Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Síða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 11.–14. desember 2015 Mér var sagt að starfa ekki nálægt peningum Það er ekkert grín ef hestur fælist Ég trúi þessu varla Gëzuar Krishtlindjet, Ólöf Nordal Þórunn Elva Sveinsdóttir var látinn fjúka frá KFC fyrir að vera á sakaskrá. – dv.is Sverrir Sv. Sigurðarson hefur þróað lausnir til að venja dýr við flugeldum. – DVÁsta Kristín Andrésdóttir var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. – dv.is F lesta daga er ég sáttur við að vera Íslendingur. Svo koma dagar þar sem ég er stoltur af því. En í gær, 10. desember, skammaðist ég mín. Ég skammaðist mín fyrir framkomu okkar í garð fjögurra manna fjölskyldu frá Al­ baníu sem hafði leitað hælis á rúm­ góða landinu okkar. Kastrijot Pepo og kona hans, Xhulia, eiga tvö börn. Það eru þau Kevi og Klea. Kevi litli er með slíms­ eigjusjúkdóm sem nauðsynlegt er að meðhöndla. Hér á landi eru lyf, tæki og tól til staðar til þess að eiga við sjúkdóminn. Þessi fjögurra manna fjölskylda frá Albaníu var búin að koma sér fyrir á Íslandi í von um skjól. Kastrijot var kominn með vinnu og Kevi og Klea voru komin á leikskóla. Þau vonuð­ ust eftir hæli hér á landi. Hvað hefði verið fallegra í jólamánuðinum en sú jólagjöf frá Íslendingum að bjóða þau velkomin? Í gær, 10. desember, var alþjóð­ legur dagur mannréttinda og einmitt þann dag voru Kastrijot og fjölskylda flutt úr landi. Þau vissu sem var að búið var að skella öllum hurðum og neita þeim um hæli. Þau gáfust upp. Nokkru eftir miðnætti fór hópur lög­ reglumanna – á annan tug – að heim­ ili þeirra í Reykjavík og bar út töskur og búslóð fjölskyldunnar. Þau fóru svo af landi brott klukkan fjögur um nóttina og var för heitið til Þýska­ lands og þaðan áfram til Albaníu. Þar tekur við alger óvissa. Af hverju er þetta gert í skjóli næt­ ur? Svo að fjölmiðlar nái ekki að fylgj­ ast með þessu óhæfuverki? Innan­ ríkisráðherra, Ólöf Nordal, hafði ekki bein í nefinu til að standa með mann­ réttindum á sjálfum degi mann­ réttindanna. Eftir að hún tók þessa ákvörðun hljóp hún í felur. Kannski er þetta bara enn ein fjöl­ skyldan sem send er úr landi? En fyrir Kevi litla, þriggja ára, sem flaug til Þýskalands um miðja nótt jafngild­ ir þessi brottflutningur að öllum lík­ indum dauðadómi. Samkvæmt upp­ lýsingum sem leiðarahöfundur fékk frá heilbrigðisstarfsmanni eru mjög litlar líkur á því að Kevi geti lifað með þessum sjúkdómi í Albaníu. Ólöf Nordal hafði einstakt tæki­ færi í þessu máli til að vera leiðtogi. Sýna mannúð, stjórnvisku og kær­ leik. Hún gat veitt þessu fólki hæli. Það eru fordæmi fyrir því að ráð­ herra grípi inn í mál af þessu tagi. Í stað þess að gera það, gerði Ólöf ná­ kvæmlega ekki neitt. Hún skýlir sér bara á bak við kerfið sem segir að fjöl­ skyldurnar hafi sjálfar óskað eftir því að fara á brott. Það sem vantar í þær skýringar er að faðirinn hafði verið sviptur atvinnuleyfi og sendur himin­ hár sjúkrahússreikningur. Svona komum við Íslendingar ekki fram. Það er sorglegt að horfa upp á Útlendingastofnun og æðsta yfirmann hennar ganga fram af svo mikilli mannfyrirlitningu. Þau settu blett á jólin. Gleðileg jól á albönsku er: Gëzuar Krishtlindjet. n Samsæri ársins Fjölmiðlar eru gefnir fyrir sam­ særiskenningar, en samsæri ársins var þó eflaust afhjúpað í vikunni, eða þannig, þegar vefritið Kjarninn birti kenningu þess efnis að 365 miðlar hefðu haft mikið við í fréttaflutningi af óveðrinu í byrjun vikunnar í því skyni að sýna að fleiri en RÚV geti sinnt slíkri almannaþjónustu á válegum tímum. