Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 „Það var mjög óvænt. Hann hefur ekkert heyrt í okkur eða neitt. Hann ákvað þetta greinilega bara sjálfur og við verðum bara að virða það. Við vitum ekki meira,“ sagði Aron, en Ian Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson, sem var Bjarna til aðstoðar, tóku við Eyjaliðinu til að stýra því út leiktíð- ina: „Jeffsie kom bara inn í þetta með Alla, með ferskt blóð, og er bú- inn að standa sig mjög vel. Við höfum spilað vel undir hans stjórn,“ sagði Aron. Eftir bikarúrslitaleikinn fékk ÍBV þó aðeins 1 stig úr 5 leikjum, var komið í bullandi fallbaráttu og átti eftir að mæta Breiðabliki, Val og FH í lokaumferðunum. Þannig varð stað- an þrátt fyrir að ÍBV væri í 4. sæti fyrir EM-hléið, eftir þriðjung móts- ins, níu stigum frá fallsæti. „Sumarið byrjaði mjög vel. Við stóðum okkur líka mjög vel í bik- arkeppninni en í staðinn datt deildin niður hjá okkur. Við fórum að sogast niður í fallbaráttuna en vonandi náum við að enda mótið á tveimur sigrum. Fólk var einfaldlega búið að afskrifa okkur en við höfðum alltaf trú á þessu. Við spiluðum vel en náð- um bara ekki að klára færin. Við höfðum alltaf trú á að þetta væri að koma og það gerðist loks í leiknum við Val,“ sagði Aron. „Miðað við byrjunina þá bjóst mað- ur kannski ekki við þessu, en þegar maður tapar nokkrum leikjum í röð getur þetta alltaf gerst. Ég hafði samt alltaf fulla trú á liðinu – við er- um með það gott lið að við eigum að vera ofar, eins og við höfum sýnt í nokkuð mörgum leikjum í sumar,“ sagði Aron, sem vildi ekki meina að eymd og volæði hefði einkennt stemninguna á æfingum þegar verst lét: „Það var bara misjafnt. Stundum var þungt hljóð í mönnum en það var samt alltaf fínasti mórall í liðinu. Ég held að fólk hafi alltaf haft trú á að við gætum snúið þessu við. Við höf- um sýnt það í sumar að þegar við berjumst og erum sem eitt lið á vell- inum getum við unnið öll hin liðin.“ Leikmenn: Ármann Smári Björnsson, ÍA 17 Davíð Þór Viðarsson, FH 17 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 16 Dion Acoff, Þrótti 16 Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 16 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 15 Elfar Freyr Helgason, Breiðabliki 15 Damir Muminovic, Breiðabliki 14 Dofri Snorrason, Víkingi R. 14 Indriði Sigurðsson, KR 13 Finnur Orri Margeirsson, KR 13 Tobias Salquist, Fjölni 13 Jonathan Hendrickx, FH 12 Martin Lund Pedersen, Fjölni 12 Aron Bjarnason, ÍBV 11 Hafsteinn Briem, ÍBV 11 HeiðarÆgisson, Stjörnunni 11 Róbert Örn Óskarsson, Víkingi R. 11 Sigurður Egill Lárusson, Val 11 Albert Brynjar Ingason, Fylki 11 Morten Beck, KR 11 Garðar B. Gunnlaugsson, ÍA 14 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 13 Martin Lund Pedersen, Fjölni 9 Hrvoje Tokic, Víkingi Ó. 8 Atli Viðar Björnsson, FH 7 Þórir Guðjónsson, Fjölni 7 Óttar Magnús Karlsson, Víkingi R. 7 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 7 Albert Brynjar Ingason, Fylki 7 Óskar Örn Hauksson, KR 7 Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki 6 Kristinn Ingi Halldórsson, Val 6 Kennie Chopart, KR 6 21. umferð í Pepsi-deild karla 2016 Einkunnagjöfin 2016 Þessir erumeð flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góðan leik, tvöM fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Markahæstir FH 103, Breiðablik 101, Fjölnir 100, Stjar- nan 94,Valur 90, KR 88, Fylkir 86, Víkingur R. 82, ÍA 80, ÍBV 79, Þróttur R. 72, Víkingur Ó. 65. Lið: 4-3-3 Lið umferðarinnar Róbert Örn Óskarsson Víkingi R. Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Garðar Jóhannsson Fylki Kennie Chopart KR Aron Bjarki Jósepsson KR Hafþór Pétursson ÍA Christian Sörensen Þrótti Daníel Laxdal Stjörnunni 2 Guðmundur Karl Guðmundsson Fjölni Aron Bjarnason ÍBV 3 Guðmundur Böðvar Guðjónsson ÍA Andri Ólafsson ÍBV 2 2 2 3 2 VíglundurPáll Ein- arsson hefur lát- ið af störfum sem þjálfari Fjarða- byggðar, en liðið féll úr 1. deild karla í knatt- spyrnu á nýaf- staðinni leiktíð. Víglundur tók við Fjarðabyggð fyr- ir tímabilið, en liðið hafnaði í neðsta sæti 1. deildarinnar með 17 stig og leikur þar af leiðandi í 2. deild á næstu leiktíð. Víglundur Páll hefur áður þjálfað Einherja á Vopnafirði.    Henning Enoksen, einn fremstiknattspyrnumaður Dana á ár- unum 1957 til 1967, lést á sunnu- daginn, 81 árs að aldri. Enoksen var m.a. í danska liðinu sem fékk silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Hann þjálfaði ís- lenska karlalandsliðið árið 1973 og stýrði því þá í sex leikjum, þremur vináttuleikjum og þremur leikjum í undankeppni HM 1974.    Spænski knattspyrnumaðurinnJesus Suárez hefur gert nýjan samning til eins árs við Leikni á Fáskrúðsfirði. Suárez er 28 ára gamall miðjumaður sem var í stóru hlutverki í Leiknisliðinu í 1. deild- inni í ár og var fyrirliði þess seinni hluta tímabilsins.    Grindvíkingar, sem unnu sér ádögunum sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hafa samið til tveggja ára við tvo af erlendu leik- mönnunum í þeirra hópi. Mark- vörðurinn Kristijan Jajalo frá Bosníu og framherjinn Will Daniels frá Bandaríkjunum verða áfram í þeirra röðum.    TottenhamHotspur verður án fimm lykilleikmanna sinna þegar liðið mætir CSKA Moskvu í annarri umferð Meist- aradeildar Evr- ópu í knatt- spyrnu í kvöld. Harry Kane, Eric Dier, Mousa Dembélé, Danny Rose og Moussa Sissoko fóru ekki með liðinu til Moskvu og verða fjarri góðu gamni í leiknum á morgun vegna meiðsla. Tottenham fór illa af stað í Meist- aradeildinni, en liðið laut í lægra haldi fyrir Monaco með tveimur mörkum gegn einu á Wembley í fyrstu umferð riðlakeppninnar.    Róbert Þór Henn og Arna Kar-en Jóhannsdóttir úr TBR sigruðu í einliðaleik karla og kvenna á Atlamóti ÍA, þriðja mótinu í Dominos-mótaröð Bad- mintonsambands Íslands á Akra- nesi um helgina. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björns- son úr TBR sigruðu í tvíliðaleik karla, Anna Margrét Guðmunds- dóttir og Harpa Hilmisdóttir úr BH í tvíliðaleik kvenna og þau Harpa og Davíð sigruðu í tvennd- arleik.    AleksandarTrninic, serbneski miðju- maðurinn í liði KA, skrifaði gær undir nýjan tveggja ára samning við Ak- ureyrarliðið, sem leikur í Pepsi- deildinni á næstu leiktíð. Trninic, sem er 29 ára gamall og gekk í raðir KA fyrir tímabilið, skoraði fjögur mörk í 19 deildarleikjum með KA í sumar og þótti afar öflugur, en KA- menn tryggðu sér sigur í Inkasso-deildinni í ár. Fólk sport@mbl.is Goðsögnin Arnold Palmer lést á sunnudaginn í Pittsburgh í Pennsylvaníuríki í Bandaríkj- unum á 87. aldursári. Sagt var frá andlitinu í staðarmiðli í Pittsburgh þar sem Palmer hafði verið á sjúkrahúsi í hjartarannsóknum en banda- ríska golfsambandið stafesti andlátið um kvöldið. Palmer er einn sigursælasti kylfingur sögunnar og átti af- skaplega stóran þátt í vinsældum íþróttarinnar, sérstaklega í Bandaríkjunum. Palmer var sig- ursæll á 6. og 7. áratugnum og vann til dæmis 62 mót á PGA-mótaröðinni en einungis fjórir hafa unnið fleiri. Palmer sigraði sjö sinnum á risamótum og vann þrjú þeirra en náði ekki að hafna ofar en í 2. sæti á PGA-meistaramótinu. Masters-mótið vann Palmer fjórum sinnum frá 1958-1964 og keppti á mótinu í fimmtíu ár. Opna breska vann Palmer tvö ár í röð 1961 og 1962. Palmer er líklega einn vinsælasti kylfingur frá upphafi og hann dró mikinn fjölda fólks á