Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2015, Qupperneq 39
Helgarblað 11.–14. desember 2015 Sport 27 in, aðrir sundmenn raðast svo á brautirnar við hlið hennar og þyk­ ir það oft einna verst að synda á fyrstu braut eða síðustu brautinni. Þetta er meðal annars vegna öldu­ gangs sem endurkastast af veggj­ um laugarinnar. „Ég var á fyrstu braut og sá fyrir vikið ekki allar hin­ ar sundkonurnar. Ég fékk því fárán­ legt sjokk þegar ég kom í bakkann og sá að ég hafði verið í þriðja sæti. Ég hef aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu áður,“ segir hún. Eygló bætti Íslandsmetið sitt, sem hún hafði sett í undanrásum daginn á undan um 0,97 sekúndur, en metið í 100 metra baksundi kvenna er núna 57,42 sekúndur. Skildi ekki hvað gerðist „Ég var að horfa á sundin mín í gær því mamma og pabbi tóku þau upp. Á myndbandinu sést að þegar allar hin­ ar sundkonurnar voru komnar upp úr lauginni var ég enn ofan í á minni braut að horfa á töfluna. Ég skildi ekki hvað hafði gerst,“ segir hún. Það gekk líka allt eins og best var á kosið. „Mér leið mjög vel í sund­ inu. Ég segi það oft að ég man aldrei eftir sundi þar sem ég næ að vera einbeitt og mér gengur sérstaklega vel. Þá loka ég á allt og læt vaða. Mér leið vel allt sundið og mér fannst allt ganga upp. En ég man eiginlega ekki eftir sundinu, ég datt bara al­ veg út,“ segir hún. Sama má segja um keppnina í 200 metrunum. Eygló var vel stemmd og allt gekk eins og best var á kosið. „Mér leið í smá stund eins og ég væri í draumi,“ segir hún. Hún setti Íslandsmet í undanrás­ unum um morguninn og mætti svo galvösk í úrslitin og bætti metið á tímanum 2:03,53. Takmarkið var að vera í fimmta sæti, en hún „spretti úr spori“ og endaði aftur í þriðja sæti. „Ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ segir hún. Sigra streituna Fyrir sundmót segist Eygló oft finna fyrir kvíða og streitu. „Það hefur gerst að ég fer í svona stress vítahring. Ég set of mikla pressu á sjálfa mig og á erfitt með að ein­ beita mér. Á þessu móti var þetta ekki svoleiðis. Ég hef sjaldan ver­ ið jafn afslöppuð og róleg. Ég ætl­ aði að skemmta mér vel, hafa gam­ an af og gera mitt besta. Svo myndi það bara koma í ljós hvernig færi,“ segir hún. Eðli málsins samkvæmt getur þessi vítahringur gert henni óleik. Hún segist vera að vinna í því að vera afslöppuð og njóta þess að synda. „Ég hef verið örugg með æf­ ingarnar mínar og verið öruggari með sjálfa mig. Ég veit að ég er að gera eins vel og ég get,“ segir hún og bætir snöggt við: „Svo hef ég líka reynt að hugsa sem minnst, mætt frekar og gert mitt besta.“ Notar reynsluna frá London „Ég náði lágmarkinu rétt eftir að það mátti byrja að ná lágmörkum,“ segir Eygló Ósk, en sundmenn geta náð bæði A og B lágmörkum á Ólympíuleikana. Hún hefur náð tveimur A lágmörkum í sínum bestu greinum og er því á leið á leikana í 100 metra og 200 metra baksundi. „Ég er svo spennt að fara en ég er líka svo spennt að byrja að æfa. Ég vil verða betri,“ segir hún. Reynslan af Ólympíuleikunum 2012 mun koma sér vel í Ríó. Eygló var sautján ára á leikunum í London og stóð sig mjög vel. „Þessi reynsla á eftir að koma sér mjög vel, en allt sumarið fyrir leikana og sjálf­ ir leikarnir voru eitt stórt stresskast,“ segir hún. „Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara út í. Núna hef ég reynsluna af fleiri stórmótum og er því reynslumeiri,“ segir hún. „Ég var eiginlega langyngst og aldursbilið á milli mín og elsta sundmannsins var mjög mikið. Þetta verður allt öðruvísi núna, en mér gekk samt ágætlega í London svona miðað við hvernig mér leið,“ segir hún. „Ég hef horft á þá leika sem reynslu og ég var þarna eigin­ lega bara til þess einmitt að vera þarna. Ég stefndi ekki á mikið meira,“ segir hún. Eftir frammistöð­ una í vetur er ljóst að hún á allt að vinna og hún er meðvituð um það. „Þessir Ólympíuleikar verða öðru­ vísi, markmiðin eru önnur og ég fer að setja þau núna þegar ég klára að keppa á þessu móti um helgina.