Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 LA PALMA Netverð á mann frá kr. 149.795 m.v. 2 í herbergi.Hotel La PalmaPrincess Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Nýr áfangastaður Kanaríeyjan Frá kr. 149.795 m/allt innifalið 31. jan. í 10 nætur Kaup fjárfestis á jörðinni Felli sem á land á austurbakka Jökulsárlóns eru orðin straðreynd. Enginn úr eig- endahópi Fells kærði sölu sýslu- manns á jörðinni, áður en frestur til þess rann út nú fyrir helgina. Enn liggur þó ekki fyrir hvort rík- ið nýtir forkaupsrétt sinn að jörðinni en frestur til þess rennur út 10. jan- úar næstkomandi. Uppboð vegna slita á sameign Jörðin Fell fór á nauðungarupp- boð til slita á sameign og var slegin Fögrusölum ehf., sem er dótturfélag Thule Investments, fyrir 1.520 millj- ónir kr. í byrjun nóvember. Hluti eigenda var ósáttur við málalok og áskildi sér rétt til að bera niðurstöð- una undir héraðsdóm. Til þess kom ekki. helgi@mbl.is Salan á Felli ekki verið kærð  Ríkið á enn for- kaupsrétt að jörðinni Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Búist er við að lagt verði fyrir Alþingi frumvarp til laga um jöfnun lífeyrisréttinda og fjáraukalög í þessari viku, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Steingrímur telur engu að síður líklegt að þingið geti lok- ið þessum málum auk fjárlagafrumvarpsins fyrir jól. „Ég býst við að þessi frumvörp verði lögð fram í þess- ari viku og við stefnum að því að ljúka störfum fyrir jól. Það er enn í sigti en það skiptir máli að þessi stóru mál sem eru eftir komi inn sem fyrst og hjálplegt ef hægt er að koma þeim til nefndar ekki síðar en á þriðjudag eða miðvikudag og við vinnum samkvæmt því.“ Steingrímur segir gott samráð vera milli Alþingis og þeirra ráðherra sem hafa þessi máli í höndunum. „Formenn flokkanna hafa fundað um þessi mál og ég er í sambandi við þá og ég hugsa að við getum haldið þingfund á þriðjudag eða síðasta lagi á miðvikudag.“ Það kallar á skipulagða vinnu að ljúka málunum fyrir jól en komi til þess að þing starfi milli jóla og nýárs segir Steingrímur bæði ný og gömul fordæmi fyrir því. „Það var fundað milli jóla og nýárs árið 1987 og við lentum í því á næstsíðasta kjörtímabili.“ Stefnt að því að þingið ljúki störfum fyrir jól  Tvö stór mál lögð fram á Alþingi um miðja þessa viku Morgunblaðið/Golli Þingsalur Gætu þurft að vinna milli jóla og nýárs. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Jólatréssala er nú í fullum gangi þessa dagana víðsvegar um landið. Tinna Ottesen hjá Skógræktar- félagi Íslands segir sölu félagsins fara vel af stað og nóg sé að gera. „Á jólunum höggvum við og seljum jólatré á jólamarkaðinum Elliða- vatni og svo gefum við fólki færi á að velja sjálft og höggva sitt eigið tré í jólaskóginum á Hólmsheiði sem mörgum finnst skemmtileg hefð að gera,“ segir Tinna. Hjalti Björnsson hjá Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur segir að jóla- tréssala gangi betur nú en í fyrra og eftirspurn sé eftir íslenskum trjám. Blómaval selur líka vel af trjám og jólatréssalan hefur farið vel af stað þar. Að sögn starfsmanns Blómavals er normannsþinurinn vinsæll en líka þau íslensku og alltaf sé mikil eftir- spurn eftir þeim. Hjalti hjá Flugbjörgunarsveitinni segir að mikil sala sé á íslenskum trjám hjá henni þetta árið og úrvalið sé meira af þeim en áður. Blágrenið og stafafuran séu vinsælust en svo komi fólk líka sem vilji bara gamla góða rauðgrenið. Hann segir að áhugi Íslendinga á íslenskum trjám hafi stóraukist eftir hrunið og sé bara að aukast ef eitthvað er. Spurð- ur um hvort fólk sé að skreyta trén fyrr en áður segist hann heyra slíkt frá fólki sem komi til þeirra. En svo séu aðrir sem alltaf haldi í hefðirnar og skreyti tréð á Þorláksmessu. Íslensk tré eru eiturefnalaus Tinna segir að fyrir hvert tré sem Skógræktarfélagið selji séu gróður- sett 50 ný tré og öll séu þau eitur- efnalaus. Það sé mikilvægt fyrir skógræktarfélög á Íslandi að keypt séu íslensk tré, bæði fyrir starf þeirra og uppbyggingu skógrækt- arinnar. Að sögn hennar er normannsþin- urinn, sem er innfluttur, oftast ræktaður á verksmiðjuökrum þar sem eitur og áburður er notaður á þann hátt að grunnvatnið í kringum akrana beri skaða af. Einnig kostar það mikla olíu og mengun að flytja þau sjóleiðina til landsins. Hún vill benda á að það séu mörg góðgerð- arsamtök og björgunarsveitir að safna mikilvægu fjármagni með sölu jólatrjáa á aðventunni og vill endi- lega hvetja fólk til þess að styrkja þau. Sjálfbær framleiðsla möguleg Hún segir samt sem áður að helsti samkeppnisaðili íslenskra jólatrjáa sé ekki innfluttu jólatrén, heldur plasttrén. Að sögn Tinnu er mikil mengun af framleiðslu þeirra og flutningi frá Asíu og hingað til lands. Hún telur að ef skógræktarbændur og skógræktarfélög myndu taka sig saman þá gætu þau vel verið sjálf- bær í jólatréssölu því þau séu afar vinsæl. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur rauðgreni, blágreni, stafafuru og sitkagreni. Spurð um hver sé vin- sælasta tegundin segir Tinna að engin ein tegund sé vinsælust. Þetta sé tími hefða og afar mismunandi hvað fólk vilji. Hvert tré hafi sinn eiginleika og sérkenni. Rauðgrenið sé alltaf að verða vinsælla og blá- grenið hafi bláan blæ sem sumir vilji og svo er það stafafuran sem fellir nánast ekkert barr og sé því væn- legur kostur fyrir marga. Íslensk jólatré eru vinsæl  Tinna Ottesen bendir á mikilvægi þess að kaupa íslensk jólatré  Sala íslenskra trjáa er nú í fullum gangi  Plasttré eru í samkeppni við þau íslensku  Margir höggva sitt eigið tré Morgunblaðið/Kristinn Jólatré Margir halda í þá hefð að höggva sitt eigið jólatré. Um fimmtíu framleiðendur tóku þátt í jólamat- armarkaði Búrsins sem haldinn var í Hörpu um helgina. Margt gómsætt var á boðstólum og lagði fjöldi fólks leið sína á markaðinn til að kaupa í matinn eða jafnvel til jólanna. Slow food- samtökin voru meðal þátttakenda og kynntu starfsemi sína sérstaklega á laugardag, meðal annars með ratleik um íslensku bragðörkina sem börn tóku þátt í. Morgunblaðið/Árni Sæberg Keypt til jólanna á matarmarkaði Búrsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.