Morgunblaðið - 14.12.2016, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
ÍÞRÓTTIR
Hjörtur Hermannsson Fljótur að laga sig að hlutunum hjá Bröndby og er í toppbaráttunni. Fékk góða
kennslu í Hollandi en harkan er meiri í Danmörku. Einhvern tíma verða drengir að verða að mönnum. 4
Íþróttir
mbl.is
Jóhann Berg
Guðmundsson
verður ekki með
Burnley í kvöld
þegar liðið sækir
West Ham heim í
ensku úrvals-
deildinni í knatt-
spyrnu. Jóhann
er að jafna sig af
tognun í læri en
hann meiddist í
leik gegn Manchester City 26. nóv-
ember. Samkvæmt BBC er ekki
loku fyrir það skotið að Jóhann
mæti Tottenham á sunnudag.
Styttist í
Jóhann Berg
Jóhann Berg
Guðmundsson
FRÉTTASKÝRING
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Það kom e.t.v. mörgum í opna
skjöldu þegar Erlingi Richardssyni
var sagt upp starfi þjálfara þýska 1.
deildar liðsins Füchse Berlin í gær-
morgun. Liðið situr í fjórða sæti 1.
deildar með 24 stig af 30 mögulegum
eftir 11 sigra, tvö jafntefli og tvo tap-
leiki, og er aðeins fjórum stigum á
eftir meisturum Rhein-Neckar Lö-
wen, Kiel og Flensburg sem eru í
þremur efstu sætunum jöfn að stig-
um.
Füchse vann heimsmeistara-
keppni félagsliða annað árið í röð í
september en það er keppni sem Al-
þjóðahandknattleikssambandið
stendur fyrir og þátt taka sigurlið í
álfukeppni félagsliða. Füchse öðl-
aðist þátttökurétt í keppninni haust-
ið 2015 eftir sigur í EHF-keppninni
þá um vorið og var síðan með öðru
sinni í haust sem ríkjandi meistari
síðasta árs.
Berlínarliðið er nú komið í 16 liða
úrslit EHF-keppninnar en er fallið
úr þýsku bikarkeppninni eftir naumt
tap, 36:34, fyrir Flensburg. Á síðasta
keppnistímbili féll liðið einnig úr leik
í 16 liða úrslitum bikarsins og hafn-
aði í fimmta sæti í deildarkeppninni.
Engar ástæður gefnar upp
Yfirlýsing félagsins eftir hádegið í
gær þar uppsögnin er tilkynnt um
leið og greint er frá að „gamli ref-
urinn“ Velomir Petkovic taki við
þjálfun liðsins, er rýr í roðinu. Ekki
er getið um ástæður fyrir uppsögn
Erlings. Honum er þakkað fyrir
störf sín hjá liðinu og óskað velfarn-
aðar.
Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn
til Erlings um hádegisbilið í gær
vildi hann ekki staðfesta uppsögn-
ina, vísaði í væntanlega yfirlýsingu
félagsins, um leið og hann drap mál-
inu á dreif með umræðum um annað
óskylt mál.
Á þýsku vefmiðlum var hinsvegar
nefnt að Erlingur hafi ekki þótt
nógu líflegur á hliðarlínunni við
stjórn liðsins auk þess sem síðustu
sigrar liðsins, m.a. á Lemgo hafi
ekki þótt nógu stórir og sannfær-
andi. Slíkar skýringar á uppsögn
Erlings eru ekki merkilegar sé ein-
hver alvara á bak við þær.
Vissulega fór Erlingur sér í engu
óðslega við stjórn og þjálfun liðsins á
leikjum og í æfingum en ekki er
hægt að efast um þekkingu hans og
kunnáttu á sviði handknattleiks-
þjálfunar.
Skipti vísvitandi um hlutverk
Að baki uppsagnarinnar stendur
án vafa Bob Hanning, fram-
kvæmdastjóri félagsins. Hanning
hefur ráðið flestu sem hann hefur
viljað ráða hjá félaginu í meira en
áratug. Um leið er hann varaforseti
þýska handknattleikssambandsins
og virðist ekki mega sjá hljóðnema
án þess að tjá sig um allt milli himins
og jarðar sem tengist handbolta.
