Berklavörn - 01.06.1939, Síða 10
það félag yrði deild úr Kaupmannahafnar
félaginu, því að Stauning mundi taka
betur í umbótatillögur íslenzkra berkla-
sjúklinga, ef þeir hefðu Hafnarfélagið að
bakhjarli. — En sleppum slíku gamni.
Síðan ég kynntist þessum danska fé-
lagsskap hefir mér oft dottið í hug, að
félag berklasjúklinga gæti stutt að fram-
gangi ýmissa nytjamála, og að ætlunar-
verk þess væri ekki það, að fullnægja
dutlungum einstakra sjúldinga, heldur að
vinna að hagsmunamálum sjúklinga með
fullu tilliti til hagsmuna þjóðarinnar í
heild.
Ég geri ráð fyrir, að telja megi upp
ýms mál, sem félag berklasjúklinga geti
haft heppileg áhrif á. Ég ætla aðeins að
nefna tvö þeirra.
Hið svonefnda krónugjald er, eins og
kunnugt er, fólgið í því, að berklasjúkl-
ingar eiga að greiða i/s hluta af dvalar-
kostnaði á sjúkrahúsum, og ef þeir eða
aðstandendur þeirra geta ekki innt þetta
gjald af höndum, þá á viðkomandi hrepps-
félag að greiða það. Reynslan sýnir, að
krónugjaldið greiðist að miklu leyti af
sveitafélögunum, enda mun það vera hefð,
að sjúkrahúsin innheimti þetta gjald.hjá
bæjar- og sveitafél., en þau eiga svo endur-
kröfurétt til þess hjá viðkomandi sjúkl-
ingum. Ég geri ráð fyrir, að fæst sveita-
félög gangi ríkt eftir krónugjaldinu, enda
af eðlilegum ástæðum ekkert af flestum
berklasjúklingum að hafa. Þó kemur það
fyrir, að sjúklingar vilji útskrifast óeðli-
lega snemma af hælum vegna gjalds þessa,
og er það vitanlega varhugavert, ef um
smitandi sjúklinga er að ræða. Um
Reykjavíkurbæ er mér sagt, að hann inn-
heimti alls ekki krónugjaldið hjá sjúkl-
ingum sínum, af því að það svari ekki
kostnaði.
Af þessu má draga þessar ályktanir:
Að svo lítill hluti krónugjaldsins inn-
heimtist hjá sjúklingunum sjálfum, að það
hafi enga praktiska þýðingu fyrir rekst-
ur sjúkrahúsanna, og að sá hluti þess, sem
greiddur er af sveitafélögunum, geri
marga sjálfbjarga sjúklinga að styrkþeg-
um sveitar sinnar. Er það bæði viðkvæmt
mál og óheppilegt af því opinbera, að
stuðla að fjölgun þeirra styrkþega.
Ef ríkissjóður má ekki missa af þessu
krónugjaldi, þá er samt til lausn á þessu
máli, sem allir geta við unað, en hún er,
að krónugjaldið innheimtist úr sýslusjóð-
um og sé óendurkræft. Reykjavíkurbær
hefir gefið fordæmið.
Annað mál, sem ég vildi minnast á,
er efnahagsskýrslur sjúklinga. Árið 1988
var Vífilsstaðahæli send skrá yfir alla
sjúklinga, sem efnahagsskýrslur höfðu
verið gefnar út fyrir næstu tvö árin á
undan. Þessi skrá tók til ca. 950 sjúkl-
inga. Af þeim hafði stjómarráðið úr-
skurðað alla styrkhæfa, nema 13 sjúkl-
inga.
Ég þekkti persónulega 4 eða fimm af
þessum 13 sjúklingum, og ég efast um,
að nokkur þeirra hafi greitt dvalarkostn-
BERKLAVÖRN