Berklavörn - 01.06.1939, Blaðsíða 22
Jónas Sveinsson:
Peir, sem erfiðast eiga.
„Slæm aðbúS og áhyggjur vekja
hvíta dauðann öðru fremur upp
að nýju“.
Það geta víst allir verið sammála um, að
mikið hefir verið aðhafst í berklamálum
þjóðar vorrar síðastliðin ár. Mér liggur við
að segja, að unnið hafi verið þrekvirki, sé
miðað við fámenni þjóðarinnar. Og árang-
urinn hefir einnig verið mikill. En barátt-
an við hvíta dauðann er erfið, og vafalaust
þarf, ef vel á að vera, að vega að honum
frá mörgum hliðum í senn. Eitt er barátt-
an við sýkilberana, annað lækning hinna
sjúítu, og þriðja vandamálið, máske ekki
vandaminnsta atriðið: Hvað ber að gera
fyrir þá, er berklaveikir hafa verið, en eru
fátækir og óvinnufærir, eiga engu að að
hverfa og eru jafnvel óvelkomnir aftur
inn í þjóðfélagið?
Þeir, sem erfiðast eiga í þjóðfélaginu,
hinir fátæku, eru, að öðru jöfnu, mest und-
irorpnir að sýkjast — þeir, sem búa í
þrengstu húsakynnunum, þeir, sem venju-
legast búa við verst viðurværi.
Berklaveika fólkið heyir sína hörðu bar-
áttu á berklahælum um skemmri eða lengri
tíma. Því, sem kunnugt er, er berklaveikin
venjulegast langvinnur lúngnasjúkdómur,
er orsakast af hinum svonefnda berkla-
sýkli. Flyzt veikin svo iðulega þaðan út í
önnur líffæri og vinnur með því hið mesta
tjón. Auk þess er berklaveikin einnig
sézt á sínum tíma á því, hvort sóknin, sem
nú er hafin á hendur hvítadauðans í seinni
tíð, heldur áfram eða ekki.
Ég fullyrði, að S. í. B. S. er albúið til
þess að heyja þessa sókn þjóðarinnar að
sínum hluta.
efnaskiftasjúkdómur, er hefir í för með
sér óeðlilega salta- og málmsaltasamsetn-
ingu í líkamanum. Getur þess einmitt gætt
lengi eftir að hin upprunalegu berklamein
eru uppþornuð og gróin. Því má heldur
ekki gleyma, að sjúkdómur þessi setur
iðulega sín óafmáanlegu merki á sálarlíf
berklasjúklinganna, og er sú hlið málsins
ekki ávallt metin réttilega, þegar ætlast er
til, að sjúklingar þessir sjái sér og sínum
farborða.
Berklahælin eru ávallt yfirfull, og
margir bíða £ biðlistunum. Afleiðing þess
er sú, að sjúklingarnir eru yfirleitt út-
skrifaðir svo fljótt, sem unnt er. Er þar
einmitt mikil veila í berklalöggjöf allra
landa.
Fátækur fjölskyldumaður leitar að
sjálfsögðu heim til sín, er af hælinu kem-
ur, þar sem máske mörg börn og kona
bíða hans, en líka fátækt og atvinnuleysi.
Ennþá er hann sjúklingur, heim kominn
úr „stríðum stormi“, hræddur við veik-
ina og veigrar sér, með réttu, frá að
vinna hvaða vinnu sem er. Fátækrahjálp-
in hrekkur skammt, sé annað ekki fyrir
18
BERKLAV ÖRN