Morgunblaðið - 12.12.2016, Page 18

Morgunblaðið - 12.12.2016, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík fagnar hálfrar aldar afmæli í dag, 12. des- ember 2016. Talið er að stofnun og starfs- hættir deildarinnar hafi markað tímamót í sögu Rauða krossins á Íslandi. Fram á átt- unda áratuginn var eini skipulagði hópur sjálfboðaliða sem starfaði innan hreyfingarinnar í Kvennadeildinni og urðu vinnubrögð þar fyrirmynd í starfi margra deilda, en það var ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem far- ið var að vinna markvisst að fjölgun sjálfboðaliða innan Rauða krossins á Íslandi. Frú Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir hafði verið hvött af stjórnarmönnum Rauða krossins í Reykjavík til að standa fyrir stofnun kvennadeildar í höfuðborginni. Í framhaldsnámi sínu í Bandaríkjun- um kynntist hún víðtæku starfi sjálf- boðaliða innan sjúkrahúsa og við heimkomuna 1965 fékk hún kraft- miklar konur í lið með sér til að und- irbúa stofnun deildarinnar. Á annað hundrað konur sóttu stofnfundinn þann 12. desember 1966 og ákváðu þær að kalla sig sjúkravini og mark- mið deildarinnar var að starfa að málefnum aldraðra og sjúkra. Sjúkravinir sóttu námskeið til að geta tekist á við þau verkefni sem deildin tók að sér, s.s. heimsóknarþjónustu, skipulag félagsstarfs fyrir aldraða og heim- sendingar á mat til eldri borgara og ör- yrkja. Fyrstu árin lögðu félagskonur áherslu á fjáröflun til kaupa á búnaði fyrir sjúkrahúsin og til efl- ingar Hjálparsjóðs Rauða krossins á Ís- landi. Kvennadeildin opnaði fyrstu sölubúðina á Landakoti árið 1967 og síðan á Landspítalanum við Hring- braut og í Fossvogi. Sama ár hófst bókasafnsþjónusta á spítölunum og um tíma aðstoðuðu sjúkravinir við útvarp sem starfrækt var innan Landspítalans í Fossvogi. Á tímabili sáu sjúkravinir um akstursþjónustu fyrir blinda og sjónskerta og tóku einnig að sér að aka sjúklingum utan af landi fram og til baka í geisla- lækningar. Allt frá byrjun hefur deildin styrkt myndarlega sjúkrastofnanir í borginni og síðustu árin hefur áherslan verið á að bæta búnað og tæki fyrir sjúklinga á öldrunar- deildum spítalanna. Núna, 50 árum eftir stofnun deild- arinnar, eru enn starfræktar sölu- búðir og sjálfsalar á spítölunum og bókaþjónustan er í miklum blóma. Auk þess er starfandi öflugur hand- verkshópur í Kvennadeildinni. Viku- lega hittast konurnar og búa til afar fallega muni og prjóna vörur sem auk þess að vera seldar á árlegum basar deildarinnar eru sendar til bágstaddra á Grænlandi. Félagslíf deildarinnar er frábært. Auk aðal- fundar er vorfundur, haustfundur og jólafundur á hverju ári og í júnímán- uði er ætíð farið í dagsferð út fyrir höfuðborgina. Þátttaka sjúkravina í þessum atburðum er mjög góð enda vel skipulagðir af hálfu félagsmála- nefndar deildarinnar. Frá upphafi hefur höfuðstyrkur Kvennadeildarinnar verið allur sá fjöldi sjálfboðaliða sem hefur verið reiðubúinn að leggja fram vinnu. Framtíð sjálfboðinnar þjónustu inn- an Rauða krossins mun eflaust ráð- ast að mestu af því hvernig tekst að samræma þörfina á sjálfboðaliðum, tíma þeirra sjálfra og áhuga á að láta gott af sér leiða við störf að krefj- andi og gefandi verkefnum. Sjálfboðin störf í 50 ár Eftir Oddrúnu Kristjánsdóttur » Frá upphafi hefur höfuðstyrkur Kvennadeildarinnar verið allur sá fjöldi sjálf- boðaliða sem hefur verið reiðubúinn til að leggja fram vinnu. Oddrún Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Spennandi Butler á Suðurnesjum Það var spilað á fimm borðum sl. miðvikudag en nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í jólabutlernum. Oddur og Sigurjón eru enn með góða forystu en staða efstu para er þessi: Oddur Hannesson - Sigurjón Ingibjörnss. 