Berklavörn - 01.06.1939, Side 17
um á þvaginu sjá, hvenær líkaminn
hefir ’ fengið þörf sinni fullnægt. Rann-
sóknunum var hagað þannig, að C.-magn
þvags sjúklings var ákveðið við venjulegt
viðurværi, síðan var þeim gefinn 200 mg.
aukaskammtur af C. daglega og þvagið
rannsakað áfram. Þegar sjúklingurinn
skilaði gegnum þvagið 50% af auka-
skammtinum, var talið, að hann væri
mettur.
Niðurstöður rannsóknanna urðu þær,
að sjúklingarnir þurftu að meðaltali
þriðjungi lengri tíma til að mettast en
eðlilegt er talið. Það er að segja, þeir
bjuggu við létta C.-fátækt. Flestir sjúkl-
ingar voru hitalausir fótavistarsjúklingar.
Nú er það vitað, að sjúklingar á Vífils-
staðahæli búa við betra viðurværi en al-
meningur í þessu landi, sá grunur hlýt-
ur því að vakna, að almenningur úti á
landinu fái ekki það C. í fæðunni, sem
æskilegt væri.
Hvað ber að gera? Það verður að finna
innlendar fæðutegundir, sem árlangt geta
vejtt okkur stöðugan forða af C.-vitamíni.
Tvær fæðutegundir vil ég minnast á. Ný-
mjólk inniheldur C.-vitamín, og þótt það
sé minna að vetrarlagi, er þar þó um
stóra hjálp að ræða. Nauðsyn mjólkur-
neyzlu er öllum almenningi svo kunn, að
um hana ræði ég ekki frekar, aðeins verð-
ur að krefjast þess, að mjólk verði aldrei
svo dýr í þessu landi, að almenningur
eigi þess ekki kost að neyta hennar ríku-
lega.
Þá er það kartaflan. Það er víðfræg
saga, að þegar uppskerubrestur varð á
kartöflum í gamla daga hjá frændum
okkar, Irum, þá hrundu þeir niður úr
skyrbjúg, væri uppskera góð, bar ekki
á sjúkdómnum. Landið okkar býður upp
á nærri ótakmarkaða möguleika til kart-
öfluræktar. Kartaflan er auk þess að vera
C.-gjafi, geysi-næringarmikil og holl fæða.
Ég sný nú máli mínu til húsmæðranna.
BERKLAVÖEN
Maríus Helgason:
»Hönd in á plóginn«.
Ég hefi orðið þess allvíða var, að fólk
hefir enn ekki fyllilega áttað sig á, hver
væri tilgangur og fyrirhugað starf hjá hin-
um nýstofnuðu „berklavarnafélögum". Vil
ég því reyna að skýra hér með nokkrum
orðum höfuðmarkmið þeirra.
Mér er kunnugt um, að fjölda margir
halda, að þeir einir geti verið meðlimir
þessara félaga, sem hafa verið eða éru
berklaveikir. En þetta er síður en svo, allir
karlar og konur, ungir og gamlir, heilbrigð-
ir sem veikir, ríkir sem fátækir og umfrmi
allt af öllum stéttum þjóðfélagsins, geta
orðið meðlimir þessara félaga. Og við ósk-
um eftir því, að sem allra flestir sldlji til-
gang þeirra rétt og geri sitt til að styðja
okkur í hvívetna, og er þá það fyrsta að
gerast virkur félagi. Máske hugsa ein-
hverjir sem svo: ég hefi þar ekkert að gera,
því ég get ekkert gert, og svo kemur mér
þetta eiginlega ekkert við — ég er jú ekk-
ert veikur! En þannig má enginn hugsa,
allir geta eitthvað gert, og þegar margir
leggja saman, verður það mikið. Enginn
má hugsa sem svo, að sér sé þetta óviðkom-
Þær eru í þessu máli sem öðrum miklu
ráðandi.
Húsmæður, aukið kartöfluneyzlu á heim-
ilum yðar til stórra muna. Hafið það
hugfast, að kartaflan er dýrmæt, ódýr
innlend fæða. Börn yðar munu á sínum
tíma launa þá viðleitni yðar með meiri
heilbrigði og auknum þroska. Þau munu
verða betur undir það búin að mæta bar-
áttunni gegn berklaveikinni og öðrum
sjúkdómum, er á þau kunna að leita síð-
ar í lífinu. Aukning kartöfluræktar og
neyzlu er ekki einungis stórt fjárhagslegt
atriði, heldur einnig mikils virði heilsu-
farslega séð.
13