Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.12.2016, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 ✝ SigurvinElíasson var fæddur í Sjónar- hóli í Keflavík á Snæfellsnesi 9. janúar 1918. Hann lést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík 26. nóvember 2016. Foreldrar hans voru María El- ísabet Guðný Jónsdóttir, f. 31. maí 1887, d. 3. júní 1978, og Elías Elíasson, f. 6. maí 1860, d. 31. júlí 1944. Sigurvin átti eina alsystur, Jón- ínu Laufeyju. Hálfsystkini hans samfeðra voru Ágúst Marteinn yngri og eldri, Svanlaugur Hjörtur, Lárus, Kristín Sús- anna, Guðbrandur, Sölvi, Val- geir og Sigurbjörg Kristín. Hálfsystkini hans sammæðra voru Guðjón, Guð- mundur Ingi og Guðríður Ingibjörg. Eftirlifandi er Guð- ríður. Sigurvin var kvæntur Jóhönnu Margréti Sigurrós Björgvinsdóttur, f. 15. maí 1917, d. 24. febrúar 1998. Fyrir átti Jóhanna dæt- urnar Steinunni Þórhallsdóttur, f. 23. mars 1948, og Þórhöllu Þórhalls- dóttur, f. 5. apríl 1953. Dætur Steinunnar eru þær Þórhalla, Ingibjörg, Jóhanna og Sig- urveig Gunnarsdætur. Börn Þórhöllu og Ásgeirs eru Grét- ar, Inga Arnhildur, Þórlaug, Elva, Rósa Björg og Eva Sóley. Útför Sigurvins hefur farið fram í kyrrþey. Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt þessa jarð- vist. Ég sakna þín mikið og sorgin er sár. En ég veit í hjarta mínu að þú ert feginn hvíldinni. Ljúft er að láta hugann reika og kalla fram minningar um þig, afi minn. Við vorum alla tíð miklir vinir og undantekningar- laust þegar ég kom að heim- sækja þig sagðir þú: „Nei, er ekki Þórlaug mín litla komin.“ Já, ég verð alltaf litla afastelpan þín. Minningarn- ar frá því ég var lítil eru dýr- mætar, tíminn á Skinnastað mun aldrei gleymast og á ég ykkur ömmu mikið að þakka. Mér fannst virðingarvert að eiga afa sem var prestur og mér leiddist aldrei að fara með ykkur ömmu í kirkju. Þú hafðir mikinn húmor og oftar en ekki var mikið um hlátrasköll á Skinnastað þegar við frænkurnar vorum saman- komnar hjá ykkur ömmu. Þú hafðir endalausa þolinmæði gagnvart okkur stelpunum. Það var svo gaman að fá þig út í búið okkar og smakka á „drullukök- unum“, þú varst alltaf hæst- ánægður með „baksturinn“ hjá okkur og hafðir aldrei smakkað jafn góðar kökur! Það var fastur liður hjá okkur að horfa á Tomma og Jenna saman í svart/ hvíta sjónvarpinu. Það sem þú skemmtir þér alltaf vel yfir þeim þáttum! Og auðvitað hélstu allt- af með Tomma, það þótti mér reyndar alltaf skrítið! Að fara inn á „kontórinn“ þinn var ein- stakt. Þar átti ég margar góðar stundir við að skoða bækur og allar fallegu Jesúmyndirnar sem þú áttir í bunkum. Eins man ég vel eftir að hafa laumast í nammiskálina þína þér óafvit- andi, en ég veit að þú fyrirgefur mér það, afi minn. Við frænkurnar bárum alltaf mikla virðingu fyrir kirkjunni „þinni“ á Skinnastað og fannst það heiður að fá lykilinn að henni til að sópa flugunum úr gluggunum fyrir messur. Eins var það mikil skemmtun að standa uppi á kirkjuveggnum og syngja hástöfum og gera hinar ýmsu leikfimisæfingar. Ferðirn- ar til Svíþjóðar með ykkur ömmu eru minnisstæðar. Mér þótti yndislegt að fá að fara ein með ykkur til útlanda til að heimsækja Steinunni frænku og fjölskyldu. Já, minningarnar eru svo sannarlega margar og er al- gjörlega ómetanlegt að eiga þær um þig. Strákarnir mínir Tómas og Snorri eru heppnir að fá að hafa átt langafa og við vorum dugleg að heimsækja þig í Reykjavík. Þeir sakna þín mikið og finnst skrítið að fá ekki að sjá þig aftur. Elsku afi minn. Að lokum ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, fyrir allt það sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig. Það mun aldrei gleymast. Hvíldu í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín afastelpa, Þórlaug. Elsku 98 ára snillingurinn minn. Afi var algjör meistaraafi. Það er ekki hver sem er sem hefur afrekað jafn mikið um æv- ina og hann gerði. Prestur með gríðarlegan áhuga á jarðfræði, fjallgönguferðum og náttúru og hann toppaði allt þegar hann út- skrifaðist svo með BS-próf í sagnfræði frá HÍ 83 ára. Hann var óútreiknanlegur og alltaf hreinskilinn og meira að segja stundum einum of hreinskilinn og það gat alveg látið mig fá magaverk af hlátri. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar ég fór með honum í fótsnyrtingu, það var eitthvað sem honum fannst ekki kúl þó ég sé alveg viss um að honum hafi þótt það mjög notalegt. Ein af skemmtilegustu minningunum mínum um afa á þessu ári var þegar ég var að sýna honum snapchat-filtera og við tókum upp allskonar fyndin myndbönd, það sem við gátum hlegið! Síðasta minningin mín um afa var svo á Droplaugarstöðum núna fyrir stuttu þar sem ég hélt í hönd hans þegar hann dró sinn síðasta andardrátt. Erfið en friðsæl stund sem ég mun aldrei gleyma. Hvíldinni ertu eflaust feginn, elsku afi minn, og þú kvaddir svo fallega. Þegar ég flaug heim úr jarðarförinni sá ég þig og ömmu alveg fyrir mér sitjandi á skýjunum, haldandi hvort utan um annað og vinka til mín. Þetta ljóð samdi ég til þín. Ég elska þig. Núna leggur upp í ferðalag yfir skýjahallirnar háu. Ekkert okkar veit hvað leynist þar en þar einhvern tímann við sjáumst. Heita höndin þín er hélt ég í, þar til dauðinn hafði betur, er nú komin upp yfir silfurský, þar sem ömmu hitt þú getur. Elsku afi minn, ég sakna þín, minningar við margar höfum, nálægð þín úr okkar hjörtum skín þú varst einn af þessum uppáhaldsöfum. Er ég horfi upp á skýin blá sé ég þig hlæja og vinka niður. Ég veit að amma er þig glöð að sjá, grátur, gleði, ást og friður. Rósa Björg Ásgeirsdóttir. Elsku besti afi minn hefur nú kvatt okkur. Afi minn á stórt pláss í hjarta mínu og þar mun ég halda áfram að geyma allar yndislegu minningarnar um æv- intýrin sem ég fékk að upplifa með honum. Í æsku minni var afi sókn- arprestur á Skinnastað í Öxar- firði og bjó þar með ömmu. Það var ómetanlegur tími sem ég átti þar með systrum mínum og frænkum, þessi tími er mér ljós- lifandi enn þann dag í dag. Afi sat oft á kontórnum við lestur eða skriftir og þar var líka nammiskálin góða sem hafði mikið aðdráttarafl. En þegar afi var ekki á kontórnum var samt ekki útséð með nammi því hann lumaði ávallt á gulum eða bláum ópal í buxnavasanum. Fastur lið- ur á hverjum degi voru göngu- túrarnir með afa og svo athugaði hann alltaf hvort við hefðum borðað nóg með því að reyna að opnað lúkuna okkar. Eftirminni- legar voru verslunarferðirnar í Ásbyrgi á Bronkó, yfir „brúna hans afa“ yfir Jökulsá á Fjöllum, sem enduðu ávallt með ís. Á þessum árum voru Tommi og Jenni á dagskrá fyrir fréttir og því var mikið atriði að muna að kveikja á sjónvarpinu nógu snemma svo myndin væri komin á á réttum tíma. Afi hélt alltaf með Tomma. Afi var mikill fræðimaður og áhugamaður um ferðalög og náttúruna en líka heilmikill íþróttamaður og það er ógleymanlegt þegar hann var 70 ára að kenna okkur systrum að standa á haus. Enda var hann alltaf ungur í anda og þegar hann var spurður um aldur var hann alltaf svona 18 eða 19 ára. Hin síðari ár hefur minning- unum