41 Jón Gíslason - Ævar Jónasson 23 Gunnl. Sævarsson - Hafsteinn Ögmundss. 17 Grethe Iversen – Ísleifur Gíslason 15 Jón Gíslason og Ævar Jónasson spiluðu manna best sl. miðvikudag og voru með 24 í plús. Bjarki Dags- son og Arnór Ragnarsson voru í öðru sæti með 16 og Ísleifur Gíslason og Grethe Iversen þriðju með 11. Úrslitin ráðast nk. miðvikudag. Spilað er í félagsheimilinu kl. 19 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þrettán borð hjá FEBR Fimmtudaginn 8. desember mættu 25 pör til leiks í tvímenning hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Jón Hákon Jónss. – Bergljót Gunnarsd. 387 Kristín Guðbjörnsd. – Soffía Daníelsd. 373 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 289 Siguróli Jóhanns. – Bergur Ingimundar. 289 A/V Helgi Hallgrss. – Guðm. Sigursteinss. 371 Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 321 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 317 Kristján Guðmss. – Björn E. Pétursson 315 Hávaxtastefna Seðlabanka Íslands stefnir í annað gjald- þrot. Á árunum fyrir bankahrun leiddi há- vaxtastefnan til vaxtamunaviðskipta og óhóflegrar er- lendrar skuldasöfn- unar heimila og fyr- irtækja sem gerði afleiðingar hrunsins enn harkalegri en þær hefðu þurft að vera. Núna er hávaxtastefna Seðlabankans á góðri leið með að murka lífið úr helsta vaxtarbroddi íslensks atvinnulífs. Árið 2001 tók Seðlabanki Ís- lands upp formlegt verðbólgu- markmið sem leiðarljós peninga- málastefnu bankans. Síðan þá hefur bankinn reynt að hafa áhrif á verðbólgu með stýrivaxtaákvörð- unum. Þetta er gert að fyrirmynd erlendra seðlabanka sem starfa í hagkerfum sem eru verulega frá- brugðin því íslenska. Kerfislægir þættir á innlendum vinnumarkaði hafa jafnan leitt til hærri nafn- launahækkana en erlendis og verðbólguþrýstingur hefur m.a. af þeim sökum verið viðvarandi á Ís- landi. Seðlabankinn hefur brugðist við þessum aðstæðum með því að halda vöxtum háum um langt skeið. Háir nafnvextir hafa hins vegar önnur áhrif á Íslandi en í mörgum öðrum hagkerfum. Íslenska hag- kerfið er minna og byggist á hlut- fallslega umfangsmeiri utanríkis- viðskiptum en flest önnur hagkerfi, auk þess sem hverfandi hluti húsnæðislána almennings er á breytilegum óverðtryggðum vöxtum. Vaxtastigið hefur reynst hafa mest áhrif á fjármagnsflæði til og frá landinu og þar með gengi íslensku krónunnar. Áhrif hárra vaxta á einkaneyslu á Ís- landi eru frekar í þá áttina að auka eftirspurn eftir ódýrari inn- fluttum vörum en að draga úr ráð- stöfunartekjum almennings eins og víðast erlendis. Fyrir hrun dró hátt vaxtastig erlent fjármagn inn í landið í formi vaxtamunarviðskipta og er- lendrar lántöku fyrirtækja og heimila. Seðlabankinn setti nýver- ið reglur til að draga úr vaxta- munarviðskiptum erlendra aðila sem aftur voru komin af stað en hið háa vaxtastig dregur hins veg- ar úr hvata lífeyrissjóða, innlendra fjárfesta og þeirra vaxtamunar- fjárfesta sem þegar voru komnir inn í landið til að flytja fjármagn úr landi. Hátt vaxtastig eykur líka