Morgunblaðið - 12.12.2016, Page 26

Morgunblaðið - 12.12.2016, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum LJÓÐLIST Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju í Kópa- vogi, fékk snemma árs hugmynd að ljóðabók. „Ýmislegt leitaði á hugann, lét mig ekki í friði og mér fannst ég þurfa að gera eitthvað með það,“ segir Guðmundur Karl í samtali við Morgunblaðið. Bókin er orðin að veruleika, Guðmundur kallar hana Hvolf og þar er einu og öðru einmitt snúið á hvolf, m.a. bókinni sjálfri! „Bókin er ekki til þess að reisa mér einhvers konar bautastein en ég held reyndar að ekki hafi verið mikið gert af svona ljóðum fyrr, þótt auð- vitað sé ekkert nýtt undir sólinni.“ Byrjaði með Jónasi Fyrsta ljóðið sem Guðmundur samdi fyrir bókina er um Jónas. „Margir þekkja Jónas, gaurinn sem hvalurinn gleypti og fólk tengir oft við. Hann hafði mikilvægu hlutverki að gegna sem honum þótti þó alls ekki spennandi og reyndi að flýja, en kveikjan að ljóðinu var ruslakarl sem ég sá fyrr á árinu; mér fannst hann einskonar Jónas í hvalnum; sinnir nauðsynlegu starfi en var ekki upptekinn af því hve mikilvægt það er fyrir samfélagið; virkaði ósáttur eins og Jónas við sitt hlutskipti. Ég sá ruslabílinn fyrir mér eins og hvalinn sem kom, gleypti Jónas og sendi til vinnu.“ Guðmundur segir hugmyndina ekki hafa stokkið fram alskapaða heldur þróast smám saman, til dæm- is það að hafa himnu utan um bókina. „Mér er sagt að bókin sjálf sé í raun eitt aukaljóð. Himnan sem þarf að rífa af er partur af þessu öllu og tengir saman fyrst ljóð bókarinnar og það síðasta. Himna er tengd fæð- ingunni og lifnar í raun við þegar himnan rifnar og maður fer að lesa.“ Ljóðin eru öðrum þræði trúarleg og töluvert vísað í Gamla testament- ið – til Jónasar í hvalnum og margra fleiri. „Trúarleg já, en samt er hvergi minnst á Guð,“ segir Guðmundur Karl. „Ég hef gaman af því að hvolfa nokkrum persónum úr Gamla testa- mentinu yfir okkur, persónum sem takast á við lífið, og svo bæti ég við alls konar sjálfsskoðun, minn- ingaleifum og draumum.“ Hann segir ljóðin glímu við hin hinstu rök, við mannlega bresti, þar á meðal sína eigin. „Ég er mikill Gamla testamentis karl, hef gaman af sögunum og finnst persónurnar mjög skemmti- legar. Ýmis minni þaðan hafa haft áhrif á bókmenntaarf okkar og skáldskap samtímans; þetta er æva- fornt en samt svo nýtt og ferskt. Hve oft höfum við heyrt í dægurlagatext- um, sérstaklega á ensku, talað um Writing on the wall? Það er sótt beint í Daníelsbók, þar sem konung- urinn sér skriftina á veggnum og Daníel ræður fyrir hann: Nú eru dagar þínir taldir! Ég fattaði reynd- ar ekki tenginguna fyrr en ég las söguna um Daníel. Þetta sést ótrú- lega oft í dægurlagatextum en ég er ekki viss um að höfundarnir geri sér grein fyrir tengingunni.“ Guðmundur Karl tileinkar Daníel og þessari sögu eitt ljóð í bókinni Hey, Daníel! Þrisvar í röð hefur mig dreymt svífandi spreybrúsa úðandi orðum sem ég skil ekki og jafn oft hrokkið upp með andfælum og kvíða. Þegar ég vaknaði í morgun og dró gluggatjöldin frá sá ég þau skrifuð í skýin. „Ég hef gaman af því að hafa ljóð- in dálítið opin; ég vil ekki tyggja upplýsingar ofan í fólk um hvað ég er nákvæmlega að meina og hef strax heyrt túlkanir á ljóðunum sem mér hafði ekki dottið í hug! Mér finnst skemmtilegt þegar eitthvað nýtt sprettur af ljóðinu. Einn vinur vinn grínaðist reyndar með það um daginn að næst þyrfti ég að gefa út skýringarit fyrir bókina! Það er reyndar athyglisvert hve fólk skilur ljóðin ólíkt, eftir því hvort það er handgengið heimi Gamla testamentisins eða ekki.