Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Page 35
Helgarblað 11.–14. desember 2015 Fólk Viðtal 23 „Ég er götulögmaður“ Er fótbolti góður grunnur fyrir lögfræðistörf? Hann hugsar sig ekki um. „Já.“ Enginn efi í hans huga. Hann er kominn á flug. Sest fram á stólinn og það glittir í fjólubláa sokka – já, fjólubláa. Hann er í vesti og með bindi. Flottur í tauinu, án þess að vera uppstrílaður. Fjöldinn allur af sólgleraugum prýðir einn vegginn. Hann kann að meta vand- aða hluti. Gleraugun hvíla öll á litl- um hauskúpum. „Já. Ég er veikur fyrir gleraugum.“ Nennir ekki neinu „bullshitti“ Hvernig lögmaður ertu? Ef til þín leitar maður sem þekkir ekkert til þín og er með mál sem hann vill láta flytja, hvernig lýsir þú þér sem lögmanni? „Það fer náttúrlega eftir því hvers konar mál væri um að ræða. Mál sem varðaði brot gegn frið- helgi einkalífs, ærumeiðingar eða eitthvað tengt sakamálum, þá myndi ég segja honum að þetta væri mitt sérsvið og að við ættum að geta unnið saman. Ég myndi líka upplýsa hann um að ég þoli ekki bullshit“, ég vil hafa allt uppi á borðum og hrein og bein sam- skipti. Menn þurfa að geta sagt ná- kvæmlega það sem þeim finnst. Loks myndi ég upplýsa hann um að minn styrkleiki eða „forte“ er að taka mál, skafa burt síðuspikið og straumlínulaga það. Fara með það fyrir dómstóla og flytja það vel. Ég er góður málflytjandi.“ Af hverju þessi svið? „Ég er í ýmsu og er eiginlega svona „street lawyer,“ eða götulög- fræðingur. Þetta hefur einhvern veginn bara spilast svona. Svolítið gerst af sjálfu sér. Ég er ekki með neina sérmenntun á þessu sviðum. Mér hefur hins vegar gengið vel á þessu sviði og það leiðir til þess að þú færð fleiri mál af svipuðum toga. Þegar maður nær árangri þá er gaman og þegar er gaman nær maður árangri. Þetta nærist hvort á öðru.“ Vilhjálmur viðurkennir að hann hafi verið í mörgum umdeildum málum sem hafa farið hátt í fréttum og samfélaginu öllu. Af hverju? Sækist þú eftir þeim? Koma þau til þín? Gerir þú þau um- deild? „Ég sækist aldrei eftir málum. Það var þekkt saga á sínum tíma uppi á DV. Reynir Traustason hélt því mikið á lofti að ég væri að sækja mál út í bæ til flytja á hendur DV. Þetta er bara kjaftæði. Ég hef aldrei haft samband við aðila og boðist til að taka að mér mál fyrir viðkom- andi. Aldrei nokkurn tímann. Það er stundum þannig að þessu um- deildu mál rata inn á borð til mín. Ég veit svo sem ekkert hvernig þau berast til mín fyrr en einhver hringir og spyr hvort ég vilji taka að mér mál. Ég hef líka heyrt frá kol- legunum, að þeir benda stundum á mig varðandi ákveðnar tegundir af málum. Þá held ég að þetta séu mál sem kannski ekki allir treysta sér í. Menn hafa kannski eitthvert hug- boð um að Villi sé mögulega til í að taka slaginn. Og ég er yfirleitt til í að taka slaginn þegar mér finnst brotið á mönnum.“ Ég spyr hvort hann sé uppfullur af réttlætiskennd. Hann játar því og viðurkennir um leið að stundum hafi hún verið hon- um fjötur um fót. „Þegar ég reiðist á ég það til að verða öskuillur í mjög stuttan tíma en er að sama skapi fljótur niður aftur og ég er ekki lang- rækinn. Helst reiðist ég við þær að- stæður þegar réttlætiskennd minni er misboðið eða réttindi eru brot- in á umbjóðanda mínum. Þegar ég sé það gerast til dæmis í umfjöllun fjölmiðla, þá fjúka hanskarnir.