Morgunblaðið - 14.12.2016, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016
Það er sárt að vera sagt upp
störfum eftir að hafa lagt sig
fram af bestu getu og hreinlega
helgað sig starfinu daginn út og
inn, mánuðum og árum saman.
Kröfurnar eru miklar og álagið á
tíðum gífurlegt í nýju umhverfi
þar sem nauðsynlegt er að læra
nýtt tungumál og halda um leið
um alla þræði.
Árangur þessarar vinnu
hefur verið afar góður. Margir
sigrar unnist og verðlaun, af-
rakstur erfiðis, falla í skaut. Sig-
urstundirnar eru sætar og bæta
upp vonbrigðin sem eru einnig
óhjákvæmileg.
Í gær var íslenskum þjálfara
sagt upp hjá þýsku handknatt-
leiksliði. Fyrstu fréttir voru óljós-
ar og óstaðfestar. Var þá ekki
rétt að leita staðfestingar af
fyrstu hendi? Það var ekki eins
og svona nokkuð hefði ekki átt
sér stað áður eða að skilning
vantaði hjá þeim sem hringdi á
að aðstæður þess sem hringt var
í væru ekki eins og best yrði á
kosið.
Í stað þess að fá skýrt svar við
einfaldri spurningu sem kurt-
eislega var borin var fram var
svarað með ónotum sem komu
málinu ekki við.
Sá sem hringdi hefur svo sem
oft á ferli sínum staðið í sömu
sporum áður. Þetta eru ekki
ánægjulegustu símtölin, svo
sannarlega. Stundum biðjast
menn undan því að tjá sig. Ekk-
ert er sjálfsagðara en að verða
við þeirri ósk. Aðrir hafa slökkt á
símum sínum eða eru með hann
opinn og staðfesta fregnirnar en
vilja e.t.v. ekki tjá sig að öðru
leyti. Til eru þeir sem vilja heldur
senda skilaboð eða óska eftir
umþóttunartíma. Aðrir brosa
gegnum tárin. Reyndur þjálfari
sagði eitt sinn að enginn yrði al-
vöruþjálfari nema að hafa verið
rekinn a.m.k. einu sinni.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Hjörtur Hermannsson, hinn 21 árs
gamli leikmaður danska liðsins
Bröndby, hefur svo sannarlega
stimplað sig vel inn í dönsku úr-
valsdeildina á tímabilinu. Hjörtur,
sem gekk í raðir liðsins í sumar
eftir stutta viðveru hjá Gautaborg í
Svíþjóð, hefur verið fastamaður í
hjarta varnarinnar hjá Bröndby-
liðinu, sem er í öðru sæti nú þegar
skollið er á vetrarhlé í deildinni.
Bröndby er níu stigum á eftir
meistaraliði FC Köbenhavn eftir 21
umferð og hefur tíu stiga forskot á
Midtjylland og Randers sem eru í
3.-4. sætinu.
Hefur gengið vonum framar
,,Það hefur gengið vonum framar
hjá okkur á tímabilinu. Bröndby
hefur verið í lægð síðustu árin og í
sumar voru gerðar umtalsverðar
breytingar á nær öllum sviðum.
Það var skipt um þjálfara, það kom
nýr formaður og það urðu miklar
breytingar á leikmannahópnum.
Það má segja að ég hafi komið inn
í nýtt umhverfi hjá liðinu í sumar
og þetta hefur bara gengið virki-
lega vel. Við erum kannski aðeins
lengra frá FC Köbenhavn en við
vildum vera en við höfum komið
okkur vel fyrir í öðru sætinu. FC
Köbenhavn er í algjörum sérflokki
í ár. Mannskapurinn þar er hreint
ótrúlega sterkur og það sést best á
því að margir landsliðsmenn hafa
ekki einu sinni náð að komast á
bekkinn. Við virðumst þó vera eina
liðið sem getur haldið í við FC Kö-
benhavn,“ sagði Hjörtur við Morg-
unblaðið.
