Fréttablaðið - 11.11.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Hafliði
Helgason
haflidi@frettabladid.is
Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra verða Samtök sykursjúkra í
Smáralind laugardaginn 12.nóvember.
Við kynnum félagið okkar, fræðum fólk um sykursýki, gefum
bæklinga og bjóðum upp á fría blóðsykurmælingu.
SAMTÖK SYKURSJÚKRA
ALÞJÓÐADAGUR
SYKURSJÚKRA
Samstarfsaðilar okkar eru:
Icepharma og Medor,
sem leggja til búnað til blóðsykurmælinga.
Í umræðu um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík hafa fyrirsagnir á borð við rugl og bull verið notaðar. Í grein Magnúsar Más Guðmundssonar, borgarfull-
trúa Samfylkingarinnar, sem birtist í Fréttablaðinu og
á visir.is 9. nóvember sl. talar hann um að ég hafi verið
gífuryrtur. Grein Magnúsar heitir: ,,Halldór í ruglinu.“
Grein mín á Eyjunni heitir: ,,Bull í boði borgarstjóra“ og
fékk ég það orðalag að láni frá borgarstjóra. Þannig að
gífuryrðin eiga í báðum tilfellum lögheimili hjá þessum
tveimur.
Aðalmálið í þessu er að staðan varðandi félagslegt
leiguhúsnæði í Reykjavíkurborg er alvarleg. Fulltrúar
meirihlutans í Reykjavíkurborg fara yfirleitt að tala um
sambærileg vandamál í öðrum sveitarfélögum þegar
bent er á vandann í borginni. Það gerir ekkert fyrir þá
844 einstaklinga sem eru á biðlista eftir félagslegu leigu-
húsnæði í borginni. Þeim einstaklingum fjölgaði um 15
prósent á milli áranna 2015 og 2016 og eiga lögheimili
í Reykjavík. Það hjálpar þeim ekkert að borgarfulltrúar
í meirihlutanum tali um að önnur sveitarfélög þurfi að
gera betur.
Magnús Már Guðmundsson segir í grein sinni að
2.351 félagsleg íbúð sé í Reykjavík 2016, þar af 1.916
almennar félagslegar leiguíbúðir. Hann segir einnig að
þeim hafi fjölgað um 612 á síðustu tíu árum og ekkert
hafi fjölgað 2010. Þá segir hann í grein sinni að undirrit-
aður hafi sagt að félagslegum leiguíbúðum hafi fækkað
í Reykjavík. Skoðum þetta aðeins.
Formleg svör lögð fram í borgarráði segja okkur
þetta:
Fjölgað hefur um 72 félagslegar leiguíbúðir frá 2010,
stefnan er 100 á ári sem augljóslega gengur ekki eftir.
Fækkað hefur um þrjár íbúðir fyrir aldraða á vegum
Reykjavíkurborgar frá 2010.
Þann 1. janúar 2011 færðust 114 íbúðir fyrir fatlaða
frá ríki til Reykjavíkurborgar. Þeim hefur fjölgað um
fjórar síðan þá.
Þær 425 íbúðir sem fjölgað hefur um á síðustu tíu
árum, sé miðað við grein Magnúsar Más, eru þá fjölgun
frá kjörtímabilinu 2006-2010 sem er eina kjörtímabilið
síðustu 22 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í
meirihluta.
Um rugl og bull
Halldór
Halldórsson
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í
borgarstjórn
Aðalmálið í
þessu er að
staðan
varðandi
félagslegt
leiguhúsnæði
í Reykjavíkur-
borg er
alvarleg.
Talsverður
hópur reiðir
sig á mat á
vegum
opinberra
aðila. Það á
að vera tryggt
að slík fæða
uppfylli
skilyrði um
nauðsynlegan
hitaeininga-
fjölda og
næringarefni.
Ekki þarf að fara langt aftur í sögu okkar til þess að nútíminn yrði í samanburðinum tími ofgnóttar og sóunar. Framboð fjölbreyttrar fæðu hefur aldrei verið meira né forsendur til þess að hafa öll hugsanleg næringarefni í fæðunni.
Það er kannski til marks um þetta mikla aðgengi okkar
að fjölbreyttri fæðu að sprottið hafa upp matarkúrar sem
sumir hverjir ganga svo langt að útiloka mikilvæga fæðu-
flokka úr daglegum kosti.
