Morgunblaðið - 12.12.2016, Side 17

Morgunblaðið - 12.12.2016, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Jólasnyrting Kattliðugur og laghentur maður notar vélsög til að snyrta fagurlega greinótt tré við Garðastræti í Reykjavík í blíðunni sem var um helgina, tveimur vikum fyrir aðfangadag jóla. Árni Sæberg Fara þarf orðum um efni þeirra upplýsinga sem fram komu í síð- ustu viku um fjár- málaumsvif dómara Hæstaréttar fyrir „hrun“ og draga af þeim ályktanir. 1. Markús Sigur- björnsson fékk ekki á árinu 2002 samþykki nefndar um dómara- störf til að mega eiga bréf sín í Glitni banka hf. Þetta hefur Gunnlaugur Claessen, þáver- andi formaður nefndarinnar, stað- fest í grein í Fréttablaðinu 9. des- ember. Ráðagerð GC um að þögn hafi verið sama og samþykki fær auðvitað ekki staðist og er raunar furðulegt að maðurinn skuli segja þetta. Nefndir eru ekki til nema á fundum. Það er síðan sérstaklega kaldhæðnislegt í þessu sambandi að Hæstiréttur hefur í seinni tíð sakfellt menn fyrir að hafa tekið ákvarðanir um lánveitingar „milli funda“ í lánanefndum bankanna, hafi þess ekki verið gætt að bóka slíkar ákvarðanir með réttum hætti. Afstaða þeirra félaga, MS og GC, um samþykki með þögninni ut- an funda, er líka ofurlítið kyndug í ljósi dóms meirihluta Landsdóms í máli Geirs Haarde. Þar var GH sakfelldur fyrir að hafa ekki tekið mál fyrir á formlegum fundum rík- isstjórnar. Ritstjóri þess dóms hef- ur sjálfsagt verið MS forseti hans. Að auki skal nefnt að GC hefur varla eftir almennum reglum mátt taka þátt í afgreiðslu erindis frá besta vini sínum og samstarfs- manni. MS var samkvæmt öllu þessu auðvitað ljóst að erindi hans hafði ekki fengið gilt samþykki hjá nefndinni um dóm- arastörf. Það liggur því fyrir að MS braut gegn lagaskyldum sínum þegar hann hélt eignarhaldi á þessum bréfum um árabil án þess að hafa fengið samþykki fyrir því eftir þeim reglum sem um þetta giltu og settar voru sam- kvæmt lögum um dómstóla. Svo þurfti hann klárlega einnig leyfi til að mega eiga hlutabréf í gegnum sjóð 10, sem hann eignaðist eftir að hafa selt eldri bréfin. Skal þá haft í huga að sjóður 10 var ekki einu sinni sjálf- stæður lögaðili heldur einungis milliliður milli eigenda bréfanna og viðkomandi hlutafélaga. Menn geta auðvitað ekki leitað skjóls hjá slík- um milliliðum til að komast fram hjá skyldunni til að afla leyfis nefndarinnar. Hann hefur við- urkennt að hafa ekki einu sinni óskað eftir því leyfi. Það er alvar- legt mál þegar dómari við Hæsta- rétt brýtur með svo grófum hætti gegn lagalegum skyldum sínum. 2. Dómari sem verið hefur at- kvæðamikill þátttakandi í verð- bréfaviðskiptum fyrir hrun á mörk- uðum sem íslensku bankarnir stóðu fyrir getur ekki talist hafa verið hæfur til að dæma um sök fyrir- svarsmanna þessara banka í saka- málum á hendur þeim fyrir ætlaðar misgerðir í aðdraganda hrunsins sem margir telja að hafi átt snaran þátt í að valda því. Þetta er auðvit- að sérstaklega augljóst þegar svo háttar að viðkomandi dómari hefur tapað fjármunum á hruninu eða í aðdraganda þess. Og auðvitað er dómari á öllum tímum vanhæfur til að dæma í málum manna á hendur félögum sem hann á sjálfur hlut í. Það síðan skerpir á þessum aug- ljósu atriðum varðandi vanhæfi að leynd hvíldi yfir þessum hagsmuna- tengslum dómara þegar málin voru flutt og dæmd. Málsaðilar voru því ekki í aðstöðu til að gæta sjálfir hagsmuna sinna af þessu með því til dæmis að krefjast þess að dóm- arar vikju úr sætum sínum. Reglan um að dómari gæti sjálfur að hæfi sínu felur það í sér hann sé ábyrg- ur ef hann reynist hafa tekið ákvörðun um að dæma í máli sem síðar kemur í ljós að hann hafi ekki haft hæfi til að dæma í. 3. Í ljós eru komin allmörg dæmi um að dómarar Hæstaréttar hafi verið vanhæfir til að dæma í málum undanfarin misseri. Öll þau mál ber að endurupptaka komi fram kröfur frá málsaðilum í þá veru. Þeir eiga ekki að réttum lögum að þurfa að sitja uppi með dóma sem kveðnir hafa verið upp af