golf- mót þegar hann var uppi á sitt besta. Stuðnings- menn hans voru mjög traustir og fengu við- urnefnið: Arnie’s Army. kris@mbl.is Arnold Palmer Goðsögn í golfinu horfin á braut Norður-Írinn Rory McIlroy fagn- aði sigri á lokamótinu í PGA- mótaröðinni í golfi sem lauk á East Lake vellinum í Georgíu í fyrra- kvöld. McIlroy var krýndur FedEx meistarinn, fékk 1,5 milljónir doll- ara í verðlaunafé fyrir sigurinn á mótinu og hvorki meira né minna en 10 milljónir dollara í bónus- verðlaun fyrir sigurinn á mótaröð- inni. McIlroy, Ryan Moore og Ke- vin Chappell luku allir keppni á 268 höggum, þurftu því að fara í bráðabana, og þar stóð N-Írinn uppi sem sigurvegari. gummih@mbl.is McIlroy meistarinn Rory McIlroy Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skilaði fínni frammi- stöðu með nýliðum Burnley í gær- kvöld þegar þeir lögðu Watford, 2:0, í lokaleik sjöttu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Skallamörk frá Jeff Hendrick og Michael Keane í sitthvorum hálf- leiknum tryggðu Burnley sann- gjarnan sigur, en leikurinn fór fram á heimavelli Burnley, Turf Moor. Jóhann Berg lék sinn annan leik í byrjunarliðinu, en hann hefur kom- ið við sögu í öllum sex leikjum liðs- ins í deildinni á tímabilinu. Jóhann lék á hægri kantinum. Hann átti tvær fínar marktilraunir í fyrri hálfleik og átti fína spretti þar á milli og þá skilaði hann mjög góðri varnarvinnu í baráttuglöðu liði Burnley. Jóhanni var skipt af velli í uppbótartíma og fékk hann lof í lófa hjá stuðningsmönnum Burnley þeg- ar hann gekk af velli. Burnley vann Liverpool á heima- velli í annarri umferðinni en hafði fram að leiknum í gær spilað fjóra leiki án sigurs og því var sigurinn kærkominn, en með honum er liðið komið með 7 stig eins og Watford, sem var hressilega skellt niður á jörðina eftir sigurinn gegn Man- chester United á dögunum. Burnley spilar aftur á heimavelli á sunnudaginn. Þá tekur liðið á móti Arsenal, sem hefur verið í góð- um gír upp á síðkastið, en Lund- únaliðið hefur unnið fjóra deild- arleiki í röð. gummih@mbl.is AFP Fögnuður Jóhann Berg og félagar fagna öðru marki sínu í gærkvöld. Jóhann sprækur í góðum sigri  Nýliðarnir komust aftur á sigurbraut Eftir 21. umferðina í Pepsi-deild karla á sunnudaginn hafa ýmsar lín- ur skýrst en fyrst og fremst er áfram mikil spenna í baráttunni um Evr- ópusætin tvö og um hvaða tvö lið ná að forða sér frá falli. Stjarnan með 36 stig og Breiðablik með 35 standa best að vígi í barátt- unni við KR (35) og Fjölni (34) um Evrópusætin og ná þeim með því að vinna sína leiki. Stjarnan fær Víking Ó. í heimsókn og Breiðablik tekur á móti Fjölni í lokaumferðinni. KR mætir Fylki og getur hirt Evrópusætið með sigri, ef Stjarnan eða Blikar misstíga sig. Eða með risasigri. ÍBV er komið í þægilega stöðu með 22 stig og mjög hagstæða markatölu í baráttunni við Víking Ó. (21) og Fylki (19) um að halda velli í deild- inni. ÍBV sækir FH heim, en rétt er að benda á að staða Eyjamanna er jafn örugg og staða Hugins var fyrir lokaumferð 1. deildar um helgina! En stig nægir alltaf ÍBV, sama hvað gerist. Fylkir þarf að vinna KR til að halda sér uppi, og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki eða ÍBV fái stóran skell. Ólafsvíkingar halda sér uppi ef Fylkir vinnur ekki KR. Annars verða þeir að vinna Stjörnuna í Garðabæ. Garðar B. Gunnlaugsson úr ÍA (14) og Kristinn Freyr Sigurðsson úr Val (13) berjast um markakóngs- titilinn. Fjölmargir eiga möguleika á bronsskónum en Martin Lund Ped- ersen úr Fjölni og Hrvoje Tokic úr Víkingi Ó. standa þar best að vígi eins og sjá má á kortinu hér fyrir ofan. Eftir 21. umferðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.