Morgunblaðið - 12.12.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.2016, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  291. tölublað  104. árgangur  MINNINGAR, DRAUMAR OG SJÁLFSSKOÐUN HRAFN- HILDUR SLÓ ÁTTA MET ÍSLENDINGASAGA SEM GERIST Í NÚ- TÍMASAMFÉLAGI HM Í KANADA ÍÞRÓTTIR NÝJA BREIÐHOLT 12LJÓÐ GUÐMUNDAR 26 dagar til jóla 13 Stekkjastaur kemur í kvöld www.jolamjolk.is Síðdegissólin var falleg í Lækjargötu á laug- ardag í takt við hina miklu veðursæld þennan desembermánuð. Miðbærinn tók sig vel út í glampandi sólskininu enda iðar hann af mannlífi um þessar mundir þegar jólaverslunin fer á fullt og ferðamennirnir rölta um og bíða jólasnjósins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólasólin baðaði Lækjargötuna geislum sínum Hjörtur J. Guðmundsson Vilhjálmur Andri Kjartansson Helgi Bjarnason Þingflokkur Pírata samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að halda áfram viðræðunum um myndun fimm flokka ríkisstjórnar. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pí- rata, staðfesti þetta seint í gær- kvöldi. Þingmenn Samfylkingarinn- ar samþykktu þetta einnig, samkvæmt upplýsingum fjölmiðla- fulltrúa Pírata. Þingmenn VG luku ekki sinni umfjöllun. VG tóku ekki ákvörðun um það í gærkvöldi hvort flokkurinn tæki þátt í stjórnarmyndun. Katrín Jak- obsdóttir, formaður flokksins, sagði um miðnættið að þingflokkurinn myndi funda áfram í fyrramálið. Ör- lagafundur yrði svo í hádeginu að sögn hennar en þá munu formenn og forystumenn flokkanna funda áfram. Er því næst búist við að þingflokkarnir komi aftur saman eftir það. Birgitta sagði að flokkarnir væru sammála um að fara í ákveðnar breytingar en þeir væru ósammála um leiðir í ýmsum málum. BF og Viðreisn saman á fundi Forystumenn ræddust við á fundi sem hófst klukkan 19:30 í gærkvöldi og þingflokkarnir komu til fundar klukkan níu. Um klukkustund síðar fóru þingmenn Bjartrar framtíðar á fund með þingmönnum Viðreisnar á nefndasviði Alþingis. Þingflokkur VG fundaði áfram í þinghúsinu. Katrín Jakobsdóttir kom út af fund- inum undir miðnættið og fundaði einslega með Birgittu Jónsdóttur. Kristján Gunnarsson, fjölmiðla- fulltrúi Pírata, sagði að þingflokkur Pírata hefði samþykkt einróma að fara í formlegar stjórnarmyndunar- viðræður um fimm flokka stjórn og staðfesti jafnframt að þingmenn Samfylkingarinnar hefðu einnig samþykkt það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðræður Birgitta Jónsdóttir ræðir við fjölmiðlamenn að loknum stuttum fundi með Katrínu Jakobsdóttur. Ósammála um leiðir  Enn er óvissa um stjórnarmyndun  Þingflokkar Pírata og Samfylkingarinnar samþykktu í gærkvöldi að halda áfram viðræðum  Örlagafundur í hádeginu MÞungt yfir þingmönnum »2 Jólatréssala er nú í fullum gangi þessa dagana víðsvegar um landið. Tinna Ottesen hjá Skógræktarfélagi Íslands segir söluna fara vel af stað og nóg sé að gera. Hjalti Björnsson hjá Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur segir að jóla- tréssala gangi betur nú en í fyrra og eftirspurn sé eftir íslenskum trjám. Blómaval selur líka vel af trjám og jólatréssalan hefur farið vel af stað þar. Íslenska furan selst vel og einnig íslenska grenið en svo er normanns- þinurinn alltaf vinsæll. »4 Morgunblaðið/Ómar Jólatré Margir velja íslensk tré, sem er gott fyrir skógræktina. Eftirspurn eftir íslensk- um trjám  Jólatré seljast vel  Meiri þátttaka er í atkvæða- greiðslu grunnskólakennara um kjarasamning við sveitarfélögin en í fyrri atkvæðagreiðslum kennara. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 16 í dag og verður niðurstaða henn- ar gerð opinber í kvöld. Kosningaþátttaka var orðin um 80% síðdegis í gær, miðað við þá sem eru á kjörskrá. Vænta for- svarsmenn kennara þess að þátt- takan fari eitthvað yfir það. Til samanburðar má geta þess að alls greiddu um 70% kennara atkvæði um síðustu kjarasamninga. »6 Fleiri kennarar greiða atkvæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.