Berklavörn - 01.06.1939, Page 18
andi, þótt hann hafi því láni að fagna, að
hafa sloppið við þann illa vágest — veik-
indi. Munið það, að einmitt þeir, sem heil-
brigðir eru, geta unnið mest og bezt að því,
að hér verði náð settu marki, sem sé: að
vinna að því á allan hátt að gera sitt lil
þess að vinna að niðurlögum á „þjóðfélags-
óvininum nr. 1“ — berklaveikinni.
Lesari góður, máske var það vinur þinn,
sem í gær varð berklaveikinni að bráð, í
dag getur það orðið ég, og á morgun ef til
vill þú. Það er því nauðsynlegt, að þú gerir
skyldu þína strax, því á morgun er það
máske of seint. Það lætur ekki vel í eyr-
um, berklar — berklaveiki, því svo eru þau
mörg sárin, sem við höfum um að binda í
sambandi við þau orð, á undanförnum ára-
tugum, það er því þessvegna sem við eig-
um að gera allt, sem hugsanlegt er, til að
afmá þessi hrollköldu orð af vörum okkar.
Tilgangur félaganna er að reyna á allan
hugsanlegan hátt að gera sitt til að hjálpa
læknum þessa lands, að þessari landplágu
verði aflétt af þjóðinni, og það sem allra
fyrst.
Við ætlum að gera okkar ítrasta til þess,
að sá, sem orðið hefir fyrir því skipbroti,
að vera berklaveikur, geti fengið þá vinnu,
sem heilsa hans leyfir, §r hann hefir feng-
ið þann bata, að geta unnið aftur eitthvað.
Ennfremur, að sá, sem hefir orðið að
láta af störfum sínum um stundarsakir,
vegna veikinda, geti fengið þau aftur, er
læknir hans álítur hann færan til að vinna
þau.
Við vitum vel, hvað berklaveikin er búm
að kosta þjóðfélagið mikið, beint og óbeint,
því viljum við gera það, sem í okkar valdi
stendur, svo að þessum miklu fórnum verði
létt af þjóðinni.
Líka vitum við, að mörg eru þau móður-
tárin, sem berklaveikin er búin að kosta,
er móðirin hefir horft á eftir barni sínu
verða henni að bráð.
Vegna þess, er hér að ofan getur, vænt-
um við þess fastlega, að allir, hverrar
stéttar sem hann er, leggi „höndina á
plóginn" með okkur og geri það, sem í hans
valdi stendur, að við náum settu marki.
Þetta er mál, sem hvern einasta þegn okk-
ar litla þjóðfélags varðar.
Þess skal getið, að þetta er enginn stétta-
félagsskapur og því síður pólitískur félags-
skapur, heldur á þar hver maður heima,
hverrar stéttar hann er, eða hvaða stjóm-
málaskoðun hann hefir — allir, sem vilja
vinna að því að ráða niðurlögum „þjóðfé-
lagsóvinarins nr. 1“ — berklaveikinnar.
Lesari góður, mundu það, að dýrmæt-
asta eign þín er heilsan, enginn er fátæk-
ur, sem er heill heilsu, og þess vegna er það
skylda okkar að vemda þennan dýrgrip
okkar og reyna að hjálpa öðrum að vernda
hann.
Byrjum t dag, á morgun er það máshe of
seint.
Gerist félagar í „berklavarnafélögun-
um“, með því styrkið þið sjálfa ykkur og
aðra. Líknum þeim, sem lifa.
BERKLAVÖRN
14