Morgunblaðið - 12.12.2016, Side 2

Morgunblaðið - 12.12.2016, Side 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Samtal Þingmenn Bjartrar framtíðar gerðu hlé á þingflokksfundi og yfir- gáfu þinghúsið, væntanlega til að funda með þingmönnum Viðreisnar. Vilhjálmur Andri Kjartansson Helgi Bjarnason Þingflokkar stjórnmálaflokkanna fimm sem verið hafa í óformlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkis- stjórnar funduðu í gærkvöldi, að loknum fundi formanna flokkanna. Sumir þeirra sátu á fundum fram á nótt en aðrir virtust geta lokið sínum málum fyrr. Erfiðlega gekk að fá þingmenn til að tjá sig um stöðu við- ræðnanna. Niðurstaða var ekki kom- in hjá öllum síðast þegar Morgun- blaðið hafði fréttir af málum. Þingmenn byrjuðu að tínast inn í Alþingishúsið um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Formennirnir komu af sínum sameiginlega fundi rétt fyrir klukkan níu, hver í sínu lagi að því er virtist. Þingflokksfundirnir hófust síðan klukkan níu. Fjórir flokkar, allir nema Viðreisn, funduðu í þing- húsinu sjálfu. BF á fund Viðreisnar Um klukkan tíu kom los á fólkið. Þingmenn og formenn fóru eitthvað í herbergi annarra þingflokka, nema VG, en enginn vildi tjá sig efnislega um málin. Þingmenn Bjartrar framtíðar yfirgáfu þinghúsið og fóru á fund með þingmönnum Viðreisnar á nefndasviði Alþingis. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sagði aðeins að hann væri að fara á fund og myndi tjá sig seinna. Þingmenn Pírata fóru út til að fá sér að reykja og komu ekki allir aft- ur. Þá virtist þingflokkur Samfylk- ingarinnar hafa lokið sinni yfirferð um málið og yfirgaf Oddný G. Harð- ardóttir, þingmaður flokksins, þing- húsið. Logi Már Einarsson, formað- ur Samfylkingarinnar, sagði aðspurður að ekki yrði lengi fundað hjá þeim en búast mætti við löngum fundi hjá VG. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs voru þeir einu sem ekki sáust á hlaupum og sátu á fundi fram undir miðnætti, samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust á göngunum. Tíundi dagur Birgittu Frá því fljótlega eftir 2. desember þegar Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, afhenti Birgittu Jóns- dóttur, formanni þingflokks Pírata, umboð til stjórnarmyndunar hafa verið óformlegar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar fimm flokka. Það eru auk Pírata, Vinstri- hreyfingin - grænt framboð, Við- reisn, Björt framtíð og Samfylking- in. Fyrir helgi gáfu flokkarnir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að haldnir hefðu verið fjór- ir fundir með það að markmiði að finna leiðir til að samþætta megin- áherslur flokkanna. Þær hefðu geng- ið vel og fulltrúar flokkanna nálgast hver annan í veigamiklum atriðum. Tekið var fram í yfirlýsingunni að lögð hefði verið áhersla á tekjur og útgjaldaliði. Fram hefur komið í við- tölum við einstaka þingmenn að landbúnaðar- og sjávarútvegsmál hefðu einnig verið tekin fyrir á fund- um formanna flokkanna. Forystumenn flokkanna hafa fundað áfram um helgina án þess að skipt hafi verið um takt og hafnar formlegar viðræður um myndun stjórnar. Þungt yfir þingmönnum Fundað Helstu forystumenn flokkanna fimm komu saman í gærkvöldi, Katrín Jakobsdóttir, Logi Már Einarsson, Benedikt Jóhannesson, Óttarr Proppé og Birgitta Jónsdóttir. Á nýjan fund Logi Már Einarsson og Katrín Jakobsdóttir fara af formannafundi á fundi með þingflokkum sínum.  