Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.12.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.12.2016, Blaðsíða 18
HANNYRÐIR 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.12. 2016 A rne Nerjordet og Car- los Zachrison búa á gömlum sveitabæ sem þeir hafa gert upp saman og er í Fagernes, tæpa 200 km norðvestur af Ósló. Þar snýst daglegt líf þeirra um að hanna og prjóna fyrir bæk- urnar sem þeir eru stöðugt að vinna að, og taka upp prjóna-, hekl- og föndurmyndbönd. Þess á milli ferðast þeir á milli landa til að halda prjónanámskeið, kynna bækurnar sínar og halda fyrirlestra um eigin verk og skand- inavískar prjónahefðir, ekki síst norskar. Undirrituð hitti hönnuðina á prjónanámskeiði og fékk þá til að gefa lesendum Morgunblaðsins upp- skrift að nýrri jólakúlu. Úr ólíkum áttum Hvenær lærðuð þið að prjóna? „Ég lærði að prjóna af ömmu minni þegar ég var lítill. Við vökn- uðum á morgnana, rákum kýrnar upp í fjöll. Prjónuðum svo allan dag- inn og rákum þær svo heim til að mjólka þær áður en við fórum að sofa,“ segir Arne og Carlos bætir við: „Arne ólst upp á gömlum sveitabæ sem hefur verið í eign fjöl- skyldunnar síðan á 17. öld.“ „Já, ég hef mjög djúpar rætur í norskri sveit og finnst það gott. Ég veit hvar ég á heima.“ En þú, Carlos? „Ég kem úr allt annari átt. Mamma er spænsk og pabbi er sænskur. Sjálfur fæddist ég í Bras- ilíu, þar sem pabbi vann fyrir síma- fyrirtækið Ericsson og sá um alla Suður-Ameríku, þannig að ég hef engar rætur neins staðar. Ég lærði ekki sænsku fyrr en við fluttum heim þegar ég var orðinn 13 ára. Mamma prjónaði þegar það var mjög vinsælt á níunda áratugnum. Ég lærði smá hjá henni, en hafði ekki mikinn áhuga. Svo lærði ég það aftur í sænska skólakerfinu, en ég fékk samt ekki áhuga. Það var svo Arne sem þurfti að kenna mér aftur mörg- um árum seinna þegar þetta fór að skipta máli í hönnuninni okkar.“ Lærðuð þið hönnun? „Ég lærði stjórnmálafræði og var að vinna í IKEA í Beijing en fannst það leiðinlegt. Ég fór í frí til vina minna í Noregi og þar hitti ég Arne.“ „Ég fór fyrst í listaskóla og lærði svo garðyrkju, fór svo í landbún- aðarskóla, lærði svo bókaband, síðan grafíska hönnun, félagsmannfræði og heimspeki … æ, ég vissi ekki hvað ég vildi verða. Svo tók ég gráðu í tískuhönnun og kenndi í fjögur ár í franska tískuskólanum Esmod í Ósló. Ég var búinn að fá vinnu í Jak- arta í Indónesíu en þá hitti ég Car- los. Við ákváðum að vera áfram í Noregi, stofna fyrirtæki saman í gömlum járnbrautarvagni og sjá hvað myndi gerast.“ Prjónafatalínan sló í gegn Þeir stofnuðu tískufyrirtæki árið 2002 með kvenfatnað og sýndu fötin í París, New York og Kaupmanna- höfn. Í fyrstu notuðu þeir textílefni í fötin og prjónaskapurinn var bara áhugamál. „En fyrirtækið gekk ekki nógu vel, allt í lagi svo sem, en við ákváðum að breyta til. Þá hönnuðum við bæði karlmannsföt og fylgihluti, og að lokum eina fatalínu sem var bara með prjónavörum og hún sló í gegn. Þannig að frá árinu 2008 vor- um við bara með prjónavörur,“ út- skýrir Carlos og Arne bætir við að þeir hafi hannað prjónafatalínu fyrir verslanakeðjurnar Urban Outfitters og Comme des Garcons. „Það gekk mjög vel hjá okkur og við fengum sífellt fleiri kúnna. Við ákváðum samt að hætta því að við- skiptaheimurinn breyttist eftir hrunið árið 2008. Þótt kúnnarnir væru fleiri urðu pantanirnar sífellt minni, því búðirnar áttu í vandræð- um. Þetta þýddi meira umsýslu fyrir okkur, og annaðhvort urðum við að ráða fleira fólk, sem yrði erfitt á þessum viðkvæmu tímum, eða taka okkur pásu, sem við ákváðum að gera,“ segir Carlos. „Það var mjög erfið ákvörðun,“ bætir Arne við. „Já, svona tilfinningalega en ekki kannski fjárhagslega af því að við vorum byrjaðir á jólakúlunum,“ seg- ir Carlos. „Já, við höfðum prjónað jólakúlur eitt árið, og svo þegar Rei Kawa- kubo, eigandi Comme des Garcons, bað um jólaskraut frá okkur þá sýnd- um við henni kúlurnar. Hún pantaði 400 jólakúlur með 4 mismunandi munstrum, sem við létum prjóna í Perú. Svo fórum við til Parísar til að sjá jólakúlurnar í búðarglugganum, en það voru engar, því hún fílar ekki gluggaútstillingar. Við fórum inn og sáum að hver kúla var seld á 100 evr- ur. Þá var engin ástæða til að halda í fyrirtækið. Við settum bara upp búð í húsinu okkar og seldum öll fötin sem við áttum á lager. Síðan höfðum við samband við bókaútgefanda og hann var strax til í að gefa út jóla- kúlubókina,“ segir Arne. „Planið var að taka kannski frí frá fyrirtækinu í eitt ár, en bókin okkar Arne seldist svo vel og var þýdd á svo mörg tungumál að það varð ekki aftur snúið.