Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 16
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S vört atvinnustarfsemi er viðvarandi vandamál í at- vinnulífinu og nú hafa Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins ákveðið að hefja viðræður um keð- juábyrgð og verkkaupaábyrgð til að sporna við svartri vinnu. Í velferð- arráðuneytinu er hafin vinna við að styrkja eftirlitsheimildir og gera aðrar breytingar á lögum sem snúa að verktakastarfsemi og starfs- mannaleigum. Umfang svartar atvinnustarf- semi endurspeglast í svörum laun- þega í nýrri launakönnun Flóafélag- anna svonefndu þar sem fjöldi svarenda í þessum stóru stéttar- félögum telur að svört vinna færist í aukana og segist þekkja dæmi um svarta vinnu í sínu umhverfi. Í könnuninni sem gerð var fyr- ir fjögur stéttarfélög á suðvestur- horni landsins, Eflingu, Hlíf í Hafn- arfirði, Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis og Stéttarfélag Vesturlands, með á fjórða tug þúsunda félagsmanna, var m.a. spurt um svarta vinnu og kom í ljós að margir þekkja dæmi um slíkt. Margir þekkja dæmi um kaup og sölu á svartri vinnu 56,5% telja að svört atvinnu- starfsemi sé mikið vandamál á Ís- landi í dag og er sú skoðun mun meira áberandi í yngri aldurshóp- unum, þ.e. meðal 34 ára og yngri. Tæp 62% telja að svört vinna hafi aukist nokkuð eða mikið á síðustu tveimur árum. Nokkuð hefur þó fækkað í þessum hópi frá 2011 þeg- ar sambærileg könnun var gerð en þá voru 80% á þessari skoðun. Ekki er mikill munur á milli stéttarfélag- anna hvað þetta varðar. Fram kemur að 47,7% af heild- inni sem tók þátt í könnuninni segj- ast þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu á sein- ustu tólf mánuðum. Þeir eru orðnir mun fleiri í dag en sögðust þekkja til svartrar vinnu í könnuninni sem gerð var 2011 en þá sögðust tæp 42% þekkja dæmi um slíkt. Mikil munur er á aldurshóp- unum þegar skoðuð eru svör um svarta vinnu. Þannig segjast 62% fólks á aldrinum 18 til 24 ára þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu á síðustu tólf mán- uðum. Hlutfall 45-54 ára er hins vegar 44% og mun færri eða 36% í elsta aldurshópnum, 55 ára og eldri, segjast þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu. Karlar eru líka mun fleiri í hópi þeirra sem þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu eða 52% á móti 43% kvenna. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að ætla megi að þjóðarsálin speglist talsvert í þess- um svörum um svörtu vinnuna. „Það eru mjög margir sem telja þetta vandamál og sjá þetta í um- hverfi sínu. Það er augljóst að það er mjög stór hópur sem er þeirrar skoðunar að þetta sé stórt vanda- mál í dag,“ segir hann. Hann segir þó að sú þróun sé athyglisverð að ef horft er á sam- anburðinn milli kannananna 2011 og 2016 sé augljóslega veruleg fækkun í hópi þeirra sem telja að svört vinna hafi færst í aukana. Hann segir að það komi líka talsvert á óvart hversu margir úr hópi yngra fólks þekkja dæmi um svarta vinnu á vinnumarkaðinum. „Nú er það gjarnan þannig að það er ungt fólk sem vinnur í veitinga- og hótelgeiranum, sem hefur verið töluvert mikið orðaður við að þar séu ekki öll laun talin fram.