Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Síða 24
Helgarblað 11.–14. desember 20152 Reykjavíkurnætur - Kynningarblað B5: Næturklúbburinn í hjarta miðbæjarins Besta partíið í bænum? Þ að er ástæða fyrir því hvað b5 er vinsæll staður,“ segir Þórhallur Viðarsson á b5 í Bankastræti: „Við leggjum bara mikið upp úr því að vera með gott partí. Þetta er ekki mjög stór staður og oftast vel pakkað en við leggjum áherslu á að vera með bestu plötusnúðana í bænum sem tryggja alltaf dúndrandi stemningu.“ B5 er eftirsóttur staður og flestar helgar er biðröð niður götuna. Opið er til miðnættis á virkum kvöldum en til hálffimm um morgun á föstudags- og laugardagskvöldum. „Þetta er einn af fáum stöðum á Íslandi sem geta komist nálægt því að kalla sig næturklúbba og geta bor- ið sig saman við það sem gerist úti í heimi. Svokölluð flöskuborð hafa mælst afar vel fyrir hjá gestum en með því að panta slík borð fyrirfram er þjónað til borðs í heilum flöskum. Þá þarf hvorki að bíða á barnum né hafa áhyggjur af því að missa sætið sitt á pakkfullum staðnum þó að maður taki snúning á dansgólfinu.” B5 er á tveimur hæðum, maður gengur beint inn á aðalhæðina, þar sem er dansgólf með borðum í kring og aðalbarinn. „Á neðri hæðinni bjóðum við upp á fatahengi, gestum að kostnaðar- lausu, sem mælist mjög vel fyrir. Þar er líka setustofa, eða longue, sem við leigjum út fyrir hópa og þess háttar,“ segir Þórhallur. Staðurinn er líka opinn á daginn þar sem Hamborgarabúlla Tómasar sér um veitingarnar og því er hægt að ganga að framúrskarandi mat vís- um. n Opið alla daga og viðburðir á hverju kvöldi Jákvæðar breytingar á Gauknum H ér hafa orðið miklar lag- færingar á innréttingum og sviði. Búið er að gera ótrú- lega hluti fyrir hljóðkerfið og ég fullyrði að við erum með eitt besta hljóðkerfi á skemmtistað í miðbænum fyrir utan Hörpuna. Við erum síðan líka búnir að gera miklar áherslubreytingar á dagskrá og opn- unartíma. Áður var bara opið þegar viðburðir voru í gangi en núna er opið alla daga frá klukkan 11 á morgnana til 1 á nóttunni á virkum dögum og svo fram eftir nóttu um helgar.“ Þetta segir Benjamín Náttmörður Árnason hjá Gauknum, Tryggvagötu 22. Mikið er um að vera á Gauknum um þessar mundir og gestum fer því sífjölgandi: „Það eru tónleikar alla fimmtu- daga, föstudaga, laugardaga og flesta sunnudaga. Meðal annars er mikið af erlendum hljómsveitum. Ef ekki eru tónleikar eru tilfallandi viðburðir en við erum með viðburði á hverju ein- asta kvöldi. Við erum með uppistand á ensku á mánudags- og miðviku- dagskvöldum. Á þriðjudagskvöld- um eru karóki-kvöld. Annað hvert fimmtudagskvöld er svona djamm- session með fönkbandi og þá er mikið fjör,“ segir Benjamín. „Við erum síðan mikið með út- gáfutónleika hérna. Tónlistarfólkið er vissulega misþekkt en við reynum að para það vel saman þannig að til dæmis óþekktir tónlistarmenn hita upp fyrir þekktari bönd.“ Föstudags- og laugardagsvöld eru stærstu tónleikakvöldin: „Þá reynum við að vera með al- veg þriggja til fjögurra klukkutíma prógrammi – við reynum að ná alveg heilu balli. Þá geta verið allt að sex hljómsveitir að spila, nema að það séu stór bönd, þá eru kannski tvær upphitunarhljómsveitir.“ Þegar fólk er að versla eða njóta lífsins í miðbænum í kringum jólin er síðan tilvalið að bregða sér inn á Gaukinn yfir daginn því mikið verður um tónleika og uppákomur í hádeg- inu. Einnig er mikið af borðspilum á staðnum og gamaldags tölvuleik- ir birtast á tjaldi úti í horni í gegnum gamlar megadrive-vélar, þar sem fólk getur spliað gamla og góða leiki. Nánari upplýsingar um viðburði framundan má sjá á grænu myndinni með þessari grein og á heimasíðu og Facebook-síðu Gauksins. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.