“ „Já, þessar jólakúlur breyttu lífi okkar,“ segir Arne. Prjónauppskrift á rauðvínsflösku Að sögn Carlosar hafa þeir mikinn áhuga á prjónamenningu og prjóna- hefðum. „Sem hönnuðir viljum við búa til eitthvað nýtt upp úr þeim. Það er mjög áhugavert að taka í sundur munstur og byggja þau aftur upp, og okkur finnst mjög gaman að setja alls konar norskt munstur á jólakúlurnar. Á uppáhaldskúlunni minni er röð af fólki sem helst í hendur. Þetta munstur var upp- haflega framan á gamalli peysu, en svo þegar við settum það á jólakúl- una er eins og fólkið sé að dansa hringdans, sem maður tengir strax við jólin. Þannig að á jólakúlunum eru munstur sem við setjum fram á nýjan hátt og gefum nýja merk- ingu.“ Arne bætir við að munstrin séu þó ekki bara norsk, heldur alls staðar að úr Skandinavíu. „Þau passa öll vel við jólin, en sum eru gömul trúarleg tákn. Svo hönnum við líka ný munst- ur í anda jólanna. Þetta er sambland af gömlu og nýju.“ Það eru 55 kúlur í bókinni sem þið gáfuð út. „Já, en það hefðu getað verið 555 munstur, því þegar maður byrjar á svona verkefni þá endar það aldrei. Maður er alltaf að fá hugmyndir,“ segir Carlos. Jólakúlurnar hafa undið upp á sig hjá þeim því þeir hafa einnig gert jóladagatöl með 24 kúlum bæði fyrir jólin 2015 og aftur 2016, sem eru minni en jólakúlurnar í bókinni. Svo eru þeir einnig með sitt eigið jóla- rauðvín, „Arne og Carlos Rød Hyggevin“, sem er alltaf mjög vin- sælt. Á flöskunni er alltaf munstur af jólakúlu og sumir safna flösk- unum og prjóna allar kúlurnar. En er ný bók á leiðinni? „Já, það er komin út ný bók í Nor- egi með litlum skrautfuglum sem eru innblásnir af garðinum okkar og vorinu. Núna eru við annars mest að vinna með nýja sokkagarnið okkar. Það er Regia-sokkagarn en við hönnum litina og litsamsetning- arnar,“ segir Carlos. „Já, Regia eru með eina Arne og Carlos-línu og svo aðra línu frá ítalska prjónahönnuðinum Kaffe Fassett.“ Bara garn eftir karlhönn- uði …hm … Ég veit um kven- prjónahönnuði sem eru fúlir út í karlprjónahönnuði og segja þá fá at- hygli bara af því að þeir séu karlar. „Ha, ha, við höfum oft fengið að heyra það. Kvenhönnuðir í Noregi segja að ef þær myndu gefa út okkar bækur myndu þær ekki selja næst- um eins mikið og við gerum,“ segir Arne í léttum tón. „Það er ekki nóg að vera karlkyns. Maður verður að hafa hæfileika líka til að selja,“ segir Carlos. „Mörgum eldri konum finnst við sætir og kaupa þess vegna bæk- urnar,“ segir Arne og hlær dátt. „Það er þá bara plús, en ekki nóg til að selja vel,“ segir Carlos og brosir. Friðsæl jól og engar gjafir Eruð þið miklir jólakarlar? „Já, aðallega Arne, honum finnst svo gaman að skreyta.“ „Við skreytum samt ekki mikið. Við Carlos gerum eitthvað smá á að- ventunni og svo skreytum við jóla- tréð 23. des.“ „En erum samt með tvö tré. Eitt uppi og eitt niðri. Ég elska líka jólin, en það er Arne sem er með jólagenið í sér.“ „Já, þegar ég var lítill voru jólin svo notalegur tími. Hestarnir drógu okkur á sleðunum í fjölskylduboðin.“ Bara eins og á 18. öld? „Ég ólst þannig upp. Það var allt mjög gamaldags hjá okkur. Við áttum risastóra fjölskyldu og allt snerist um að skreyta, borða og vera hljóður og friðsæll. Og við Carlos gerum það sama í dag. Höldum upp á jólin með því að sitja við arininn og lesa, fara á skíði, ekkert stress og engar gjafir, mér finnst þær hræðilegar. Við gef- um bara börnunum í fjölskyldunni.“ Búið þið gjafirnar til handa þeim? „Nei, við erum alltof uppteknir við að prjóna fyrir bækurnar sem við er- um að vinna að,“ segir Carlos. En hafið þið ekki hannað fleira jólaskraut en jólakúlurnar? „Jú, við gerðum engla úr afgangs- efni og tölum sem við áttum, af því að krakkar úr fjölskyldunni voru að koma í heimsókn og vildu föndra. Það endaði svo á því að foreldrarnir voru farnir að föndra líka og orðnir æstari en börnin. Það er alltaf þann- ig,“ segir Carlos og hlær. „Svo höfum við sett tölur á vír eða perlur og skreytt með glimmeri. Það lítur úr eins og mjög gamalt jóla- skraut. Það eru myndbönd á heima- síðunni okkar með jólaskrauti sem við höfum gert. Líka heklaðar gla- Jólakúlurnar breyttu lífi okkar Prjónahönnuðirnir Arne og Carlos eru vel þekktir hér á landi meðal prjóna- fólks, en Forlagið hefur gefið út tvær bækur eftir þá. Færri vita að þeir byrj- uðu á því að stofna tískufyrirtæki með kvenfatnað og lítil jólakúla gerði það að verkum að þeir sneru sér alfarið að prjónunum. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.