Hanning reyndi fyrir sér í þjálfun,
með misjöfnum árangri, áður en
hann tók að sér stjórn Berlínarliðs-
ins.
Erlingur tók við þjálfun Füchse
Berlín af Degi Sigurðssyni sumarið
2015 eftir að hafa þjálfað aust-
urríska liðið West Wien með athygl-
isverðum árangri um tveggja ára
skeið. Áður hafði Erlingur þjálfað
hér heima með afbragðsárangri m.a.
hjá HK og ÍBV, jafnt lið karla sem
kvenna. Erlingur þjálfaði karlalið
HK ásamt Kristni Guðmundssyni
þegar HK varð mörgum að óvörum
Íslandsmeistari í handknattleik
karla í fyrsta sinn vorið 2012.
Af bekknum og upp í stúku
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Dagur hafi talsverðu ráðið um að
Erlingur varð hans eftirmaður.
E.t.v. ekki með alveg fullum stuðn-
ingi Hannings. Á síðustu leiktíð sat
Hanning á varamannabekknum í öll-
um leikjum og virtist vera Erlingi
innan handar við stjórn liðsins. Við
upphaf núverandi keppnistímabils
brá svo við að Hanning var farinn
upp í stúku meðal áhorfenda. Heim-
ildarmaður Morgunblaðsins innan
þýsks handbolta sagði blaðamanni
fyrir nokkrum vikum að þessi breyt-
ing þýddi aðeins eitt: Hanning vildi
hafa borð fyrir báru svo hann gæti
gagnrýnt Erling og leik liðsins og í
framhaldinu látið Eyjamanninn taka
pokann sig þegar honum sýndist.
Hanning gæti ekki gagnrýnt Erling
eða leik liðsins ef hann hefði hönd í
bagga með stjórnun liðsins í leik.
Þar með væri Hanning að gera lítið
úr eigin verkum.
Hvernær var rétti tíminn?
Vandi Hanning var hinsvegar sá
að ekki var hægt að kvarta yfir ár-
angrinum innan vallar. Skellur fyrir
Kiel í Max-Schemling-halle í Berlín
fyrir fáeinum vikum er e.t.v. eini
slæmi leikurinn.
Þess vegna voru búnar til ein-
hverjar einfaldar ástæður eins getið
er um að framan í greininni um
stjórnunarstíl Erlings eða of litla
sigra til að leita að ástæðum til að
segja Erlingi upp þegar ekki var
hægt að kvarta yfir árangursleysi.
Um leið og eftirmaðurinn var fund-
inn, Velomir Petkovic, var látið til
skarar skríða. Á fundi Erlings með
forráðamönnum félagsins í fyrra-
kvöld, var Erlingi sagt að starfs-
krafta hans væri ekki lengur óskað
hjá liðinu.
Petkovic var rekinn frá 2. deildar
liði Eisenach á dögunum. Hann tek-
ur nú öðru sinni í röð við af búi Ís-
lendings því haustið 2014 varð
Petkovic eftirmaður Aðalsteins Eyj-
ólfssonar hjá Eisenach.
Sem fyrr segir þá er Hanning
einnig varaforseti þýska handknatt-
leikssambandsins. Hann réði mestu
um ráðningu Dags sem landsliðs-
þjálfara Þýskalands. Hanning hélt
þar og heldur enn um alla þræði.
Þegar Dagur ákvað að hætta þjálfun
þýska landsliðsins fyrir skömmu
varð vík milli vina, Hannings og
Dags. Þótt það sé e.t.v. langsótt þá
hvarf síðasta skjól Erlings hjá
Füchse þegar víkin milli Dags og
Hannings varð til.
Kannski ekki mjög óvænt
Engar ástæður gefnar upp fyrir brottrekstri Erlings frá Füchse Uppsögnin
hefur e.t.v. legið í loftinu frá upphafi leiktíðar Fór af bekknum upp í stúku
Morgunblaðið/Eva Björk
Berlín Erlingur Richardsson stýrði liði Füchse Berlín tvisvar til sigurs á
heimsmeistaramóti félagsliða og það er í fjórða sætinu í Þýskalandi.
