Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 11.–14. desember 2015 PURE SAFAR - 100% HOLLUSTA! Pure safarnir frá Harboe eru 100% hreinir og ferskir safar. Þeir eru ekki úr þykkni eins og svo margir aðrir ávaxta- safar og þeir eru ekki síaðir. Þetta tryggir það að öll næringarefni haldast í safa- num og hann er eins nálægt nýkreistum safa og hugsast getur. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru Pure safarnir líka rotvarnarefnalausir og án all- ra aukaefna þar sem sérstök pökkunaraðferð tryggir ein- staklega gott geymsluþol. Þú færð Pure safana frá Harboe í næstu verslun. K im Jong-un, leiðtogi Norður- Kóreu, hefur ákveðið að senda stúlknasveitina Moran bong, vinsælustu hljómsveit alræðisríkisins, í vikulanga tónleikaferð til Peking, höfuðborgar Kína. Ferðin er liður í viðleitni leiðtogans unga til að bæta samskipti sín við nágrannaríkið en hann stofnaði hljómsveitina árið 2012. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu greindi frá þessu á miðvikudag. Stutt pils og háir hælar Moranbong er eingöngu skipuð ung- um konum og er eina hljómsveit landsins sem rúmar ekki að minnsta kosti einn karlmann. Hljómsveitin hefur komið saman á alls fjórtán tón- leikum i heimalandinu en á að koma fram á þrennum í Peking. Ekki er vit- að hvenær þeir verða haldnir en mið- ar á þá verða eingöngu fyrir útvalda gesti og aðdáendum hennar úr neðri stéttum kínversks samfélags verður meinaður aðgangur. Má gera ráð fyrir að sveitin spili þar sína helstu slagara eða norðurkóresk ættjarðarlög eins og „My country is the best“ og þekkt vestræn dægurlög á borð við titillag- ið úr kvikmyndunum um bandarísku hnefaleikahetjuna Rocky Balboa. Stúlknasveitin samanstendur annars vegar af ellefu hljóð- færaleikurum og hins vegar átta söngkonum. Tilvist hennar er sögð tengjast eftirspurn yngri kynslóða Norður-Kóreu, þá sérstaklega ung- um konum úr efri stéttum landsins, sem og liðsmönnum hersins, ýms- um tæknimenntuðum sérfræðingum og öðrum hópum sem Kim Jong-un er sagður hafa dálæti á, eftir stúlkna- sveit sem spilar tónlist í anda vest- rænna popphljómsveita. Vinsæld- ir hennar gefa vísbendingu um að klæðnaður eins og stutt pils og háir hælar njóti aukinna vinsælda meðal ungra norðurkóreskra kvenna og að leiðtoginn ungi hafi gefið samþykki sitt fyrir slíkum klæðaburði. Sér- fræðingar í málefnum alræðisríkis- ins segja einnig að það hafi ekki ver- ið nein tilviljun að stúlknasveitin hafi sprottið fram á sjónarsviðið um svip- að leyti og tónlistarmaðurinn Psy, frá nágrannaríkinu Suður-Kóreu, sendi frá sér slagarann „Gangnam Style“ sem sló öll met. Líflínan í húfi Ákvörðun Kim Jong-un um að senda Moranbong til Peking er sögð tengj- ast tilraunum hans til að mýkja yfir- völd í Kína áður en öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna kemur saman til að ræða mannréttindabrot alræðisríkis- ins á þegnum sínum. Brotunum hef- ur verið líkt við þjóðarmorð nasista og norðurkóresk stjórnvöld eru sögð treysta á að neitunarvald fulltrúa Kínverja í öryggisráðinu komi í veg fyrir að málið verði sent áfram til Al- þjóðlega stríðsglæpadómstólsins í hollensku borginni Haag. Samkvæmt umfjöllun CNN um tónleikaferðalag Moranbong hafa samskipti Norður-Kóreu og Kína verið stirð síðan Jong-un tók við völdum árið 2011. Leiðtoginn hefur ekki enn heimsótt nágrannaríkið í vestri en þjóð hans treystir á viðskipti við Kín- verja. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt um samkomulag ríkjanna tveggja um aukin viðskipti milli Norður- Kóreu og kínversku borgarinnar Dandong sem er oft kölluð líflína Pjongjang, höfuð- borgar alræðisríkisins. n Stúlknasveit Kim Jong-un fer í tónleikaferð til Kína Setti saman vinsælustu hljómsveit landsins sem er eingöngu skipuð konum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Aðdáendur Ri Sol-ju, eiginkona Kim Jong-un, kom fram opinberlega í fyrsta sinn á einum af tónleikum Moranbong í Pjongjang. Stjörnur alræðisríkis Stúlknasveitin Moranbong er vinsælasta hljómsveit Norður-Kóreu en hún var sett saman af Kim Jong-un, leiðtoga ríkisins. Lögmaður áminntur fyrir vanrækslu Breski lögmaðurinn Alex Keenan komst í hann krappan eftir að hafa skilið ársgamalt barn eftir í bíl á meðan hann fór inn að versla með þriggja ára syni sínum. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um hágrátandi og yfirgefið barn í bíl. Lögreglan mætti á vettvang í þann mund sem Keenan kom út en þá hafði hann verið inni í versluninni í klukkustund, samkvæmt öryggis- myndavélum fyrir utan Tesco. Frá þessu greinir Daily Mirror. Maðurinn var handtekinn fyrir vanrækslu á barninu, yfirheyrður og áminntur. Móðir stúlkunnar var kölluð til og fór hún með barnið heim. Alex var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt með áminningu. 16 Fréttir Erlent Piltar undirbjuggu hryðjuverk T veir piltar 15 og 20 ára hafa verið handteknir í Sidney í Ástralíu. Þeir eru grunaðir um aðild að hryðjuverka- hreyfingu og að hafa ætlað að fram- kvæma árás á opinberar byggingar. Þrír ungir menn höfðu áður verið handteknir fyrir sömu sakir en í fyrra voru fimmtán menn hand- teknir, grunaðir um að undirbúa mannrán og aftökur. Lögreglan hef- ur undanfarin misseri fylgst náið með hópi ungra manna sem hafa illt í hyggju en skemmst er að minn- ast þess að í fyrra felldi lögreglan 15 ára dreng sem grunaður var um að hafa myrt Curtis Cheng, starfs- mann lögreglu í Sidney. Meðfylg- andi mynd er af aðgerðum lögreglu í gærmorgun. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.