Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 12

Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 12
mér að koma því til leiðar, að áhrifamenn úr öllum stjórnmálaflokkum gengu saman til forgöngu um stofnun Heilsuhælisfélags Norðurlands. Var Ragnar Ólafsson kon- súll, hinn alkunni fjárafla- og mannúðar- maður, kjörinn formaður félagsins. Ýmsir aðrir af pólitískum andstæðingum mínum gengu og þar fram ótrauðir í fylkingu, og má þar til nefna Hallgrím Davíðsson kaup- mann, en þessir menn eru nú báðir dánir. Eins og kunnugt er, var Heilsuhælisfé- lag Norðurlands stofnað á fjölmennum fundi í samkomuhúsi Akureyrar 22. febr. 1925. Fjársöfnun var hafin á Akureyri og um allt Norðurland, og safnaðist þegar stórfé. Málið hlaut almennan stuðning þjóðarinnar og Alþingis, og ekki sízt okkar þáverandi ágæta landlæknis, Guðmundar Björnssonar, allt til samans með þeim á- rangri, að Kristneshælið reis af grunni með slíkum myndarskap, sem raun varð á. Hér er ekki rúm til að rekja þessa sögu lengri. En í mínum persónulegu endur- minningum um sársauka minn vegna þess afhroðs, sem ég og aðrir hafa goldið af völdum berklaveikinnar, er engin endur- minning ljúfari og þakksamlegri en þessi. Ég minnist þess, hversu mínir harðvítug- ustu andstæðingar í öðrum efnum tóku hlý- lega í hönd mína, er ég bar fram þetta er- indi mannúðarinnar og hjálpræðisins fyrir okkar þjóð. Þá fann ég það, að við múra þeirra virkja, sem okkur tekst að reisa til varnar gegn þeim hættum, sem steðja að okkur öllum jafnt, mætumst við öll. Því að þegar hús náungans brennur, þá er okk- ar hætt. I dag hefir ógæfan heimsótt ná- granna þinn, lagt heimili hans í rústir og slegið hann sárum, sem blæða næstum því til ólífis. .En á morgun kemur röðin að þér. Þess vegna mætumst við öll við þessa múra. Óskar Einarsson: Fastari tök. „Barátta okkar við berklaveikina er oklc- ar litla stríð, og’ mætti verða sig'ursælt ... ef vér leggjum oss fram“. Meðan stórþjóðirnar nota alla tækni nú- tímans til þess að eyða, myrða og valda hver annarri eins miklum sársauka og hörmungum og hugsast getur, kann að þykja lítilsvert um líf og líðan nokkurra berklasjúklinga úti á hala veraldar. Bar- átta þeirra og okkar allra við berklaveik- ina er okkar litla stríð, og mætti verða sig- ursælt stríð, ef vér legðum okkur fram. Að ýmsu leyti hefir orðið mikil fram- för í baráttu vorri frá því, sem áður var, en það starf er að mjög miklu leyti unnið innan veggja heilsuhæla og spítala, en að of litlu leyti utan þeirra, þótt á þessu sé nú að verða breyting, sérstaklegaí Reykja- vík. Starf þetta sýnir sig í því, að miklu fleiri ná nú orðið nokkrum eða fullum bata en áður, og dánartala berklaveikra fer nú ört lækkandi. En þrátt fyrir lækk- andi dánartölu, sýnist tala þeirra, er leita þurfa hælisvistar, ekki lækka að sama skapi, svo að vafi getur enn leikið á því, hvort berklaveikin sé í verulegri rénun. Takmark berklabaráttu hlýtur ekki ein- ungis að vera að koma í veg fyrir, að fólk deyi úr berklaveiki, heldur fyrst og fremst að koma í veg fyrir, að fólk sýk- ist af völdurn hennar. Meðal annars í því skyni að minna á, að berklaveikin á íslandi sé enn mjög al- varlegur sjúkdómur, hefi ég tekið upp nokkrar tölur úr æfi þeirra 76 sjúklinga, sem dáið hafa síðastir hér á Vífilsstaða- hæli úr lungnatæringu. Meðalaldur þessa fólks var rúmlega 28 ár. Yngsti sjúkling- urinn var 10 ára, en sá elzti 56 ára, en langflestir voru á fyrstu blómaárum lífs- 8 ,i BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.