Berklavörn - 01.06.1939, Page 24
Ólafur Björnsson:
Allir eitt.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
berklarnir hafa nú um langan aldur herj-
að þjóð vora, svo að þeir eru löngu orðnir
þjóðfélagslegt vandamál, sem hið opinbera
hefir tekið í sínar hendur, með því að halda
uppi, á sinn kostnað, berklahælum, eftirliti
með burtskráðum sjúklingum og leit að
nýjum, sem þurfa eftirlits eða hælisvistar.
Og er nú svo komið, fyrir atbeina og at-
orku lælma og hjúkrunarkvenna, er standa
í þjónustu hins opinbera, að dauðsföllum
af völdum berkla fer nú fækkandi svo um
munar, og er það gleðilegur árangur.
Vegna þess, að hælin eru stöðugt full-
skipuð, er boðskapurinn, sem fækkun
berkladauðsfalla færir okkur, sá, að stöð-
ugt fjölgar brautskráðum sjúklingum, sem
náð hafa það góðri heilsu, að þeir þykja
ekki þurfa hælisvistar við. En eins og all-
ir vita, jafnt þeir, sem í hafa ratað, og aðr-
ir, er sú heilsa í flestum tilfellum það við-
kvæm, að hún þolir ekki, að viðkomandi
taki til síns fyrri starfa, ef að það, sem
vannst við hælisveruna, á ekki að fara for-
görðum á ný, og á það sérstaklega við um
erfiðismenn.
Hér í er fólgið það vandamál, sem fé-
lagsskapur okkar berklasjúklinga vill
leggja mesta áherzlu á að leysa, og sem við
teljum, að mikið sé undir komið, að takizt
giftusamlega, því að við teljum, að stórt
spor væri stigið að liinu stóra takmárki
okkar, „útrýmingu berklanna úr landinu“,
ef hægt væri að stöðva, að sem mestu leyti,
hina hættulegu og kostnaðarmiklu hring-
rás sjúklinganna af hælinu og á það aftur
að skömmum tíma liðnum. Og við teljum
einmitt, að í yfirgnæfandi fjölda slíkra til-
fella megi benda á, að sjúklingurinn hafi
neyðzt til að stunda óhalla eða of erf-
iða vinnu.
Það, sem okkar félagsskapur telur því
eitt af aðalhlutverkum sínum, er að finna
leiðir til að sem flestum, og helzt öllum,
brautskráðum sjúklingum verði séð fyrir
lífvænlegri atvinnu við þeirra liæfi. Þetta
stórmál væntum við að leysa smátt og
smátt í samráði við og með aðstoð heil-
brigðisstjórnar og læknastéttar landsins,
sem þegar hefir sýnt félagsstofnun okkar
áhuga og velvild.
Við gerum okkur það fullkomlega ljóst,
að þetta er mjög erfitt og viðfangsmikið
verkefni, og mörgum kann ef til vill að
finnast, að hér hafi okkar ungi og fátæki
félagsskapur reist sér hurðarás um öxl, en
við treystum á fullan áhuga og fórnfýsi al-
mennings og gott samstarf við læknana
og heilbrigðisstjórnina, ásamt skilningi og
aðstoð ríkis og bæjar- og sveitarfélaga,
þegar við höfum sýnt, að við erum vaxnir
þeim stóru verkefnum, sem miða að því,
að gera að veruleika það háleita og göfuga
BKRKLAVÖRN
20