Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2016 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 7. október Fjallað verður um tískuna haustið og veturinn 2016 í förðun, snyrtingu, útliti og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 3. október. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Ef ég hefði þurft að velja fyr- irfram einn leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu 2016 sem ég myndi ekki missa af var það viðureign HK og Leiknis frá Fáskrúðsfirði í 1. deild karla, í lokaumferðinni síðasta laugardag. Einfaldlega vegna þess að þetta eru þau tvö félög sem standa mér næst. Alinn upp sem Leiknismaður og spilaði fyrir fé- lagið fram að tvítugu, og svo hef ég verið HK-ingur í meira en tvo áratugi og helgaði því félagi stór- an hluta frítíma míns um árabil. En atburðarásin í Kórnum var einhver sú ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að. Leiknir vann leikinn 7:2 og forðaði sér á ævintýralegan hátt frá falli og sendi um leið granna sína í Hug- in frá Seyðisfirði niður í 2. deild. Það eitt að lið frá Fáskrúðs- firði, 650 manna bæ, skuli ná að halda velli í þessari deild er stórt afrek. Hvað þá að gera það eftir að liðið hafði verið algjörlega af- skrifað á botninum þegar tvær umferðir voru eftir. Og með nær vonlausa stöðu fyrir síðasta leik. Eins dáist ég að Leikn- ismönnum fyrir að vera með lið sem er að stærstum hluta skipað heimamönnum. Hafa fengið sitt knattspyrnulega uppeldi á Búða- grundinni og síðan í höllinni mik- ilvægu á Reyðarfirði. Strákur á 2. flokksaldri skoraði fjögur mörk og tryggði liðinu sætið, og lipur gutti úr 3. flokki gerði eitt mark- anna. Þarna hefur verið afar vel að verki staðið. Að sama skapi eru leikurinn og úrslitin nánast skammarleg fyrir HK. Samt ekki eins og fram- koma HK-inga seinna um kvöldið þegar þeir svívirtu fána ná- grannafélags síns í Kópavogi. Kannski læt ég mér nægja að halda með einu liði í 1. deildinni á næsta tímabili? BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is 17. UMFERÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Mist Edvardsdóttir skoraði tvö marka Vals þegar liðið vann Selfoss 3:1 á útivelli í 17. og næstsíðustu um- ferð Pepsideildarinnar í knatt- spyrnu. Hún hefur gegnt mikilvægu hlutverki í liði Vals undanfarin ár, jafnvel þegar hún glímdi við krabba- mein árið 2014. Þessi 25 ára gamla knattspyrnukona úr Mosfellsbæ, sem á að baki 13 A-landsleiki, er sá leikmaður sem Morgunblaðið varpar ljósi á eftir 17. umferð. „Hún er alveg grjóthörð, mjög góður skallamaður, og það er frá- bært að vera með henni á miðjunni. Hún berst alltaf fyrir félaga sinn,“ segir Laufey Björnsdóttir, samherji Mistar hjá Val síðustu ár. „Hún er virkilega góður karakter. Þetta er oft sagt, en hún er það svo sann- arlega. Hún er algjör liðsmaður – fórnar sér fyrir allt liðið og öskrar leikmenn áfram,“ bætir Laufey við. Mist hefur aðallega leikið sem miðvörður, meðal annars með lands- liðinu eins og fyrr segir, en í sumar hefur hún verið í hlutverki aftasta miðjumanns hjá Val: „Hún er mjög flott þar og gott að hafa hana þarna fyrir aftan sig,“ segir Laufey. Mist lék sína fyrstu meistara- flokksleiki í 1. deild með Aftureld- ingu árið 2007, þá 16 ára gömul, og skoraði 6 mörk í 12 leikjum. Hún lék svo með Aftureldingu eitt ár í efstu deild áður en hún fór til KR þar sem hún lék í tvö sumur. Mist hefur leik- ið með Val frá árinu 2011. Þekki engan svona ákveðinn Mist hafði leikið 13 landsleiki og skorað eitt mark þegar hún greind- ist með eitilfrumukrabbamein í júní 2014. Laufey telur liðsfélaga sinn hæglega geta komist aftur í lands- liðshópinn