Hjörtur gekk til liðs við Bröndby
eftir Evrópumótið í Frakklandi í
sumar og gerði þriggja ára samn-
ing við liðið. Hann var í láni hjá
Gautaborg í nokkra mánuði frá hol-
lenska liðinu PSV en ungur að ár-
um fór hann til Hollands frá Fylki,
sem hann er uppalinn hjá, og lék
með unglingaliði PSV og svo með
varaliði félagsins í næstefstu deild.
Eiga erfitt með pressu-
fótboltann okkar
Hjörtur er mjög ánægður í her-
búðum Bröndby og segist hafa
komið sér vel fyrir í Kaupmanna-
höfn. ,,Við spilum pressufótbolta út
um allan völl. Við erum með þýsk-
an þjálfara sem leggur línurnar, en
hann var áður með Leipzig í
Þýskalandi. Flest liðin í deildinni
hafa átt í erfiðleikum að spila gegn
þessari miklu pressu þar sem við
hlaupum eins og óðir menn út um
allan völl. Persónulega hefur mér
gengið mjög vel. Eftir góðan tíma
hjá Gautaborg langaði mig að halda
áfram að spila. Ég sá möguleika
hjá Bröndby og ég var fljótur að
aðlagast hlutunum. Ég hef spilað
nánast alla leiki og við höfum feng-
ið á okkur næstfæst mörk af öllum
liðum í deildinni. Við höfum spilað
vel saman sem ein heild í öftustu
línu og mér líður mjög vel í þessu
umhverfi. Það er frábært tækifæri
að fá að spila á Bröndby Stadion
og ég tel að við eigum eina bestu
stuðningsmennina á Norðurlönd-
unum. Maður finnur að Bröndby er
sögufrægt félag sem á sér mikla
hefð og ég er virkilega ánægður að
vera hluti af þessu liði og í þeim
uppgangi sem á sér stað hjá liðinu.
Það eru mjög jákvæðir straumar í
kringum félagið og nú verðum við
bara að halda áfram á sömu braut
og innsigla í það minnsta silfrið á
næsta ári,“ segir Hjörtur.
Fékk góða kennslu í Hollandi
Hjörtur segir að sá skóli sem
hann fékk í Hollandi hafi komið
honum vel. ,,Menn hér tala um það
að ég hafi fengið góða kennslu í
Hollandi en einhvern tímann verða
drengir að verða að mönnum. Þetta
er svolítill drengjafótbolti á köflum
í Hollandi. Hér er harkan meiri og
maður hefur þurft að taka skref
fram á við og ég á eftir að taka
fleiri skref. Það er erfitt fyrir mig
að segja hvort danska deildin er
sterkari en sú sænska, þar sem ég
var stutt í Svíþjóð. Deildin hér í
Danmörku er jafnari og færri áber-
andi slök lið. Til að mynda höfum
við misst af nokkrum stigum á móti
botnliðunum í deildinni og það hafa
fleiri lið gert, eins og Randers sem
tapaði um síðustu helgi fyrir Esb-
jerg. Hér getur allt gerst nema að
FC Köbenhavn tapar ekki leik,“
sagði Hjörtur.
Keppni eftir vetrarhlé hefst rétt
eftir miðjan febrúar og fyrsti leikur
Bröndby verður á Parken í Kaup-
mannahöfn á móti toppliði FC
Köbenhavn.
,,Nú er svona innan gæsalappa
smá sumarfrí hjá okkur. Við fáum
tíma fram í miðjan janúar til að
hlaða batteríin. Við förum svo í lok
janúar í æfingaferð til Dubai þar
sem við búum okkur undir seinni
hlutann af tímabilinu,“ segir Hjört-
ur, sem ætlar að eyða jólunum á
Íslandi. ,,Það eru engin jól nema
þau séu íslensk,“ segir Hjörtur.