“ Hefurðu einhvern tímann varið mann sem þú veist að er sekur, en þú fengið hann sýknaðan? „Nei.“ Myndirðu treysta þér í slíkt mál? „Já. Tvímælalaust. Auðvitað fer það þó eftir málinu og ég myndi ekki gera það nema hafa kynnt mér málið og málavöxtu.“ Vilhjálmur útskýrir þetta betur og bendir á að jafnvel þó að menn hafi gerst sek- ir um einhverja refsiverða háttsemi þá eigi þeir sér yfirleitt einhverjar málsbætur sem er mikilvægt að halda á lofti. Hann viðurkennir reyndar að það sé ekki alltaf sem menn eigi sér málsbætur. „Oftast er það, en ekki alltaf.“ Ákæruvaldið ekkert lært Við vendum kvæði okkar í kross. Hrunmál hafa verið fyrirferðar- mikil í íslensku réttarfari og dóm- sölum undanfarin misseri. Hefurðu skoðun á þessum málaflokki? „Já. Ég hef skoðun á þessu. Mér finnst þessi mál hafa tekið allt of langan tíma. Ég tel að ákæruvaldið hafi ekkert lært af fyrri efnahags- brotamálum, svo sem Baugsmál- inu. Ég held að menn hafi verið allt of grimmir að ætla að velta við hverj- um steini í öllum málum í staðinn fyrir að taka stærstu málin og velja út fjögur, fimm atriði og keyra þau í gegn og fá niðurstöðu í þau mál. Það er alveg skelfilegt fyrir fólk sem hef- ur verið með réttarstöðu sakborn- ings frá árinu 2008, jafnvel, og það er ekki enn búið að ljúka þessum mál- um í árslok 2015. Það er í raun ver- ið að bæta við refsinguna bara vegna tímalengdar rannsóknarinnar.“ En er þetta ekki krafa almenn- ings? Vilhjálmur dregur djúpt and- ann. Hann horfir hvasst fram. „Jú, þarna komum við einmitt að mjög athyglisverðum punkti. Réttar vörslukerfið á ekki að stjórn- ast af kröfum almennings. Hvorki í málum sem tengjast hvítflibba- glæpum eða almennum saka- málum eins og til dæmis kyn- ferðisbrotamálum. Mér finnst ákveðnir aðilar í íslensku samfé- lagi allt of gjarnir á að sveiflast í takt með almenningsálitinu. Það er svo einfalt og þægilegt að vera alltaf í góða liðinu. Vera alltaf sá sem tek- ur stöðu með almenningsálitinu og vera í því að fordæma þá aðila sem eru undir hamrinum hverju sinni.“ Grýttir bankamenn og landflótta sakborningar Hann bendir á að frá 2008 og fram til dagsins í dag hafi bankamenn verið í þessari stöðu. „Þeir þóttu óalandi og óferjandi og mátti helst grýta þá á götum úti.“ Vilhjálmur nefnir að nú séu kynferðisbrotin á þessum sama stað. „Við erum með tvo unga menn sem voru teknir af lífi í Frétta- blaðinu og í framhaldi af almenn- ingi. Þeir eru nú landflótta í Noregi. Ég tel allar líkur á að ríkissaksóknari muni fella þeirra mál niður og að það verði ekki ákært í þeim.“ Eftir fimm ár verða einhverjir aðrir í sömu stöðu, óttast hann. Og hann spyr; „Verða það íþróttamenn eða blaðamenn eða einhver annar hópur? Það er svo auðvelt að stilla sér alltaf upp með meirihlutanum og taka afstöðu gegn þeim sem er liggjandi hverju sinni. Það er auð- vitað mjög mikilvægt fyrir fólk að standa í lappirnar og koma fram og segja frá. Svona gerum við ekki.