Fréttablaðið - 11.11.2016, Page 6

Fréttablaðið - 11.11.2016, Page 6
svo stuttir segir Kjartan reglurnar vera fyrirfram mjög fastmótaðar. Stundum fái bjóðendur ekki að vera með af því að þeir standist ekki skoðun á fjárhag. „Þessa vinnu er mikið til búið að vinna áður en þetta kemur inn  á fundinn,“ segir Kjartan. Þetta annist embættismenn sem sjái um útboðin. „Oft er það þannig að lægsta tilboði er tekið og sá sem var með tilboðið uppfyllti öll skilyrði borgarinnar,“ segir hann og skýrir þannig hvers vegna fundirnir ganga svo hratt fyrir sig. gar@frettabladid.is Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 78 3 65 Frá kr. 69.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 29. janúar í 7 nætur. Frá kr. 66.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 66.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. janúar í 9 nætur. Frá kr. 99.995 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. febrúar í 7 nætur. Frá kr. 69.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 10. febrúar í 7 nætur Jólapakki Jólapakki Jólapakki Jólapakki Gran Canaria & Tenerife Gefðu jólapakka í vetrarsól Frá kr. 66.995 Bókanlegt til 24. des. TENERIFE GRAN CANARIA Bókaðu fyrir 24. desember Bókaðu fyrir 24. desember Bókaðu fyrir 24. desember Bókaðu fyrir 24. desember Jólapakki er góður kostur fyrir þá sem vilja komast í sólina á hagkvæman hátt! Þegar bókaður er Jólapakki felur það í sér að þú kaupir flugsæti ásamt gistingu. Því fyrr sem þú bókar, því meiri möguleiki er á betri gistingu þar sem vinsælustu gistingarnar bókast fyrst. Jólapakkar eru í boði á brottförum 2. janúar - 24. mars og pakkarnir eru í 7-9-12-13-14 nætur eftir brottförum. stjórnsýsla Formaður innkaupa­ ráðs Reykjavíkurborgar hefur fengið nærri 2,1 milljón króna í þóknun á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hinir tveir meðlimir ráðsins fengu rúma milljón hvor. Ráðið fundaði saman­ lagt í níu klukkustundir á þessu tíma­ bili. Óbreyttir meðlimir innkaupa­ ráðsins fá 14 prósent af þingfarar­ kaupi fyrir störf sín en formaðurinn fær tvöfalda þá upphæð. Miðað við að Reykjavíkurborg ætlar ekki að taka mið af nýjustu hækkun kjara­ ráðs á þingfararkaupi er þessi upp­ hæð  nú tæpar 107 þúsund krónur fyrir óbreyttan ráðsmann og tæpar 214 þúsund fyrir formanninn. Kjartan Valgarðsson úr Samfylk­ ingu er formaður innkauparáðsins. Þau Magnea Guðmundsdóttir úr Bjartri framtíð og Börkur Gunnars­ son úr Sjálfstæðisflokki eru einnig í ráðinu. Að jafnaði heldur innkaupa­ ráðið  tvo fundi í mánuði og vara þeir að meðaltali í aðeins 24,5 mín­ útur. Kjartan Valgarðsson, formaður ráðsins, segir að fyrir utan formlega fundi ráðsins séu hins vegar haldnir vinnufundir, til dæmis varðandi inn­ kaupareglur og þróun mála í þessum efnum í Evrópu. „Þeir eru ekki marg­ ir,“ svarar hann reyndar aðspurður hvort slíkir vinnufundir séu reglulega á dagskrá. Innkauparáðið hefur það hlutverk að hafa eftirlit með öllum innkaup­ um borgarinnar. Kjartan segir ráðið oft senda fyrirspurnir telji það eitt­ hvað athugavert við innkaup. Það hafi haft frumkvæði að reglum um mansal og keðjuábyrgð. „Við köllum eftir yfirliti frá öllum sviðum borgarinnar og reynum að fylgjast með því alveg eins og við getum að það séu málefnalegar ástæður á bak við öll innkaup. Við látum gefa okkur skýrslur um inn­ kaup sem eru yfir milljón en samt undir útboðsmörkum,“ segir Kjartan. Slíkar  skýrslur fá meðlimir ráðsins til aflestrar fyrir fundi. „Þá fer vinnan fram í undirbúningnum.