Í slíku ofgnóttarsamfélagi skýtur því skökku við að
hópar í samfélaginu búi við næringarskort. Frétt Frétta-
blaðsins í dag um næringarástand aldraðra sem leggjast
inn á spítala er sláandi. Fram kemur í rannsókn sem gerð
var árin 2015 og 2016 að tveir af hverjum þremur sem
leggjast inn á Landakotsspítala eru vannærðir eða sýna
sterk merki slíks.
Í fréttinni kemur einnig fram að inni á sjúkrastofnunum
geti ástandið haldið áfram að versna. Í samtali við Frétta-
blaðið segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent í næringar-
fræði við HÍ, að kerfið geri í raun ráð fyrir því að aðstand-
endur aldraðra tryggi nauðsynlegan stuðning og næringu.
Almenn þekking á grundvallaratriðum lýðheilsu
hefur farið vaxandi á síðustu árum. Flestir sem nálgast
miðjan aldur eru fullmeðvitaðir um mikilvægi grunn-
þátta góðrar heilsu sem eru næring, hreyfing og svefn. Án
áreynslu og réttrar næringar minnkar vöðvamassi frá til-
tölulega ungum aldri til endaloka. Sumir þættir svo sem
beinþéttni ráðast af hegðun á unga aldri, auk erfða.
Það er því mikilvægt að fara með góðan forða inn í
ellina, en algjörlega nauðsynlegt að viðhalda góðri nær-
ingu og eins mikilli hreyfingu og kostur er þegar komið
er á efri ár.
Það getur á engan hátt talist viðunandi að eldra
fólk búi við næringarskort eins og þessi rannsókn gefur
til kynna. Það er líka ástæða til að óttast að fæða yngra
fólks einkennist um of af hitaeiningaríkum og næringar-
litlum mat.
Hér er þörf á átaki. Talsverður hópur reiðir sig á mat á
vegum opinberra aðila. Það á að vera tryggt að slík fæða
uppfylli skilyrði um nauðsynlegan hitaeiningafjölda og
næringarefni. Í tilfelli aldraðra þarf að tryggja að nóg sé af
byggingarefnum til að viðhalda vöðvamassa og hreyfi-
getu.
Vannært gamalmenni vinnur ekki glatt til baka það
tap sem af vannæringunni hefur hlotist. Sá skaði er
óbætanlegur í mörgum tilvikum og styttir líf og dregur úr
lífsgæðum.
Sá kostnaðarauki sem hlýst af því að bæta úr því
ástandi sem nú ríkir er smámunir samanborið við
skaðann sem af vannæringunni hlýst sem aftur birtist í
kostnaði annarra þátta heilbrigðiskerfisins. Þekkingin
er fyrir hendi og gnótt matar í landinu. Við höfum enga
afsökun fyrir því að tryggja ekki öldruðum nauðsynlega
næringu.
Óafsakanlegur
næringarskortur
Vatn á myllu ESB
Flestir áhugamenn um stjórn-
mál eru enn að vega og meta
niðurstöður forsetakosning-
anna í Bandaríkjunum. Eðli
málsins samkvæmt gleðjast
einhverjir yfir niðurstöðunni.
Hinn hópurinn er þó háværari,
sem óttast stjórnarhætti í Hvíta
húsinu næstu fjögur árin. Bæði
í innanríkismálum, en ekki
síður í utanríkismálum. Búast
má við því að stuðningur við
Evrópusambandið aukist á
næstunni, enda einhverjir sem
kunna að líta svo á að ESB geti
orðið gott mótvægi við bullið
sem þeir búast við frá Banda-
ríkjunum.
Sannfæring Katrínar
Morgunblaðið greindi frá því
í gær að Katrínu Jakobsdóttur
hafi borist hótanir frá grasrót
og ungliðahreyfingunni í VG
um úrsagnir úr flokknum og
þaðan af verra ef hún semdi
um stjórnarsamstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn. Því yrði ekkert
af viðræðum flokkanna tveggja
á næstunni. Blaðamaður hefur
sjálfsagt horft fram hjá því sem
Katrín sjálf sagði mánuðum
saman fyrir kosningar. Að
draumur hennar væri samstarf
stjórnarandstöðuflokkanna.
Ákvörðun Katrínar um að sitja
hjá við ríkisstjórnarmyndun
kann því allt eins að vera tekin
á eigin forsendum, án þrýstings
úr grasrótinni.
jonhakon@frettabladid.is
1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r12 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
1
1
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:3
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
4
1
-8
8
0
4
1
B
4
1
-8
6
C
8
1
B
4
1
-8
5
8
C
1
B
4
1
-8
4
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K