Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 7
báða vængi, enda vöknuðu menn við vond-
an draum og sáu, að í óefni var komið.
Ekki bætti það úr skák, að sjúkrahúsa-
kostur landsins var afar lítilfjörlegur, svo
að ekki var hægurinn hjá að hjúkra sjúkl-
ingunum og einangra þá, sem þurfti. Eðli-
lega kom það í hlut læknanna, öðrum
fremur, að beita sér fyrir vörnum gegn
þessari miklu og mannskæðu plágu, og
má telja, að Guðmundur læknir Björns-
son hafi verið herforinginn, enda er dugn-
aður þessa merka framfaramanns í þessu
máli og öðru í fersku minni. Var hann
forgöngumaður þess, að Heilsuhælisfélag-
ið var stofnað 1906, og voru undirtektir
landsmanna mjög góðar og safnaðist all-
mikið fé, ekki aðeins hér á landi, heldur
einnig meðal Islendinga í Vesturheimi,
og þess má geta, að Oddfellowfélagið í
Reykjavík veitti góða aðstoð til þessarar
félagsstofnunar.
Þessar góðu undirtektir urðu til þess að
hafizt var handa um byggingu heilsu-
hælis, og var ákveðið að reisa það á Vífils-
stöðum, og var hornsteinninn lagður 31.
maí 1909, og þegar á næsta ári, í sept.
1910, gat hælið tekið við fyrstu sjúkling-
unum. Það má telja víst, að ef Heilsuhæl-
isfélagsins hefði ekki notið við, þá hefði
það dregist — hver veit hvað lengi? — að
fyrsta íslenzka heilsuhælið yrði reist,
og hefði sá dráttur orðið til mikill-
ar tálmunar fyrir berklavarnir vorar, því
skjótra úrræða var þörf vegna sívaxandi
útbreiðslu veikinnar. Að vísu var félagið
ekki þess megnugt, að standa undir bygg-
ingarkostnaðinum nema að nokkru leyti
— meiri hlutann varð ríkissjóður að bera
— en féiagið sýndi og skapaði þjóðar-
viljann í þessu máli með markvissum
áróðri, og þegar hælið tók til starfa, var
aðalmarkinu náð, enda lifði félagið ekki
lengi úr því. Saga þess var stutt, en glæsi-
leg og áhrifarík.
Ríkið tók að sér rekstur hælisins 1.
BBRKLAVÖEN
Andrés Straumland:
S. I. B. S.
og sfarfscmi [dcss.
Samband íslenzkra berklasjúklinga. —
Mörgum kann að finnast nafnið hljóma
einkennilega í eyrum, og víst er um það,
að félagsskapur meðal sjúkra manna er ó-
venjulegur, að minnsta kosti hér á landi.
Forsaga S. 1. B. S. er sú, að ýmsir víðsýn-
ir áhugamenn, er dvöldu sem sjúklingar á
heilsuhælum landsins, fóru að brjóta heil-
ann um það, hvort sjúklingarnir sjálfir
gætu ekki orðið virkir liðsmenn í barátt-
unni gegn berklunum, í stað þess að vera
þar aðeins þolendur. Þeir fundu sárt til
jan. 1916, og síðan hafa mörg og ný hús
verið reist á Vífilsstöðum, hið síðasta í
fyrrasumar, og hælið endurbætt á ýmsa
lund, innan húss og utan, og verður það
ekki rakið hér. Vil ég aðeins benda á það,
að upphaflega var rúm fyrir 80 sjúkl-
inga, en hin síðari árin hafa rúmin verið
að jafnaði 150—160.
Að endingu þetta: Ég þykist hafa ástæðu
til að ætla, að heilsuhælið á Vífilsstöðum
eigi einhvern þátt í því, að framrás
berklaveikinnar hefir verið stöðvuð síð-
asta aldarfjórðunginn,1) enda eru heilsu-
hæli vitanlega ómissandi þáttur í berkla-
vörnum, ekki aðeins með því að lækna
veikina, hjúkra sjúklingum og einangra
þá, meðan þeir eru smitandi, heldur eru
hælin miðstöðvar, sem útbreiða þekkingu
á sjúkdómnum og skynsamlegum smit-
vörnum — og góðrar heilbrigðisreglu yfir-
leitt.
1) Prá 1911—1932 var hinn árlegi berkladauði
(miðaður við 1000 landsmanna) h. u. b. eins, þeg-
ar 5 ár eru talin saman og meðaltal tekið, þ. e.
2 af þúsundi, en 1933 lækkuðu tölurnar niður í
1,5 og síðan enn meir, niður í 1,3.
3