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kjarninn tekur upp hansk­ ann fyrir Ríkisútvarpið í skrif­ um sínum, slíkt er raunar regla fremur en hitt. Enda hefur á það verið bent að nokkrir starfsmenn Kjarnans séu einnig pistlahöf­ undar hjá RÚV og öfugt, auk þess sem einn fréttamanna Ríkisút­ varpsins er hluthafi í Kjarnanum, að sögn Viðskiptablaðsins. Ólöf í vanda Fljótt skipast veður í lofti í póli­ tíkinni. Það hefur Ólöf Nordal, innan ríkisráðherra og varafor­ maður Sjálfstæðis­ flokksins, nú reynt á eigin skinni. Hún þótti með betri stjórnmála­ mönnum flokks­ ins og naut vin­ sælda út fyrir raðir hans. Einhverjir sáu hana jafnvel fyrir sér sem vænlegan forsetak­ andídat. Brottvísun albanskrar fjölskyldu frá landinu, sem harka­ lega og ómanneskjulega var að staðið, hefur nú gert að verkum að almenningsálitið hefur snúist gegn Ólöfu og hún er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekkert að­ hafst í málinu. Vandséð er hvern­ ig Ólöf getur breytt þessari vondu stöðu sinni. Telja má öruggt að þrýstingur um forsetaframboð sé nú úr sögunni. Takk fyrir ekkert? Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi á Alþingi í síðustu viku að „kvóta­ eigendur“ myndu ekki borga nema 5,3 milljarða í veiðigjöld árið 2015. „Það er óþolandi að þjóðin fái engan skerf“ af vel­ gengni útvegarins,“ sagði Björt, sem lauk ræðu sinni á orðunum: „Ég segi bara: Takk fyrir ekkert.“ Áætluð veiðigjöld verða reyndar 7,7 milljarðar fyrir fisk­ veiðiárið 2014–2015 og hækka í 9,4 milljarða tímabilið 2015–2016. Heildargreiðslur útvegsfyrirtækja til hins opinbera námu um 25 milljörðum í fyrra og höfðu þá meira en tvöfaldast frá 2010. Sam­ tals hafa sjávarútvegsfyrirtæki greitt um 100 milljarða í tekju­ skatt, veiðigjöld, tryggingagjald, afla­ og eftirlitsgjöld á síðustu fimm árum. Sumir myndu segja að það væri meira en „ekkert.“ Varnir Íslands öflugri en Bandaríkjanna Þ egar alvarleg vá steðjar að samfélögum fæst innsýn í styrk innviða þeirra. Mörg­ um brá í brún þegar felli­ bylurinn Katrina gekk yfir Bandaríkin árið 2005, hve vanmáttugt helsta hernaðarveldi heims reyndist vera frammi fyrir eyðileggingu af völdum byljarins. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti þakkaði og þáði utanaðkomandi aðstoð en orkaði ekki einu sinni að þakka fyrir tilboð Kúbu um að senda sveit lækna til Lousiana sem hafði orðið verst úti í óveðrinu. Voru kúbanskir læknar þó allra best til þess fallnir vegna þjálf­ unar og reynslu að veita aðstoð við þessar aðstæður. Þetta þótti forseta ríkidæmisins ekki nógu góð skilaboð. Vanmáttugt ríkidæmi Oftar hefur það komið mönnum á óvart hve vanmáttugar ríkustu þjóð­ ir reynast iðulega við erfiðar aðstæð­ ur af þessu tagi. Það hafa margir Íslendingar sem upplifað hafa náttúru hamfarir erlendis reynt á eig­ in skinni. Það er nefnilega ekki það sama að búa yfir tortímandi tækni í stríði annars vegar og glíma við óvægin náttúruöfl hins vegar. Þá skiptir máli hversu öflug heilbrigðisþjónustan er, almenna löggæslan og löggæslu­ tengd þjónusta á borð við sjúkra­ flutninga og brunavarnir. Áfram mætti telja upp mikilvæga innviði, raforkugeirann, vatnsveitur og að sjálfsögðu samgöngukerfið. Það hef­ ur oft vakið furðu manna hve lítið má fara úrskeiðis í