Alltaf verið að
fylgjast með manni
Spurður hvort hann sjái fyrir sér
að spila með Bröndby næstu árin
segir Hjörtur; ,,Það verður bara að
koma í ljós. Maður veit aldrei hvað
framtíðin ber í skauti sér. Það er
undir manni sjálfum komið hvað
tekur við. Það er alltaf verið að
fylgjast með manni svo ef maður
spilar vel er aldrei að vita hvað
gerist. Mér líður afskaplega vel hjá
Bröndby og get alveg séð fyrir mér
að vera hérna áfram. Það er alveg
klárt mál að ég get tekið mörg
skref áfram sem fótboltamaður
hérna en hvort ég verð hjá liðinu í
þrjú ár verður bara að koma í ljós.
Ég hef komið mér rosalega vel fyr-
ir í Kaupmannahöfn og ég er ekk-
ert að flýta mér að fara eitthvert
annað. Nú, ef eitthvað kemur inn á
borðið þá skoða ég það.“
Hef áhuga á því að
verða landsliðsmaður
Hjörtur var fyrirliði U21 árs
landsliðsins sem missti naumlega af
sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins
en hann hefur fengið smjörþefinn
af A-landsliðinu og var í EM-
hópnum sem tók þátt í ævintýrinu í
Frakklandi í sumar. Hjörtur hefur
komið við sögu í þremur A-
landsleikjum, sem allir hafa verið
vináttuleikir.
,,Það helst í hendur að spila vel
með félagsliði sínu og fá tækifæri
með landsliðinu. Ég fer ekkert
leynt með það að ég hef áhuga á að
verða landsliðsmaður. Ég hef að-
eins fengið að kynnast landsliðinu
og ég finn fyrir því að ég er nálægt
því en ég geri mér grein fyrir því
að við Íslendingar eigum marga
frábæra fótboltamenn og sam-
keppnin er gríðarlega hörð. Ég vil
vera í þessari samkeppni og hafa
betur í henni. Meiðsli voru svolítið
að loða við mig í upphafi ferilsins
en ég hef verið nánast meiðslalaus
á þessu ári, er bara í toppstandi og
iða í skinninu að byrja að spila aft-
ur með Bröndby í febrúar,“ sagði
Hjörtur.
Einhvern tímann verða
drengir að verða að mönnum
Hjörtur Hermannsson hefur stimplað sig vel inn í dönsku úrvalsdeildina Fastamaður í Bröndby
sem er í öðru sæti Fljótur að aðlagast Jákvæðir straumar í kringum félagið
Ljósmynd/Bröndbyernes IF
Bröndby Hjörtur Hermannsson á fullri ferð í leik með Bröndby í úrvalsdeildinni. Hann vann sér strax fast sæti í
vörn Kaupmannahafnarliðsins, sem er í öðru sætinu í Danmörku, á eftir grönnum sínum í FC Köbenhavn.
Hjörtur Hermannsson
» Hann er 21 árs, fæddur 8.
febrúar 1995, og kom 16 ára
inn í lið Fylkis árið 2011.
» Hjörtur spilaði 12 leiki í úr-
valsdeildinni og skoraði eitt
mark en var seldur til PSV í
Hollandi sumarið 2012.
» Hann lék hálft þriðja tímabil
með Jong PSV, varaliði félags-
ins, í næstefstu deild en var
lánaður til Gautaborgar
snemma á þessu ári.
» Hjörtur gekk síðan til liðs
við Bröndby í júlí og samdi til
þriggja ára. Hann hefur spilað
19 af 21 leik liðsins í úrvals-
deildinni á tímabilinu, alla í
byrjunarliði, og skorað eitt
mark.
» Hjörtur var í EM-hópi Ís-
lands í sumar. Hann hefur spil-
að þrjá A-landsleiki og 59 leiki
með yngri landsliðunum og
verið fyrirliði þeirra allra.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frakkland Hjörtur Hermannsson var í landsliðshópnum á EM í sumar og er
hér á leið til sætis á varamannabekknum fyrir leikinn gegn Frökkum.