Þingmenn VG sátu yfir stjórnarmyndunarhugmyndum fram eftir kvöldi  Björt framtíð fundaði með þingmönnum Viðreisnar  Engin heildarniðurstaða í óformlegum viðræðum fimm flokka 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ 565 8070 • facebook.com/okkarbakari Verið velkomin Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Kristinn Magnús Óskarsson reykir sitt eigið hangikjöt og bakar flatkökur fyrir jólin til þess að halda í íslenskar jólahefðir. Hann hefur búið í 30 ár í Kanada en hefur boðið fjölskyldunni sinni upp á íslenskan jólamat öll þau ár. „Börnin mín fjögur hafa alist upp við þennan mat alla tíð. Nú eru þau fullorðin en þeim, mökum þeirra og börn- um finnst jólin ekki koma nema fá hangikjöt og flatkökur á aðfangadag,“ segir Kristinn. Einnig svíður hann kinda- hausa til að fá íslensk svið og býr til sína eigin tólg. Krist- inn er líffræðingur og kennari og býr og starfar í bænum Abbotford, British Columbia á vesturströnd Kanada. Héldu að ég væri að brenna hundahausa „Nágrönnunum varð hverft við fyrsta árið sem ég sveið hausana og héldu að ég hefði tapað vitinu, stand- andi á veröndinni með hundahausa og væri að reyna að brenna þá en svo komust þeir að hinu rétta og sjá mig nú reglulega úti við annaðhvort að reykja í ofninum, baka flatkökur eða svíða lambshausa. Þeim finnst samt ennþá skrítið að ég geti borðað augun úr kindinni,“ segir Krist- inn. Hann fékk nýjan reykofn frá börnunum sínum fyrir tveimur árum og segir þessa iðju sína miklu auðveldari núna. Áður hafi hann verið með reykaðstöðu hjá vini sín- um, sem var flóknara að vinna við. Einnig kaupi hann stundum lömb sem hann fær að hafa á beit hjá nágrann- anum og sér hann svo um að slátra þeim sjálfur. Flatkökurnar steikir hann að sjálfsögðu eftir íslenskri uppskrift og gerir það á veröndinni hjá sér út af reykn- um. Þær séu mjög vinsælar hjá fjölskyldunni og séu borðaðar á aðfangadagskvöld ásamt hangikjötinu, kart- öflum og hvítri sósu. Hann hefur líka verið að reykja lax í ofninum sem kemur vel út að hans sögn. Lambalæri eld- að á íslenskan máta með rauðkáli og grænum baunum er einnig oft í matinn hjá fjölskyldu Kristins. Hann ætlar að halda áfram íslenskum hefðum í fram- tíðinni en segist helst sakna þess að fá ekki skötu á Þor- láksmessu. Einnig væri freistandi að læra að baka ís- lenskt rúgbrauð en það verði að bíða þar til hann fari á eftirlaun og geti alfarið snúið sér að íslenskri matargerð, segir Kristinn að lokum. Reykir sitt eigið hangikjöt í Kanada  Kristinn Magnús Óskarsson heldur í íslenskar jólahefðir Ljósmynd/Kristinn Magnús Óskarsson Íslenskt Saknar skötunnar en hefur alltaf íslenskt hangikjöt og flatkökur í matinn á jólunum. Veðurstofan varar við stormi eða roki á austanverðu landinu árdegis í dag og fram eftir degi. Heldur vindasamt verður næstu daga og rigning eða él um mestallt land. Veður verður þó áfram frem- ur milt, að minnsta kosti yfir meðal- hita desembermánaðar. Á miðvikudag fer veður kólnandi og er búist við að hitastig verði um frostmark um kvöldið. Á fimmtudag gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri slyddu eða rigningu og hlýnar aftur í veðri. Þá er útlit fyrir suðlæga átt og milt veður á laugardag. Spáð stormi á austanverðu landinu í dag Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Það rignir jafnt á réttláta sem rangláta næstu daga og vindurinn rífur í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.