“ Ingibjörg Sólrún af öllum Vilhjálmur vill ekki fara út í að nefna hverjir þessir „ákveðnu aðilar“ eru. En bendir á ýmsa sjálf- skipaða álitsgjafa og alla þá sem sitja við tölvuna heima við og halla sér aftur og eru tilbúnir að hafa skoðanir á hverju sem er. En stund- um blöskrar honum. „Núna síðast, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir af öll- um. Hún tjáði sig um meint kyn- ferðisbrot í Breiðholtinu þar sem fimm ungir menn voru ákærð- ir fyrir nauðgun. Þeir eru sýknaðir. Reyndir dómarar í sakamálum af báðum kynjum eru búnir að kryf- ja málið, fara yfir öll gögn. Þeir eru menntaðir í þessu og hafa áratuga reynslu í svona málum. Þeir kom- ast að þeirri niðurstöðu, sem ég er algerlega sammála að það var aldrei neinn möguleiki á að sak- fella þessa menn. Við getum haft þá skoðun sem við viljum á siðferðinu og það er hvers og eins að gera það upp við sig. En þá minni ég á að það sem Bubba Morthens þykir gott og gilt þykir Hauki frænda helst til villt. Við sem samfélag getum ekki farið að refsa mönnum fyrir það sem við teljum siðferðisbresti.“ Vilhjálmi er misboðið þegar hann ræðir dómstól götunnar. „Og það er með ólíkindum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli treysta sér til þess yfir kaffibolla í Istanbúl að fella dóm yfir þessum mönnum og kalla þá nauðgara.“ Hann hrist- ir hausinn. Alvöru blaðamenn eru brjálaðir Talið berst aftur að einu um- deildasta máli samtímans. Frétta- flutningi Fréttablaðsins af meint- um nauðgurum. Vilhjálmur segir óábyrga blaðamennsku á for- síðu blaðsins hafa kveikt bál með þjóðinni. „Ég hef fyrir því öruggar heimildir að stór hluti af alvöru blaðamönnum á Fréttablaðinu og 365 miðlum sé alveg brjálaður út af því hvernig Fréttablaðið og yfir- menn blaðsins hafa haldið á þessu máli. Það varð allt vitlaust á 365 þegar menn sáu hvernig blaðið setti þetta fram. Skrifað af óreyndum blaðamanni og aðstoðarritstjóri tók ákvörðun um birtinguna. En það er náttúrlega aðalvandamálið með 365 að samsteypan er ritstjórnar- laus. Þess vegna gerast svona mis- tök. Mogginn hefði aldrei gert svona mistök.“ Vilhjálmi telur að mistakaröðinni í þessu máli sé hvergi nærri lok- ið þarna. Hann gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglustjóra í málinu og telur að þær stöllur lögreglustjóri og aðstoðarmaður hans hafi hreinlega skvett olíu á eldinn. Þar vitnar hann til þess að þær lýstu því yfir að skoða þyrfti betur ástæður fyrir því að ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur. „Þær voru að segja að hugsanlega hefði ekki ver- ið tekin rétt lögfræðileg ákvörðun um málið og um leið voru þær að grafa undan eigin starfsmönnum og stofnun. Það er vítavert. Alvöru lögreglustjóri hefði bara komið fram og sagt að búið væri að fara yfir þetta mál og lagaskilyrði til að fara fram á gæsluvarðhald hefðu ekki verið til staðar. Punktur.“ Símon grimmi og eigendur umræðunnar Í ljósi þessa sem þú hefur verið að segja – telur þú að embættismenn séu hreinlega hræddir við um- ræðuna? Vilhjálmur segir það ekki spurningu. „Sagan sýnir okkur Einn með stofu Villi Vill er með lögmannsstofu við Vatnsstíg. Stofan er svart hvít, kannski svipað og lögmaðurinn?„Ég hef fyrir því öruggar heimildir að stór hluti af alvöru blaðamönnum á Fréttablaðinu og 365 miðlum sé alveg brjálaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.