“ Annað dæmi úr Gamla testament- inu er sagan af Rut og Naomi. „Margir hafa sungið um Rut í sunnu- dagaskólanum, en fáir vita líklega hvað býr að baki. „Hún tók að sér aldraða tengdamóður sína sem var útlend; ég tengi hana hér inn í nú- tímann, með flóttamennina okkar í huga.“ Rut og Naomi eru alsælar með félagslegu íbúðina. Sú gamla er dugleg að bjarga sér í nýju landi og fer alein í búðina meðan sú yngri skúrar skrifstofur. „Ég leik mér líka með Faraó, sem stendur fyrir valdhafann sem lætur ekki segjast, hvað sem tautar. Þann- ig er reyndar ekki bara valdhafinn því svona er maður oft sjálfur. Vill ekki alltaf bekenna það sem er aug- ljóst og maður ætti að taka mark á.“ Guðmundur hefur verið þjónandi prestur í Lindasókn í Kópavogi síð- an 2002, frá því sóknin varð að prestakalli. Guðmundur Karl situr í bygg- inganefnd Lindakirkju, sem ekki er enn fullbyggð. „Það er líka dásam- legt að fá að skipta sér af kirkju- byggingunni,“ segir hann. „Sex fyrstu árin var vinnustaður minn í litlu húsi sem er byggt með sama sniði og færanlegar kennslu- stofur og ég messaði fyrst í matsal Lindaskóla og svo Salaskóla. Þetta er draumaprestakall fyrir mig og ómetanlegt að fá að byrja þar sem ekkert var; þar sem enginn getur sagt við mig: Svona hefur þetta alltaf verið!“ Hann var sem sagt svo heppinn að hafa ekki einungis fengið að taka þátt í að byggja veggi kirkjunnar heldur sjálft kirkjustarfið frá grunni. „Starfið snýst auðvitað fyrst og fremst um fólkið og hér er margt frábært fólk til samstarfs; starfið byggist á því að margir komi að og hér eru ótrúlega margir sjálf- boðaliðar sem taka að sér ólíkleg- ustu störf í kirkjunni.“ Guðmundur Karl er Keflvíkingur í húð og hár. Þegar spurt er hvort hugurinn hafi hneigst snemma til trúar og jafnvel preststarfa svarar hann ákveðið: „Nei, nei, nei. Og það er einmitt mjög skondið þegar ég hitti gamla sveitunga að margir nefna að þeim hefði aldrei dottið í hug að ég yrði prestur því ég hefði verið svo skrautlegur á yngri árum! Til að gera langa sögu stutta þá áttaði ég mig á því um tvítugt að ég hafði ekki stjórn á aðstæðum í mínu lífi sem ég vildi hafa stjórn á; að ég gat ekki allt einn. Segja má að ég hafi þá opnað fyrir þá bylgjulengd að guð væri til og leitaði hans hjálpar. Ég fór ekki í neina meðferð en það urðu umskipti sem komu öllum í opna skjöldu – ekki síst mér.“ Hann varð strax virkur í kristi- legu starfi, hjá KFUM og K í Kefla- vík, og var í nokkur ár. „Þegar ég lauk stúdentsprófi var ég svo einn vetur í Noregi og fór síðan í guð- fræðideildina þegar ég kom aftur heim, að verða 25 ára. Ég lauk nefni- lega ekki stúdentsprófi fyrr en 22 ára; framan af námi virtist ég halda að ég væri í framhaldskólanum mér og öðrum til skemmtunar!“ Ein ástæða þess að Guðmundur Minningar, draumar og sjálfsskoðun  Séra Guðmundur Karl Brynjarsson er gamall pönkari úr Keflavík, semur lög og texta og sendir nú frá sér ljóðabók Fornt en ferskt Ég er mikill Gamla testamentis karl, hef gaman af sögunum og finnst persónurnar mjög skemmtilegar, segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson. » Þeir sem þekkjatónlistina mína úr kirkjunni urðu undrandi að heyra pönkið og gömlu vinunum úr Keflavík kom það nýja mjög á óvart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.