“ Þá bendir Kjartan á að Reykja­ víkurborg hafi mikið innkaupavald sem sé á margra höndum. „Það er ekkert annað batterí hjá borginni sem fylgist með þessu og hefur jafn ríka eftirlitsskyldu og innkauparáðið. Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna,“ segir hann. Meðallengd þeirra 22 funda sem innkauparáð hélt formlega á fyrstu tíu mánuðum ársins var 24,5 mínút­ ur sem fyrr segir. Lengsti fundurinn var 51 mínúta en sá stysti aðeins 5 mínútur. Samtals fundaði ráðið í 8 klukkustundir og 59 mínútur frá því í ársbyrjun til og með október. Spurður hvers vegna fundirnir séu Þrjú deila 4 milljónum fyrir níu tíma á fundi Þrír meðlimir innkauparáðs Reykjavíkurborgar fengu samtals yfir fjórar millj- ónir króna í þóknun fyrstu tíu mánuði ársins. Þeir héldu 22 fundi sem saman- lagt stóðu í níu klukkustundir. Mikil ábyrgð hvílir á ráðinu, segir formaðurinn. Börkur Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í innkaupa- ráði Magnea Guð- mundsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar í inn- kauparáði stjórnsýsla Samskipti Haraldar Benediktssonar alþingismanns og Guðmundar Árnasonar, ráðu­ neytisstjóra í fjármála­ og efnahags­ ráðuneytinu, munu ekki hafa nein eftirmál. Haraldur kvartaði til Bjarna Benediktssonar, fjármála­ og efna­ hagsráðherra, eftir að Guðmundur hringdi í hann til að ræða efni skýrslu sem þingmennirnir Vigdís Hauks­ dóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu fjölmiðlum í september og þau kölluðu „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Taldi Haraldur að í sam­ talinu hefði Guðmundur hótað sér æru­ og eignamissi. „Það kom svarbréf,“ segir Haraldur um niðurstöðu málsins og bætir við að efnislega sé niðurstaðan sú að málið sé úr sögunni. „Ráðherra fékk aðstoð hjá ríkislögmanni við að meðhöndla erindið og það endaði með þeim hætti að kvörtun mín var tekin fyrir og það var ekki veitt áminning eða neitt slíkt,“ segir hann. Guðmundur Árnason viðurkenndi í yfirlýsingu til fjölmiðla að í samtali sínu við Harald hefði hann tjáð Har­ aldi þá skoðun sína að í skýrslunni væru rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samn­ ingum milli gömlu og nýju bankanna af hálfu ríkisins. Guðmundur segist hafa viljað ganga úr skugga um að Haraldur átt­ aði sig á alvarleika slíkra ásakana og að umræddir starfsmenn áskildu sér rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra þeirra og starfsheiður í veði.  – jhh Kvörtunin afgreidd án áminningar Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri Dagsetning fundar Lengd fundar í mínútum Meðalkostnaður á fund 7. októBer 7 187.719 28. októBer 39 187.719 2. septeMBer 24 187.719 9. septeMBer 35 187.719 23. septeMBer 25 187.719 5. ÁGúst 20 187.719 26. ÁGúst 12 187.719 8. júLí 29 187.719 10. júní 41 187.719 15. júní 5 187.719 28. júní 37 187.719 13. Maí 19 187.719 27. Maí 22 187.719 22. apr 18 187.719 29. apr 29 187.719 4. Mars 15 187.719 11. Mars 22 187.719 18. Mars 11 187.719 12. feBrúar 51 187.719 26. feBrúar 24 187.719 22. janúar 24 187.719 27. janúar 30 187.719 alls 22 539 4.129.818 Fundir innkauparáðs 2016 Ég tel að ábyrgð ráðsins sé mjög mikil og við erum mjög á tánum gagnvart því sem verið er að gera þarna. kjartan Valgarðsson, formaður inn- kauparáðs 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö s t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 1 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :3 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 4 1 -8 C F 4 1 B 4 1 -8 B B 8 1 B 4 1 -8 A 7 C 1 B 4 1 -8 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.