Berklavörn - 01.06.1939, Page 5

Berklavörn - 01.06.1939, Page 5
berklanna. Utrýming ÁVARP S.Í.B.S. Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað að Vífilsstöðum dagana 23.—24. okt- óber 1938, og er því tæplega ársgamalt nú. Á öllum berklahælum landsins hafa þegar verið stofnuð félög, sem ailur þorri hælissjúkl- inga er skipulagður í. Auk þessa eru í stofn- un eða þegar stofnuð sambandsfélög í flest- um stærstu bæjum landsins, og berst nú sam- bandrnu talsverð liðsbót styrktarmeðlima úr hópi hinna hraustu. Sambandið telur sig fremst af öUu banda- mann og samherja íslenzkrar læknastéttar og þeirra, er fara með völd í heilbrigðismálum þjóðarinnar, enda eru kjörorð þess: þ ÚTRÝMING BERKLAVEIKINNAR Or landinu. S.Í.B.S. er félagsskapur berklasjúklinga, sem berst fyrir bættum kjörum og þjóðfélags- legum réttindum þeirra, eins og efni leyfa, jafnt utan sem innan sjúkrahúsa, með heil- brigðis- og menningarlega velferð þeirra í huga. Þessi félagsskapur berst m.a. gegn því, að sá maður, sem á einhvern hátt hefir lamazt á BEEKLAVÖEN líkamskröftum af völdum berklanna, þurfi að verða þjóð sinni byrði eða að einskonar rek- aldi milli heimilisvistar og hælisvistar, eins og fjöidi dæma hefir sýnt fram að þessu. — Þvert á móti telur hann það eitt af höfuð- verkefnum sínum, að halda uppi rétti þessa fólks til þeirrar vinnu, sem heilsu þess er ekki skaðleg, svo að því gefist kostur á að verða sjálfbjarga þjóðfélagsþegnar. Mun sambandið beita sér af alefli fyrir því, að framkvæmd verði hugmyndin um að reisa vinnunámskeið í sambandi við berklahæli landsins á sama tíma og útskrifuðum berkla- sjúklingum yrði séð fyrir verkefnum með tii- liti til þeirrar kunnáttu, sem þeir hefðu aflað sér á hælunum. Hér hafa verið talin nokkur atriði, sem marka stefnu og höfuðtilgang þessa félags- skapar. Allir hugsandi og þjóðhollir menn hljóta að leggja þessum málum lið sitt og óska þeim sigurs. S.Í.B.S. safnar undir merki sitt öllum, sem unna þessum málum, án tillits til stjórnmála- eða iífsskoðana, — jafnt hraustum sem ónraustum. Sambandið gerir sitt ýtrasta til þess, að allir þeir, sem eru eða hafa verið 1

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.