Bandaríkjunum til að rafmagn slái út á stórum svæðum. Arðsemishugsun dregur úr öryggi Hverju sætir þetta? Gæti ástæðan verið sú að þjónusta sem er einkavædd og rekin með hagnað einn að leiðarljósi, að undanteknum einhverjum lágmarkskröfum sem hið opinbera setur með regluverki, sé líklegri til að vera berskjaldaðri en starfsemi sem rekin er í almanna­ þágu einvörðungu og setur öryggi í öndvegi umfram hagnað? Þetta er að sjálfsögðu veruleikinn. Þegar það síðan gerist – eins og gerðist í tíð Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að dregið er úr hinu opinbera reglu­ verki – Bandaríkjamenn kalla það „deregulation“ – þá minnkar öryggið enn. Þetta er enginn áróður heldur einfaldar beinharðar staðreyndir. Landsbjörg er okkar varnarher Hverjar eru þá varnir Íslands gegn alvarlegri náttúruvá? Það eru fyrr­ greindir innviðir auk þess aðila sem enn er ónefndur, björgunarsveitanna okkar í Landsbjörg. Þær eru hinn eigin legi íslenski varnarher ásamt almennri löggæslu, heilbrigðisþjón­ ustu og annarri innviðaþjónustu. Það var ánægjulegt að sjá sveitir löggæslu og björgunarsveita, veður­ mælingamanna, Vegagerðarinnar og heilbrigðisþjónustu samhæfa við­ brögð sín, fyrst í forvarnarskyni síðan í viðbragðsþjónustu, þegar óveðrið reið yfir fyrr í vikunni. Vegagerðin og lærdómurinn af Múlakvísl Eftirminnilegt er það þegar brúna tók af Múlakvísl árið 2011, hve skjótt Vegagerðin brást við. Komin var ný bráðabirgðabrú viku eft­ ir hamfarirnar. Þetta hefði enginn getað gert betur en íslenska Vega­ gerðin. Það leyfi ég mér að fullyrða. Hvers vegna? Svarið er tvíþætt. Vegagerðin hefur á að skipa heimsins mestu sérfræðingum í brúarsmíð yfir jökulár. Engir á byggðu bóli standa þeim þar framar í því efni. Sérfræði­ þekkingunni er það svo nátengt að Vegagerðin er jafnan við öllu búin að bregðast við náttúruhamförum af þessu tagi, með brúarefni, iðulega úr mannvirkjum sem tekin hafa verið niður, dreift víðs vegar um landið, allt skilmerkilega skráð og auðveldlega aðgengilegt þegar á þarf að halda. Í einkavæðingarfári áratuganna sitt hvoru megin við aldamótin mun­ aði minnstu að síðustu brúarflokkum Vegagerðarinnar, annars vegar á Vík og hins vegar á Hvammstanga, yrði sagt upp störfum svo utanaðkom­ andi verktakar gætu tekið þessa þjónustu einnig yfir. Hættan er hins vegar sú þegar allri kjarnaþjónustu Vegagerðarinnar af þessari gerð er úthýst getur það hæg­ lega gerst að sérþekkingin glatist. Það má ekki gerast. Veitum ríkisstjórninni aðhald Það er líka hugsun sem er þess virði að velta fyrir sér, í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn vill garn­ an einkavæða innviði og mun ganga eins langt í því efni og hún kemst upp með, hvers virði það er að búa við trausta innviði í samfélaginu; innviði sem ekki eru undirseldir gróðamark­ miðum. Það má ekki henda okkur að varnir Íslands verði jafn ótraustar og varnir Bandaríkjanna, höfuðvígis markaðshyggjunnar. n „Það er nefnilega ekki það sama að búa yfir tortímandi tækni í stríði annars vegar og glíma við óvægin náttúru öfl hins vegar. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna Kjallari MyNd SigTryggur Ari Farinn Kevi er ekki lengur á leikskólanum. Hann er á leið til Albaníu, þar sem erfitt verður fyrir hann að lifa með sjúkdómi sínum. MyNd dV/AMg Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Svona komum við Íslendingar ekki fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.