vanhæfum dóm- urum. 4. Það blasir við að misgjörðir dómaranna valda því að sumum þeirra ber að biðjast lausnar þegar í stað. Þetta þykir mér augljósast í tilviki Markúsar Sigurbjörnssonar. Geri hann það ekki ber innanríkis- ráðherra að höfða mál á hendur honum til lausnar úr embætti. Eitt dæmi er til um slíka málshöfðun, þar sem er málið á hendur Magn- úsi Thoroddsen, fyrrverandi for- seta Hæstaréttar. Því lyktaði þann- ig að hann var dæmdur úr embætti fyrir að hafa keypt meira áfengi á sérkjörum en hóflegt taldist! Sakir hans voru smávægilegar í saman- burði við réttarbrot dómaranna nú, sem snúa að meðferð valds þeirra sem dómarar þar sem þeir meðal annars hafa dæmt fjölda manna til langrar fangelsisvistar á for- sendum sem vægast sagt hafa komið mörgum lögfróðum mönnum á óvart. 5. Einkum hefur nýstárleg skýr- ing Hæstaréttar á ákvæði al- mennra hegningarlaga um um- boðssvik vakið undrun, því ákvæðinu hefur verið beitt þó að enginn ásetningur til auðgunar hafi verið sannaður á hendur hinum ákærðu og raunar hefur jafnvel legið fyrir að slíkur ásetningur hafi hreint ekki verið til staðar. Sönnun á auðgunarásetningi er fortaks- laust skilyrði fyrir því að unnt sé að sakfella fyrir umboðssvik. Ein- falt dæmi um þetta er dómur rétt- arins 8. október 2015 (mál nr. 456/ 2014) þar sem fyrrverandi stjórn- endur Landsbanka Íslands hf. voru dæmdir í þungar fangelsisrefs- ingar, þó að augljóst hafi verið að enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar hjá þeim. Í því máli vekur síðan sérstaka athygli að í dómi sátu tveir dómarar, Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthías- son, sem áttu hluti í þessum banka við hrun og urðu fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni við fall hans. Vísast hér til fréttar í DV 9. des- ember um þetta. Allir hljóta að sjá að þessir dómarar voru vanhæfir til að dæma í málinu. Þessi máls- meðferð Hæstaréttar er ekkert minna en hreinasti farsi. 6. Nauðsynlegt er að endurreisa dómskerfið á Íslandi og taka til við að byggja upp traust landsmanna til þess. Í því efni skiptir Hæsti- réttur mestu máli. Sé hann heill og hlutlaus í störfum sínum mun það hafa jákvæð áhrif á vinnubrögð á neðri dómstigum og raunar í öllu stjórnkerfinu á Íslandi. Þetta verð- ur best gert með því að flytja þá dómara sem eftir sitja í Hæstarétti eftir afsagnirnar til starfa við milli- dómstigið, sem taka á til starfa í ársbyrjun 2018. Sú aðgerð er að mínu mati nauðsynleg til að greiða fyrir nýjum vinnubrögðum og við- horfum við dóminn því hætt er við að dómarar sem tekið hafa þátt í ringulreið liðinna ára muni hamla framförum ef þeir verða látnir sitja áfram. Þessa tilfærslu er unnt að gera samkvæmt stjórnarskránni þar sem í kerfisbreytingunni felst að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana (sjá hér 61. gr. stjórn- arskrár sem heimilar þetta). Um leið ætti að gera breytingar á laga- reglum um Hæstarétt, sem miða að því að fækka dómurum við réttinn niður í fimm, sem dæmi allir í öll- um málum, og afnema áhrifavald þeirra um skipan nýrra dómara. Þá er nauðsynlegt að skerpa ábyrgð hvers og eins dómara á dómara- verkum sínum með því að láta þá skrifa persónulega atkvæði sín eins og gert er við áfrýjunardómstóla víða um heim. Svo þarf varla að taka fram að setja ber skýrar regl- ur um birtingu upplýsinga um eignaraðild dómara að félögum í at- vinnurekstri. Með þessum aðgerð- um og eftir atvikum fleiri verður unnt að hefja aðgerðir við að endurvekja traust landsmanna á þessari helgustu stofnun lýðveldis- ins. Það mun taka tíma en ætti að geta tekist ef stjórnmálamenn ein- henda sér í verkefnið. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Með þessum aðgerð- um og eftir atvikum fleiri verður unnt að hefja aðgerðir við að endurvekja traust landsmanna á þessari helgustu stofnun lýðveldisins. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Bregðast verður við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.