fjölgað. Tónleikaferðir, rúnturinn, Kaffivagninn og pönnukökur með sykri, það var uppáhaldið. Mikið sem við áttum góðar stundir saman að spjalla um alla heima og geima og mest þótti mér gaman að heyra afa tala um æsku sína og uppvaxt- arár. Þvílíkur tími sem ævi hans spannar allt frá frostavetrinum mikla árið 1918. Ég er svo lánsöm að hafa haft afa í lífi mínu svona lengi og að fjölskylda mín hafi kynnst hon- um. Afi og Hilmar maðurinn minn náðu alveg einstaklega vel sam- an enda deildu þeir mörgum áhugamálum. Afi var mikill áhugamaður um jarðvísindi og hafði upplifað mörg eldgos og því var það ógleymanlegt þegar hann kom með okkur til að sjá eldgosið á Fimmvörðuhálsi árið 2010, þá 92 ára gamall, hann fór létt með að vippa sér upp í jepp- ann á 38 tommunni. Börnin mín tvö hafa líka verið svo lánsöm að safna ómetanlegum minningum um langafa sinn. Eftir smá spjall eða lestur báðu þau afa alltaf fallega hvort þau mættu kíkja í nammiskálina góðu. Þvílík forréttindi sem það eru að hafa átt slíkan snilldarafa. Húmor, hlátrasköll, fróðleikur, hefðir og stríðni. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Takk, elsku besti afi, fyrir allt, þig kveð ég með söknuði. Þín nafna, Sigurveig Gunnarsdóttir. Stjúpfaðir minn Sigurvin Elí- asson, fyrrverandi sóknarprest- ur, lést á Droplaugarstöðum 26. nóvember sl. en þar átti hann heimili síðastliðin þrjú ár. Á Droplaugarstöðum var vel um hann hugsað og fyrir það er ég þakklát. Það var mikil blessun að eign- ast Sigurvin sem stjúpföður. Það hefur auðgað líf mitt, dætra minna og barnabarna að eiga hann að. Sigurvin var prúður maður sem aldrei tranaði sér fram og var ekki maður málalenginga en það var gott að leita til hans með ýmis málefni og fengust jafnan hjá honum viturleg og góð ráð. Sigurvin bjó á Akureyri en eftir að móðir mín lést flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann gat verið nær sínum systk- inum. Honum fannst gott að geta rifjað upp tengslin við syst- ur sína og bróður. Þau systkinin áttu það sameiginlegt að hafa ánægju af því að ferðast og fóru saman margar ferðir með Ferðafélagi Íslands. Þetta var ómetanleg samvera fyrir þau öll. Systirin er ein eftirlifandi. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur voru kaffihúsaferð- ir á sunnudögum fastur liður hjá okkur og oftar en ekki bíltúr á eftir. Þá m.a. fræddi hann mig um gömlu Reykjavík og húsin í Vesturbænum sem hann þekkti svo vel. Stundum sóttum við systur hans og fórum þá gjarnan út fyrir borgina á kaffihús. Ég var líka svo heppin að fá að vera bílstjóri hjá þeim systk- inum vestur í Dali, að Gauta- stöðum, þar sem móðir þeirra bjó og systir hans er fædd og uppalin. Þetta var skemmtileg ferð og gaman að heyra þau rifja upp gamla tímann á Gauta- stöðum. Sigurvin var hafsjór af fróð- leik sem hann var ekkert að flíka svona að fyrrabragði, en á hringferð okkar um landið fékk ég frábært námskeið í landa- fræði því hann þekkti hvert fjall, hvern dal, hól og aðrar misfellur í landslaginu með nafni. Hann reyndist mér góður stjúpfaðir, dætrum mínum og barnabörnum frábær afi og langafi. Fyrir það er ég mjög þakklát. Hvíl í friði, kæri stjúpi. Steinunn Þórhallsdóttir. Sigurvin Elíasson Við erum full af fólki, en það fyrsta sem við sjáum í líf- inu er ljós. Ég er fullur af fólki og allt þetta fólk lifir innra með mér. Þar ert þú líka. Það er mis- jafnt hvað þú ert að gera, stundum ertu að baka pönnsur eða leggja kapal og reykja, oft- ar en ekki brosandi þessu skakka brosi sem gerði þig svo dulúðuga. Undanfarna daga