Morgunblaðið - 12.12.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 12.12.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík HEILSUBÓT UM JÓLIN UPPLÝSINGAR UM AFGREIÐSLUTÍMA UM JÓL OG ÁRAMÓT ER AÐ FINNA Á ÍTR.IS SUNDKORT ERGÓÐ JÓLAGJÖF Í dag hefst málflutningur hjá sér- stökum dómstól í Frakklandi þar sem úrskurðað verður hvort Christine Lagarde hafi gerst sek um vanrækslu þegar hún gegndi starfi fjármálaráðherra. Lagarde, sem í dag stýrir Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, er gefið að sök að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir atburðarás sem leiddi til þess að ríkissjóður Frakklands greiddi kaupsýslumanninum Bernard Tapie bætur upp á hundruð milljóna evra. Sala sem dró dilk á eftir sér Málið hefur lengi velkst í réttar- kerfinu og nær allt aftur til ársins 1993 þegar Tapie seldi eignarhlut sinn í Adidas. Honum hafði verið boðin staða í ríkisstjórn François Mitterand en var gert að selja hlut- inn til að koma í veg fyrir mögulegan hagsmunaárekstur. Að fengnu verð- mati bankans Crédit Lyonnais seldi Tapie hlutinn til fjárfesta á rúmar 315 milljónir evra, sem þeir svo seldu ári síðar fyrir 701 milljón evra. Tapie höfðaði í framhaldinu mál gegn Crédit Lyonnais. Gerðardómur ákvað árið 2008 að franska ríkið, sem þá hafði tekið yfir skuldbindingar bankans, skyldi greiða Tapie 403 milljónir evra í bætur. Er Lagarde sögð hafa hundsað ráðleggingar starfsmanna fjármála- ráðuneytisins þegar hún leyfði gerð- ardómi að úrskurða í málinu frekar en að láta kröfu Tapie fara hefð- bundna leið fyrir dómstólum. Þykir ljóst að Lagarde hafði engin tengsl við Tapie og hafði engin áhrif á skip- an gerðardómsins, en málið var þeg- ar á leið fyrir gerðardóm þegar Lag- arde tók við ráðuneytinu. Guardian greinir frá að áfrýjunar- dómstóll ógilti í desember ákvörðun gerðardómsins og úrskurðaði að Bernard Tapie skyldi endurgreiða bæturnar með vöxtum. Svaraði Tapie að hann hefði eytt öllum bót- unum og væri „eyðilagður maður“. Litlar líkur á fangelsivist Bloomberg segir ólíklegt að málið muni hafa áhrif á störf Lagarde fyrir AGS en úrskurður gæti legið fyrir strax á föstudag. Verði Lagarde fundin sek gæti þyngsta mögulega refsing verið árs fangelsisvist og 15.000 evra sekt. Fari svo að hún verði dæmd til fangelsisvistar eru allar líkur á að dómurinn verði skil- orðsbundinn. ai@mbl.is Réttað yfir Lagarde í vanrækslumáli AFP  Úrskurður sérstaks dómstóls gæti legið fyrir á föstudag Glíma Lagarde er sökuð um vanrækslu vegna gerðardómsmáls frá 2008, sem varðaði viðskipti frá árinu 1993. Borgarlögfræðingur Los Angeles hefur höfðað mál á hendur fjórum bandarískum stórverslanakeðjum sem hann sakar um að verðmerkja útsöluvörur með villandi hætti. Eru það keðjurnar J.C. Penney, Sears, Macy’s og Kohl’s sem lögfræðing- urinn hefur í sigtinu. Eiga keðjurnar að hafa stundað það að falsa „upprunalegt verð“ á út- söluvarningi til að láta kaupendur halda að þeir væru að gera góð kaup. „Neytendur eiga rétt á að þeim sé sagt satt um það verð sem þeir borga – og hvort að þeir eru í raun að gera góð kaup,“ sagði borgarlög- fræðingurinn á blaðamannafundi og taldi upp tilvik þar sem útsöluverð var það sama og venjulegt verð en hærra „upprunalegt verð“ skáldað til að láta neytandann halda að hann