Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.12.2016, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 Kjartan HenryFinn- bogason, fram- herji Horsens, er í liði umferð- arinnar í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá danska blaðinu Tipsbladet. Kjartan Henry skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru í 3:0 sigri Hor- sens gegn AaB um síðustu helgi. Kjartan hefur skorað 6 mörk í 20 leikjum með Horsens á tímabilinu en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar nú þegar gert hefur verið hlé í deild- inni fram í miðjan febrúar.    Gunnhildur Gunnarsdóttir ogMartin Hermannsson hafa ver- ið valin körfuknattleiksfólk ársins 2016 af KKÍ. Gunnhildur er einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins og hún var fyrirliði og lykilleikmaður Snæfells á síðastliðnu tímabili þar sem liðið vann tvöfalt, varð bikar- og Íslandsmeistari. Martin var einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM, fékk viðurkenningar fyr- ir frammistöðuna með háskólaliði LIU Brooklyn og hefur farið mjög vel af stað sem atvinnumaður með Charleville í Frakklandi.    Juan AntonioPizzi, lands- liðsþjálfari Síle í knattspyrnu karla, hefur valið leikmannahópinn sem leikur í Kína- bikarnum í knatt- spyrnu eftir tæp- an mánuð. Um er að ræða fjögurra þjóða æfingamót þar sem Kína og Króatía taka einnig þátt. Eins og búast mátti við er stór- stjarnan Alexis Sánchez, leikmaður Arsenal, ekki í hópnum, en ekki er leikið á sérstökum landsleikjadögum á mótinu og því geta félög leikmanna neitað að hleypa þeim á mótið. Flest- ir í síleska hópnum leika því í heima- landi sínu, en í hópnum eru þó Edu- ardo Vargas, framherji Hoffenheim í Þýskalandi, Carlos Carmona úr Atalanta á Ítalíu, og þeir Ángelo Henríquez og Junior Fernandes sem leika með Dinamo Zagreb í Króatíu. Síle mætir Króatíu 11. jan- úar en Ísland mætir Kína degi fyrr. Sigurliðin mætast í úrslitaleik en tapliðin í leik um brons.    Robert Lewandowski, pólskimarkaskorarinn í þýska knatt- spyrnuliðinu Bayern München, hef- ur framlengt samning sinn við félag- ið til ársins 2021. Lewandowski hefur skorað 58 mörk í 77 leikjum fyrir Bayern í þýsku Bundesligunni en hann kom til félagsins frá Dort- mund sumarið 2014 og þar hafði hann þá skorað 74 mörk í 131 leik í deildinni. Enginn erlendur leik- maður hefur verið eins fljótur og hann að skora hundrað mörk í deild- inni. Fólk folk@mbl.is Í EGILSHÖLL Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir mikinn spennuleik í Egilshöll- inni í gærkvöldi hafa Akureyringar náð í fimm stig gegn Grafarvogsbúum á nokkrum dögum í Hertz-deild karla í íshokkí. Skautafélag Akureyrar hafði betur gegn Birninum, 4:3, eftir framlengdan leik. Jóhann Már Leifs- son gerði út um leikinn í framlenging- unni með skoti af fremur löngu færi eftir aðeins ellefu sekúndur. Liðin höfðu þá fengið sitt stigið hvort og eins og stigagjöfin kveður á um fékk SA aukastigið fyrir að hafa betur í framlengingunni. Akureyringar náðu 2:0 forskoti í fyrsta leikhluta með mörkum frá Andra Má Mikaelssyni og Birni Má Jakobssyni. Áður en leikhlutinn var allur hafði Adam Rosenberg minnkað muninn fyrir Björninn. Öll mörkin komu úr „power play“ eða með öðrum orðum í stöðu þar sem liðið sem fékk á sig mark hafði misst mann út af í 2 mínútur. Staðan var því 2:1 þar til annar leik- hluti var hálfnaður. Þá komst SA í góða stöðu þegar spilandi þjálfari þeirra, Jussi Sipponen, smellti pökkn- um upp í fjærhornið á 30. mínútu. Öll mörk SA í venjulegum leiktíma komu þegar liðið var manni fleira á ísnum. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan 3:1 en það átti eftir að breytast. Þungar sóknir Björninn skoraði ekki mark í tæpan hálftíma en þá komu tvö mörk eftir þungar sóknir. Í báðum tilfellum voru leikmenn Bjarnarins grimmari í frá- köstunum, fengu nokkrar skottilraun- ir og það bar árangur. Edmunds Ind- uss minnkaði muninn á 45. mínútu og Falur Birkir Guðnason jafnaði 3:3 á 50. mínútu. Finnski markvörðurinn Jussi Suvanto hafði þá varið í tvígang mjög vel í sömu sókninni en þurfti að sætta sig við að fá á sig mark en Finn- inn átti góðan leik í marki SA. Á þessum tíma virtist meðbyrinn vera með Birninum en liðinu tókst ekki að gera sér frekari mat úr því og ná öllum stigunum. Fyrir nokkrum dögum var Björn- inn tveimur stigum á undan SA en SA hafði betur á laugardaginn á Akur- eyri, 4:3, og nú með sömu markatölu en eftir framlengdan leik. Fyrir vikið er SA nú tveimur stigum á undan Birninum í öðru sæti deildarinnar með 19 stig. Allt skiptir þetta miklu máli því annað sætið gefur sæti í úr- slitakeppninni um Íslandsmeistaratit- ilinn. Esja langefst í deildinni Esja er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitunum en liðið er lang- efst í deildinni með 32 stig. Esja vann SR í gærkvöldi 4:1 í Laugardalnum en