“ Mótið sem fram fer um helgina í Indianapolis er kannski fyrst og síð­ ast til skemmtunar og er tilhlökkun­ in því mikil. Svo er líka mikill heiður að vera valin í liðið. „Þetta er í rauninni bara upp á gamnið. Ég hlakka mikið til að fara á svona „skemmtimót“ og synda með fólki sem er fyrirmyndirnar mínar. Það verða stór nöfn í sundheimin­ um að keppa þarna. Ég er spenntust fyrir að fá að vera með hópnum og kynnast fólki,“ segir hún. Sundfjölskylda Eygló byrjaði að æfa sund þegar hún var fimm ára og kemur úr mik­ illi sundfjölskyldu. Systur hennar hafa æft og þjálfað sund og er ein þeirra, Jóhanna Gerða, að æfa sund við háskóla í Bandaríkjunum. Sjálf lauk Eygló stúdentsprófi í vor og förðunarfræðinámi í haust með hæstu einkunn. Hún er að leita sér að vinnu segir hún, en það getur verið þrautin þyngri þegar þarf að taka tillit til æfinga og ferðalaga. „Ég hef alltaf verið í lauginni. Þessa dagana er sundið eiginlega það eina sem ég stunda,“ segir hún. „Ég vildi helst finna mér hlutastarf, sem gengur með sundinu, en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ 55 Íslandsmet „Sko, hún mamma skrifar allt niður svo ég er með tölurnar á hreinu. Hún heldur vel utan um allt,“ segir Eygló og hlær þegar blaðamaður spyr hana hvort hún viti hversu mörg Íslandsmetin eru sem hún hefur sett í gegnum tíðina. „Ég hef sett 55 Íslandsmet frá upphafi í einstaklingsgreinum,“ segir hún, en um er að ræða Íslandsmet í kvenna­ flokki, sem er elsti hópur sund­ kvenna. Hún á að auki eitt Norður­ landamet, hefur synt í úrslitum á HM í sundi og á nú tvo bronspen­ inga af Evrópumeistaramóti. Hún er í hópi okkar allra bestu sund­ manna, frá upphafi. „Ég er einmitt að reyna að skilja það sjálf, að ég er ein af þeim bestu. Það gengur frekar illa að meðtaka það, en ég er að reyna að koma því inn í hausinn á mér,“ segir hún. „Ég þarf að minna mig á. Ég horfi enn á bestu sund­ menn heims sem risastórar stjörn­ ur og lít svo mikið upp til þeirra. Mér finnst ég stundum svo lítil við hliðina á þeim. En ég þarf að breyta því og máta mig frekar við þau á jafningjagrundvelli.“ Getum allt sem við viljum Eygló Ósk segist sjálf hafa speglað sig í fyrirmyndum og átti sig á því að hún sé núna fyrirmynd annarra sundmanna. Hún tekur þessu þó af mikilli ró, en vonar að hún geti verið jákvæð fyrirmynd fyrir aðra. „Ég er að synda vegna þess að mér finnst það skemmtilegt. Mér finnst mikilvægast af öllu að vera jákvæð og senda frá mér jákvæðni. Ég er bara Íslendingur sem æfir á Íslandi. Mér finnst þessi árangur geta verið hvatning fyrir aðra sem æfa hérna heima. Þó að við horfum á okkur sem „litla Íslendinga“ þá getum við öll gert allt sem við viljum, ef við vinnum að því. Vonandi hvetur þetta alla áfram,“ segir hún. n „Ég veit að ég er að gera eins vel og ég get „Ég hef alltaf verið í lauginni. Þessa dagana er sundið eiginlega það eina sem ég stunda. Verðlaunahafi Eygló trúði varla eigin augum þegar hún sá árangurinn sinn á tímatöflunni. MyNd SiGtryGGur Ari treystir þjálfaranum Eygló segist treysta þjálfaranum sínum til þess að hafa áhyggjur af því hvernig hún æfir. Þá getur hún mætt, æft og keppt án þess að hafa eins miklar áhyggjur. MyNd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.