nú þegar hún hafi jafnað sig af veikindunum. Mist lét veik- indin reyndar ekki koma í veg fyrir að hún spilaði með Val í Pepsi- deildinni, nema að mjög litlu leyti, og lék 15 af 18 leikjum Vals sumarið sem hún greindist með krabbamein, þrátt fyrir að vera í stífri lyfjameð- ferð. Hún vann að lokum bug á meininu. „Þetta sýnir hvað hún er grjót- hörð. Ég þekki ekki neinn sem er jafnákveðinn í að gera það sem hún ákveður að gera. Ég held að það hafi líka hjálpað henni í baráttunni við krabbameinið að vera með okkur og hafa eitthvað annað til að hugsa um,“ segir Laufey. Valur getur með fjögurra marka sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni á föstudag náð 2. sæti af Blikum. Ann- ars mun liðið enda í 3. sæti. Mist hef- ur verið fastamaður í liði Vals í sum- ar og á sinn þátt í því að liðið hefur tryggt sér að minnsta kosti brons- verðlaun, með framgöngu sinni inn- an vallar, rétt eins og utan hans, seg- ir Laufey: „Hún er mjög hress týpa. Hún elskar líka alla tónlist og er alltaf fyrst til að koma með nýtt lag inn í klefann, sem allir eru svo fljótlega komnir með á heilann. Hún er virki- lega klár, og bara mikilvæg fyrir lið- ið utan vallar, rétt eins og innan hans.“ „Hún er alveg grjóthörð“  Mist komin á fullt skrið í nýju hlutverki eftir krabbameinið  Lét það ekki halda sér frá keppni í Pepsi-deildinni  Gáfaður tónlistarfíkill, segir liðsfélagi Morgunblaðið/Ófeigur Öflug Mist Edvardsdóttir hefur verið í nýrri stöðu sem varnartengiliður í Valsliðinu í ár. Hún skoraði tvö mörk í 3:1 sigri gegn Selfossi. Mist Edvardsdóttir » Er 25 ára gömul og hefur leikið með Val frá árinu 2011. Áður var hún tvö ár hjá KR en Mist hóf ferilinn með Aftureld- ingu í Mosfellsbæ. » Á að baki 13 A-landsleiki á árunum 2010-2014, þar af tvo mótsleiki, og hefur skorað í þeim 1 mark. » Greindist með krabbamein í eitlum sumarið 2014 en tók lít- ið sem ekkert hlé frá fótbolta. Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar í Portlands Thorns komu sér í góða stöðu fyrir úrslitakeppnina um bandaríska meistaratitilinn í knattspyrnu í fyrrinótt. Þær tryggðu sér þá sigur í NWSL-deild- inni með því að vinna Sky Blue á úti- velli í New Jersey í lokaumferðinni, 3:1, og fóru uppfyrir Washington Spirit sem hafði tapað sínum leik fyrr um kvöldið. Portland fékk 41 stig, Washington 39, Chicago Red Stars 33 og Wes- tern New York Flash 32 stig. Þessi lið leika nú til úrslita um meistaratitilinn og þar sem Portland vann deildina spilar liðið undanúr- slitaleikinn gegn Western New York á heimavelli á sunnudagskvöldið kemur. Þetta er gífurlega mikilvægt fyrir lið Portland sem er með bestu að- sóknina í NWSL-deildinni en upp- selt var á síðasta heimaleik liðsins, rúmlega 21 þúsund áhorfendur. Það sem meira er, ef Portland kemst í gegnum undanúrslitaleik- inn, leikur liðið líka sjálfan úrslita- leikinn frammi fyrir sínum öflugu áhorfendum. Dagný kom inná um miðjan seinni hálfleikinn í gær. Hún spilaði 17 af 20 leikjum liðsins í deildinni, missti af þremur vegna meiðsla, og var fjórði markahæsti leikmaðurinn með fimm mörk. Dagný var í byrjunarlið- inu í tólf af þessum leikjum en lið Portland er eingöngu skipað lands- liðskonum, flestum bandarískum en þar eru einnig Amandine Henry frá Frakklandi, sem hefur tvisvar verið kjörin næstbest í Evrópu, Christie Sinclair, landsliðsfyrirliði Kanada, og Nadia Nadim, helsti markaskor- ari danska landsliðsins. vs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sigursæl Dagný Brynjarsdóttir hefur fagnað mörgu síðustu daga. Fá úrslitaleikina á besta heimavöllinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.