leikmenn liðanna hafa væntanlega nálgast leikinn með öðrum hætti en á laugardaginn þegar Esja vann 13:6. SR komst yfir í leiknum í kvöld líkt og á laugardag, þegar Styrmir Maack skoraði strax á annarri mínútu. Styrmir hefur verið nokkuð atkvæða- mikill í vetur en þetta var hans sjötta mark í deildinni. Það tók Esju hins vegar ekki nema átján sekúndur að jafna metin, en þar var að verki Björn Sigurðarson. Í öðrum leikhluta náði Esja forystu þegar Matthías Sigurðsson skoraði, en í þriðja og síðasta hluta gulltryggði Esja sigurinn með mörkum Steindórs Ingasonar og Egils Þormóðssonar. Útlit fyrir mikla baráttu Morgunblaðið/Golli Mark Björn Már Jakobsson sendir pökkinn í mark Bjarnarins í Egilshöllinni í gærkvöldi.  Akureyringar komu vel út úr leikjunum tveimur gegn Birninum  Eru tveimur stigum fyrir ofan  Esja heldur áfram að safna stigum  Vann SR aftur Frjálsíþróttasamband Íslands fékk 1 milljón króna í styrk þegar úthlutað var úr styrktar- sjóði Íslandsbanka og ÍSÍ í gær. FRÍ var eina sérsambandið sem fékk styrk en aðrir styrkir voru stílaðir á einstaklinga og nam heildar- upphæðin 2,5 milljónum króna. Peningarnir eru ætlaðir til að auðvelda íþróttafólkinu að fara til útlanda í æfinga- og keppnisferðir. Samkvæmisdansparið Kristinn Þór Sig- urðsson og Lilja Rún Gísladóttir fékk 500.000 krónur, en þau unnu meðal annars sterkt, al- þjóðlegt mót í Englandi á árinu sem er að líða. Kylfingarnir Saga Traustadóttir og Ingvar Andri Magnússon fengu 250.000 krónur hvort, líkt og badmintonspilarinn Kristófer Darri Finnsson og skylmingakappinn Andri Nikolaysson Mateev, en öll þykja þau afar efnileg í sinni grein. sindris@mbl.is FRÍ fékk milljón í styrk Andri Nikolaysson Mateev Afrekskylfingurinn Ólafía Þórunn Krist- insdóttir mun gangast undir aðgerð á fimmtudaginn og tekur sér frí frá æfingum yfir jól og áramót. Frá þessu er greint á vef Golfsambandsins. Ólafía tjáði mbl.is á dögunum að hún hefði greinst með skakkt bit þegar hún var 19 ára. Ekki er talið ráðlagt að láta laga slíkt með aðgerð fyrr en fólk er orðið fullvaxta. Síðustu misserin hefur Ólafía leitað að heppilegum tímapunkti til að fara í aðgerð án þess að það myndi trufla atvinnumennskuna í íþróttinni um of. Hún mun því taka það rólega yfir jól á áramót en heldur utan í janúar og keppir væntanlega í fyrsta skipti á LPGA-mótaröð- inni í lok janúar. kris@mbl.is Fer í aðgerð á morgun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Marvin Valdimarsson verður frá keppni næstu 4-6 vikurnar eftir að hafa handarbrotnað í leik með Stjörnunni gegn Haukum í Dominos- deildinni í körfubolta síðastliðinn föstudag. Þetta staðfesti Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við vefmiðilinn Karfan.is í gær. Marvin missir því af stórleiknum við KR ann- að kvöld og sennilega af að minnsta kosti fyrstu leikjum Stjörnunnar eftir jólafríið, gegn Þór Akureyri 5. janúar og ÍR viku síðar. Stjarnan hefur hins vegar fengið Tómas Þórð Hilmarsson aftur í sínar raðir, eftir hálfs árs dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann lék með liði Francis Mar- ion-háskólans. Tómas er strax gjaldgengur með Garðabæjarlið- inu því hann er enn skráður leikmaður Stjörnunnar þar sem ekki þarf félagaskipti yfir í bandaríska háskóla. sport@mbl.is Án Marvins í stórleik Marvin Valdimarsson Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, getur slakað á í dag þegar liðið mætir Tékklandi í lokaumferð milliriðla- keppninnar á EM í Svíþjóð. Noregur hefur þegar tryggt sér efsta sætið í millriðli 2, með því að vinna alla fjóra leiki sína til þessa. Liðið mátti hafa fyrir sigrinum á Ungverjalandi í gær en leikurinn endaði 24:23. Það er því ljóst að Noregur mætir liðinu úr 2. sæti milliriðls 2 í undan- úrslitunum, en það verður Holland, Frakkland eða Þýskaland. „Þetta er flott. Við höfum náð yfir- lýstu markmiði okkar, sem er það að kvennalandsliðið skuli keppa um verð- laun á öllum mótum,“ sagði Þórir við VG. „Svo veit ég að bæði þjálfarar og leikmenn eiga sér draum um meira, en þá þurfum við meiri stöðugleika og betra flæði í okkar leik,“ sagði Þórir. Vonir ólympíumeistara Rússa um að komast í undanúrslitin urðu að engu þegar liðið gerði jafntefli við Danmörku í gær, 26:26. Rússar fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í sjö sekúndna lokasókn en köstuðu boltanum frá sér. Danir mæta Rúmenum í dag kl. 17:30 í leik sem ræður úrslitum um það hvort liðið fer með Noregi í und- anúrslit mótsins. Rúmenum dugir jafntefli eftir að hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum. Þeir unnu Tékka í gær, 30:28, þar sem Cristina Neagu skoraði 10 mörk fyrir Rúmen- íu, þriðja leikinn í röð. sindris@mbl.is Þórir fær andrými fyrir undanúrslit AFP Mark Emilie Hegh Arntzen fagnar einu fimm marka sinna fyrir Noreg í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.