væri að fá ríflegan afslátt. Lög í Kaliforníu kveða á um að þegar upprunalegt verð er birt með útsöluverði þá verði varan að hafa verið boðin til sölu á upprunalega verðinu einhvern tímann á síðustu þremur mánuðum fyrir útsöludag. Að sögn Los Angeles Daily News var höfðuð hópmálsókn á hendur J. C. Penney og Kohl’s vegna svip- aðra ásakana árið 2015. Lauk því máli með sátt um að J. C. Penney greiddi 50 milljónir dala í bætur og Kohl’s rúmlega 6 milljónir. ai@mbl.is AFP Skáldskapur Viðskiptavinir skoða tilboðin í Macy’s. Er allt sem sýnist? Sakar stórverslanir um blekkingar  Birtu venjulegt verð sem útsöluverð Iran Air, ríkisflugfélag Írans, undirritaði í gær samning við Bo- eing um kaup á 80 flugvélum fyrir 16,6 milljarða dala. Að sögn Bloom- berg er samningurinn sá fyrsti sinnar tegundar í nærri fjóra ára- tugi en viðskiptabann var lagt á landið í kjölfar írönsku bylting- arinnar seint á 8. áratugnum. Var byrjað að létta viðskiptahöftum í byrjun þessa árs eftir að írönsk stjórnvöld féllust á að hætta kjarn- orkurannsóknum sínum að mestu. Afhending nýju flugvélanna mun hefjast árið 2018 og dreifast yfir tíu ára tímabil. Er samningurinn gerð- ur í samræmi við skilmála sérstaks leyfis sem bandarísk stjórnvöld veittu Boeing í september. Þingið Þrándur í götu Bandaríska þingið hefur nú til með- ferðar frumvarp sem gæti komið í veg fyrir söluna með því að banna bandaríska Út- og innflutnings- bankanum að fjármagna flugvéla- kaupin. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins í nóvember og bíður afgreiðslu öldungadeild- arinnar. Hefur ríkisstjórn Obama lofað að beita neitunarvaldi ef þing- ið samþykkir frumvarpið. Donald Trump, sem verður svar- inn í embætti forseta innan nokk- urra vikna, hefur verið mjög gagn- rýninn á kjarnorkusamninginn við Íran og væri vís til að samþykkja frumvarpið komi það inn á hans borð. ai@mbl.is Flugfélag Írans kaupir 80 þotur af Boeing AFP Floti Fulltrúar Iran Air og Boeing við undirritun kaupsamningsins. Frá og með næsta ári mun seðla- banki Danmerkur ekki lengur prenta seðla í prentsmiðju sinni í Kaupmannahöfn. Þá verður mynt- sláttan útvistuð til Finnlands. Að sögn Bloomberg er seðlabankinn á þessum tímamótum að skoða af mikilli alvöru að gefa út rafræna krónu og gæti nýja „e-krónan“ haft ýmsa kosti fram yfir hefðbundið reiðufé. Lars Rohde seðlabankastjóri seg- ir að útgáfa rafræns gjaldmiðils, myndi meðal annars hafa þann kost í för með sér að lækka viðskipta- kostnað fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Hann segir tæknilegu hliðina ekki svo stóra áskorun og nefnir að gjaldmiðillinn gæti byggt á blockchain-tækninni eða afbrigði hennar. Segir Rohde seðlabankann vera að skoða hvort leyfa eigi „nafnlausa“ notkun á rafkrónunni en með blockchain-tækninni er hægt að rekja allar færslur og gæti það vakið spurningar um friðhelgi einkalífs þeirra sem nota e-krónur. Seðlabanki Danmerkur áætlar að kostnaður samfélagsins af notkun seðla og mynta sé að minnsta kosti tvöfalt meiri en samfélagslegur kostnaður af greiðslukortanotkun. Í dag er reiðufé notað í fimmtungi allra viðskipta í Danmörku og myndar reiðufé þriðjung af pen- ingamagni í umferð. ai@mbl.is Seðlabanki Danmerkur skoðar útgáfu rafmyntar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.