“ 62% segja svarta vinnu fara vaxandi Morgunblaðið/Golli Könnun Tæp 62% telja að svört atvinnustarfsemi fari vaxandi. Yfir 60% ungs fólks segjast þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af þeimmálum semþingmenn sýndu áhuga við umræður um for- sendur fjárlaga- frumvarpsins í lið- inni viku er svokallað kolefn- isgjald, sem lagt er á eldsneyti. Þetta gjald er rétt- lætt með því að það dragi úr eldsneytisnotkun og þar með úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Við umræðurnar kom fram að ákveðnir þingmenn hefðu áhyggjur af að gjaldið væri of lágt og að með svo lágu gjaldi næðist ekki tilætlaður árangur. Þegar hlustað var betur mátti einnig heyra aðrar skýr- ingar á áhuga þingmannanna á þessu gjaldi. Einn þeirra nefndi að áhuginn stafaði ekki aðeins af loftslagsmarkmiðum „heldur veitir ríkissjóði ekki af tekjum til þess að sinna ýmsum verkefnum“. Það var gagnlegt að þetta sjónarmið skyldi koma fram, því að staðreyndin er sú að hætta er á að þegar slík gjöld eru lögð á, og þó að tilgang- urinn kunni að vera góður, þá séu gjöldin höfð of há og í of langan tíma af einmitt þessari ástæðu. Það er svo þægilegt að geta skákað í skjóli góðs mál- staðar þegar verið er að leggja nýjar álögur á almenning eða hækka þær sem fyrir eru. Það er miklu líklegra til að kalla fram gagnrýni ef hefðbundnir skattar væru hreinlega hækk- aðir, eins og eðli- legra væri að gera þegar markmiðið er að taka meira fé af almenningi. Það má líka hafa til marks um að þeir sem mæla fyr- ir hækkuðum gjöldum eru yf- irleitt að leita leiða til að ná í auknar tekjur, að þeir leggja ekki til lækkun hefðbundinna skatta til mótvægis. Þeir tala stundum um að gjaldtaka eins og kolefnaskatturinn sé hag- kvæmari en hefðbundnir skatt- ar og þess vegna heppilegri skattheimtuleið, en þegar til stykkisins kemur þá fylgja aldrei tillögur um lækkun ann- arra skatta þegar lagðar eru til hækkanir á sértæku gjöld- unum. Af því verður ekki dreg- in önnur ályktun en sú að þessi sértæku gjöld séu aðeins dulbúin viðbótarskattheimta og að skattgreiðendur þurfi að vara sig sérstaklega á fag- urgalanum sem þeim tengjast. Þetta á ekki síst við þegar árar líkt og nú og ríkissjóður stendur vel, flestir skattar eru í hæstu hæðum eftir vinstri stjórnina sem sat til 2013 og útlit er fyrir þokkalegan af- gang af fjárlögum. Við þessar aðstæður er sjálfsagt að hefja myndarlegar skattalækkanir. Og það er lágmark að þing- menn haldi í við sig og reyni ekki að lauma inn skattahækk- unum í dularklæðum. Það segir sitt að til- lögum um hækkun sértækra gjalda skuli aldrei fylgja tillögur um lækkun almennra skatta} Skattahækkanir í dularklæðum Aðventan erfjarri því frið- sæl um allan heim. Um helgina bárust margar fréttir af hryðjuverkum gegn almennum borgurum, auk hefðbundinna frétta af stríðs- átökum sem geisað hafa árum saman og halda áfram að kosta fjölda mannslífa. Og því miður eru fregnir af hryllilegum hryðjuverkum líka orðnar svo hefðbundnar að þær fá ekki það rými í fjölmiðlum sem eðlilegt væri við friðvænlegri kring- umstæður. Tyrkir máttu þola gríðar- legar sprengingar að minnsta kosti tveggja hryðjuverka- manna sem drápu hátt á fjórða tug manna, flesta lögreglumenn að taka saman eftir að gæta ör- yggis á kappleik. Í árásunum særðust einnig nálægt tvö hundruð. Í Jemen féllu enn fleiri, 45, og 50 aðrir slösuðust. Allt hermenn í biðröð að sækja launin sín. Vel á þriðja tug kristinna Kopta í Kaíró, flest- ir konur, létu lífið í gær og um 50 aðrir slösuðust í stærstu árás á kristna kirkju þar í landi frá árinu 2010. Á föstudag sprengdu hryðjuverkamenn aðra sprengju í nágrenni Kaíró, þar sem sex lögreglumenn féllu. Og hurð skall nærri hælum í Indónesíu, þar sem yfirvöld komust á snoðir um að íslömsk hryðjuverkasamtök með tengsl við slík samtök sem starfa í Sýr- landi, væru að undirbúa sprengjuárás á forsetahöllina. Í aðgerðum lögreglu tókst að gera stóra sprengju óvirka og sennilega afstýra verulegu manntjóni. Allt er þetta áminning um þær hættur sem leynast um all- an heim þessi misserin og hve nauðsynlegt er fyrir ríki heims að grípa til viðeigandi örygg- isráðstafana heima fyrir, um leið og þau ráðast að rótum vandans þar sem hryðjuverka- samtök hafa hreiðrað um sig. Helgin víða um heim var blóði drifin eftir