Berklavörn - 01.06.1939, Side 15

Berklavörn - 01.06.1939, Side 15
Stórstúka íslands og deildir hennar eru fjöldasamtök þjóðarinnar gegn brenni- vínsbölinu. Slysavarnafélag íslands og deildir þess eru fjöldasamtök þjóðarinnar gegn slysum á landi og sjó. Berklarnir eru að því leyti eins og brennivínið og slysfarirnar, að þeim verður ekki út- rýmt að mun án aðgerða fjöldans sjálfs. Samband ísl. berklasjúklinga er skipulag hinna óbreyttu liðsveita gegn vágestinum. Það er fyrsta tilraun á Islandi til sjálf- boðaliðssöfnunar gegn berklunum og af- leiðingum þeirra. Eins og nú háttar til hér, er þetta óefað heppilegasta og sjálfsagðasta leiðin: Þeir, sem styrjöldin mæðir og hefir mætt mest á, berklasjúklingar, fornir og nýir, bjóða fram krafta sína til skipulegrar sóknar, ef verða mætti, að þeim fækkaði allveru- lega, sem sjúkir og veiklaðir þyrftu hjálp- ar við framvegis, að færri féllu í valinn, að minna starfstap yrði, minni kostnaður af völdum berklanna á íslandi. S. I. B. S. vinnur að sjálfsögðu engin kraftaverk, frekar en aðrar dauðlegar stofnanir. En það stefnir að því að greiða BERKLAVÖKN þeim veg, sem ekki ganga heilir til skógar, að lokinni hælisvist, auka áhuga og skiln- ing alls þorra manna á nauðsyn og g'ldi almennra berklavarna og aðstoða, sem fjöldasamtök, lækna og heilbrigðisstjórn við berklavarnir. En án- fjármagns vinnst fjöldanum seint, sem öðrum. Stórstúka Islands og Slysavarnafélag íslands njóta að sjálf- sögðu opinbers fjárstyrks, auk þess sem þau afla sér fjár á annan hátt. Ríkið getur ekki komizt hjá að styrkja samtök berklasjúklinganna, frekar en þau sam- tök geta komizt hjá að afla sér fjár af eigin ramleik. S. I. B. S. snýr sér því hvorttveggja í senn, til valdhafa og alls þorra manna um fjárstyrk og aðstoð. Ef því heppnast sú ætlun sín, að draga úr því tjóni og böli, sem berklarnir valda, þá er það í þágu alþjóðar fyrst og fremst, sjúkra sem heilbrigðra. Þess vegna leitar það lið- sinnis þeirra, sem heilbrigðir eru, um þátttöku í og samúð með starfinu. Hver veit, hvenær berldarnir kunna að herja þann garð, sem nú er laus við þann vá- gest? Er nokkur sá, að honum þyki óþarft að leggja fram sinn skerf til varnar, veita þátttöku ? Því meiri starfsþrótt og fjöldaþátttöku sem samtökin geta sýnt, því meiri að- stoðar er að vænta frá ríki og valdhöf- um — og því meiri von til þess, að hin árlegu berklaútgjöld geti minnkað, er stundir líða. Það er berklasjúklinganna — fyrrver- andi og núverandi — að gangast fyrir allsherjar samtökum og liðsafnaði gegn berklunum — og það hafa þeir þegar gert tilraun til. En það er hins heilbrigða fjölda að fylla einnig flokkinn, sjálfum sér til varnar og þeim, sem þegar þurfa hjálpar við. Það er ríkisstjórnar að styðja ll

x

Berklavörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.