Berklavörn - 01.06.1939, Side 14
menn er sérstaklega nauðsynlegt að finna
þegar í stað, hvar sem þeir eru á land-
inu. Þeir mynda, eins og áður er sagt,
hreiður af smituðu fólki í kringum sig,
og finnist slíkt hreiður, er jafnan eng-
um erfiðleikum bundið að finna þann,
sem veldur smituninni. Berklahreiðrin er
hægast að finna með því að berklaprófa
börnin, sérstaklega þau, sem eru innan
við skólaaldur, — séu þau jákvæð við
berklapróf, hafa þau venjulegast smitast
í heimahúsum eða hjá nánustu kunningj-
um, og það því frekar, því yngri sem þau
eru, því að því færri umgangast þau að
jafnaði. Börn, sem komin eru á skóla-
aldur, umgangast hins vegar svo marga,
að miklum vandkvæðum getur verið bund-
ið að finna, hvar þau hafa náð í smitun.
Vér búum við úrelt lög um almenna
bólusetningu gegn bólusótt, — hví ekki
að afnema lög þessi (vér verðum hvort eð
er að bólusetja fólk, ef bólusóttar yrði
vart) og taka upp í staðinn almennt ár-
legt berklapróf á öllum börnum, 2—10
ára gömlum, framkvæmt á sama hátt
kostnaðarins vegna og bólusetningin var
gerð. Þá mundi vera í lófa lagið að finna
alla dulda smitbera, og þá væri hægt að
fylgjast með börnunum frá ári til árs og
leita þegar uppi uppsprettu hverrar nýrr-
ar smitunar,' er berklaprófin leiddu í Ijós.
Þá fyrst væri hægt að tala um verulega
skipulagðar berklavarnir. Til þeirra þyrfti
vart meira fé en nú er veitt, en það þyrfti
meiri vinnu, fastari tök og aftur meiri
vinnu.
Eiríkur Magnússon:
fe
Islenzkur hernaður.
Frá sjónarmiði þjóðfélagsins er berkla-
sjúklingurinn vandræðabarn. Hann kost-
ar ríkið mikið fé, beinlínis, og auk þess
er það svift vinnukrafti um óákveðinn
tíma.. Berklakostnaður hvers einstaklings,
sem slíks þarf með, er, fljótt á litið,
eyðslueyrir, ekki framleiðslufé. Islenzkt
þjóðfélag hefir hvorttveggja af skornum
skammti, fjármagn og mannafla. En þessi
eyðsla, hvorstveggja er óhjákvæmileg, á
meðan berklaveikin er jafn-útbreidd og
nú er. Sjúkrakostnaður berklaveikra get-
ur skoðast sem föst hernaðarútgjöld Is-
lendinga, ár eftir ár, manntjónið og mann-
skemmdirnar á fallna og særða, meðal
þjóðar, sem á í stríði við árásarþjóð.
Ósigur árásaraðilans getur einn bundið
enda á herkostnaðinn — að minnsta kosti
dregið stórlega úr honum — og sparað
það, sem dýrara er en peningurinn,
mannslífin og mannlega heilbrigði. óefað
kostar slíkur sigur meira fé í bili, en þeir
peningar koma aftur, fyrr en varir.
Berklana á íslandi verður að sigra, svo
sem frekast er unnt, til þess að spara
þjóðfélaginu útgjöld, manntjón og vinnu-
tap — svo horft sé aðeins frá sjónarmiði
heildarinnar og ekki minnst á einstakling-
inn og hans sérmálstað í þessu sambandi.
Læknavísindin segja til um heppilegustu
aðferðir; þau eru hernaðarvísindi berkla-
styrjaldarinnar. En þess eru engin dæmi,
að styrjöid hafi unnizt af ríkisstjórn,
herforingjum og hernaðarsérfræðingum
einum saman. Hvað vinnst á í stríði án
hinna óbreyttu liðsveita? En þar sem ekki
er heiskylia, mynda sjálfboðaliðar her-
inn. I styrjöldinni við berklana á Is’andi
verður aldrei fullur sigur unninn án slíkra
hersveita.
BBEKLAyÖEN
10