur í NWSL-deildinni og heimaleikja- rétt í úrslitakeppninni. Holland B-deild: Jong PSV – Fortuna Sittard .................. 3:0  Albert Guðmundsson lék allan tímann fyrir PSV og skoraði öll mörk liðsins. Ítalía Crotone – Atalanta................................... 1:3 Cagliari – Sampdoria ............................... 2:1 Staða efstu liða: Juventus 6 5 0 1 12:4 15 Napoli 6 4 2 0 14:5 14 Inter Mílanó 6 3 2 1 8:6 11 Spánn Alavés – Granada ..................................... 3:1 Staða efstu liða: Real Madrid 6 4 2 0 15:6 14 Barcelona 6 4 1 1 19:6 13 Atlético M. 6 3 3 0 12:2 12 KNATTSPYRNA Svíþjóð Malmö – Aranäs....................................34:21  Leó Snær Pétursson skoraði ekki mark fyrir Malmö.  Efstu lið: Malmö 6, Kristianstad 4, Red- bergslid 4, Alingsås 4, Ystad IF 4, Guif 4, Lugi 4. HANDBOLTI KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, úrslitaleikur: Grindavíkurv: Grindavík – Haukar ......... 16 1. deild kvenna, leikur um 3. sæti: Reykjaneshöll: Keflavík – ÍR .............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Dalhús: Fjölnir – ÍR.................................. 20 ÍSHOKKÍ Hertz-deild karla: Egilshöll: Björninn – SA...................... 19.45 Laugardalur: SR – Esja ........................... 20 Í KVÖLD! 21. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var gríðarlegur léttir. Við vissum að við gætum bara treyst á okkur sjálfa og það var mjög sætt að vinna svona góðan sigur á Völs- urum,“ sagði Aron Bjarnason sem fór á kostum þegar ÍBV vann óhemju mikilvægan sigur á Val, 4:0, í næst- síðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í fyrradag. Eftir sigurinn er ÍBV komið upp í 9. sæti með 22 stig, þremur stigum fyrir ofan Fylki og stigi fyrir ofan Víking Ó., þegar ein umferð er eftir. Markatala Eyjamanna er auk þess fjórum mörkum betri en hjá hinum tveimur liðunum. Sæti ÍBV í Pepsi- deild er því nánast gulltryggt, en eins og sannaðist í Inkasso-deildinni um liðna helgi getur allt gerst í fallbar- áttu. Aron skoraði þrennu í leiknum gegn Val, sína fyrstu á ferlinum, og er þar með orðinn markahæstur Eyjamanna í sumar með fimm mörk. Aron tók undir að þetta hefði verið sinn besti leikur á ferlinum, en þessi tvítugi kantmaður, sem uppalinn er hjá Þrótti R., er á sinni fjórðu leiktíð í Pepsi-deildinni: „Maður þurfti að gíra sig extra- mikið upp í þennan leik því það var þannig séð allt undir hjá okkur, svo að það yrði ekki mikið stress í loka- umferðinni,“ sagði Aron, sem er ánægður með sína eigin frammistöðu á tímabilinu þó að betur hefði mátt ganga hjá liðinu: „Ég er nokkuð sáttur með sumar- ið. Ég er búinn að vera að spila vel, mætti alveg vera kominn með fleiri mörk, en er búinn að vera í byrjunar- liðinu í allt sumar og er bara nokkuð sáttur með mitt,“ sagði Aron, sem er að ljúka sinni annarri leiktíð hjá ÍBV, eftir að hafa verið í eitt og hálft ár hjá Fram. Mjög óvænt að Bjarni hætti ÍBV var einnig í fallbaráttu á síð- ustu leiktíð en hélt sér uppi þrátt fyr- ir að fá aðeins 19 stig. Liðið hefur náð í 22 stig í ár en er enn ekki öruggt. Skömmu eftir að ÍBV lék til úrslita í bikarkeppninni í ágúst, þar sem liðið tapaði fyrir Val, hætti Bjarni Jóhannsson sem aðalþjálfari liðsins og Aron segir það hafa komið leikmönnum ÍBV verulega á óvart. Morgunblaðið/Þórður Þrenna Aron Bjarnason fór langt með að tryggja Eyjamönnum áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni með þrennunni gegn Val á sunnudaginn. „Fólk var einfaldlega búið að afskrifa okkur“  Aron Bjarnason skoraði sína fyrstu