Flest bendir til
þess að Hólmar
Örn Eyjólfsson,
landsliðs-
miðvörður í
knattspyrnu,
verði seldur frá
Noregsmeist-
urum Rosen-
borgar til Mac-
cabi Haifa í
Ísrael. Þetta full-
yrðir norski miðillinn Verdens
Gang, sem segir að kaupverðið
komi til með að nema um 10 millj-
ónum norskra króna, jafnvirði 130
milljóna íslenskra króna.
„Við höfum ekki rætt samning en
þeir eru búnir að bjóða tvisvar í
mig. Meira veit ég ekki og ég bíð
eftir því hvort félögin nái sam-
komulagi,“ sagði Hólmar við Morg-
unblaðið í gærkvöld.
Hólmar hefur síðustu tvær og
hálfa leiktíð leikið með Rosenborg
og átt ríkan þátt í mikilli velgengni
liðsins, en Rosenborg hefur orðið
tvöfaldur meistari tvö ár í röð.
„Hann hefur staðið sig mjög vel
fyrir okkur,“ sagði Stig Inge
Björnebye, íþróttastjóri Rosen-
borgar, við VG en vildi ekkert segja
um á hvaða stigi málið væri.
Fyrrverandi aðstoðarmaður
Ferguson nýi þjálfarinn?
Hólmar á eitt ár eftir af samningi
sínum við Rosenborg en hann kom
til félagsins frítt frá þýska félaginu
Bochum sumarið 2014.
Maccabi Haifa er eitt af stærstu
félögum Ísraels og hefur meðal
annars 12 sinnum orðið ísraelskur
meistari. Liðið er sem stendur í
þriðja sæti efstu deildar þar í landi
með 21 stig eftir 13 leiki, þremur
stigum á eftir Viðari Erni Kjart-
anssyni og félögum í Maccabi Tel
Aviv. Hapoel Be’er Sheva er þó
langefst með 34 stig.
Þjálfari Maccabi Haifa, síðan í
sumar, er René Muelensteen, sem
sennilega er þekktastur fyrir að
hafa verið aðstoðarmaður Sir Alex
Ferguson hjá Manchester United.
sindris@mbl.is
Hólmar til
Ísraels fyrir
130 milljónir?
Hólmar Örn
Eyjólfsson
Eftir þrettán leiki í röð án taps í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu, síðan 14. ágúst, varð Arsenal að sætta sig
við 2:1-ósigur gegn Everton á útivelli í gærkvöld. Það er
þó nánast með ólíkindum að Arsenal skyldi ekki ná í stig
úr leiknum því liðið fékk tvö dauðafæri í uppbótartíma
til að jafna metin, en varnarmenn Everton komust fyrir
boltann nánast á marklínu. Arsenal er því þremur stig-
um á eftir toppliði Chelsea sem á leik til góða.
Ashley Williams skoraði sigurmark Everton fimm
mínútum fyrir leikslok, eftir að Alexis Sánchez hafði
komið Arsenal yfir með sínu tólfta marki á leiktíðinni og
Séamus Coleman jafnað metin í fyrri hálfleik.
Fyrsta tapið í fjóra mánuði
Ashley
Williams
Eyjólfur Sverrisson hefur skrifað undir tveggja ára fram-
lengingu á samningi sínum og verður því áfram landsliðs-
þjálfari U21 árs landsliðs karla.
Eyjólfur tók við liðinu árið 2008, en hann stýrði því
einnig á árunum 2003-2005. Árið 2011 fór liðið í loka-
keppni EM í Danmörku, og var hársbreidd frá því að
tryggja sig inn á lokamótin 2015 og á næsta ári 2017.
Þá hefur Þorvaldur Örlygsson einnig framlengt samn-
ing sinn um að stýra U19 ára landsliði karla. Samningur
hans gildir einnig næstu tvö árin, auk þess sem Þorvaldur
mun starfa að fræðslumálum hjá KSÍ. Eyjólfur og Þor-
valdur eru báðir fyrrverandi landsliðsmenn.
Eyjólfur áfram í brúnni
Eyjólfur
Sverrisson