Berklavörn - 01.06.1939, Page 13
ins, þegar þeir létust. Hver þessara sjúkl-
inga hafði að meðaltali hálfum mánuði
betur en tvö ár á hæli og spítölum, en
tæp 31/2 ár (3,486) höfðu þeir verið ó-
vinnufærir, þ. e. hvorki getað unnið fyrir
sér eða sínum. Nú deyja ca. 100 menn og
konur hér árlega úr lungnaberklum. Gildi
ofangreindar tölur fyrir þá alla, má hæg-
lega reikna út, hve miklu þjóðfélaginu
blæðir við margra ára veikindi og missi
þessa fólks. Auk þess mun tjón það, er
vinir 0g vandamenn þessara sjúklinga
verða fyrir, seint með tölum talið.
Ég vil ennfremur geta þess, að mér
taldist svo til, að framangreindir sjúkl-
ingar hefðu lifað í sjö ár frá því að þeir
veiktust fyrst (þar með ekki talin fáein
tilfelli, er virðast hafa veikst í æsku, en
ná svo fullum bata um margra ára skeið)1.
Fyrstu veikindaeinkennin voru oft brjóst-
himnubólga, og að minnsta kosti 45 þessara
sjúklinga, eða mjög mikill hluti, höfðu
smitast af nánustu vandamönnum og
komu frá heimilum, sem berklaveiki hafði
gert vart við sig á.
Loks taldist mér svo til, að sjúklingar
BERKLAVÖRN
þessir hefðu verið smitandi í 3*4 ár, eða
álíka langan tíma og þeir töldust óvinnu-
færir. Ekki taldi ég þó sjúkling óvinnu-
færan, þótt hann væri smitandi, ef hann
hafði unnið þrátt fyrir það. Vissulega
geta margir smitandi menn verið vinnu-
færir og ósmitandi menn óvinnufærir (t.
d. brjósthimnubólgusjúklingar)'. Af þessu
hálfu fjórða ári, er sjúklingarnir gengu
með smit, dvöldu þeir, eins og áður er
sagt, tvö ár og fjórtán daga á sjúkra-
húsum, en nærri 1*4 ár meðal annars
fólks úti í lífinu, ýmist með eða án vit-
undar um hættu þá, sem af þeim stafaði.
Fyrir þjóðfélagið sjálft er þetta vafa-
laust langdrýgsti tíminn í veikindum
sjúklinganna, því að eftirtíminn einn fær
að vita um öll nýju tilfellin, sem sáð
hefir verið til á þessum tíma, einkum og
sérstaklega á meðan þeim enn var ekki
kunnugt um sjúkdóm sinn.
Berklaveikin er að vísu smitandi sjúk-
dómur, en þó mjög fjarri því að vera
bráðsmitandi. Það þarf langoftast náin
og langvinn mök við bráðsmitandi mann,
til þess að sýkjast svo mikið, að til al-
varlegra veikinda dragi. Smitandi maður
myndar þó alltaf fyrr eða síðar hreiður
af berklasmituðu eða berklaveiku fólki
meðal sinna nánustu vandamanna. Batni
honum eða hann hverfi brott, batnar hin-
um mjög oft af sjálfu sér, og veikin deyr
út smám saman.
Þannig hefir berklaveikin oft sézt
hverfa í einstöku fjölskyldum og í heil-
um sveitum, og þannig gæti hún einnig
horfið öllu okkar litla þjóðfélagi. Að
berklaveikin hverfi, hlýtur jafnan að
verða æðsta mark hvers félagsskapar, er
lætur sig þessi mál nokkru skipta.
Mest smithætta stafar af þeim mönn-
um, er genga með smit árum saman, án
þess að kenna sér nokkurs meins og án
þess að hafa minnsta grun um það. Þessa
a