Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 20

Berklavörn - 01.06.1939, Qupperneq 20
hverjum öðrum, manni eða dýri, og sá, sem sýkingunni olli, verður að gerast hættu- laus öðrum, annað hvort með lækningu, kennslu um fullkomna varfærni gagnvart öðrum eða einangrun á berklahæli — eða ef um dýr er að ræða, að því sé slátrað. Allt of oft er það, að fullorðnir koma með berklaveik börn til læknis og halda því fram, að enginn af þeim, sem barnið hafa umgengizt að staðaldri, hafi getað sýkt það. „Allir eru stálhraustir. Enginn fær einu sinni kvef“, er algengt viðkvæði. Margir gera sér það sem sé ekki ljóst, að hægt sé að ganga með smitandi berkla svo árum og jafnvel áratugum skiftir, án þess að vera sýnilega veikur. Smitunarleiðir. 1) Algengasta smitunin er svonefnd úða- smitun, það er að segja, að maður, sem hef- ir opna berkla (þ.e.a.s. sár eða bólgur, sem sýklar berast frá) í öndunarfærum, hóstar, hnerrar eða talar svo nærri vitum annars manns, að úðinn út úr honum getur borist inn í öndunarfæri hins. I þessum úða geta verið heilir hópar af berklasýklum, sem setjast svo að í líffærum þess, sem úðanum andaði að sér, oftast í lungum hans. Það er því auðskilið, hve sjálfsagt það er að hnerra í klút, en ekki beint út í loftið, og sömuleiðis er það afleitur vani að sitja eða standa mjög nærri þeim, sem menn eru að tala við. Það er vægast sagt ógeðfellt að finna heitan andardrátt þess, sem við er rætt, leggja um vit sín, hvað sem úðasmitun líð- ur. 2) Snertisýking er algeng, t. d. með kossum á munn eða jafnvel húð, og þá sér- staklega á rnunn eða húð barna. Þessvegna er hættulegt, að berklasjúklingur kyssi barn, t. d. á ennið eða kinnina, því stund- um orsakar þetta sýkingu barnsins. Ann- ars hafa oft verið samin ómerkari lög í þessu landi en þau, að bannað yrði með lög- 1« um, að fullorðið fólk kyssi börn á munn- inn. Það er bókstaflega óttalegt, að fullorðið fólk, sem er með munninn fullan af alls- konar bakteríum, skuli nokkurn tíma kyssa börn, sem hafa minna mótstöðuafl gegn ýmiskonar sýkingum heldur en fullorðnir. Ósoöin og illa þvegin ílát berklaveikra eru hættuleg. Vasaklútar, óhreinir eða úr vasa, sem ó- hreinir klútar hafa legið í, eru stundum dregnir upp af foreldrum eða fóstrum barna og börnum snýtt með þeim, en það er ósiður, sem enginn siðaður maður get- ur látið sjá sig gera. Börn eiga að hafa sína eigin vasaklúta í sínum eigin vösum. Sýktar hendur. Berklaveikur maður hóstar t. d. í lófa sinn og heilsar einhverj- um með handabandi, sem lætur síðan eitt- hvað upp í sig, áður en hann þvær sér. Ef bevklasjúkhngur fæst við matargerð eða áfgreiðslu matvæla, getur sýkingin borist yfir í aðra. Þessi dæmi um snertisýkingu verða að nægja, þótt ótal mörg önnur mætti nefna. 3) Mjólkursýking. Sumir álíta, að kúa- berklar séu mjög fátíðir hér, en þetta er þó hvergi nærri fuilrannsakað. Hitt er víst, að sýkingarhætta frá mjólk er ekki lítil, þótt kúaberklar væru ekki til á íslandi, á meðan ekkert eða lítið eftirlit er með mjaltafólki, sem getur auðveldlega sýkt mjólkina, ef það er berklaveikt, meðan al- mennt og strangt eftirlit með kúabúum er ekki lögleitt né almenn gerilsneyðing mjólkur. Víst er um það, að útvortis (eitla-)' og beinberklar eru ískyggilega al- gengir hér á landi, en það er álit sumra á- gætustu berklasérfræðinga, að þeir stafi oftast af mjólkursýkingu (og þá helzt af kúaberklum)1. Að lokum vil ég eggja landsmenn lög- eggjan — að þeir geri allt, sem í þeirra valdi stendur, til að hrinda af höndum sér þessum hvimleiða vágesti. BERKLAVÖKN

x

Berklavörn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.