þrennu á afar mikilvægum tíma  Gríðarlegur léttir eftir næstsíðustu umferðina  Sáttur með sitt í sumar Aron Bjarnason » Tvítugur leikmaður ÍBV á sínu öðru ári hjá félaginu, sem hann samdi við til þriggja ára. Marka- hæstur ÍBV í ár með 5 mörk. » Uppalinn hjá Þrótti R. en fór til Fram sumarið 2013 og þaðan til ÍBV. » Á að baki 10 leiki fyrir U19- landslið Íslands. MARAÞON Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Kári Steinn Karlsson fagnaði sigri í maraþonhlaupi í fyrsta sinn á ferli sín- um þegar hann kom fyrstur í mark í Montreal-maraþoninu sem þreytt var í Kanada í fyrradag. Kári Steinn hljóp vegalendina á 2:24,19 klukkustundum, en á sama degi fyrir fimm árum setti hann Íslandsmet í greininni, 2:17,12 klukkustundir, í Berlínarmaraþoninu í Þýskalandi. „Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég tók þá stefnu í sumar þegar það gekk illa hjá mér í vor og ég náði ekki ólympíulágmarkinu að hafa gam- an af þessu. Ég er búinn að æfa tals- vert minna en áður og þetta hlaup átti svona að verða endapunkturinn á því. Frúin mín sem er að þjálfa skokkhóp var að hlaupa sitt fyrsta maraþon og ég fór út með skokkhópnum. Þetta var létt stemning og ég ætlaði mér ekkert stóra hluti. Ég ætlaði bara að láta mér líða vel í hlaupinu og njóta þess að hlaupa. Það má segja að ég hafi tekið þetta á léttleikanum en þegar ég sá að ég ætti möguleika á að vinna kom keppnisskapið,“ sagði Kári Steinn í samtali við Morgunblaðið. Í betra formi en ég hélt „Ég þurfti ekkert að beita mér neitt svakalega mikið og ég virðist vera í betra formi en ég hélt. Ég hef aldrei hlaupið maraþon svona létt og liðið jafn vel allt hlaupið. Ég byrjaði rólega eins og ég ætlaði mér en snemma fór ég að tína menn upp og ég náði fyrsta manni eftir 16 kílómetra. Ég hljóp með hon- um fram að 29 km en þá var hann far- inn að blása á meðan ég átti nóg inni,“ sagði Kári Steinn, en eins og áður segir mistókst honum að vinna sér far- seðilinn til Ríó í sumar. Kærkominn bónus ,,Ég hélt að það yrði erfitt fyrir mig að horfa á leikana en ég var pollrólegur og naut sumarsins í botn. Ég þurfti á hvíld að halda og ég held að svona 90% hafi það verið kollurinn sem klikkaði hjá mér í vor. Ég var alveg í nógu góðu formi en var þreyttur og hafði ekki alveg jafn gaman af þessu. Það vantaði aðeins upp á orkuna. Þessi sigur gefur mér byr undir báða vængi og hann var kærkominn bónus.“ Þetta var áttunda maraþonið sem Kári þreytir á ferli sínum og segir hann að aðstæður hafi verið mjög góðar í hlaupinu. ,,Aðstæðurnar voru alveg frá- bærar. Það var létt gola svona til að kæla mann niður, sól og hitinn um fimmtán gráður,“ sagði Kári Steinn. Spurður hvað tæki nú við hjá honum sagði hann; ,,Ætli ég taki því ekki bara ró- lega næstu eina til tvær vikur og síðan taka við markvissari æfingar. Ég er með maraþonhlaup í huga en einnig lengri hlaup, 50-60 km fjallahlaup. Þau eru hrikalega skemmtileg og fara vel saman við annað. Ég var búinn að ákveða að taka létt á hlutunum fram að þessu hlaupi og eftir það að setja stefn- una á að koma mér í enn betra stand.“ Kom skemmtilega á óvart  Kári Steinn Karlsson vann sinn fyrsta sigur á ferlinum í maraþoni  Tók þetta á léttleikanum, segir Kári  Segist hafa þurft á hvíldinni að halda í sumar Morgunblaðið/Golli Sigurvegari Kári Steinn Karlsson var ánægður með sigurinn í Montreal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Íþróttir (27.09.2016)
https://timarit.is/issue/392541

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Íþróttir (27.09.2016)

Aðgerðir: