Fréttablaðið - 11.11.2016, Blaðsíða 18
1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r18 S p o r T ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Luka Modric er frægasti fótboltamaður Króata en þessi fyrrum leikmaður Tottenham spilar nú með Real Madrid. FRéTTabLaðið/GeTTy
Á morGUn LAUGArDAGUr 12. nóvember 17:00
Var ölvaður undir stýri en spilar samt
Króatíski landsliðsmaðurinn
Domagoj Vida var handtekinn
síðasta föstudag fyrir að aka ölv-
aður í Úkraínu þar sem hann spilar.
Sú uppákoma hefur engin áhrif á
stöðu hans hjá króatíska
liðinu.
„Hann mun spila.
Þetta er Króatía og
hér er allt önnur
menning. Hér
segjum við
fólki ekki
frá neinu,“
segir Topic
og glottir.
„Hann tók
út sína
refsingu í
Úkraínu
og málið
er þar með dautt. Þar sem Dejan
Lovren getur ekki spilað á ég von á
Vida í byrjunarliðinu.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Vida lendir í basli með Bakkus.
Þegar hann var leikmaður Dinamo
Zagreb fyrir fjórum árum opnaði
hann bjór í liðsrútunni á leið í bikar-
leik gegn Vrsar. Þáverandi þjálfari
Dinamo henti honum út úr rútunni
og skildi Vida eftir á miðjum veg-
inum. Sá maður heitir Ante Cacic
og er þjálfari króatíska landsliðsins
í dag.
„Hann er ekkert að fara að henda
honum út úr rútunni núna. Vida er
kannski ekki sá gáfaðasti en Króatar
elska hann því hann er aldrei að
reyna að vera annað en hann
sjálfur. Þetta er ekkert sérstaklega
skarpur strákur en skemmtilegur.“
FóTboLTi Íslenska landsliðið lendir í
Zagreb í dag eftir góðan undirbúning
í Parma en á meðan hefur króatíska
landsliðið æft af krafti á Maksimir-
vellinum. Það hefur mest verið talað
um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka
Modric, geti spilað.
„Hann mun líklega verða í byrj-
unarliðinu. Hann náði að spila með
Real Madrid um síðustu helgi og ætti
því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil
Topić, blaðamaður hjá Telegram í
Zagreb, en hann fylgist vel með króat-
íska liðinu.
„Hann er í allt öðrum gæðaflokki
en aðrir leikmenn. Hann er lík-
lega besti knattspyrnumaður í sögu
Króatíu. Hann er klókur, fljótur og
maðurinn sem stýrir spili liðsins.
Liðið er 30-40 prósent veikara án
hans.“
Fjölmiðlar hafa talað af virðingu
um íslenska liðið í aðdraganda
leiksins og enginn hér í Zagreb gerir
ráð fyrir auðveldum sigri króatíska
liðsins.
„Við búumst við mjög erfiðum leik
því það sáu allir hvernig Ísland stóð
sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum
verður auðvitað ekki eins öflugt og
venjulega því það verða engir áhorf-
endur á leiknum,“ segir Topić en
Króatar eru í heimaleikjabanni og
því verður leikið fyrir luktum dyrum.
Telur blaðamaðurinn að það muni
hafa mikil áhrif á króatíska liðið?
„Það mun klárlega hafa einhver
áhrif en það er erfitt að segja hversu
mikil áhrif. Það telur enginn í króat-
íska liðinu að þeir geti labbað yfir
Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á
móti miklar hér. Á EM töpuðum við
fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á
því að við hefðum átt að vinna EM.
Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins
eru að vinna Ísland og vinna riðilinn
sem er þó mjög sterkur.“
Það er ekki búist við því að áhorf-
endur muni fjölmenna fyrir utan
völlinn og reyna að búa til einhver
læti sem síðan skila sér í takmörkuðu
magni inn á völlinn.
„Fólk verður heima fyrir framan
sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt
að hafa áhorfendur þá væri líklega
ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt
og stemningin mætti oft vera betri.
Það selst ekki einu sinni upp á leiki
gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á
fótboltanum í landinu er ekki gott út
af reiði í garð knattspyrnusambands-
ins. Það hefur skilað sér í því að miklu
færra fólk fer á völlinn núna en áður.
Sérstaklega í deildinni. Það er öllum
sama um hana.“
Topić bendir á að lykilleikmenn
liðsins séu vanir að leika undir
pressu og hefur engar áhyggjur af
Króatar
munu ekki
labba yfir
Íslendinga
Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé
borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á
hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leikn-
um og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska
liðið sem ætlar sér stóra hluti.
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Það telur enginn í
króat íska liðinu að
þeir geti labbað yfir Íslend-
inga. Væntingarnar eru aftur
á móti miklar hér. Á EM
töpuðum við fyrir Portúgal
en allir í Króatíu eru á því að
við hefðum átt að vinna EM.
Kröfurnar sem eru gerðar til
liðsins eru að vinna Ísland og
vinna riðilinn sem er þó
mjög sterkur.
Mihovil Topić, blaðamaður í Zagreb
því að pressan muni hafa áhrif á
leikmenn.
„Það á ekki að vera neitt stress en
það kannski kemur ef liðið tapar
fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt
til þess að fara á taugum. Ef Ísland
vinnur verður fólk líklega ekkert
brjálað þó svo það verði ósátt. Leik-
menn munu ekki taka mótlæti eins
mikið inn á sig og fjölmiðlar.“
Þegar Ísland var að spila við Króa-
tíu í umspili um laust sæti á HM fyrir
þrem árum varð allt vitlaust í Króa-
tíu er Vísir greindi frá því að nokkrir
leikmanna króatíska liðsins hefðu
drukkið ansi marga bjóra eftir leik-
inn á Íslandi. Það mál er nú gleymt.
„Það eru allir löngu búnir að
gleyma þessu. Það tók svona viku
fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var
skemmtileg frétt í upphafi en Króatía
vann og öllum var sama. Ef Ísland
hefði aftur á móti unnið einvígið
þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í
Króatíu.“
Josip Pivarić spilar með liði Dinamo Zagreb í króatísku deildinni og Maksimir-leik-
vangurinn er því heimavöllur hans allt árið um kring. FRéTTabLaðið/GeTTy
FóTboLTi „Við eigum von á erfiðum
og jöfnum leik gegn Íslandi. Við
stefnum á að stýra umferðinni, vera
mikið með boltann og skapa færi
sem leiða til þess að við skorum
mörk og vinnum leikinn,“ sagði
bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali
við Fréttablaðið í gær.
Þá var hann að mæta á kvöldæf-
ingu hjá króatíska liðinu á Maksim-
ir-vellinum þar sem leikur Króatíu
og Íslands verður spilaður. Pivaric
verður heldur betur á heimavelli þar
enda spilar hann með Dinamo sem
spilar sína heimaleiki á Maksimir.
Ísland og Króatía eru jöfn með
sjö stig á toppi riðilsins og það er
því ansi mikið undir í þessum leik.
„Við berum mikla virðingu fyrir
Íslandi en þar sem við erum á
heimavelli þá lítum við þannig á
stöðuna að við eigum að vera sigur-
stranglegri. Það er allt mjög jafnt
á milli okkar og við gerum okkur
fyllilega grein fyrir því hversu
mikilvægur leikurinn er. Auðvitað
er undankeppnin samt ekki búin
eftir þennan leik,“ segir Pivaric en
hvað þarf króatíska liðið að varast
hjá Íslandi?
„Helsti styrkur íslenska liðsins
er hversu vel liðið vinnur saman.
Það leggur líka mikið á sig. Þeir eru
sterkir í návígi og vonandi náum
við að svara því með hörku á móti.
Við vitum hvað þeir geta verið
hættulegir í hröðum upphlaup-
um. Við verðum að stöðva það.“
Eins og áður segir spilar Pivaric
flesta sína leiki á þessum velli en
hvernig upplifun verður það fyrir
hann að spila fyrir framan tóman
heimavöll?
„Það er erfitt fyrir alla að spila
svona leiki. Okkar stuðningsmenn
eru alltaf frábærir og því er vont að
fá ekki stuðning þeirra. Þeir gefa
okkur styrk er á þarf að halda. En við
getum ekki notað það sem afsökun.
Við verðum að sækja til sigurs.“ – hbg
Berum mikla virðingu fyrir Íslandi
Helsti styrkur
íslenska liðsins er
hversu vel liðið vinnur
saman. Það leggur líka mikið
á sig. Þeir eru sterkir í
návígjum og vonandi náum
við að svara því með hörku á
móti.
Josip Pivarić, leikmaður króatíska lands-
liðsins í knattspyrnu.
1
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:3
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
4
1
-8
3
1
4
1
B
4
1
-8
1
D
8
1
B
4
1
-8
0
9
C
1
B
4
1
-7
F
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K