Morgunblaðið - 12.12.2016, Page 29

Morgunblaðið - 12.12.2016, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 2016 » Boðið var upp á bæði jóla-föndur og jólaleikrit í menn- ingarhúsum Kópavogs um liðna helgi til að stytta börnunum bið- ina á aðventunni. Í Salnum brugðu söngvararnir Jón Svav- ar Jósefsson og Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sér í hlutverk systkina sem spjalla og syngja um jólin á meðan þau taka til í herberginu sínu. Grýla og jóla- sveinarnir, jólamatur og jólaföt var meðal þess sem bar á góma í leikritinu sem ætlað var allri fjölskyldunni. Leikhúsgestum var boðið að föndra alls kyns jólamyndir og -skraut í Bóka- safni Kópavogs fyrir og eftir leiksýningu. Jóladagskrá í menningarhúsum Kópavogs á aðventunni Jólatiltekt Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Jón Svavar Jósefsson léku systkin sem spjölluðu og sungu um jólin. Föndrað fyrir jólin Setið að föndri við borð í Bókasafni Kópavogs á laugardaginn var, tveimur vikum fyrir jól. Handlaginn föndrari Þessi fallega og laghenta stúlka notaði tækifærið til að f́öndra í Bókasafni Kópavogs í Hamraborg. Jólaleikrit Gestir á öllum aldri fylgdust spenntir með leikritinu um systkinin í Salnum í Kópavogi um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Greg Berlanti mun leikstýra nýrri kvikmyndaútgáfu af Litlu hryllingsbúðinni. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Litla hryllingsbúðin leit upprunalega dags- ins ljós á sjöunda áratug síðustu aldar sem ódýr gamanhrollvekja í leikstjórn Rogers Corman þar sem Jack Nicholson fór með hlutverk tannlæknisins fræga. Upptökur myndarinnar tóku aðeins 36 klst. Í fram- haldinu sömdu Alan Menken og Howard Ashman söng- leik sem byggðist á myndinni sem sló í gegn árið 1982 og rataði á hvíta tjaldið í leikstjórn Frank Oz með Rick Moranis í lykilhlutverki. Ekki liggur ljóst fyrir hvort tónlistin úr söngleiknum rati inn í nýju kvikmyndina. Litla hryllingsbúðin endurgerð Rick Moranis Miðasala og nánari upplýsingar SÝND KL. 6, 9 SÝND KL. 5.40 SÝND KL. 8, 10 SÝND KL. 8, 10.45 SÝND KL. 5.40 Eyrarrósin verður veitt í þrettánda sinn í febrúar næstkomandi. Viðurkenningin er veitt fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgar- svæðisins (á starfssvæði Byggðastofnunar). Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Sex verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra munu hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 2 milljónir króna. Frú Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin. Umsóknum skal fylgja Lýsing á starfseminni/verkefninu Starfsáætlun næsta árs og framtíðarsýn Upplýsingar um aðstandendur Fjárhagsáætlun og ársuppgjör síðasta heila starfsárs Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. janúar 2017 og verður öllum umsóknum svarað. Þær skulu sendar með tölvupósti til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæði Eyrarrósarinnar www.listahatid.is/eyrarrosin Eyrarrósin 2017 Auglýst eftir umsóknum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.