hryðjuverkamenn } Mikið mannfall B áknið burt er gamalt slagorð sem ungir Sjálfstæðismenn tömdu sér á síðustu öld og heldur enn gildi sínu. Ríkisvaldið þenst stöð- ugt út á kostnað einstaklinganna sem ekki njóta sín í einsleitni ríkisins. Menntakerfið er gott dæmi um glötuð tæki- færi. Á meðan nær öll þjónusta í hagkerfinu er sérsniðin að einstaklingnum og þörfum hans þá er skólakerfið á sama stað og fyrir 40 árum. Stórir bekkir, bjalla hringir inn á vaktina og allir fá það sama. Nemendur geta ekki lesið sér til gagns en flestir virðast þó kunna orð sem byrja á ó – kennarar er ósáttir – nem- endur eru ólæsir – og breytingar eru ómögu- legar. Nýjasta sannindamerkið er dapurleg nið- urstaða PISA-könnunarinnar sem birtist á dögunum. Ríkið aflar skatta með valdi og segist ætla að bjóða upp á menntun. Niðurstaðan er sú að íslensk ung- menni standast ekki snúning í grunnfögum, hafa verri lesskilning, eru seinni út á vinnumarkaðinn og standa al- mennt verr í samkeppni við aðra að námi loknu? Var þetta hugmyndin með ríkisrekstrinum? Gæti verið að ríkisreksturinn væri vandamálið, en ekki lausnin? Er hið íslenska menntakerfi of þungt í vöfum og svo læst í viðjum ríkisvaldsins að því sé um megn að bregðast við breyttum aðstæðum? Hafa engin viðbrögð orðið við tæknilegum og einstaklingsbundnum kröfum nútímans og kerfið því dregist hægt og örugglega aftur úr í samanburði við önnur lönd? Gæti verið að hæfustu kennararnir væru að vinna við eitt- hvað allt annað en kennslu barnanna því fáir leggi upp í fimm ára háskólanám fyrir launa- kjör kennara? Og fyrst um er rætt, er nauð- synlegt að ljúka fimm ára háskólanámi til þess að kenna ungu fólki að lesa sér til gagns? En hvað skal gera? Lausnin er kannski þekktari en margur heldur. Við sjáum ein- staklingsbundnar lausnir á öllum sviðum sem skila miklum árangri. Verksmiðjunálgun iðn- byltingarinnar er liðin undir lok og nú snýst verkefnið um að klæðskerasauma lausnir fyr- ir hvern og einn. Foreldrar ættu að geta valið úr skólum á grundvelli hæfileika barna sinna og valið hverjir komi til með að leiða þau í gegnum þekkingarleitina. Ríkið getur áfram styrkt hvert og eitt barn til menntunar með því að láta fé fylgja barni. Foreldrar tækju þá mennt- unarframlag ríkisins á hverju ári og létu það til þess skóla sem þeim þóknaðist hverju sinni fyrir barn sitt. Samhliða fengju kennarar svo langþráðar kjarabætur því þeir gætu þá samið sjálfir við vinnuveitanda sinn á hverjum stað og fengið greitt í takt við vinnuframlag í gæðum og magni eins og þekkist hjá öllum nema ríkinu. En það þarf hugrakka stjórnmálamenn til þess að gera breytingar. Einhver þarf að stíga fram fyrir skjöldu og freista þess í eitt skipti fyrir öll að tryggja íslenskum ungmennum góða menntun. Núna er tækifærið. laufey@mbl.is Laufey Rún Ketilsdóttir Pistill Val í stað verksmiðjulausna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þegar svör launþega um svörtu vinnuna eru skoðuð eftir starfsgreinum kemur á daginn í könnun Flóafélaganna að hlutfall þeirra sem þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu er til muna hæst meðal skrifstofufólks og sérfræðinga en 63% fólks í þessum störfum segjast þekkja dæmi um þetta. Lægst er hlutfallið í ræst- ingum þar sem 31% starfs- fólks þekkir einhvern sem hef- ur keypt eða selt svarta vinnu. Þá kemur rekstur gististaða og veitingarekstur og heil- brigðis- og félagsþjónusta verst út meðal atvinnugreina þegar leitað er svara við því hvort menn þekki dæmi um svarta vinnu en 53-54% þeirra sem starfa á þeim vett- vangi þekkja einhvern sem hefur keypt eða selt svarta vinnu á seinustu 12 mánuðum. Misjafnt eftir starfsgreinum SVÖRT ATVINNUSTARFSEMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.