verulega kostnað Seðlabankans við að eiga stóran gjaldeyrisvaraforða. Íslenska hagkerfið stendur núna frammi fyrir lúxusvandamáli sem er gjaldeyrisinnstreymið sem fylgir uppgangi innlendrar ferða- þjónustu. Gjaldeyrisinnstreymið er fordæmalaust í efnahagssögu Ís- lands og þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi reynt að draga úr styrkingu krónunnar með umtalsverðum gjaldeyriskaupum hef- ur það ekki dugað til og síðustu 12 mánuði hefur krónan styrkst um nær 20% gagnvart evru. Þetta er veru- legur óstöðugleiki í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og með þessari gengis- styrkingu erum við að taka áhættu á því að Ísland detti úr tísku hjá erlendum ferðamönnum. Það er ekki sjálfgefið að það verði auðvelt að endurvekja áhuga ferðamanna á Íslandi ef við fáum okurstimp- ilinn á okkur. Styrking gengisins hefur einnig neikvæð áhrif á aðra útflutnings- atvinnuvegi og þau fyrirtæki sem selja vörur á innlendum markaði í samkeppni við innflutning. Gengis- styrkingin kemur í kjölfarið á verulegum launahækkunum og hafa lágmarkslaun á Íslandi, mæld í evrum, hækkað um 87% á síðustu fimm árum. Það er óraunhæft að ætlast til að atvinnulífið geti staðið undir slíkum kostnaðarhækkunum. Þótt Seðlabankinn fljóti sofandi að feigðarósi virðast stjórnmála- menn vera að átta sig á vand- anum. Það er jákvætt að fjár- málaráðherra tók undir það á þingfundi þann 7. desember að nauðsynlegt væri að endurskoða peningamálastefnuna. Það þarf að færa stýrivexti nið- ur á svipað stig og við þekkjum í vestrænum hagkerfum og Seðla- bankinn þarf að beita öðrum stjórntækjum sínum, s.s. bindi- skyldu, til að hafa áhrif á hag- kerfið. Það þarf að auka gjaldeyr- iskaup til að veikja krónuna frá núverandi ofurstyrk en til mót- vægis verður að draga innlendar krónur inn í Seðlabankann með sölu á eignum Eignasafns Seðla- banka Íslands, arðgreiðslum frá ríkisbönkunum, sölu á ríkiseignum eða rekstrarafgangi ríkissjóðs. Það er útséð með að núverandi stjórnendur Seðlabankans átti sig á skaðsemi hávaxtastefnu sinnar. Ný ríkisstjórn verður að skipta út stjórnendum Seðlabankans og velta alvarlega fyrir sér hvort markmið um 2,5% verðbólgu sé í raun það eina sem íslensk efna- hagsstjórn á að snúast um. Gjaldþrot hávaxta- stefnunnar Eftir Gunnar Þór Gíslason Gunnar Þór Gíslason »Núna er hávaxta- stefna Seðlabankans á góðri leið með að murka lífið úr helsta vaxtarbroddi íslensks atvinnulífs. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Í aðdraganda kosn- inga nú í haust mátti ekki á milli sjá hversu sammála framboðin væru um að nú yrði að gera skurk í heilbrigð- ismálum, kostnaður sjúklinga væri allt of hár, Landspítala ætti að reisa einn, tveir þrír, aðra innviði þyrfti að byggja upp og þá ekki síst á landsbyggðinni. Þrátt fyrir þetta liggur nú fyrir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017, sem á engan hátt tekur á þessum málum svo viðunandi sé. Ástæðan getur verið sú að í reynd er þetta steingelt excel-skjal án allrar stjórnmála- legrar leiðsagnar eða forystu. Helst væri að nýsamþykkt fjármálaáætlun núverandi ríkistjórnar til áranna 2017 til 2021 væri leiðarljós, eins ófullkomin og hún er á þessum svið- um. Í sumar heyktist ríkisstjórnin á því að nýtt og breytt þátttökukerfi yrði tekið upp hið snarasta, heldur samþykkti breytinguna sjálfa og frestaði gildistöku til 1. febrúar á næsta