hefur þú verið óvenjulega lifandi inni í mér, á fullu út um alla vitund mína, hlaupandi milli ára eins og ekkert sé, fram og aftur í tíma og rúmi. Til dæmis í gær, rétt áður en ég sofnaði, stóðst þú í dyrunum og tókst á móti mér í fyrsta sinn, kímin, brosandi, athugul, skoðandi mig: Er hann í lagi? Tvítug dóttir þín stendur við hlið mér og segir: Þetta er hann Bubbi. Og svo þegar ég vaknaði og var að drekka kaffibollann þá vaknaðir þú og við vorum kom- Sigríður Kristjánsdóttir ✝ Sigríður Krist-jánsdóttir fæddist 27. nóv- ember 1946. Hún lést 25. nóvember 2016. Útförin fór fram í kyrrþey. in í afmæli sonar míns. Svo þegar ég var að keyra í bæ- inn til að kveðja þig þá varst þú svo lifandi, skellihlæj- andi, segjandi mér sögur úr sveitinni. Ég var svo stand- andi hissa á þessu fjöri í þér því auð- vitað lástu þennan dag í kistunni. Svo var ég stopp á rauðu ljósi á Kringlumýrarbrautinni og þá varstu aftur að baka pönnsur og öll börnin mín að hlaupa um híbýlin þín. Ég er þakklátur þér fyrir allt. Þú lifðir lífinu eins og þú vildir hafa það, það er skrifað í blóð okkar hvenær því lýkur. Ég er fullur af fólki. Sumir eru lifandi í þessu lífi, aðrir eru dánir, en inni í mér eru allir lif- andi. Það er misjafnt hvað þið er- uð aktíf. Þegar ég sat í kirkj- unni heyrði ég ekki orð í prest- inum fyrir látunum í þér, þú varst bókstaflega svo lifandi að það hálfa hefði verið nóg. Í nítján ár varstu tengdamóðir mín og leiðir skildu aldrei því þú varst komin inn í mig. Þú ert flott kona og þú lifir meðan ég lifi. Ég er fullur af þér. Ég man þig. Bubbi Morthens. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR HELGASON, Sléttuvegi 31, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 6. desember verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. desember klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. . Óskar Sverrisson Eiríksína Hafsteinsdóttir Jón Sverrir Sverrisson Margrét Steindórsdóttir Helgi Sverrisson Sigurborg K. Stefánsdóttir Sigríður Ragna Sverrisdóttir Sigurbjörn J. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn og besti vinur, HERBERT BENJAMÍNSSON skipstjóri, er látinn. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 14:00. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, . Guðný Jónsdóttir Zoëga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURBJÖRG SCHRAM KRISTJÁNSDÓTTIR, Bláhömrum 2, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. desember kl. 15. . Sigurður Ágúst Jensson, Sigrún Jensdóttir Larson, Gordon Larson, Ásdís Jensdóttir, Ísleifur Ingimarsson, Kristjana Ragna Jensdóttir, Guðjón Hjartarson, Hafsteinn Viðar Jensson, Inga Lára Birgisdóttir, Guðbjörg Jensdóttir, Ragnar Antonsson, og fjölskyldur þeirra. Faðir minn, bróðir og frændi, GUNNAR HAUKUR SVEINSSON frá Sauðárkróki, lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 5. desember. Hann verður kvaddur frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 14. desember kl. 13.00. . Kristín Avon Gunnarsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Jón Árni Jónsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN G. JÓNSDÓTTIR ljósmóðir, Ísafirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri 7. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14 . Þórhildur Oddsdóttir, Jónatan Hermannsson, Örnólfur Oddsson, Védís H. Ármannsdóttir, Jón H. Oddsson, Martha Ernstsdóttir, Gunnar Oddsson, Sólveig S. Guðnadóttir, Bára Elíasdóttir, Óskar Ármannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.