ári. Ástæðan var eflaust sú að öllum var ljóst að auka þyrfti fjár- magn til málaflokksins, án þess mun breytingin ýta frekar undir að fólk fresti eða sleppi að sækja sér nauð- synlega heilbrigðisþjónustu, sem vissulega er andstætt markmiðum breytingarinnar. Nýju lögin tryggja ráðherra nær allsherjarvald í þessum efnum, hann getur breytt reglu- gerðum að vild, vissu- lega háður einhverju umsagnarferli. Í um- sögn BÍ og sjúklinga- félaga um þessar breytingar kom fram að vissulega væri um framfaraskref að ræða s.s. þak á kostnað sjúkratryggðra, kerfið verður einfaldara, læknisfræðileg endur- hæfing er innan kerfis og undir þaki, ofl. Einnig var gert ljóst að böggull fylgdi skammrifi þar sem í útfærslu var gengið út frá fjármögnunarlegri „núlllausn“ (kosti það sama og fyrr- verandi kerfi). Afleiðing þessa væri að u.þ.b. 37.000 lífeyrisþegar af 50.000 mundu borga meira fyrir sína heilbrigðisþjónustu en í fyrra kerfi. Í sjálfu sér væri það ekki goðgá ef þök á greiðsluþátttöku væru lág, en svo er ekki. Nú liggja fyrir drög að reglugerð í anda þessara nýju laga. Þau bera með sér að athugasemdir þær sem bandalagið og félögin gerðu á sínum tíma eru hafðar að engu, meira að segja er flóknari út- færsla á útreikningum við kostn- aðarþátttökuna valin, líklega í þeim eina tilgangi að reisa fyrrverandi al- þingismanni bautastein í kerfinu. Víkjum að þakinu. Allir verða að átta sig á því að þökin eru og verða tvö, eitt fyrir þá þjónustu sem hér um ræðir, hitt er fyrir lyfja- greiðslukerfið. Samanlagt eru þökin tvö á Norðurlöndunum innan við 90.000 kr. fyrir almenna notendur. Hér verður sameiginlegt þak yfir 130. 000 kr. Af þessu er ljóst að póli- tískt þarf að taka af skarið og bæta fjármagni inn í kerfið. Í greinargerð með frumvarpinu á sínum tíma stóð að það kostaði u.þ.b. 6,5 milljarða að gera þessa þjónustu gjaldfrjálsa. Því má álykta að þriggja milljarða framlag færði okkur á slóð þeirra velferðarsamfélaga sem almenn- ingur horfir til og breið samstaða er um hér á landi að líkjast. Það væri marktækur áfangi í því að gera þjónustuna gjaldfría. Eins og öllum er ljóst er að mörgu að hyggja innan heilbrigð- isþjónustunnar, við skröpum botn- inn í samanburði við aðrar Evr- ópuþjóðir þegar kemur að uppbyggingu innviða hennar, bið- listar eru hér langir, stofnanir eru reknar á bláþræði hvað varðar rekstrarfé og mannafla. Hér verður ekki nánar tekið á þeim málum. „Nú er hún Snorrabúð stekkur“ var haft á orði í denn. Snúum þessari þróun við svo ekki verði sagt: „Nú er heil- brigðiskerfið …“ Ja, hvað? Nefnum það ekki. Svo má ekki verða. Gríp- um tækifærið. Í ljósi kosningaloforða ætti nú að vera þverpólitísk samstaða á alþingi um metnaðarfullt átak til þess að rétta heilbrigðiskerfið af. Ágætu þingmenn, grípið tækifærið. Af- greiðið fjárlög sem færa okkur bætta heilbrigðisþjónustu. Það ætl- ast enginn til þess að það gerist í einni svipan. Við viljum trúverðuga framtíðarsýn og aðgerðir strax. Það gengur ekki að aðgengi að heilbrigð- isþjónustu sé háð efnahag. Heilbrigðiskerfið okkar – kostnaður sjúklinga Eftir Emil Thoroddsen »Kostnaðarþátttaka sjúklinga við heil- brigðisþjónustu er of há. Þingmenn, grípið tæki- færið. Afgreiðið fjárlög sem færa okkur bætta heilbrigðisþjónustu. Emil Thoroddsen Höfundur er framkvæmdastjóri Gigt- arfélagsins og formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.